Morgunblaðið - 04.04.1991, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRIL 1991
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991
27
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst lngi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. ( lausasölu 100 kr. eintakið.
Er baráttan við
verðbólguna á
undanhaldi?
Eftir þá reynslu, sem við ís-
lendingar höfum haft af hóf-
legri verðbólgu á síðustu tveimur
misserum er nánast óhugsandi,
að nokkur vilji hverfa aftur til
þeirra tíma, þegar verðbólgan
nam á bilinu 40-130%. Samt sem
áður eru bæði stjórnmálamenn og
almenningur furðu kærulausir
frammi fyrir þeim hættumerkjum,
sem gera vart við sig hér og þar
og gefa vísbendingu um, að við
kunnum að vera á undanhaldi í
baráttu við verðbólguna.
Á skírdag skýrði Morgunblaðið
frá því, að raunvextir væru að
mjakast upp á við. Þrír aðilar
beijast um fjármagnið, þ.e. ríkið,
bankarnir og húsnæðislánakerfið.
Barátta þessara þriggja aðila hef-
ur leitt til þess á undanfömum
vikum, að raunvextir á ýmiss kon-
ar skuldbindingum eru að hækka.
Talsmenn fjármálaráðuneytisins
segja, að bankarnir séu að
sprengja upp vextina vegna
slæmrar lausafjárstöðu. Talsmenn
bankanna segja, að ástæðan sé
óseðjandi fjármagnsþörf ríkis-
sjóðs. Niðurstaðan er hins vegar
sú, að vextimir em á uppleið og
margir telja, að raunvextir muni
hakka eftir kosningar. Þeir, sem
verða fyrir barðinu á því eru at-
vinnufyrirtækin og ungt fólk og
raunar eldra líka, sem stendur í
húsbyggingum.
Verðhækkanir skjóta upp koll-
inum hér og þar án þess að valdi
nokkra uppnámi. Greiðslukorta-
fyrirtækin hafa hækkað þjónustu-
gjöld sín verulega. Hvers vegna?
Hefur verið látið á það reyna í
rekstri þessara fyrirtækja, hvort
hægt er að koma við hagræðingu
og koma þannig í veg fyrir þessa
hækkun? Eða veldur skortur á
raunverulegri samkeppni milli fyr-
irtækjanna, sem nú eru að mestu
í eigu sömu aðila, því að þau telja
sig geta hækkað þjónustugjöld?
Neytendur eiga að vísu þann kost
að hætta að nota greiðslukort.
Plastpokar, sem neytendur eiga
kost á að kaupa í verzlunum hafa
hækkað veralega að sögn vegna
hækkana á hráefni erlendis.
Lækka þeir aftur, ef og þegar
verðlækkun verður á hráefni er-
lendis? Neytendur eiga að vísu
þann kost að hætta að kaupa
plastpoka og taka með sér eigin
innkaupatöskur í verzlanir.
Hér eru nefnd þrjú dæmi um
hækkanir eða fyrirsjáanlegar
hækkanir síðustu daga. í tveimur
tilvikum vega þau útgjöld ekki
þungt í heiidarkostnaði fjölskyldu
en raunvaxtahækkun getur hins
vegar skipt sköpum um afkomu
þess hluta þjóðarinnar, sem er að
eignast húsnæði. Og það má ekki
gleymast í þessu sambandi, að nú
er það ekki bara ungt fólk, sem
er að byggja heldur eldra fólk líka,
sem er að flytja í minna húsnæði
en þarf oft að standa undir fjár-
magnskostnaði í þeim skiptum.
