Morgunblaðið - 30.12.1990, Page 36

Morgunblaðið - 30.12.1990, Page 36
no Cf 36 B OPÍJI Íl'4qf«?-Ifi WBI lim#«>lMl/IAVA\/ |9lf MORGUNBLAÐIÐ VCLVAKAIMDl SUNNUDAGUR 3Ó. DESEMBER 1990 A FÖRNUM VEGI /, l//'S eru/n ekki o-f dnx.gb meS \/eitingc\.momninn.. •• Þau halda því fram að hér hafi hreinlega rækt- ast upp söng- raddir. Gunnar segir aðfólk hér sé skapmeira á einhvernveginn svo heilbrigðan hátt. ee Onundarfjörður: Séra Gunnar og Ágústa við eldhúsborðið í Holti. Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir Nei við rífumst aldrei. Eitt snöggt vinstrihandarhögg er það sem þarf og allt fellur í ljúfa löð. Með morgunkafftnu Það er þó kostur að skó- sólaslit verður minna ... Kem þessu í verk þó ég hafi aldrei haft eins mikið að gera - segir Agústa Agústsdóttir í Holti sem sendi frá sér bók og hljómplötu fyrir jólin Flateyri. FYRIR JÓLIN brá fréttaritari sér inn í Holt í Önundarfirði til að eiga viðtal við frú Ágústu Ágústsdóttur. Önundarfjörður var í vetrar- búningi og skartaði sínu fegursta. Maður Ágústu, séra Gunnar Björnsson, tók á móti mér á tröppunum í Holti, hress að vanda. Innandyra ilmaði allt af bökunar- lykt og gekk mikið á í eldhús inu. Ástarpungarnir voru fram- leiddir á eldavélinni, hrærivélin var á fullu og „kaka skrifstofumanns- ins“ á leið inn í ofninn. Dundeekaka var tilbúin á borðinu. Ágústa biður velvirðingar á því hve mikið gangi á „þetta er alltaf svona þegar ég fer af stað“, segir hún. Það er sennilega rétt, því fyr- ir jólin gaf hún út bæði bók og plötu. Bókin heitir Sumar á Sól- heimum. I þessari bók rifjar höfund- ur upp atburði frá viðburðaríku sumri krakkanna í dalnum, dal sem er á mörkum sveitar og þorps við vestfirskan fjörð, þar sem alltaf er eitthvað að gerast, hvort sem er við leik eða störf. Bærinn sem hún ólst upp á heitir Brekka í Brekku- dal í Dýrafirði. Myndskreyting í bókinni er eftir Sigrúnu Sætran. Tossalistinn varð byijun á bók — Hvenær varð þessi bók til hiá þér? „Það eru mörg ár síðan ég var ákveðin í að skrifa þessa bók, ég var búin að semja einn kafla sem heitir Bella frænka í bókinni. Smátt og smátt var þetta svo að geijast hjá mér. Á þessum tíma fyrir þrem- ur árum er ég komin upp í rúm og ætla að fara að skrifa tossalista, er að hugsa um að fara að baka. Ég byija að skrifa: Rúsínur, púður- sykur en tossalistinn varð ekki lengri, því þá byijaði ég að skrifa söguna. Þannig varð fyrsti kaflinn til, Bellu frænku átti ég. Síðan kom hver kaflinn á fætur öðrum, þeir styðjast allir við raunverulega at- burði, eins og ég man þá. Það er ábyggilega til fullt af fólki sem segir „bölvuð vitleysa, þetta var ekkert svona“. Þetta er sjálfsagt eins og í myndinni Fanný og Alex- ander, sem ég hef margsinnis séð, voða ýkt en svona man krakkinn. Ég breyti öllum nöfnum á fólki. Ég hef alltaf lesið mikið, ég gekk með bækurnar innan á samfest- ingnum í heyskapnum þegar ég var krakki. Þetta voru glæpareyfarar þegar ég var innan við tíu ára, síðan breyttist þetta í ástarsögur, en þeg- ar ég er orðin sextán til sautjan ára þá fer ég að viða að mér þyngri bókmenntum eins og Lygn streymir Don og Þrúgur reiðinnar." — A hvaða aldri ertu í bókinni? ( „Ég er svona níu til tíu ára þeg- ar þetta gerist, en þjappa því saman í eitt sumar. Ég átti í vandræðum | með að hafa ekki með einhveija Vetrarkafla, veturinn er mér ekki síður minnisstæður, það