Morgunblaðið - 04.04.1991, Side 2
2
MOKGlífJBLÁÐlÖ FIMMTt’DAGUR 4. ÁPRÍL Í99I
Líkleg færsla
þingsæta:
Ætti ekki
að koma
á óvart
- segir Ólafur G.
Einarsson, þing-
maður Reykja-
neskjördæmis
EINS og greint var frá í Morg-
unblaðinu í gær bendir flest til
þess að tilflutningur kjósenda
leiði til þess að eitt þingsæti
færist frá Norðurlandskjör-
dæmi eystra til Reykjaneskjör-
dæmis við alþingiskosningarn-
ar 1995. Ólafur G. Einarsson,
þingmaður Sjáifstæðisflokksins
í Reykjaneskjördæmi, segir að
þetta eigi ekki að koma neinum
á óvart þar sem það hafi verið
sett í kosningalög að þingsæti
gætu færst á milli á þennan
hátt ef verulegur tilflutningur
kjósenda ætti sér stað milli
kjördæma.
„Ég er ekki að segja að mér
þyki það endilega vera sjálfsagt
mál að Norðurlandskjördæmi
eystra missi mann frekar en eitt-
hvert annað kjördæmi, en miðað
við þá þróun sem hefur átt sér
stað að fjölgunin hefur orðið mest
í Reykjaneskjördæmi, þá leiðir það
af sjálfu sér að breytingin verður
á þennan veg. Ég er ekki með
þessu að blanda mér neitt í það
hvort atkvæðavægið milli Norður-
landskjördæmis eystra og hinna
landsbyggðarkjördæmanna sé eðli-
legt eftir svona tilfærslu. Það er
spurning sem þarf að athuga bet-
ur,“ sagði Ólafur.
I frétt Morgunblaðsins í gær var
haft eftir Halldóri Blöndal, þing-
manni Sjálfstæðisflokksins í Norð-
uriandskjördæmi eystrá, að hann
teldi það vera sanngirnismál að öll
þingsæti í kjördæminu yrðu föst,
og sér þætti eðlilegt að „fiakkar-
inn“ yrði festur þar til að koma í
veg fyrir tilfærslu frá kjördæminu.
Ólafur G. Einarsson sagði að
hann hefði í sjálfu sér ekkert við
það að athuga að festa „flakkar-
ann“, þar sem hann teldi það ekki
endilega rétta lausn að vera með
eitt þingsæti á flandri á þennan
hátt. „Það má alveg eins festa
það, en hvort það á að festast í
Norðurlandi eystra ætla ég í sjálfu
sér ekki að dæma um,“ sagði hann.
Vorverkin hafin
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Tími sumarhjólbarða rennur senn upp, en eftir 15. apríl er óheimilt
að aka á negldum hjólbörðum. Sumir bfleigendur hafa vaðið fyrir
neðan sig og láta setja sumarhjólbarðana undir þessa dagana, áður
en mesta örtröðin hefst, enda götur auðar í -höfuðborginni. Myndin
var tekin á Hjólbarðaverkstæði Siguijóns í Hátúni í gær þar sem
starfsmenn voru farnir að sinna vorverkunum.
Bréf fjármálaráðherra til Læknafélags Reykjavíkur:
Tillaga ráðherra að Kjara-
dómur ákveði kjör lækna
Nefnd geri tillögur um að leggja nidur verktakakerfið
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, fjárniálaráðherra, sendi Læknafélagi
Reykjavíkur tvö tilboð í gær, þar sem lagt er til að skipuð verði við-
ræðunefnd til að gera tillögur um að leggja niður verktakakerfi sér-
fræðinga í læknastétt eða aðskilja þá starfsemi algerlega frá almennri
læknaþjónustu sem veitt er á sjúkrahúsum. Þá er óskað eftir svari frá
læknum við þeirri tillögu að kjör lækna verði framvegis ákveðin af
Kjaradómi.