Sjómenn og útgerðarmenn deila
hart um fiskverð. Útgerðarmenn
segja, að þeir geti ekki hækkað
fiskverð vegna þjóðarsáttar. Sjó-
menn segja, að þetta deiluefni
komi þjóðarsátt ekki við. Hvers
vegna ná aðilar ekki samkomulagi
um, að allur fiskur, sem landað
er á íslandi verði seldur á mörkuð-
um? Flugmenn og forráðamenn
Flugleiða sitja á sanmingafund-
um. Fróðlegt verður að sjá, hvort
þeir samningar, sem þar verða
gerðir verða innan ramma þjóðar-
sáttar.
Það era því miður alltof mörg
dæmi þess, stór og smá, að verð-
lag mjakist upp á við og launa-
kostnaður fyrirtækja hækki án
þess, að raunverulegar forsendur
séu fyrir því. Stjórnmálamennirnir
virðast gersamlega skeytingar-
lausir um þjóðarhag í þessum efn-
um, ef marka má þau hneykslan-
legu vinnubrögð, sem viðhöfð voru
á Alþingi síðustu dagana fyrir
þinglok. Ríkissjóður er eins og
botnlaus hít og nú rúmum tveimur
vikum fyrir þingkosningar, hefur
enginn stjórnmálaflokkanna,
hvorki stjórnarflokkar né stjórnar-
andstöðuflokkar, gert þjóðinni
skilmerkilega grein fyrir því,
hvernig þeir ætla að taka á þeim
geigvænlega vanda.'
Ef svo fer fram sem horfir fer
verðbólgan vaxandi á ný þegar
líður á árið. Til þess má hins veg-
ar ekki koma. I kosningabarátt-
unni verður að gera harða hríð
að stjórnmálamönnum í öllum
flokkum, að þeir geri þjóðinni
grein fyrir því, hvernig þeir ætla
að halda áfram þeirri baráttu
gegn verðbólgunni, sem hófst með
febrúarsamningunum á sl. ári. Að
kosningum loknum verða ný ríkis-
stjórn, verkalýðshreyfíng og
vinnuveitendur að taka höndum
saman um harkalegar aðgerðir til
þess að kæfa í fæðingu þá þróun
til aukinnar verðbólgu, sem aug-
ljóslega er að hefjast.
Fari verðbólgan vaxandi á ný,
mun kjaraskerðingin aukast en
ekki minnka. Fari verðbólgan vax-
andi á ný verður þetta þjóðfélag
einfaldlega óþolandi fyrir fólk að
búa í. I kosningabaráttunni nú
verða stjórnmálamennirnir að
heyra rödd fólksins í landinu, sem
krefst þess, að verðbólgunni verði
haldið í skefjum, sem krefst þess,
að ríkisútgjöld verði ekki aukin
heldur minnkuð, sem krefst þess,
að lántökur ríkisins, bæði innan-
lands og erlendis verði ekki aukn-
ar heidur minnkaðar. í þessari
kosningabaráttu eiga kjósendur
að gera harðar kröfur á hendur
stjórnmálamönnum um þessi efni.
Tíðni kransæðastíflu fer lækkandi:
Lækkun á dánartíðni er
einkum hjá miðaldra fólki
Áhættuþættirnir hafa færst í betra horf og árangri læknis-
meðferðar einnig þakkað
HÓPRANNSÓKN Hjartaverndar
frá árinu 1968 hefur leitt í ljós
að tíðni kransæðastíflu hjá körl-
um og konum á Islandi hefur
lækkað verulega á síðustu 10
árum og dánartíðni vegna krans-
æðasjúkdóma hefur lækkað mark-
tækt á sama tíma. Þetta er gagn-
stætt við það sem hefur verið
undanfarna áratugi að sögn Nik-
ulásar Sigfússonar, yfirlæknis á
Rannsóknarstöð Hjartaverndar
og doktors í læknisfræði. Hann
segir að helstu áhættuþættir hafi
færst í betra horf og þess vegna
hafi tíðni kransæðastíflu farið
lækkandi. Þórður Harðarson,
yfirlæknir á lyflækningadeild
Landspítalans og prófessor við
læknadeild Háskóla íslands, segir
að hægt sé að skýra lækkandi
dánartíðni kransæðasjúkdóms
með tvennum hætti. Annað hvort
með því að áhættuþættirnir séu á
niðurleið eða að þetta sé aðallega
vegpia bættrar læknismeðferðar.
