Morgunblaðið - 04.04.1991, Side 11

Morgunblaðið - 04.04.1991, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUK 4. APRÍL 1991 11 Orð til ungs listamanns ________Myndlist_______________ Bragi Ásgeirsson Ég þakka tilskrif þitt, er birtist í blaðinu fimintudaginn 28. mars, og var athugasemd vegna greinar minnar um listamannalaun. Grein þín birtist nokkuð seint, vegna þess að annað tveggja mun einhveijum hafa fundist hún á mörkum eða hún hafi hreinlega týnst eða gleymst, sem er hendanlegt atvik á dagblaði. Skoðun mín er hins vegar sú, að það sé sjálfsögð háttvísi að taka slík skrif til athugunar og svo er einnig, að ég tel mig eiga að geta réttlætt skrif mín og skoðanir. Vil ég strax taka til óspilltra málanna og svara skrifinu lið fyrir lið. — Það tel ég alrangt, að ég flokki listspírur í mismunandi þroskastig eftir aldri og jafnvel hreinlega villi um fyrir lesendum. Sannleikurinn er sá, að ég hef allan minn starfsferil sem listrýnir forðast að draga fólk í dilka í skrif- um mínum og reynt að koma þeirri skoðun minni fram, að ekki sé hægt að flokka listsköpun eftir lí- faldri. Og það kemur í sjálfu sér slíkri aldursgreiningu aldeilis ekki hið minnsta við, að okkur, er skrif- um um myndlist hérlendis, hiýs oft hugur yfir upplýsingafátæktinni á VITASTÍG 13 26020-26065 Einarsnes. 3ja herb. íb. 53 fm. Verð 3,5 millj. Kóngsbakki. 3ja herb. íb. 72 fm. Suðursvalir. Verð 5,6 millj. Hrísmóar. 3ja herb. falleg íb. 81 fm. Þvottaherb. í íb. Falleg- ar innréttingar. Kambasel. 3ja herb. íb. 83 fm. Fallegt parket, sér inngang- ur, sér garður. sýningum hinna svokölluðu ungu nýskapenda, sem ættu einmitt að geta skilgreint gerðir sínar, þar sem það hefur þegar verið gert á marga mismunan'di vegu erlendis, það sem okkur gengur einfaldlega til er að stuðla að því, að listsýningar verði skilvirkari og aðgengilegri fyrir gesti og gangandi, en á því er mikill misbrestur. Þá er það mikill misskilningur, að nýsköpun einangrist við ungt fólk, því að hún er einmitt nær allt- af afleiðing langs þroskaferils, sem blómstrar kannski ekki fyrr en við- komandi er kominn á gamals aldur og er listasagan hér órækasta sönn- unin. Ég hafna því algjörlega, að ný- sköpun sé eitthvað skólaferli og miðstýrt hópefli, eða „samvirk framníng þjóðreisnar", og vísa til þess, að slíkur hugsunarháttur er einmitt hámark þess, sem í áranna rás hefur verið kennt við „akadem- isma“. Hvað þekkingu mína á fræðunum áhrærir, hef ég aflað mér hennar með lestri bóka og listtímarita, skoðun safna og sýninga um ára- tuga skeið, svo og á sjálfum mann- lífsvettvanginum, en hef ekki lokið neinni takmarkaðri og staðlaðri skylduþekkingu á þeim efnum úr skóla, sem of margir láta sér nægja nú til dags og ganga svo blindir í gegnum lífið, hvort heldur þeir telja sig feta hefðbundnar leiðir eða séu að dýrka hinar svonefndu nýlistir. Þá eru nýlistir ekki neitt áþreif- anlegt og skjalfest hugtak heldur fersk og hugmyndarík átök ein- staklingsins við fyrirbæri samtíðar sinnar. Þegar ég í grein minni fór út í samanburðarfræði, var það í einu og öllu til að auka áhersluþunga orða minna og leitast við að opna augu manna fyrir meintan fáránleik í umræddu lagafrumvarpi um lista- mannalaun. Annað gekk mér ekki til, og hér var ég ekki að beina spjótum mínum í aðrar áttir, þó svo að t.d. námslán í núverandi formi sé mjög umdeilanlegt fyrirbæri í þjóðfélaginu, sem allir verða varir við sem á annað borð lesa dagblöð og enn frekar í almennum umræð- um. Viðbrögð hjá hinum unga list- nema sýna einmitt hve viðkvæmt mál þetta er, því að hann umturn- ast, er komið er að því atriði, og meginkjarni greinar hans fer í útúr- snúninga og vaðal um þau