Morgunblaðið - 04.04.1991, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 04.04.1991, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991 Lech Walesa Póllandsforseti í Brussel: Pólveijar stefna að fullrí aðild að EB Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. LECH Walesa, forseti Póllands, sagði í Brussel í gær að Pólverjar stefndu að fullri aðiid að Evrópubandalaginu (EB) í framtíðinni. Wa- lesa lét þessi orð falla á sameiginlegum blaðamannafundi með Jacques Delors, forseta framkvæmdastjórnar EB, en fyrr um daginn hafði hann átt viðræður við fulltrúa bandalagsins. Yfirstandandi samninga- viðræður um nánari tengsl Póllands og Evrópubandalagsins voru eink- um til umræðu. Walesa lagði áherslu á að Pólveij- ar yrðu að vinna upp það forskot sem ríkin í Vestur-Evrópu hefðu áður en til aðildar að EB gæti kom- ið. Skynsamlegt væri að eiga náið samstarf við Tékka, Slóvaka og Ungverja en ríki þessara þjóða stæðu jafnfætis Pólveijum í efna- hagsþróun. Með því móti gætu þau öll í samstarfi fleytt sér áfram og Fulltrúaþing Rússlands: Jeltsín bíður lægri hlut Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín, forseti rússneska þingsins, varð að lúta í lægra haldi þegar fulltrúaþing Rússlands fjallaði I gær um ýmis af helstu stefnumál- um hans. Alvarlegasta áfallið var líklega að felld var tillaga hans um beinar kosningar til forsetaembættis Rússlands. Þessi hugmynd Jelts- íns fékk stuðning 70% rússneskra kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni 17. mars síðastliðinn. Fulltrúaþingið sem er æðsta lög- gjafarvald Rússlands felldi tillögu Jeltsíns þess efnis að Æðsta ráði Rússlands yrði falið að halda forseta- kosningar í lok maí eða byijun júní. Talið er að harðlínumenn og hófsam- ari kommúnistar hafi óttast að slíkar kosningar gætu aukið enn togstreit- una milli Jeltsíns, sem örugglega hefði unnið sigur, og Míkhaíls Gor- batsjovs, forseta Sovétríkjanna. ífess í stað samþykkti fulltrúaþingið álykt- un um að Æðsta ráðið setti lög um embætti forseta sem hefði meira framkvæmdavald með höndum en nú. Ekki voru slíkri lagasetningu sett nein tímamörk. Fulltrúaþingið hafnaði einnig hug- myndum Jeltsíns sem hann bar fram í ræðu í síðustu viku um þjóðstjórn Sovétríkjanna sem nauðsynleg væri til að afstýra öngþveiti í stjórnmálum og efnahagsmálum. Áætlun Jeltsíns um viðræður við Sovétstjórnina, nokkurs konar hringborðsviðræður, líkt og áttu sér stað í ýmsum Austur- Evrópuríkjum undanfarin tvö ár, hlaut heldur ekki brautargengi á fulltrúaþinginu. orðið fullgildir þátttakendur í evr- ópskri samvinnu. í máli Walesa kom fram að Pólveijar vilja að EB auki að mun innkaup frá Póllandi með samningum sem verða að öllum lík- indum undirritaðir fyrir lok þessa árs. Walesa sagði að sagan hefði fært Pólveijum þá gjöf að losa þá við kommúnismann, járntjaldið hefði verið rifið niður og Pólveijar vildu ekki að í stað þess kæmi „silkitjaid" sem skipti Evrópu niður í ríkar og fátækar þjóðir. „Við höfum ekki rétt út hönd okkar til að betla, held- ur til að bjóða alla velkomna," sagði Walesa. Sagðist hann hafa gert grein fyrir sjónarmiðum Pólveija á fundinum með fulltrúum fram- kvæmdastjórnar EB og hefði þeim verið vel tekið. Walesa átti einnig fund með Manfred Wörner, framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO) í gær. Eftir fundinn kvað Walesa NATO hafa mikilvægu hlut- verki að gegna í ljósi þeirra miklu breytinga sem átt hefðu sér stað á vettvangi evrópskra öryggismála. Hann sagði mikilváegt að