Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991
Heillandi verkefni bíða í
utanríkis- og varnar
eftir Björn Bjarnason
í sambandslagasáttmálanum frá
1918 um fullveldi íslands í kon-
ungssambandi við Danmörku var
ákvæði um „ævarandi" hlutleysi
íslands. 23 árum síðar, um sumarið
1941, stigu íslendingar fyrsta form-
lega skrefið frá hlutleysinu. Þá var
herverndarsamningurinn gerður við
Breta og Bandaríkjamenn. Hann
leiddi til þess að bandarískt herlið
tók að sér varnir landsins í stað
breska hernámsliðsins, sem hingað
kom í maí 1940. í ár er hálf öld
liðin frá gerð herverndarsamnings-
ins en Bandaríkjamenn hurfu héðan
með síðustu hermennina úr stríðinu
í apríl 1947. Þá dreymdi íslendinga
enn að hlutleysi gæti dugað þeim
sem vörn. í maí 1951 tók hins veg-
ar varnarsamningur íslands og
Bandaríkjanna gildi og er því 40
ára afmæli hans á næsta leiti. í
dag, 4. apríl, eru hins vegar 42 ár
frá því að ísland gerðist eitt af
stofnríkjum Atlantshafsbandalags-
ins (NATO), en með þátttöku í
bandalaginu var endanlega horfið
frá hlutleysisstefnunni.
Fróðlegt er að hafa þessi ártöl í
huga, þegar horft er til framtíðar.
Þau ættu til dæmis að vera fram-
sóknarmönnum áminning um, að
yfíriýsingar þeirra þess efnis að
Islendingar verði „ævarandi" eða
til allrar eilífðar utan Evrópubanda-
lagsins (EB) eru í sjálfu sér haidlitl-
ar. Reynslan ætti að kenna okkur
að raunsæ stefna Sjálfstæðisfiokks-
ins er skynsamlegri en framsóknar-
stefnan^ þar sem sjálfstæðismenn
segja: „Islendingar eiga ekki fremur
en aðrar Evrópuþjóðir að útiloka
fyrirfram að til aðildar geti komið
að Evrópubandalaginu." Ef við get-
um ekki sætt okkur við niðurstöð-
una í samningum um evrópskt efna-
hagssvæði, verðum við að finna
aðra leið til að laga okkur að sam-
runaþróuninni í Evrópu. Tíminn
sem ríki hafa tii stefnu er ekki ávallt
langur. Hinar öriagaríku ákvarðan-
ir um stofnaðild að Atlantshafs-
bandalaginu voru teknar á um það
bil þremur mánuðum á árinu 1949.
Þróunin er svo ör í Evrópu, að
það kann beinlínis að vera hættu-
legt að þrengja eigið svigrúm með
þeim hætti, sem framsóknarmenn
hafa gert. Til marks um breytingar
í álfunni má nefna, að hlutlaus ríki
eins og Austurríki og Svíþjóð, sem
talin voru útilokuð frá EB vegna
hlutleysisstefnu sinnar, setja hana
ekki lengur fyrir sig. Hefði nokkur
maður trúað því fyrir fáeinum miss-
erum? Eða svo minnst sé á enn
dramatískari atburði í Evrópu:
Hefði nokkur maður trúað því að
sameining Þýskalands gæti gengið
fyrir sig með þeim hætti sem gerð-
ist? Hraðinn er ekki síður mikill nú
en þegar lýðræðisríkin tóku hinar
örlagaríku ákvarðanir I lok fimmta
áratugarins og stofnuðu Atlants-
hafsbandalagið til að hefta út-
breiðslu kommúnismans í Evrópu.
Kyrrstaða og afturför
Stefna og störf ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar í ut-
anríkis- og öryggismálum einkenn-
ast af kyrrstöðu ef ekki beinlínis
afturför. Ríkisstjórninni tókst ekki
að halda þannig á varaflugvallar-
málinu, að í þá framkvæmd var
ráðist.
Sérkennilegt er að sjá í blaðaaug-
lýsingum Alþýðubandalagsins nú
fyrir kosningarnar, að flokkurinn
þakkar sér, að ljósleiðarar hafa
verið lagðir um landið, en þeir
stuðla að stórbættum fjarskiptum.