Hún bjargi hugsanlega um 60
mannslífum á ári, sem lætur nærri
að sé sá fjöldi hjartasjúklinga, sem
haldi lífi núna en hefði látist ef
dánartíðnin hefði verið sú sama
og fyrir 10 árum. Báðir þættirnir
séu mikilvægir, en erfitt sé að
segja til um hvor vegi þyngra.
Nikulás Sigfússon
Helstu áhættuþættir kransæða-
sjúkdóms eru reykingar, blóðfita og
blóðþrýstingur og sagði Nikulás að
allir þessir þættir hefðu svipað vægi,
en þeir hefðu lagast verulega hjá
þjóðinni. Dregið hefði úr reykingum,
blóðfita hefði lækkáð í öllum aldurs-
hópum og blóðþrýstingur lækkað
ört. Þetta væri sama þróun og í
Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum,
en því væri öfugt farið í Austur-Evr-
Þórður Harðarson
ópu. Hann sagði að gera mætti ráð
fyrir einhveijum biðtíma, jafnvel
nokkrum áram, áður en bati í
áhættuþáttum færi að segja til sín
í lækkaðri dánartíðni. Það væri í
sjálfu sér ekkert óeðlilegt því vitað
væri að þetta væra sjúkdómar sem
væra mörg ár og áratugi að þróast
og ef bætt væri úr hugsanlegum
orsökum tæki líka mörg ár að snúa
þróuninni við.
KHÍ vinni meira með öðrum
menntastofnunum kennara
- segir Þórir Ólafsson nýkjörinn rektor Kennaraháskóla íslands
„ÉG MIJN ekki standa fyrir bylt-
ingu hér innan húss heldur starfa
í þeim anda sem ríkt hefur und-
anfarin ár. Hér hefur verið unnið
gott uppbyggingarstarf, til dæm-
is með nýjum lögum um skólann,
og því verður haldið áfram. Ef
nefna ætti einhveijar áherslu-
breytingar þá er helst að minn-
ast á að ég tel æskilegt að skól-
inn vinni meira með öðrum kenn-
aramenntastofnunuin en gert
hefur verið. Þar með tel ég Há-
skóla íslands. Ég tel mikilvægt
að samnýta krafta kennara og
sérfræðinga á ýmsum sviðum og
ég held að vilji sé fyrir auknu
samstarfi hjá flestum stofnunum
á þessu sviði,“ sagði Þórir Ólafs-
son, prófessor og nýkjörinn rekt-
or Kennaraháskóla Islands. Þórir
var kjörinn rektor í kosningu
sem fór fram samkvæmt nýjum
lögum KHÍ, föstudaginn 15.
mars. Rektor er kosinn til fjög-
urra ára.
Kjör rektors fór fram samkvæmt
Icigurn um skólann frá árinu 1988.
I lögunum er gert ráð fyrir að fram-
boð séu ekki bundin við starfsmenn
skólans heldur geti hver sem er
sótt um stöðuna og meti dómnefnd
umsækjendur sem ekki gegni próf-
essorsstöðu. Fjórir sóttu um stöð-
una og um þá var kosið í fyrri
umferð kosninganna. Kjósa þurfti
öðru sinni um tvo efstu menn í fyrri
umferð og hlaut Þórir kosningu. í
fyrri umferð kusu 90,3% starfs-
manna og í seinni umferð 86%
starfsmanna. 46% nemenda kusu í
fyrri umferð og 50% í seinni umferð.
