Morgunblaðið - 04.04.1991, Qupperneq 1
64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
75. tbl. 79. árg.
FIMMTUDAGUR 4. APRIL 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sovétríkin:
Gorbatsjov semur
við námamenn um
tvöföldun launa
Moskvu. Reuter.
SOVÉSK stjórnvöld og náma-
menn, sem verið hafa í verkfalli
undanfarnar vikur, hafa náð
samkomulagi sem felur í sér
Graham
Greene
látinn
Vevey. Reuter.
BRESKI rithöfundurinn Gra-
ham Gceene lést í gær á
sjúkrahúsi í bænum Vevey í
Sviss 86 ára að aldri. Að sögn
dóttur hans var hann í lækn-
ismeðferð vegna blóðsjúk-
dóms.
Greene var af mörgum talinn
einn merkasti
rithöfundur
samtímans og
var einn fárra
sem hlaut
mikið lof
gagnrýnenda
og náði jafn-
framt vin-
sældum meðal
almennra les-
enda. Verk
hans voru
þýdd á 27 tungumál, bækur
hans seldust í yfir 20
milljónum eintaka.
Greene hlaut fyrst frægð
fyrir skáldsögu sína „Mátturinn
og dýrðin“ (The Power and the
Glory) sem út kom árið 1940.
Greene eyddi síðustu árum
ævi sinnar í franska bænum
Antibes við Miðjarðarhafið.
Graham Greene
tvöföldun á launum þeirra á eins
árs tímabili að sögn óháðu sov-
ésku fréttastofunnar Interfax.
Fréttastofan sagði að ekki væri
minnst á pólitískar kröfur
námamannanna í samkomulag-
inu en ein þeirra er afsögn Mík-
haíls Gorbatsjovs, Sovétforseta.
Míkhaíl Gorbatsjov og fulltrúar
námamanna áttu með sér fund í
Moskvu í gær en Gorbatsjov hefur
fram að þessu neitað að eiga við-
ræður við þá. Talsmaður verkfalls-
nefndar námamanna staðfesti í
gær að samkomulag hefði náðst
við stjórnvöld en vildi ekki tjá sig
nánar um innihald þess. Um þrjú
hundruð þúsund námamenn eru
nú í verkfalli í Sovétríkjunum.
Sovésk stjórnvöld lækkuðu í gær
það gengi rúblunnar sem erlendir
ferðamenn notast við er þeir selja
gjaldeyri niður í fimmtung þess
sem það var og er það nú sambæri-
legt við gengi rúblunnar á svörtum
markaði.
Reuter
Tóku sendiráð íraks í Brussel
Tólf Kúrdar réðust inn í íraska sendiráðið í Brussel í gær og höfðu það
á valdi sínu í fimm stundir áður en þeir gáfu sig fram við lögreglu.
Á myndinni sjást tveir Kúrdanna fleygja málverki af Saddam Hussein
Irakforseta út úr sendiráðinu eftir að hafa teiknað á það hakakross
nasista.
Bandarí kj astj ór n:
Kosningar
í Albaníu
vefengdar
Washington. Reuter.
BANDARÍSK stjórnvöld höfðu í
gær uppi efasemdir um hversu
heiðarlega hafi verið staðið að
fyrstu frjálsu kosningunum sem
haldnar voru í Albaníu í síðustu
viku.
Margaret Tutwiler, talsmaður ut-
anríkisráðuneytisins, sagði frásagnir
bandarískra eftirlitsmanna, sem
fylgdust með kosningunum, benda
til að kosningarnar hefðu á mörgum
sviðum ekki uppfyllt að fullu þau
skilyrði sem sett hefðu verið af RÓSE
(Ráðstefnunni um samstarf og ör-
yggi í Evrópu) varðandi fijálsar og
heiðarlegar kosningar.
Nefndi hún þessu til stuðnings
fregnir af því að frambjóðendum og
starfsfólki stjórnarandstöðuflokka
hefði verið ógnað, jafnt í kosninga-
baráttunni sem á kjördag og að
stjórnarflokkarnir hefðu misnotað
ríkisfjölmiðla.
Loks spurði talsmaður bandaríska
utanríkisráðuneytisins að því hvers
vegna stjórnvöld hefðu beðið í tvo
daga með að tilkynna úrslitin og af
hveiju heildarúrslit hefðu ekki verið
birt.
íraski herinn nær síðasta vígi Kúrda á sitt vald:
Flóttamannahjálp SÞ segir
hættu vera á þjóðarmorði
Nikosía, Washirigton, París, Kaupmannahöfn, Ankara, Brussel. Reuter.
TVÆR TIL ÞRJAR milljónir
Kúrda eru nú á flótta undan ír-
aska stjórnarhernum og hafa
hundruð þúsunda flúið í átt að
tyrknesku eða írönsku landa-
mærunum. Tyrkir neita hins veg-
ar að hleypa flóttamönnunum inn
í landið. Skýrði fréttaritari
breska útvarpsins, BBC, sem var
samferða flýjandi Kúrdum, frá
því að tyrkneskir hermenn hefðu
hleypt skotum að fólkinu til að
fæla það burt frá landamærun-
um. Fjölmargir flóttamenn hafa
Öryggisráðið samþykkir vopnahlésskilmála:
A
Irakar skuldbundnir til að
tortíma gereyðingarvopnum
Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær skilmála fyrir
varanlegu vopnahléi við Iraka. Tillagan að vopnahlésskilmálum var
borin upp af Bandaríkjamönnum og greiddu öll ríki öryggisráðsins
henni atkvæði sitt nema Kúba, sem greiddi atkvæði gegn, og Jemen
og Ekvador sem sátu hjá.