þessar tillögur, muni hann flytja
þessar tillögur í ríkisstjóminni, jafn-
vel þegar í næstu viku. „Ef læknafé-
lögin fallast á að lögð sé niður sú
skipan að læknar sæki sér bætt kjör
með aðgerðum sem ávallt hljóta að
bítna á sjúklingum, og í stað þess
fari ákvarðanir um kjör lækna alfar-
ið í Kjaradóm, er ég reiðubúinn að
leggja til við ríkisstjómina að frum-
varp þess efnis verði flutt á sumar-
þingi svo að þegar næst kemur að
ákvörðunum um kjör lækna, þá verði
þær teknar af hinum hlutlausa
Kjaradómi," segir fjármálaráðherra
í tilboði sínu til Læknafélagsins. -
Fjármálaráðherra sagði á frétta-
mannafundi í gær, að í svari
forsætisráðherra til forystumanna
læknafélaganna, vegna deilu fjár-
málaráðherra og Læknafélags
Reykjavíkur, kæmi fram stuðningur
við þá skoðun hans, að aðskilja eigi
verktakastarfsemina frá læknaþjón-
ustu sjúkrahúsanna og einnig við þá
hugmynd að setja kjör lækna undir
Kjaradóm.
Ólafur sagði að ef læknar væru
reiðubúnir að ræða um efnisatriði
deilunnar væri hann tilbúinn að
leggja fram frumvarp um að setja
kjör lækna undir Kjaradóm.
í tillögu ráðherra er lagt til að
nefndin skili áliti sínu fyrir lok ágúst-
mánaðar svo hægt verði að taka til-
lit til tiilagna hennar við gerð fjár-
laga fyrir næsta ár.
Fjármálaráðherra gat þess að for-
ystumenn Prestafélags íslands hefðu
sett fram þá ósk fyrr á þessu ári,
að hann beitti sér fyrir því að kjör
þeirra yrðu ákveðin af Kjaradómi og
í framhaldi af því hafi Alþingi sam-
þykkt frumvarp þess efnis fyrir lok
þingsins. Taldi hann eðlilegt að kjör
Iækna yrðu ákveðin á sama hátt og
með svipuðum rökum og þar með
væri komið í veg fyrir að deilur af
því tagi sem risið hafa að undan-
förnu myndu gera það á ný.
Sagði ráðherra að ef Læknafélag-
ið lýsti sig reiðubúið að fallast á
Formaður Læknafélags Reykjavíkur:
Tilraun ráðherra til að
halda sig í sviðsljósinu
„AÐ MÍNU mati er þetta tilraun
fjármálaráðherra til að halda sig
í sviðsljósinu fyrir kosningar og
nota lækna til þess,“ segir Högni
Óskarsson, formaður Læknafé-
lags Reykjavíkur, um erindi fjár-
málaráðherra til lækna í gær.
„Ráðherra fer enn framhjá kjarna
deilunnar, sem snýst um þær sið-
lausu ásakanir sem hann hefur
neitað að draga til baka. Við höf-
um lýst því yfir að við höfum ekk-
ert við hann að tala fyrr en hann
hefur dregið þær til baka,“ segir
Högni.
Framkvæmdir við Blönduósshöfn boðnar ót í sumar:
Framlag samkvæmt lánsfjár-
lögum sextán mílljónir króna
TÆKNILEGUM undirbúningi fyrir gerð brimvarnargarðs á
Blönduósi er að mestu lokið hjá Vita- og hafnamálaskrifstofunni
og verður verkið tilbúið til útboðs á næstu vikum, að sögn Her-
manns Guðjónssonar vita- og hafnamálastjóra. Áætlaður kostnaður
við verkið er 175 milljónir króna og hafa verið veittar til þess 16
milljónir samkvæmt lánsfjárlögum, en að sögn Hermanns er ein
hugmynd um fjármögnun sú, að verktaki útvegi lán.