Samkvæmt nýju lögunum á al-
mennt kennaranám til B. Ed.-prófs
við skólann að lengjast úr 90 eining-
um í 120 einingar. Viðbótareining-
Morgunblaðið/Sverrir
Nýkjörinn rektor kynntur. F.v.: Kristín Indriðadóttir, yfirbókavörð-
ur, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, aðstoðarrektor, Þórir Ólafsson, ný-
kjörinn rektor, Hjalti Hugason, starfandi rektor, og Ólafur Jóhanns-
son, endurmenntunarstjóri.
arnar verða í valgrein (15 einingar)
og almennum þætti (15 einingar)
auk þess sem reiknað verður með
lengra æfingatímabili kennaranema
en lögð verður áhérsla á að kynna
þeim skóla úti á landsbyggðinni.
Unnið hefur verið að undirbúningi
fyrir breytinguna í skólanum en
ekki hefur verið tekin ákvörðun um
tímasetningu lengingarinnar. End-
anleg ákvörðun í þessu efni er í
höndum menntamálaráðherra og
mun hún liggja fyrir þegar formleg
inntaka nýnema fyrir næsta skólaár
hefst.
Aðrar nýjungar eru einnig á döf-
inni í skólanum og má í því sam-
bandi sérstaklega nefna dreift og
sveigjanlegt kennaranám fyrir nem-
endur úti á landi. Einnig má minn-
ast þess að gert er ráð fyrir sérstök-
um rannsóknarsjóði í nýju lögunum
en áður var fé til rannsókna tekið
af rekstrarfé skólans. Kennarar við
Kennaraháskólann hafa 40% rann-
sóknaskyldu og 60% kennsluskyldu.
I Kennaraháskólanum er stærsta
sérfræðibókasafn á sviði uppeldis-
og skólamála á landinu og hafa
umsvif þess aukist töluvert á und-
anförnum árum. Sífellt algengara
er að aðilar utan skólans notfæri
sér þjónustu safnsins. Útlánaaukn-
ing milli skólaáranna 1988/89 og
1989/90 jókst um 28,8%.
671 var á kjörskrá í rektorskosn-
ingunum. Þar af voru 72 starfs-
menn og 599 nemendur.
Viðráðanlegir áhættuþættir
Nikulás sagði að engin trygging
væri fyrir því að dæmið snerist ekki
við aftur, en hjá þjóðum, þar sem
þessi þróun hefði byijað fyrst eins
og í Bandaríkjunum, hefði hún hald-
ið áfram í a.m.k. 20 ár. Þetta væri
væntanlega undir því komið hvernig
við lifðum og hvernig okkur gengi
að ráða við þessa áhættuþætti, sem
væru reyndar allir viðráðanlegir ef
vilji væri fyrir hendi.
Uppörvandi breyting
Hann sagði að það væri mjög
uppörvandi að sjá þessa breytingu
til batnaðar. Einnig væri eftirtekt-
arvert í þessu sambandi að lækkun
á dánartíðninni væri fyrst og fremst
hjá miðaldra fólki, en ekki í elstu
aldursflokkunum. Það væri út af
fyrir sig gott, því það sem mönnum
hefði fundist einna verst við þessa
kransæðasjúkdóma væri að þeir
hefðu verið að leggjast á fólk á besta
aldri, milli 40 og 60 ára, en í þeim
aldursflokkum gætti einmitt mestrar
lækkunar.
MONICA- skráningin, sem er fjöl-
þjóðleg rannsókn á vegum Alþjóða
heilbrigðisstofnunarinnar, sem
Rannsóknarstöð Hjartaverndar hef-
ur annast á íslandi síðan 1981, held-
ur væntanlega áfram um ófyrirsján-
lega framtíð að sögn Nikulásar, því
þetta væru mikilvægar upplýsingar
til að fylgjast með þróuninni. Áður
en skráningin kom til sögunnar hefði
aðeins verið hægt að styðjast við
dánartíðnina en hún segði ekki nógu
mikið, því dánartíðnin gæti breyst
af ýmsum orsökum eins og bættri
meðferð án þess að sjúkdómurinn
væri nokkuð að minnka.
