Morgunblaðið - 30.12.1990, Page 39
MORGUNBLAÐJiÐ SUJVNUDAGUR 30, DJSSJiMBJiR:
Dalvíkurkirkja:
Nýtt pípuorgel vígt
við hátíðarmessu
Dalvík.
NÝTT og veglegt pípuorgel var
vígt við hátíðarmessu í Dalvíkur-
kirkju fyrir skömmu. Að messu
lokinni gafst kirkjugestum kostur
á að skoða safnaðarheimili sem
nú er í byggingu og þiggja veiting-
ar þar.
Söfnun fyrir nýju pípuorgeli í
Dalvíkurkirkju hefur staðið í nokkur
ár. Velunnarar kirkjunnar hafa lagt
fram rúmlega helming andvirðis org-
elsins sem kostar um 9 milljónir
króna og er hið vandaðasta í alla
staði.
. Það var danska orgelsmiðjan P.
Bruhn & San Orgelbyggeri sem
smíðaði þennan kostagrip og eru í
honum 844 pípur. Nótnaborðið er
úr fílabeini og hver hlutur orgelsins
er handsmíðaður og sérhannaður
fyrir þetta orgel.
Til að fjármagna það sem eftir á
að greiða í orgelinu hefur sóknar-
nefnd ákveðið að hrinda af stað söfn-
unarátaki þar sem einstaklingum og
fyrirtækjum er gefinn kostur á að
gefa pípur í orgelið. Pípurnar eru
verðlagðar eftir stærð í fjóra verð-
flokka og verða gefendum afhent
sérstök gjafabréf. Gjafabók með
nöfnum allra gefanda fyrr og síðar
verður síðan geymd við orgelið.
í hátíðarmessunni predikaði sr.
Kristján Valur Ingólfsson, sóknar-
prestur á Grenjaðarstað, og þjónaði
fyrir altari ásamt þeim sr. Jóni Helga
Þórarinssyni, og sr. Svavari Alfreð
Jónssyni í Ólafsfirði. Þá söng kirkju-
kór Dalvíkur undir stjórn Hlínar
Torfadóttur organista óg Bjöm
Morgunblaðið/Hannes
Hið nýja pípuorgel Dalvíkur-
kirlyu.
Steinar Sólbergsson flutti hluta úr
Litlu orgelmessunni eftir Haydn.
Margrét Bóasdóttir söng einsöng og
undirleik önnuðust Magna Guð-
mundsdóttir og Anna Podhajska á
fiðlu, Örnólfur Kristjánsson á selló
og Jón Rafnsson á kontrabassa.
Án efa á tilkoma orgelsins eftir
að auka fjölbreytni í tónlistarflutn-
ingi á Dalvík og almenn ánægja er
ríkjandi með það að nú er kirkjukór-
inn niðri í kirkjunni en ekki upp á
svölunum. Þegar hið fokhelda safn-
aðarheimili verður fullbúið aukast
möguleikar til árangursríks safnað-
arstarfs sem gerir kirkjunni kleift
að standast samkeppni nútímans um
athygli fólks. Hannes
Baraadeild FSA hefur
feugið mikinn stuðning
BARNADEILD FSA hefur fengið mikinn stuðning á árinu sem nú
er að líða og margir hafa látið fé eða gjafir af hendi rakna.
í tilkynningu frá forráðamönnum
deildarinnar kemur fram að Kven-
félagið Hlíf hafi af fádæma dugn-
aði styrkt deildina með tækjakaup-
um á síðustu árum og Minninga-
sjóður félagins sem varð 30 ára á
árinu gaf gjafir á leikstofu deildar-
innar.
Pedro-myndir færðu deildinni
peningagjöf fyrir jólin og í sumar
skipulagði Antoni Mellado hjól-
reiðadag og gaf ágóðann til deildar-
innar. Þá hafa fjölmörg börn haldið
hlutaveltur á árinu og gefið ágóða
þeirra til leikfangakaupa.
„Öllum þessum aðilum svo og
öllum velunnurum, börnum og for-
eldrum, sem dvalið hafa á deildinni
og sent gjafir og hlýjar kveðjur
færir starfsfólk deildarinnar sínar
bestur þakkir og óskar þeim Guðs
blessunar á komandi ári,“ segir í
tilkynningunni.
N°7PURECARE
• mmsiR
•ANDUTSVm
VILTU LÆRA AÐ
SNYRTA ÞIG?
Snyrtivörur
frá BOOTS
* mmm
GUL LÍ\A = Mjöq þurr húð
BLEIK LÍNA = Normal/burr húð
BLÁ LÍNA = Blönduö húð
GRÆKLÍNA = Feit húð
MCST SELDU SWRTWÖfftÆ EN61AHDS!