Flokkurinn lætur þess hvergi getið,
að framkvæmdir við ljósleiðarana
hafa verið ljármagnaðar af NATO
Björn Bjarnason
„Vegna breytinganna
sem hafa orðið í Evrópu
og alþjóðamálum al-
mennt verður ekki und-
an því vikist fyrir okkur
íslendinga eins og ná-
grannaþjóðirnar að líta
í eigin barm og huga
að framtíðarhagsmun-
um okkar í öryggismál-
um og almennt í al-
þj óðasamskiptum. “
vegna nýju ratsjárstöðvanna, sem
Alþýðubandalagið var algjörlega
andvígt.
ííkisstjórninni hafa mistekist til-
raunir sínar til að koma afvopnun
á höfúnum á dagskrá CFE-viðræðn-
anná um fækkun hefðbundins her-
afla í Evrópu. Héldu ráðherrar
þannig á málum á leiðtogafundi
NATO í London í fyrra, að það
spillti almennt fyrir málstað íslands
á þeim vettvangi. Þá hafa áform
ríkisstjórnarinnar um tillöguflutn-
ing vegna kjarnorku á höfunum á
vettvangi Alþjóðakjarnorkumála-
stofnunarinnar og Sameinuðu þjóð-
anna einnig runnið út í sandinn.
• Brölt forsætisráðherra í kringum
Yasser Arafat og öriög hugmynda
hans um hlut íslands í friðargerð í
Mið-Austurlöndum eru samfelld
hrakfallasaga.
Þörf fyrir framtíðarstefnu
Vegna breytinganna sem hafa
orðið í Evrópu og alþjóðamálum
almennt verður ekki undan því vik-
ist fyrir okkur íslendinga eins og
nágrannaþjóðirnar að líta í eigin
barm og huga að framtíðarhags-
munum okkar í öryggismálum og
almennt í alþjóðasamskiptum. Er
þetta heillandi verkefni, þar sem
kalt mat en ekki óskhyggja verður
að ráða.
Innan Atlantshafsbandalagsins
er almenn samstaða um að sam-
starf þjóðanna um varnarmál verði
áfram þungamiðjan í öiyggisstefnu
ríkjanna. Er mikils virði fyrir okkur
íslendinga að þetta sjónarmið ráði
ferðinni beggja vegna Atlantshafs,
því að þar með yrði hagsmunum
okkar best borgið. Við eigum að
stuðla að því að NATO-samstarfið
haldi áfram með hollustu við varn-
arsamninginn.
Atlantshafsbandalagið hefur
ekki aðeins tryggt frið í okkar
heimshluta. Samstarfið innan þess
hefur einnig stuðlað að því að tök
kommúnista í Evrópuríkjum eru
Tónleikar Sinfóníuhliómsveitarinnar í gnlri áskriftarröð:
Helga Þórarins-
dóttir leikur einleik
eftir Rafn Jónsson
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar
Islands í gulri tónleikaröð verða
haldnir í Háskólabíói fímmtudaginn
4. apríl og hefjast kl. 20.00. Á efnis-
skrá verða þijú verk: Róman Camiv-
al forleikur og Harold á Ítalíu eftir
Hector Berlioz og Sinfónía nr. 1 eft-
ir Tsjajkovskíj.
Eimeikari verður Helga Þórarins-
dóttir, víóluleikari, og hljómsveitar-
stjóri Ivan Fischer.
Franska tónskáldið Hector Berlioz
var læknissonur sem hlaut takmark-
aða tónlistarmenntun í æsku, enda
var honum ætlað að feta í fótspor
föður síns og verða læknir. Til þess
náms var hann sendur til Parísar,
en jafnframt sótti hann tíma í tón-
smíðum. Það varð úr, að hann hætti
læknanáminu og sneri sér heill og
óskiptur að tónsmíðum. Verk hans
bera nokkurn keim af skorti á undir-
stöðumenntun, sem verður þó til
þess að hann er oft æði frumlegur.
Jafnframt var hann snillingur í út-
setningu hljómsveitarverka og kem-
ur það vel fram í Harold á Ítalíu.