flóknu mál, sem alls ekki voru til umræðu í grein minni. Það skal upplýst, að heimildir mínar um fjölda námslánaþega í listgreinum ytra hef ég frá góð- kunningja sonar míns, sem á sínum tíma gekk sömu námsbraut og höf- undur umrædds pistils, Guðmundur Rúnar Lúðvígsson, þ.e. ijöltækni- deild (áður nýlistadeild). Hann tók sér það fyrir hendur fyrir fáum árum að rannsaka hve margir list- nemar nytu námslána ytra, og eru þá allar listgreinar meðtaldar, og mun hafa komist upp töluna 742 eða 747. Niðurstaðan þótti með ólíkindum og þykir mér það ennþá, en nefndi samt töluna. Talan hefur hvorki verið staðfest né borin til baka, en er ég átti er- indi í menntamálaráðuneytið á dög- unum og talaði við einn af yfir- mönnum MHÍ á þeim bæ, spurði ég hann m.a. hvort þetta gæti virki- lega verið rétt tala. Hann vissi það nú ekki, en nefndi hins vegar fárán- lega háa tölu námslánaþega í öðru fagi og glotti við. Hér er því engin Gróa á Leiti á ferð né tilbúnar tölur frá minni hendi, þótt þær kunni að vera rang- ar, sem ég vona af heilum hug, því talan er ekki einasta fáránleg held- ur einnig óheilbrigð. Ber einfaldlega vott um misnotkun. Þá er það sára einfalt mál að meta hæfileika listnema í ljósi metnaðar, ósérhlífni og námsárang- urs og þar með verðleika þeirra til opinbers stuðnings. — Hvernig skilgreina eigi þá gjörð, þegar menn fá styrki í ýms- um formum og undir ýmsum nöfn- um er auðvitað álitamál. Fáir mundu t.d. hafna neinni tegund hinni svonefndu „víkjandi lána“ úr bönkum landsins eða ríkissjóði, sem sumar stéttir virðast fá, né heldur svonefndum „námslánum“, sem menn þurfa ekki að endurgreiða nema sem nemur 80% hið mesta, auk þess sem ríkið tekur að sér að borga vexti að einhveiju eða öllu leyti. Slíkt telst naumast lán í landi, þar sem venjulegt fólk, sem borgað hefur í lífeyrissjóði um áratuga skeið, verður að sætta sig við lána- Bragi Ásgeirsson kjör, sem helst má nefna eignaupp- töku. Það er ekki langt síðan hin svo- nefndu námslán töldust hreinlega gjöf, þar sem þau urðu að engu í verðbólgunni. í austantjaldslöndun- um var og er ekki verið að skafa neitt af hlutunum og fyrirbærið ein- faldlega sett undir hugtakið laun. Okkur hættir í sívaxandi mæli hér á skerinu að setja allt mögulegt í slíkar umbúðir, að enginn skilur neitt í neinu, en hver skyldi nú vera skýringin á mikilli ásókn fólks á öllum aldri í hin svonefndu „náms- lán“? Þetta er allt eldfimt mál og huggst ég ekki hætta mér út á vettvanginn, en ég greip einfald- lega, eins og fyrr segir, til þessarar samanburðarfræði til áherslu en ekki gagnrýni á lánakerfið í sjálfu sér. Með sanni er það býsna undar- legt atriði úr leikhúsi fáránleikans, ef þjóðfélag, sem hefur efni á að styrkja nær 750 listspírur á öllum aldri til listnáms á erlendri grund, hefur ekki efni á að veita nokkrum tugum gróinna listamanna á heima- slóðum fullan starfsfrið í nokkur ár, svo að þeir geti reynt að koma undir sig fótunum. Slíkt er ótvírætt þjóðhagslegt atriði, og hér höfum við lengi verið mjög aftarlega í hópi menningarþjóða og er þá vægt til orða tekið. Þá er það í sjálfu sér mjög eðli- legt að ræða í sömu andrá um „starfslaun" og „námslán", því að í báðum tilvikum er verið að leitast við að aðstoða viðkomandi við að fóta sig á vettvangi þjóðfélagsins. Ég set gæsalappir fyrir bæði heitin, því að stöðluð og skattskyld starfs- laun, í því formi, sem þau eru veitt, koma að takmörkuðu gagni, en það er vettvangur annarrar umræðu. Hvað hugsanlegt vantraust á list- nám snertir, þar sem ég væri tekinn til áþyrgðar sem einn af kennurum MHÍ og að auki með .lengstan starfsferil, þá ætti Guðmundur Rúnar að vita, að ég hef lengi deilt á stefnu