þykkti gera m.a. ráð fyrir að írakar
eyðileggi undir alþjóðlegu eftirliti
gereyðingarvopn sín þ.e. Scud-eld-
flaugar, efnavopn, sýklavopn og
birgðir af geislavirkum efnum sem
hægt væri að nota við framleiðslu
kjarnorkuvopna. Þegar fyrrnefnd-
um vopnum hefur verið tortímt fá
írakat' aðgang að mörkuðum fyrir
olíu sína og aðrar vörur sem og
eignum sínum erlendis. Þeit' verða
þó að láta hluta af framtíðartekjum
Samþykkt öryggisráðsins er
3.900 orð að lengd og þat' með sú
lengsta sem nokkurn tímann hefur
verið samþykkt. Kallaði Júlí Vor-
ontsov, sendiherra Sovétríkjanna
hjá Sameinuðu þjóðunum, hana
„móður allra samþykkta“ og vísaði
þar með hæðnisiega til þess er
Saddam Hussein, íraksforseti,
nefndi Persaflóastríðið „móður allra
styijalda“.
Skilmálar þeir sem ráðið sam-
sínum af olíusölu renna í sjóð sem
standa á undir stríðsskaðabótum.
Einnig eru landamæri íraks og
Kúveits frá 1963 tryggð.
Ef írakar fallast á vopnahlésskil-
mála öryggisráðsins að öllu leyti
geta friðargæslusveitir frá Samein-
uðu þjóðunum gætt svæðisins milli
Iraks og Kúveits og brottflutningur
herliðs bandamanna frá suðurhluta
íraks hafist.
Öryggisráðið mun nú ræða bar-
áttu uppreisnarmanna Kúrda og
shíta gegn stjórn Saddams Huss-
eins, að beiðni Frakka og Tyrkja,
sem krefjast þess að ráðið grípi til
aðgerða í þeim efnum.
frosið í hel eða soltið til bana er
þeir reyndu að komast yfir
snæviþakin fjöll Norður-íraks.
Uppreisnarmenn viðurkenndu í
gær að þeir hefðu tapað síðasta
vígi sínu í liendur íraska stjórn-
arhersins en sögðust enn veita
mótstöðu í fjöllum og einstaka
þorpum.
Flóttamannahjálp Sameinuðu
þjóðanna telur hættu á þjóðarmorði
á Kúrdum í norðurhluta Iraks yfir-
vofandi. Sadako Ogata, yfirmaður
Flóttamannahjálparinnar, segist
hafa farið þess á leit við tyrknesku
ríkisstjórnina að hún leyfi flótta-
mönnum að að leita skjóls, að
minnsta kosti tímabundið, í Tyrk-
landi.
Talsmaður tyrkneska utanríkis-
ráðuneytisins sagði í gær að Tyrkir
væru í þann mund að fara að grípa
til aðgerða til að gera Kúrdum erfið-
ar fyrir að flýja yfir landamærin í
stórum hópum. Utanríkisráðherra
Tyrklands segir íraka beita stór-
skotaliði gegn flóttamönnum við
landamærin og hafi sprengjukúlur
lent mörgum kílómetrum innan við
tyrknesku landamærin.
Iranska fréttastofan IRNA sagði
hundruð þúsunda Kúrda vera á leið
að landamærum íraks og írans í
gegnum freðin fjallaskörð í 85 kíló-
metra langri bílalest. Þá væru
margir fótgangandi. Útvarpið í
Teheran sagði sjúkrahús í grennd
við landamæri íraks og írans liafa
tekið við 7.000 særðum eða veikum
íröskum flóttamönnum á undan-
förnum tveimur dögum.
Francois Mitterrand, Frakk-
landsforseti, hvatti Sameinuðu
þjóðirnar til þess í gær að viðhalda
viðskiptabanni gagnvart írak þar
til Irakar létu af ofsóknum sínum
á hendur Kúrdum og að þær yrðu
fordæmdár af öryggisráðinu. Ef
það yrði ekki gert myndi það draga
úr pólitískum og siðferðilegum
áhrifum Sameinuðu þjóðanna.
Bernard Kouchner, mannréttinda-
málaráðherra í frönsku ríkisstjórn-
inni, heldur til Tyrklands í dag til
að meta hversu mikið þarf af hjálp-
arsendingum til handa íröskum
flóttamönnum. Kouchner hyggst
einnig halda til írans.
Ríkisstjórnir ríkja Evrópubanda-
lagsins (EB) fordæmdu í gær of-
beldisaðgerðir íraksstjórnar gagn-
vart Kúrdum. George Bush, Banda-
ríkjaforseti, sagði í gær að ekki
kæmi til greina að Bandaríkjaher
gripi inn í innanlandsátök í írak.
Hann sagðist hafa vaxajidi áhyggj-
ur af grimmdarverkum íraka gagn-
vart uppreisnarmönnum og væri
hann reiðubúinn að skoða samskipt-
in við Irak í nýju ljósi steypti herinn
Saddam Hussein, íraksforseta, af
stóli.
Sjá nánar frétt á bls. 24