er meiri rómantík í vetrarminningunum. Það verður bara næsta bók, Vetur í Sólheimum." „Hér er ég ekki eftirlýst“ — Þú varst að gefa út plötu líka? „Já, það eru ekki nýjar upptök- ur, á plötunni eru þrettán lög á annarri hliðinni eru íslensk lög og skandinavísk á hinni. Ég er að koma þessu í verk núna, þó að ég hafi aldrei á ævinni haft eins mikið að gera, en munurinn hér og fyrir I Yíkveiji skrifar Margir atburðir líðandi árs gefa góðar vonir um bjart- ari framtíð. Ekki á þetta síst við um það sem gerst hefur á alþjóðavett- vangi. Stórveldin eru að slíðra sverðin, hafa dregið úr kapphlaup- inu um skæðustu vígvélarnar og þjóðir, sem hafa orðið að lúta vilja fámennrar klíku sjálfskipaðra landsfeðra, hafa hrist af sér fjötr- ana. Það virðist því vera að rofa til, en samt eru blikur á lofti. Við Persaflóa standa herir and- spænis hvorir öðrum gráir fyrir járnum og morðöldu er hótað um friðsamar byggðir hvar sem er í heiminum. Jafnvel Hitler lét sig ekki dreyma um slík hryðjuverk, en mannskepnan lætur ekki að sér hæða. Þegar jötnarnir draga inn klærnar byija smákóngar að yggla sig lítt vandir að meðulum. Betur færi ef sá friðarboðskapur, sem boðaður er á jólum, fyllti hugi þeirra, er nú sá hatri um heims- byggðina. Sú mikla kirkjusókn, sem er hér á jólum og ekki síst á að fanga- dag, sýnir að mönnum er vel ljóst tilefni jólanna og það hefur ekki gleymst í öllu því umstangi sem jólahaldinu fylgir, fyrirferðarmikl- um auglýsingum um jólagjafir og linnulausri umfjöllun um jólasveina. Því hefur oft verið haldið fram að eldra fólkið sé trúhneigðara og kirkjuræknara en hið yngra. Víkveiji veitti því á hinn bóginn athygli í þeirri kirkju, er hann sótti á aðfangadagskvöld, að þar var ekkert kynslóðabil að finna. Þangað fjölmenntu heilu fjölskyldurnar, for- eldrar með börn sín auk afa og ömmu. Var vart með betri hætti hægt að undirstrika tilefni þeirrar hátíðar sem í hönd fór. Þá má geta þess að fjölmargir hafa komið að máli við Víkveija og lýst yfir sérstakri ánægju með há- tíðlegan aftansöng í Sjónvarpinu á aðfangadagskvöld, þar sem biskup- inn herra Ólafur Skúlason flutti eftirminnilega predikun. Margir staldra við um áramót, hugsa um farinn veg og horfa til framtíðar. Menn leiða þá gjarnan hugann að því sem miður hefur farið á liðnu ári og hafa uppi góð áform um að betur skuli til takast á því sem rennur í garð. Hvernig til tekst er síðan allt annað mál. Ekki mun ótítt um áramót að stíga á stokk og strengja heit. Það mætti fjölmiðlafólk t.d. gera og lýsa yfir þeirri fyrirætlan sinni að bæta málfar sitt og meðferð tungunnar — Víkveiji þar ekki undanskilinn. Þeir sem eiga að vera fyrirmynd „ annarra mættu til dæmis strengja þess heit að fara rétt með gömul orðatiltæki og láta sér þau ekki um munn fara eða festa á blað nema þeir skilji merkingu þeirra. í einum fréttatíma Útvarpsins um jólin var til dæmis sagst að frumvarpi dóms- málaráðherra um nýtt happdrætti hafi verið tekið með kostum og kynjum. Fréttin sjálf gaf þó allt annað til kynna. Allir, sem um frumvarpið fjölluðu, tóku því síður en svo vel, höfðu allt á hornum sér, töldu það vanhugsað og að gera yrði á því miklar breytingar,- Á íslensku máli heitir það ekki að hlutunum sé tekið með kostum og kynjum. Að endingu óskar Víkveiji les- endum sínum árs og friðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.