Þetta er sinfónía með víólu eða lágf-
iðlueinleik. Verkið skrifaði hann með
ljóðabálk Byrons lávarðar, Childe
Harold, í huga. Einnig var hann
nýkominn frá Ítalíu og ekki ólíklegt
að endurminningar hans þaðan end-
urspeglist í verkinu. Harold á Ítalíu
skrifaði hann fyrir Paganini. Þegar
Paganini sá drögin að fýrsta kaflan-
um þótti honum svo lítið til víólunn-
ar í verkinu koma að hann neitaði
að leika verkið. Síðar sagði hann þó,
þegar hann heyrði verkið í heild, að
það væri stórkostlegt.
Tsjajkovskíj hóf einnig alvarlegt
tónlistamám fremur seint. Hann
nam fyrst lögfræði og vann í rúss-
neska dómsmálaráðuneytinu uns
hann varð 21 árs og um leið sjálfráð-
ur. Þá fór hann í nýstofnaðan tónlist-
arháskóla St. Pétursborgar og nam
þar tónsmíðar undir handleiðslu Ni-
oclais Rubinsteins. Árið 1864 skrif-
aði hann sinfóníu nr. 1, áður en
hann lauk námi. Þetta verk endur-
speglar ekki persónulegan stíl Tsjaj-
kovsksíjs, sém kom ekki fram fyrr
en í sinfóníska ljóðinu Fatum sem
hann skrifaði árið 1869.
Helga Þórarinsdóttir leikur nú í
fyrsta sinn einleik á áskriftartónleik-
um Sinfóníuhljómsveitarinnar í verk-
inu Harold á Ítalíu, en áður hefur
hún leikið einleik á tónleikaferð og
við útvarpsupptökur. Hún stunöaði
nám í víóluleik við Tónlistarskólann
í Reykjavík og var Ingvar Jónasson
kennari hennar. Að námi hér heima
loknu fór hún utan til framhalds-
náms, fyrst í Northern College of
Music í Manchester á Englandi og
síðar í einkatíma til Boston í Banda-
ríkjunum. Árið 1980 var hún ráðin
leiðandi maður í víóludeild Sinfóníu-
hljómsveitar íslands og gegnir því
starfi enn. Helga hefur haldið ein-
leikstónleika og verið virkur þátttak-
andi í flutningi kammertónlistar frá
því hún flutti heim að námi loknu.
Auk starfa sinna hjá Sinfóníuhljóm-
sveitinni er Helga kennari við Tón-
listarskólann í Reykjavík. Hún sagði
í stuttu samtali að víólan væri að
vinna á sem einleikshljóðfæri, því
vitað væri um nokkur tónskáld, sem
væru nú að skrifá einleiksverk fyrir
þetta hljóðfæri. Ekki væri um mörg
verk að ræða frá fyrri tímum fyrir
lágfiðluna.
Hljómsveitarstjóri verður Ung-
veijinn Ivan Fischer. Hann er liðlega
fertugur að aldri, en hefur afkastað
miklu í tónlistarheiminum. Hann
lærði sellóleik og tónsmíðar í Búda-
pest og síðar hljómsveitarstjórn í
Vínarborg og Salzburg. Hann vann
Rupert Foundation-keppnina árið
1976 og opnaði það honum dyr í
tónlistarheiminum. Hann stjórnaði
m.a. Sinfóníuhljómsveit Lundúna á
tónleikaferð árið 1980, þegar aðal-
stjómandinn Cladio Abbado forfall-
aðist. Hann hefur einnig starfað
mikið með ópemm í Evrópu og
Ameríku og var um árabil tónlistar-
stjóri Operunnar í Kent. Hann er
stofnandi Hátíðarhljómsveitarinnar
í Búdapest, sem hefur haldið tónleika
víða um Evrópu. Auk þess að stjórna
hljómsveitum víða um heim hefur
hann stjórnað þekktum hljómsveit-
um við hljóðritanir.
Eins og áður sagði verða tónleik-
arnir á fimmtudag, 4. apríl, og hefj-
Helga Þórarinsdóttir, víóluleik-
ari.
Ivan Fischer, hljómsveitarstjóri.
ast kl. 20.00. Miðasala er á skrif-
stofu Sinfóníuhljómsveitarinnar í
Háskólabíói á skrifstofutíma og
einnig við innganginn við upphaf
tónleikanna.
