Morgunblaðið - 04.04.1991, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991
25
Tirana:
Albanir flykkjast að
gríska sendiráðinu
Tirana. Reuter.
UM 5.000 Aibanir, sem vilja komast úr landi eftir sigur kommúnista
í þingkosningunum á sunnudag, söfnuðust saman við gríska sendiráðið
í Tirana í gær til að sækja um vegabréfsáritun.
Nikolaos Kanellos, ráðunautur í
sendiráðinu, sagði að umsóknum um
áritanir hefði fjölgað gífurlega eftir
að ljóst varð að kommúnistar höfðu
unnið sigur í fyrstu fjölflokkakosn-
ingunum í Albaníu eftir hartnær
hálfrar aldar alræði kommúnista.
„Þetta er hræðilegt - á tveimur dög-
um hafa okkur borist 4-5.000 um-
sóknir um vegabréfsáritanir. Fyrir
kosningarnar voru þær um 600 á
dag,“ sagði hann.
Lögreglumenn og hermenn, vopn-
aðir rifflum, fylgdust grannt með
innganginum að sendiráðinu og vís-
uðu frá fólki sem þeir töldu vanta
tilskilin gögn til að sækja um áritan-
ir. Hermenn meinuðu fjölda fólks að
koma að sendiráðinu og margir klifr-
uðu upp á hús og bifreiðar til að
geta fylgst með því sem fram fór
í sendiráðinu.
„Mér finnst miklir erfiðleikar
steðja að Albönum og ég verð að
komast í burtu,“ sagði 32 ára gömul
kona á meðal umsækjendanna. Hún
sagðist ætla að bíða með þriggja ára
Nýjar EB-tillögxir í
flutningabíladeilu
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Samgönguráðherrar Evrópubandalagsins (EB) samþykktu á fundi fyr-
ir páska að leggja áherslu á leiðir til að draga úr mengun frá flutn-
ingabílum í yfirstandandi samningum við stjórnvöld í Sviss og Austur-
ríki um umferð í gegnum löndin. Karel Van Miert, sem fer með sam-
göngumál innan framkvæmdastjórnar EB, hefur lagt til að í samning-
unum verði miðað við heildarmengun af völdum flutningabílanna og
samið um árlega minnkun hennar. Þetta gerði EB kleift að halda fjölda
ferða í gegnum löndin óbreyttum og skapaði jafnvel möguleika á að
auka umferðina samfara minnkandi mengun af útblæstri bílanna.
Reuter
Albanir halda á vegabréfum sínum fyrir framan gríska sendiráðið
í Tirana í gær er um 5.000 manns
vegabr éfsáritanir.
barni sínu eftir áritun þótt það tæki
mánuð.
Sendiráðið hefur fengið 30.000
umsóknir undanfarnar þijár vikur
en getur aðeins veitt um 700 áritan-
ir á dag. Kanellos sagði að sendiráð-
ið myndi halda áfram að veita áritan-
ir, sem' gilda í mánuð, í von um að
koma þannig í veg fyrir að Albanir
flykktust yfir landamærin til Grikk-
lands án heimildar. Um 8.000 Alban-
komu þar saman til að sækja um
ir flúðu til landsins í janúar.
Leiðtogar Lýðræðisflokksins,
stærsta stjómarandstöðuflokks Al-
baníu, hvöttu til eins dags allsheijar-
verkfalls í dag til að mótmæla að-
gerðum lögreglunnar gegn mótmæ-
lendum í bænum Shkoder í norður-
hluta landsins. Þrír menn biðu þá
bana í átökum við lögregluna, þar á
meðal einn helsti leiðtogi Lýðræðis-
flokksins í bænum.
■ ROERMOND - Hollenskur
dómstóll dæmdi á þriðjudag írann
Gerard Harte í átján ára fangelsi
fyrir að hafa skotið tvo ástralska
ferðamenn til bana í borginni
Roemond í maf í fyrra. Voru Astr-
alarnir skotnir af hryðjuverka-
mönnum írska lýðveldishersins
sem töldu þá vera breska her-
menn þar sem bifreið þeirra var
með bresk skráningarnúmer. Þrír
írar til viðbótar voru sýknaðir af
kæru um að hafa átt aðild að
morðunum en þeir eru enn í haldi.
Er búist við að þeir verði framseld-
ir til Þýskalands þar sem þeir eiga
yfir höfði sér ákæru vegna hryðju-
verka á vegum írska lýðveldishers-
ins.