100 milljóna króna framlagi,
sem heimild var veitt til á lánsfjár-
lögum í þinglok, og skyldi renna
til hafnarframkvæmda vegna
loðnubrests eða erfíðs atvinnu-
ástands, var skipt á hafnimar á
þriðjudag, að sögn Hermanns.
„Eftir því sem ég best veit er ætl-
unin að Blönduós fái 16 milljónir
af þeirri tölu, þannig að heimilað
verði að bjóða verkið út í sumar
og framkvæmdir heíjist í haust,“
sagði hann í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Búist er við að tvö til þijú ár
taki að ljúka verkinu og er hug-
myndin sú að fjármagna fram-
kvæmdimar með láni sem yrði
endurgreitt á sex árum. „Þing-
menn kjördæmisins hafa lýst því
yfír að þeir samþykki að þetta
verði framkvæmt og muni beita
sér fyrir fjárveitingum á næstu
árum, þannig að þetta verði endur-
greitt af hafnargerðarfé sem kæmi
í kjördæmið á næstu sex árum eða
svo,“ sagði Hermann.
Hann var spurður hvernig ætti
að tryggja fjármagn til fram-
kvæmdanna til viðbótar við þær
16 milljónir sem ríkið leggur til
samkvæmt lánsfjárlögum. Hann
sagði að ein hugmynd heimamanna
þar um hafí verið að óska eftir því
að verktakinn fjármagnaði þær,
að hann útvegaði lán og fengi það
greitt á þessum sex árum sem
rætt hefur verið að dreifa fjár-
mögnuninni á.
Blönduósshöfn var á hafnaáætl-
un en ekki stóð til að byija fram-
kvæmdir fyrr en 1993.
Áætlað er að hafnargerðin í
heild kosti um 175 milljónir króna.
Ríkissjóður á að greiða 75% kostn-
aðarins, eða liðlega 131 milljón,
og er rætt um að sá hluti dreiflst
á sex ár.
Áætlanir Vita- og hafnamála-
skrifstofunnar miðast við að fram-
kvæmdir hefjist í haust, eftir að
vinnu við Blönduvirkjun er lokið.
Útboðið hefur ekki verið tímasett,
en Hermann sagði að hugmyndin
væri sú að það verði í júni, þannig
að hægt væri að ná samningum
um verkið síðla sumars.
„Bréfið sýnir vanþekkingu ráð-
herra á innviðum heilbrigðiskerfísins.
Hann staðhæfír að kerfíð sé of dýrt
en viðsemjendur okkar, Trygginga-
stofnun ríkisins og heilbrigðisráðu-
neytið, vita að samningar við lækna
eru mjög hagkvæmir fyrir ríkissjóð.
Þar er gert ráð fyrir mörgum læknis-
verkum á tiltölulega lágu verði og
eru taxtarnir töiuvert lægri en hjá
kollegum okkar í Danmörku og Sví-
þjóð,“ sagði Högni.
„Reynsla Svía af því að flytja
læknisverk inn á spítalana sýndi að
biðlistar þar hrönnuðust upp og kerf-
ið varð þyngra í vöfum. Nú eru Svíar
að færa þessa þjónustu aftur út af
spítölunum," sagði hann.
Högni sagði að sér fyndist eðlilegt
að erindi ráðherra um að færa laun
lækna undir Kjaradom yrði -tekið
fyrir á næsta stjórnarfundi Læknafé-
lags Reykjavíkur 15. apríl.
„Það er athyglisvert á hvern hátt
Ólafur Ragnar gerir óbeinar árásir
á heiibrigðisráðuneytið með ummæl-
um sínum um að leggja beri niður
þá samninga sem ráðuneytið hefur
staðið að við sérfræðinga. Ef á að
taka upp viðræður um sérfræðistörf
lækna á stofum er eðlilegt að þau
tilmæli komi frá heilbrigðisráðuneyt-
inu,“ sagði Högni.