1. Ofnæmisprófaðar
2. 100% ilmefnalausar
3. Lanolin friar
4. Húðfræðilega rannsakaðar
Með lægstu ofnæmistíðnina!
MORGUNN: Hreinsið og styrkið í einu með andlitsvatni
er þið berið í bómull og strjúkið yfir húð. Nærið síðan með dagnær-
ingu.
KVÖLD: Hreinsið með hreinsimjólk/kremi til að fjarlægja
make-up og önnur óhreinindi. Berið á húð og fjarlægið með þurrku.
Styrkið með-andlitsvatni. Nærið með augnkremi; berið létt í kring-
um augu. Nætutkrem nuddist vel inn í húð.
SÉRSTÖK HREINSUN: Andlitsmaski notist einu
sinni til tvisvar í viku. Djúphreinsar upp öll óhreinindi, stíflur, fíla-
pensla. Setjið á húð, á eftir hreinsi (ekki í kringum augu). Bíðið í
15 mín. Hreinsið af með volgu vatni í bómull.
NÆTUROLIAN er fyrir mjög þurra búð og þurrku-
bletti. Plant extract endumýjar húð og húðfrumur. Bisabolol mýk-
ir, kælir og róar húð. Notið 2-3 dropa í senn.
AUGNKREMIÐ notist daga og nætur. Létt og fínt krem,
sem gefur sýnilegan árangur á viðkvæma vefi augans. Fyrirbyggjandi
vegna hrukkumyndunar.
E VÍTAMÍN KREMIÐ er bæði dag- og næturkrem
í einu, ætlað þurri húð. Inniheldur E vítamín og náttúrulegar ol-
íur. Mýkir og nærir húð. Gefur varanlegan árangur.
TRANSLUCENT COMPLEXION BASE
Grunnur undir farða en eitt og sér gefur það húðinni fyllingu og
matt útlit. Felur fínar línur og misfellur í húðinni um leið og farð-
inn helst mikið betur á.
MAKE UP
Berið á positive action krem, nærið síðan með dagnæringu. Klapp-
ið létt örþunnu lagi af translucent base kremi á húðina. Það felur
fínar línur og hrukkur um leið og það lætur make up haldast betur.
Felum húðlýti, grænt krem felur æðarslit og rauða bletti. Cover stifti
á bólur og bauga.
Make. Litað dagkrem eða froðumake. Pure care make up fyrir ofnæm-
ishúð. Borið yfir andlit og niður á háls með svampi eða fingurgömum.
Púðrað yfir til að matta og festa með lausu, glæru (trcl) ilmefna-
lausu púðri.
Augnskuggar eru þrír í pakkningu. Hægt er að nota hvern sér eða
fleiri til skygginga.
Blýantar veljast í stíl við augnskugga. Óhætt er að nota No7 blýanta
á áugnhvarma (ilmefnalausir og mildir).
Maskarar eru í þremur gerðum og eru þeir allir tárheldir.
Superlash: Þykkir augnhár. Pure care: Fyrir viðkvæm augu/linsur.
Waterproof: Vatnsheldur.
Kinnarlitir eru einnig tilvaldir til að skyggja með. Breitt nef: Berið
á hliðar nefs. Hátt enni: Berið á við ennisrót. Undirhaka: Berið á
undirhöku. Breitt andlit: A hliðar andlits. Kinnalitur frískar, dregur
inn og dekkir. Berið því á eftir andlitsfalli en aldrei nær nefi en
miðja auga sýnir; dreifið út að eyrum.
Mótið varir með blýanti í stíl við varalit. Þunnar varir, ljósari litir og
ef til vill aðeins út fyrir varir. Eldri dömur sleppa blýanti og nota
ljósari varalit.
Eurocard korthafar athugið!
Frá og mcð 1. janúar 1991 HytjasL allar tryggingar korlhafa
Furocard Lil Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
Öll tjón korthafa sem vcrða cftir jiann tíma skulu
vinsamlegast tilkynnt til Tryggingamiðstöðvarinnar.
Tryggingaskilmálarverða sendir til korthafa í janúar, en jjar
til liggja |)cir frammi í afgreiðslu Eurocard. Auk |)ess veitir
Tryggingamiðstöðin hf. fúslega allar nánari upplýsingar.
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF
AÐALSTRÆTI 6 101 REYKJAVlK SlMI 91-26466
E
KREDITKORT HF.
Ármúla 28,108 Reykjavik,
sími 685499