sjálfstæði Pólveija yrði tryggt færi svo að harðlínukommúnistar næðu yfir- höndinni í valdabaráttunni í Sovét- ríkjunum. Skipan evrópskra örygg- ismála yrði að móta m.a. með tilliti til þessa. Á hinn bóginn gerðu Pól- veijar sér ljóst að breytt staða lands- ins á sviði öryggismála mætti ekki verða til þess að Sovétmönnum þætti sér ógnað. Reuter Sauðfé fækkað í Ástralíu Mikil endurskoðun á sér nú stað í áströlskum sauðfjárbúskap. Ástæð- an er sú að erfiðlega gengur að selja afurðirnar fyrir verð yfir fram- leiðslukostnaði. Svo lágt er verðið á kindakjöti að margir bændur sjá sér ekki hag í því að leggja út í kostnað við að flytja það á markað. Hafa þeir bundist samtökum um að fækka sauðfé stórlega til að minnka framboð en nú eru 170 milljónir ijár í landinu. Hér sést Rod Wilmot sauðfjárbóndi í Nyngan aflífa kindur sínar. Aukakosningar í Bretlandi: Búist við sigri Verka- mannaflokksins í Wales St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunbladsins. Aukakosningar verða haldnar í dag, fimmtudag, í Neath-kjördæm- inu í Suður-Wales. Búist er við sigri Verkamannaflokksins. . Fyrrum þingmaður kjördæmisins, Donald Coleman, þingmaður Verka- mannaflokksins, lést í janúar sl. Hann hafði verið þingmaður í 26 ár fyrir þetta kjördæmi. í síðustu kosn- ingum hlaut hann yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Verkamanna- Ófijáls milljónaþjóð höfðar til samvisku umheimsins; Hagsmunir araba og Tyrkja gegn mannréttindum Kúrda MILLJÓNIR Kúrda flýja nú í örvæntingu undan heijum Saddams Husseins íraksforseta er virðist hafa tekist að brjóta að mestu niður uppreisn skæruliðanna í norðurhéruðunum sem eru byggð Kúrdum. Kúrdar hafa fulla ástæðu til að óttast íraska herinn og Saddam; fyrir þrem árum beitti einræðisherrann eiturvopnum gegn óvopnuðum borgurum í landamæraþorpinu Halabja með þeim afleiðingum að um 5.000 Kúrdar létu lífið. Þótt myndir af líkum barna og kvenna yllu skelfingu víða um heim voru Við- brögð ríkisstjórna í reynd engin; morðin voru talin innanlands- mál Iraka. Kúrdar hafa áratugum saman barist fyrir auknum lýðréttindum og sjálfræði. Sum samtök þeirra vilja stofna fullkom- lega sjálfstætt Kúrdistan er myndi ná yfir stór svæði í írak, ír- an, Tyrklandi og Sýrlandi og hafa allt að 25 milljónir íbúa. Deilt er um hversu margir Kúrdar séu í raun og veru og stjórnvöld í áðurnefndum löndum nefna mun lægri tölur en hér á 'undan. Tyrkir hafa lengi bannað 8-10 milljónum þariendra Kúrda að nota kúrdísku, segja að þeir séu „Fjalla-Tyrkir“ og hluti tyrk- nesku þjóðarinnar. Turgut Ozal forseti lagði þó fyrir skömmu til að banninu yrði aflétt en óljóst er hvort tillagan hlýtur samþykki. Loforð um aukið sjálfræði og síðar sjálfstætt Kúrdistan sem gefin voru í lok fyrri heimsstyij- aldar er Tyrkjaveldi hrundi, reyndust haldlaus. Vesturveldin töldu mikilvægara að treysta stöðu sína hjá arabaþjóðunum. Sovétmenn hernámu norðurhluta Irans á stríðsárunum og var þar komið á laggimar sjálfstæðu ríki Kúrda um hríð undir vernd Sovét- manna en síðar var samið um brottflutning Sovétherliðsins frá íran og var þá Kúrdaríkið úr sög- unni. Sjálfstæðisbarátta Kúrda hefur einkum verið blóðug í Irak. Sovétmenn studdu árum saman skæruliða undir forystu Mustafa Mullah Barzanis i írak en þegar herforingjar byltu konungsstjórn- inni í írak 1958 og bættu sambúð- ina við Sovétríkin dró úr þeim stuðningi. Margir heimildarmenn telja að ógæfa Kúrda hafi verið sú að þeir hafi aldrei átt sér vold- uga málsvara meðal stórveldanna nógu