Morgunblaðið - 04.04.1991, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991
19
Hlutverk háskóla
eftir Sveinbjörn
Björnsson
Alþjóðleg viðmiðun
Háskóli íslands hefur verið og
mun verða ein mikilvægasta for-
send^ sjálfstæðrar þjóðmenningar
á íslandi og jafnframt höfuðfor-
senda þátttöku okkar í alþjóða-
menningu og samvinnu við erlendar
þjóðir. I starfi sínu hlýtur Háskólinn
að taka mið af öðrum háskólum.
Þar má vitna í stefnuskrá evrópskra
háskóla frá Bologna, 1988, sem
segir m.a.: „Háskóli er sjálfstæð
stofnun sem skapar, prófar og met-
ur þekkingu og endurnærir menn-
ingu með rannsóknum og kennslu.
Til að koma umheimi sínum að
þessu gagni verða rannsóknir og
kennsla að vera óháð skoðunum og
siðferði yfirvalda stjórnmála og
Ijármála. Kennsla og rannsóknir
verða að fara saman í háskóla. Að
öðrum kosti fylgir kennslan ekki
brejdtum þörfum samfélagsins og
framþróun þekkingar í vísindum.
Frelsi til rannsókna og þjálfunar
er undirstaða háskólastarfs. Stjórn-
völd og háskólar verða að tiyggja,
eftir því sem í þeirra valdi stendur,
að þessi meginregla sé virt. Háskól-
inn varðveitir húmaniskar hefðir.
Hann leitar stöðugt að algildri
.þekkingu. Til að ná markmiðum í
starfi sínu leitar hann út yfir landa-
mekri ríkja og stjórnmála og heldur
fram þörf þess að ólíkir menningar-
heimar þekkist og hafi áhrif hver
á annan.“
Kjarninn í þessu máli er okkur
alls ekki framandi. Hann er í megin-
atriðum hinn sanþ og í setningar-
ræðu Björns M. Ólsen,_ rektors á
stofnunarhátíð Háskóla Islands 17.
júní 1911.
Menningarhlutverk Háskólans
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hefur
alla tíð farið fram blómlegt rann-
sóknastarf innan Háskólans. Samt
berst okkur stærstur hluti nýrrar
þekkingar að utan. Aður þurftum
við að sækja okkur þekkingu til
annarra landa. Með nýrri miðlunar-
tækni og nánari samskiptum þjóða
flæðir alls kyns fróðleikur yfir okk-
ur, en ekki er þar allt gull sem gló-
ir. Hlutverk Háskólans er að meta
og túlka þessa þekkingu, miðla
henni til íslensks þjóðlífs og gera
hana að hluta íslenskrar þjóðmenn-
ingar. Það gerist með eigin rann-
sóknum og kennslu, og einnig með
fjölbreytilegri endurmenntun og
miðlun þekkingai' til almennings.
Þekkingin verður ekki hluti ís-
lenskrar þjóðmenningar nema hún
sé orðuð á íslenskri tungu. Háskól-
inn hlýtur því að gegna forustu um
varðveislu íslenskrar tungu og ný-
sköpun hennar með íðorðum og
öðrum nýyrðum. Margir óttast að
fámennar þjóðir sem nú sogast inn
í alþjóðahringiðu muni glata tungu-
máli sínu og séreinkennum þjóð-
menningar. Við þessar aðstæður
gerir einangrun illt verra. Eina
færa leiðin til varnar er að leggja
■ SAMEIGINLEGUR framboðs-
listi Þjóðarflokks og Flokks
mannsins til Alþingiskosninga í
Vestfjarðakjördæmi 20. apríl 1991
hefur nú verið ákveðinn. Efstu sæti
skipa: 1. Ingibjörg G. Guðmunds-
dóttir, þjóðfélagsfræðingur, 2.
Heiðar Guðbrandsson, matsveinn,
3. Hrefna Rut Baldursdóttir,
verkakona, 4. Jóhannes Gíslason,
bóndi, 5. Halldóra Játvarðsdóttir,
bóndi.
IZutcuzcv
Heílsuvörur
nútímafólks
meiri rækt við þjóðleg fræði og stöð-
uga endurnýjun íslenskrar þjóð-
menningar með grisjun og aðlögun
alþjóðlegrar þekkingar.
Tengsl við atvinnulíf og þjóðlíf
Undanfarin ár hefur umræða um
Háskólann lagt áherslu á beint hag-
nýtt gildi þekkingar og rannsóknir
sem tengjast atvinnulífi. Þessi um-
ræða var þörf og hún endurspe-
glaði grósku í yngri deildum Há-
skólans sem með rannsóknum sín-
um og kennslu höfða til atvinnu-
vega. Hins vegar má segja að eldri
deildirnar hafi að vissu leyti fallið
í skuggann af þessari þróun. Nú
er tímabært að hlutverk Háskólans
í menningarlífi og öllu andlegu lífi
„Nú er tímabært að hlut-
verk Háskólans í menn-
ingarlífi og öllu andlegu
lífi sé viðurkennt um-
fram það sem gert hefur
verið. Þessa gætir nú
þegar í þjóðmálaum-
ræðu, en þar mætti rödd
Háskólans heyrast oftar
og með meiri þunga.“
sé viðurkennt umfram það sem
gert hefur verið. Þessa gætir nú
þegar í þjóðmálaumræðu, en þar
mætti rödd Háskólans heyrast oftar
Sveinbörn Björnsson
og með meiri þunga.
Almennt séð gerir Háskólinn at-
vinnuífi og þjóðlífi mest gagn með
því að íjölga nemendum í fram-
haldsnámi og láta þá glíma við ís-
lensk rannsóknarverkefni. Rann-
sóknarnám hefur fram til þessa að
mestu farið fram erlendis. Háskól-
inn og íslenskt þjóðlíf hafa því far-
ið á mis við þau frjóu samskipti
kennara og rannsóknarnema sem
eru burðarás í rannsóknum flestra
háskóla. Enda þótt flestir muni eft-
ir sem áður sækja þjálfun sína til
rannsóknarstarfa til annarra landa,
ætti það að vera okkur keppikefli
að slíkt nám megi einnig stunda
hér, í samvinnu við erlenda skóla.
Á völdum sviðum gæti þetta nám
•orðið með slíkri reisn að það dragi
erlenda stúdenta hingað til náms.
Höfundur er prófessor við
Háskóla íslands.
Dovið Oddsson
q Akranesi
Davíð Oddsson, formaður Sjólfstæðisflokksins,
efnir til almenns stjórnmðlafundar á Akranesi
föstudaginn 5. apríl n.k. Fundurinn verður í
Bíóhöllinni og hefst kl. 20:30.
Auk Davíðs flytja Sturla Böðvarsson og
Elínbjörg Magnúsdóttir stutt ávörp.
Fundarstjóri verður Guðjón Guðmundsson.
Allir velkomnir.
Sturla
Guðjón
Æi
FRELSI OG
MANNÚÐ