■ RÓM - Talið er að Bettino
Craxi, leiðtoga Sósíalistaflokksins,
verði fyrst falið að reyna að mynda
nýja ríkisstjórn á Italíu. Giulio
Andreotti, forsætisráðherra Italíu,
sagði af sér í síðustu viku. Hafði
ríkisstjórn hans, sú 49. frá stríðs-
lokum, verið við völd í tuttugu
mánuði. Meðalævi ríkisstjórna It-
alíu eftir stríð hefur hins vegar
verið ellefu mánuðir.
Júgóslavía:
Herinn eykur enn við-
búnað sinn í Króatíu
Austurríkismenn hafa tekið vel í
þessar hugmyndir en þeir hafa lagt
áherslu á að endanlega verði ekki
gengið frá samningum um umferð
flutningabíla fyrr en í aðildarviðræð-
um Austurríkis við EB. Bandalagið
hefur hins vegar lagt áherslu á að
ganga verði frá samkomulagi við
Sviss og Austurríki áður en lokið
verði samningum við Fríverslun-
arbandalag Evrópu (EFTA) um hið
■ JERÚSALEM - Fjöldi sov-
éskra innflytjenda af gyðingaætt-
um til ísraels jókst verulega í mars-
mánuði. Fluttust 14.609 sovéskir
gyðingar til ísrael í mars sem er
mesti ijöldi til þessa á árinu á einum
mánuði. Höfðu margir gyðingar fre-
stað för sinni til ísraels vegna Pers-
aflóastríðsins. Alls fluttust
200.000 manns til ísraels á síðasta
ári en ísraelsk yfírvöld gera ráð
fyrir að alls muni um milljón sové-
skra gyðinga flytjast til landsins
fram til ársins 1993. Ef þær áætlan-
ir standast á íbúafjöldi ísrael eftir
að aukast um fimmtung.
■ LOS ANGELES - Tom Brad-
ley, borgarstjóri Los Angeles, hefur
skipað nefnd til að fara ofan í saum-
ana á starfsemi lögreglu borgar-
innar. Sagði hann á blaðamanna-'
fundi að nauðsynlegt væri að endur-
vekja traust íbúa á lögreglu Los
Angeles. Skipun nefndarinnar hefur
að fyrirmynd fræga nefnd sem
kannaði ofbeldi lögreglunnar í New
York fyrir tuttugu árum. Lögregla
Los Angeles hefur sætt mikilli
gagnrýni undanfarið í kjölfar þess
að fjórir lögreglumenn hafa verið
kærðir fyrir að hafa misþyrmt ung-
um blökkumanni hrottalega eftir
að þeir höfðu stöðvað hann fyrir of
hraðan akstur. Festi almennur borg-
ari atburðinn á myndband sem sýnt
hefur verið í bandarískum sjón-
varpsstöðvum. Þá hefur Bradley
farið fram á það við Daryl Gates,
lögreglustjóra borgarinnar, að
hann segi af sér en Gates hefur
lýst því yfir að hann muni ekki verða
við þeirri beiðni.
■ BONN - Mikill meirihluti íbúa
austurhluta Þýskalands telur Helm-
ut Kohl kanslara ekki hafa staðið
við toforð sitt um að endurreisa
efnahagslíf þess hluta landsins sem
áður var Austur-Þýskaland. í skoð-
anakönnun, sem gerð var af dag-
blaðinu Bild voru 87% Austur-Þjóð-
veija þeirrar skoðunar að kanslarinn
hefði ekki staðið við kosningaloforð
sín. ‘«"v
svokallaða Evrópska efnahagssvæði
(EES). Umboð framkvæmdastjórnar
EB til að semja við Sviss og Austur-
riki rennur út í júní í sumar.
Á fundinum ákváðu ráðherrarnir
að ganga frá samningum um sam-
ræmt evrópskt ökuskírteini í vor en
núgildandi samningar gera ráð fyrir
að fólk sem flytur lögheimili á milli
ríkja skili inn ökuskírteini sínu og
fái í staðinn ökuskírteini útgefið í
því landi sem lögheimili er tekið upp
í. Þetta gildir um alla Evrópubúa
nema íslendinga sem verða, taki
þeir upp lögheimili í einhveiju öðru
Evrópulandi, að taka ökupróf til að
fá ökuskírteini eða teljast ella ólög-
legir undir stýri.