lengi til þess að hlutur þeirra yrði réttur til frambúðar. Múslimar en ekki arabar Kúrdar eru, múslimar, flestir af trúflokki súnníta, en þeir eru á hinn bóginn ekki arabar þótt þeir séu margir líkir þeim að vfir- bragði og menningu. Tunga þeirra, kúrdíska, er skiptist í nokkrar ólíkar mállýskur, er ekki hamitísk heldur indó-evrópsk eins og flest Evrópumál og talin skyld forn-persnesku. Kúrdar hafa lengst af verið hirðingjar er reik- uðu um fjallahéruð áðurnefndra ríkja og nefndu Forn-Grikkir þá Kardouchoi. Þeir urðu fljótt Reuter Vörubílar, þéttskipaðir kúrdískum flóttamönnum frá Norður- Irak, koma til tyrkneska bæjarins Semdinli þar sem settar hafa verið á laggirnar tjaldbúðir handa fólkinu. þekktir fyrir dugnað í her- mennsku og frægastur allra Kúrda var Saladin soldán sem fæddur var í núverandi írak. Saladin tókst á síðari hluta 12. aldar að hrekja heri krossfara frá Jerúsalem sem þeir höfðu lagt undir sig um 1100. Saladin hefur síðan verið fyrirmynd Kúrda og araba, sveipaður hetjuljóma. í frá- sögnum krossfara er honum einn- ig lýst sem siðmenntuðu göfug- menni sem m.a. naut virðingar Ríkharðs ljónshjarta Englands- konungs. Tyrkir lögðu undir sig héruð Kúrda í Suðaustur-Tyrklandi á 16. öld en náðu aldrei fullum tök- um á þeim og á fyrri hluta nítj- ándu aldar gerðu Kúrdar margar uppreisnir gegn Tyrkjasoldáni. Um þetta leyti settust margir ír- anskir Kúrdar að í þorpum og hófu að stunda hefðbundinn land- búnað en áttu áfram hjarðir sínar og fluttu sig oft um set að vetrar- lagi. Kúrdar í írak, sem eru tald- ir vera um fjórar milljónir, og íran- skir Kúrdar eru margir í sæmileg- um efnum en landar þeirra í Tyrklandi að jafnaði blásnauðir. (K. J.) flokkurinn hefur haldið kjördæminu frá árinu 1922. Lítið hefur borið á kosningabar- áttunni í fjölmiðlum og málefni hafa ekki haft merkjanleg áhrif á kjós- endur. Frambjóðandi Verkamanna- flokksins, Peter Hain, fyrrum leið- togi ungliðahreyfingar fijálslyndra, er hins vegar umdeildur. Wales-búar eru þekktir fyrir kór- söng og ástríðu til rugby-leiks. Fyr- ir 20 árum barðist Hain harkalega gegn heimsókn rugby-liðs frá Suður- Afríku til Bretlands. Kjósendum í Neath likar ekki öllum sú blanda af pólitík og íþróttum, þeir líta svo á, að rugby sé hafið yfir pólitík. Hain hefur orðið að veija nokkrum tíma í að ræða fortíð sína. Þótt íhaldsflokkurinn hafi hlotið annað sætið í kjördæminu í síðustu kosningum, eru ekki taldar neinar líkur á því, að hann geti keppt við Verkamannaflokkinn nú. Það eru hins vegar raddir uppi um, að fram- bjóðandi velska þjóðarflokksins, Pla- id Cymru, læknir að nafni Dewi Evans, gæti velgt Peter Hain undir uggum. »■ Finnar draga úr dryklgunni Hclsinki. Frá Lars Lundsicn, fréttaritara Morgxinblaðsins. DREGIÐ hefur úr áfengisneyslu Finna á undanförnum mánuðuin og búist er við að hún minnki um nokkur prósent á árinu. Áfengisneyslan hefur aukist um þijú prósent á ári að meðaltali á undanförnum árum. Firinar skipa annað sæti meðal Norðurlandaþjóða hvað áfengisneyslu varðar, en Dan- ir eru efstir. Finnar búa eins og íslendingar, Norðmenn og Svíar við kerfi, sem miðast við einokun ríkisins á sölu áfengis. Undanfarin ár hefur verið rætt um möguleika á því að heim- ila sölu á léttvíni í einstökum mat- vöruverslunum, en ekkert hefur verið ákveðið í því sambandi. Hins vegar er leyft að selja meðalsterkan bjór, um 3,5%, í matvöruverslunum en sterkasti bjórinn er aðeins seldur í áfengisverslunum ríkisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.