ráðamanna skólans og þá ekki einungis núverandi. Er það gert í ljósi reynslu minnar af evr- ópskum listaháskólum, sem ég hef numið við eða heimsótt. Tel ég mig hafa skrifað fleiri gi-einar um þessi mál en nokkur annar íslendingur og fer ekki í launkofa með skoðan- ir mínar. Hef ég orðið að gjalda þess sem og fleiri, þó að ætla megi að fyrsta boðorðið i listaskóla séu opnar og skeleggar umræður um stefnumörkin. Mér er ekki kunnugt um, að ég fari nokkurs staðar með villandi mál í grein minni, enda með öllu óþarfi, og hvað tilvísunina í aldur Rafaels og van Goghs snertir, sem báðir létust 37 ára, þá var það einn- ig gert til áherslu orða minna, vegna þess að gera átti heiðurslaun listamanna að nokkurs konar elli- launum. Fallið var einmitt frá því sérstaka ákvæði í lögunum, að menn yrðu að vera orðnir 65 ára til að hljóta þau, eftir að grein mín birtist, en skal látið ósagt hvort það hafi verið vegna áhrifa frá henni. Þá skal að lokum tekið fram, að trúlega þekki ég mun betur til æviferils þessara miklu listamanna en ungar listspírur úr MHÍ, og vil fullyrða og leggja ríka áherslu á það atriði, að listamenn sanna ágæti sitt í lifanda lífi. Hins vegar er ekki víst, að samtíð þeirra sé með á nótunum né t.d. listsögu- fræðingar og markaðsöfl tímanna, sem var einmitt raunin með van Gogh. Ýmsum félögum hans og samtíðarmönnum var þó Ijós snilld- in í verkum hans, en þeir höfðu nóg með sjálfa sig. Tel ég mig nú hafa svarað öllum útúrsnúningum og dylgjum Guð- mundar Rúnars Lúðvígssonar og legg frá mér stílvopnið. Jöklasel. 2ja herb. íb. 65 fm á 1. hæð. Fallegt parket. Góð áhv. lán. Flúðasel. 4ra herb. 95 fm auk bílskýlis. Góð lán áhv. Háaleitisbraut. 4ra herb. íb. 105 fm á 3. hæð. Nýl. gler. Fallegt útsýni. Asparfell. 4ra herb. ib. 108 fm m/góðu húsnæðisláni ca 4,3 millj. Suðursv. Laus. Rauðalækur. Falleg 6 herb. íb. 132 fm. Suðursv. Fallegt útsýni. Góð sameign. Melabraut. Efri sérhæð, 104 fm, m. 2x38 fm bílskúr. Suð- ursv. Frábært útsýni. Hjarðarhagi. Neðri sér- hæð 135 fm að stærð auk-27 fm bllsk. Stórar stofur. Suðursv. Engjasel. Raðhús 207 fm auk 30 fm bílskýlis. Makask. mögul. á 4ra herb. íb. í sama hverfi. Grenilundur — Gbæ. Einbhús á einni hæð 177 fm. Fráb. útsýni. Fallegt parket. Strýtusel. Glæsil. einbh. 319 fm m/bílsk. Fallegt útsýni. Makask. mögul. á minni eign. Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 77410. Svavar Jónsson hs. 657596. PHILIPS „Topp-græjur' Philips AS 9500 Hi-Fi hljómtækjasamstæðan er með fjarstýringu og hágæða geislaspilara. Hún er nýkomin frá hönnunardeildinni með nýtt útlit (Slim-Line). Philips er brautryðjandinn í gerð geislaspilara - þú gengur að gæðunum vísum. PLÖTUSPILARINN: Hálfsjálfvirkur, tveggja hraða 45 og 33 snúninga ÚTVARPSTÆKIÐ: Stafrænt með 20 stöðva minni. Á FM og miðbylgj u. Sjálfvirkur leitari og fínstilling. MAGNARINN: 2x40 músík Wött. 5 banda tónjafnari (Equalizer). Mótordrifinn styrkstillir. Tenging fyrir heymartól. Inntak fyrir sjónvarp. TVÖFALDA SNÆLDUTÆKIÐ: Hámarks hljómgæöi. Sjálfvirk stöðvun við enda á snældu. Tvöfaldur upptökuhraði. Pása. Sjálfvirk upptökustilling. Spilar fram og aftur (Autoreverse). GEISLASPILARINN: 20 laga minni. Fullkominn lagaleitari. Stafrænn skjár. Hægt er að láta sama lagið eða lögin hljóma endalaust. Tekur báðar stærðir diska. HÁTALARARNIR: Priggja-átta lokaðir hátalarar af geriðnni Philips LSB 500. FJARSTÝRINGIN: Rúsínan í pylsuendanum er fjarstýringin sem gerir þér kleift að stjóma öllum aðgerðum úr sæti þínu. Þú getur treyst Philips Heimilistæki hf SÆTUNI8 SÍMI69 1515 ■ KRINGLUNNI SÍMI69 15 20 (/có e/vuMSWÁgjatéegi/i L samungunc

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.