Framkvæmdastjórn EB kynnti
einnig fyrir ráðherrunum drög að
samningi við Noreg og Svíþjóð vegna
flugmála. Samningurinn gerir ráð
fyrir að Svíar og Norðmenn verði á
allan hátt undir sömu regl.ur og skil-
mála seldir og aðildarþjóðir EB sem
m.a. gæfi framkvæmdastjórn EB
íhlutunarrétt í sænsk og norsk flug-
mál. Samningurinn byggist á sam-
eiginlegum hagsmunum Norð-
manna, Svía og Dana vegna eignar-
aðildar að SAS-flugfélaginu.
Belgrad. Reuter.
SLOBODAN Milosevic, forseti
Serbíu, og Franjo Tudjman, for-
seti Króatíu, komu saman í gær
í fyrsta sinn frá því mannskæðir
bardagar brutust út milli Serba
og króatískra lögreglumanna í
Króatíu. Ekki var talið að fundur
þeirra yrði til að draga úr spenn-
unni í landinu og afstýra yfirvof-
andi borgarastyrjöld. Fregnir
hermdu að júgóslavneski herinn
hefði sent skriðdreka og her-
menn til þeirra svæða í Króatíu
þar sem Serbar hafa gripið til
vopna.
Embættismenn í Belgrad voru
fremur svartsýnir á að fundur Milo-
sevics og Tudjmans yrði til þess að
lausn fyndist á deilu Serba og Kró-
ata. „Það er auðvitað rétt að reyna
en við gerum okkur engar gyllivon-
ir um að verulegur árangur náist,“
sagði talsmaður forseta Króatíu,
Mario Nobilo. „Það er allt upp í
loft sem stendur," bætti hann við.
Á fundinum voru einnig forsetar
hinna lýðveldanna fjögurra, auk
Ante Markovics, forsætisráðherra
Júgóslavíu, og Veljko Kadijevics,
varnarmálaráðherra landsins.
Útvarpið í Zagreb skýrði frá því
að fjöldi bryndreka og tvær lestir
með 80 skriðdreka og 240 hermenn
hefðu komið til borgarinnar Osijek
í Króatíu í gær. Ljósmyndari frétta-
stofu Reuters sagði að herinn hefði
sent liðsauka og vopn, meðal ann-
ars hreyfanlegar loftvarnabyssur,
til Plitvice í Króatíu, þar sem til
skotbardaga kom milli vopnaðra
hópa Serba og króatískra lögreglu-
manna um páskahelgina. Hersveitir
voru að sögn sendar til lýðveldisins
til að stilla til friðar. Króatar for-
dæmdu íhlutun hersins og sökuðu
stjórnvöld í Serbíu um að hafa stað-
ið fyrir óeirðum á svæðum serbn-
eska minnihlutans í Króatíu.
MEÐ
HYBREX
FÆRÐU GOTT SÍMKE
OG ÞJÓNUSTU
SEM HÆGT ER
AÐ TREYSTA.
HYBREX AX er eitt fullkomnasta tölvustýrða sím-
kerfið á markaðnum I dag. Auðvelt er að koma
því fyrir og það er einfalt í notkun. HYBREX er
mjög sveigjanlegt i stærðum.
DÆMI: (ÁX 8)1- 4bæjarlínur-Alltað8símtæki
(AX32) 1 -32 bæjariínur-Allt að 192 símtæki
Möguleikarnir eru otæmandi.
HELSTU KOSTIR HYBREX
• Islenskur texti á skjám tæ. janna.
•Beint innval.
•Hægt er aö fá útprentaða mjög nákvæma sundurliðun
þ.e. tími, lengd, hver og hvert var hringt osfr.
•Sjálfvirk símsvörun.
•Hægt er að láta kerfið eða tæki hringja á fyrirfram-
ákveðnum tlma.
•Hjálparsími ef skiptiborðið annar ekki álagstimum.
•Sjálfvirk endurhringing innanhúss sem bfður þar til númer
losnar.
•Mjög auðvelt er að nota Hybrex fyrir simafundi.
•Hægt er að tengja T elefaxtæki við Hybrex án þess að það
skerði kerfið.
•Hægt er að loka fyrir hringingar I tæki ef menn vilja frið.
•Innbyggt kallkerfi er f Hybrex.
Heimilistæki hf S5
Tæknideild, SætúniSSÍMI 691500 WKKtk
í StVK/týyuM,
•Langlínulæsing á hverjum og einum sima.
OKKAR STOLT ERU ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR
Borgarieikhúsið Morgunblaðið, augl.
Gatnamálastjóri Samband Islenskra
Reykjavíkur sveltarfélaga
Gúmmívinnustofan Securitas
Islenska óperan Sjóvá-Almennar
Landsbréf hL ofl. ofl. oft.
s9mh
'dr/c/