Höfundur er kynningarfulltrúi
SinlónínhljórnsvriUirinnnr.
orðin máttlaus. Sagan á eftir að
leiða í ljós að markviss stefna band-
alagsins í upphafi síðasta áratugar,
þegar tekist var á um meðaldrægar
kjarnorkueldflaugar í Evrópu, réð
miklu um þáttaskilin innan Sovét-
ríkjanna. Hefðu svonefndar friðar-
hreyfingar á Vesturlöndum náð
sínu fram á þessum árum byggjum
við nú við sovéska einokun á meðal-
drægum kjarnorkueldflaugum í
Evrópu. Væri líklegt að Berlínarm-
úrinn hefði hrunið við þær aðstæð-
ur? Leiðtoga eins og Ronalds Reag-
ans og Margaret Thatcher verður
minnst sem virkra þátttakenda' í
falli kommúnismans.
Á næstu misserum þarf Alþingi
að taka afstöðu til CFE-samkomu-
lagsins um fækkun hefðbundinna
vígtóla í Evrópu. Á að nota með-
ferð þess máls til að ræða ítarlega
um framtíðarstöðu íslands innan
evrópsks öryggiskerfis. Við þurfum
hiklaust að svara spurningum varð-
andi þátttöku í Vestur-Evrópusam-
bandinu, sem aðildarríki Evrópu-
bandalagsins vilja efla sem hina
evrópsku stoð innan NATO.
Grunnurinn sem lagður var á
fimmta áratugnum er enn besta
undirstaðan undir stefnu íslands í
öryggis- og varnarmálum. Hann
hefur reynst mun haldbetri en yfir-
lýsingin frá 1918 um ævarandi hlut-
leysi. íslendingar verða að taka
virkan þátt í mótun og framkvæmd
öryggisstefnunnar. Við eigum að
leysa bandaríska varnarliðið af
hólmi, þar sem það samræmist
markmiði varnarsamningsins um
að tryggja öryggi landsins og haf-
svæðanna umhverfis það. Við eig-
um einnig að knýja á dyr Evrópu-
þjóða og óska eftir nánara sam-
starfi við þær um öryggismál.
Vinstri stjórn getur ekki tekið á
utanríkismálum í samræmi við kröf-
ur líðandi stundar. Þess vegna er
fyrsta og óhjákvæmilegt skref til
endurnýjunar á stefnunni í utanrík-
is- og öryggismálum að kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn í kosningum 20.
april næstkomandi.
Höfundur skipar þriðja sætið á
frawboðslista Sjdlfstæðisflokksins
í Reykjavik.
Nefnd til að
kanna nýt-
ingn Bláa
lónsins
HEILBRIGÐIS- og trygg-
ingamálaráðuneytið hefur
skipað nefnd sem falið er
það hlutverk að kanna fjöl-
þætta nýtingu Bláa lónsins
við Svartsengi í samræmi
við ályktun Alþingis frá síð-
asta vori. Verkefni nefndar-
innar verður einkum fólgið
í því að kanna nýtingu lóns-
ins með tilliti til heilsufars
og gera tillögur um með
hvaða hætti hægt sé að nýta
þá kosti lónsins til hagsbóta
fyrir íslendinga sem útlend-
inga.
í nefndinni eiga sæti: Ingi-
mar Sigurðsson, skrifstofu-
stjóri, formaður, Níels Árni
Lund, deildarstjóri, ritari, Jón
Hjaltalín Ólafsson, yfirlæknir,
tilnefndur af landlgekni, Jón
Sveinsson, aðstoðarmaður for-
sætisráðherra, tilnefndur af
forsætisráðherra, Páll H. Guð-
mundsson, formaður Samtaka
psoriasis- og exemsjúklinga,
tilnefndur af . samtökunum,
Bjarni Andrésson, forseti bæj-
arstjómar Grindavíkur, til-
nefndur af Sambandi sveit-
arfélaga á Suðurnesjum, og
Árni Þór Sigurðsson, deildar-
stjóri, tilnefndur af samgöngu-
ráðherra.
Nefndinni er ætlað að skila
tillögum fyrir nk. áramót.