Þáttur læknismeðferðar
Þórður sagði að venjulega væri
einblínt á fyrrnefnda áhættuþætti
þegar verið væri að velta fyrir sér
lækkun á dánartíðni æðakölkunar
og kransæðasjúkdóms. Því hefði
hann reiknað út það sem sér þætti
vera líklegur árangur læknismeð-
ferðar þessi misserin og eins og hann
hefði verið fyrir 10 árum síðan.
Hann hefði stuðst við erlendar fyrir-
myndir og tekið inn í myndina þætti
eins og kransæðaaðgerðir, útvíkkan-
ir á kransæðum, endurlífgun á
hjartasjúklingum útan sjúkrahúsa,
notkun vissra lyfja sem eru þekkt
af því að lengja líf sjúklinga til dæm-
is svokallaðra betablokkara, og svo
bættan árangur í meðferð bráðrar
kransæðastíflu.
Hann sagði að kransæðaaðgerðir
hefðu verið um það bil 50 á ári fyr-
ir 10 árum, en á þessu ári verði þær
yfir 200. Talið er að lifun hjá sjúkl-
ingum, sem hafa kransæðasjúkdóma
í öllum þremur aðalkransæðunum,
sé um 2% meiri fyrstu árin eftir
aðgerðina en ef þeir hefðu ekki geng-
ist undir aðgerð samkvæmt tölum
frá MONICA rannsókninni. 6%
ávinningur er því eftir þijú ár, sem
þýðir að með auknum kransæðaað-
gerðum væri bjargað lífi níu sjúkl-
inga, sem ekki hefði verið bjargað
fyrir 10 árum.
Kransæðaútvíkkanir voru ekki
framkvæmdar fyrir áratug, en eru
nú um 50 til 100 árlega. Þórður
sagði að ekki væri vitað með vissu
hver árangurinn væri, en áætlaði að
útvíkkanir björguðu einu mannslífi á
ári.
Varðandi endurlífganir á hjarta-
sjúklingum utan sjúkrahúsa þá eru
til tvær rannsóknir að sögn Þórðar.
Sú eldri sýndi að þremur sjúklingum
var bjargað með þessurn hætti og
útskrifuðust þá af sjúkrahúsi án
heilaskemmda, en nú er fjöldinn yfir
sex á ári, sem þýðir þrjú mannslíf
til viðbótar.
Um það bil 7.500 íslendingar taka
svokallaða betablokkara að stað-
aldri. Sumir taka þessi lyf vegna
háþrýstings, aðrir vegna kransæða-
sjúkdóms. Lífslíkur meðal þeirra sem
taka betablokkara eftir kransæða- *
stfflu batna að meðaltali um 1-2% á
ári og sagðist Þórður gera ráð fyrir
að um sjö íslendingar héldu lífi núna
vegna þessarar meðferðar, en það
hefðu þeir ekki gert fyrir 10 áram
þegar notkun þessara lyija var ekki
komin á þetta stig.
Loks nefndi Þórður árangur af
meðferð bráðrar kransæðastíflu.
Dánartalan var um 43 % fyrir 10
árum, en er nú um 36 %, sem er
ávinningur upp á 7%. Hann áætlaði
að 40 mannslíf björguðust nú á ári
með bættri meðferð kransæðastíflu,
en óvissumörk væru víð.
Um 60 mannslífum bjargað á
ári?
Þórður áréttaði að skýra mætti
lækkandi dánartíðni kransæðasjúk-
dóms með tvennum haétti. Annað
hvort með því að áhættuþættirnir
væru á niðurleið eða vegna bættrar
læknismeðferðar, en um 60 manns-
lífum væri hugsanlega bjargað á ári
vegna læknismeðferðar. Það léti
nærri að væri sá fjöldi hjartasjúkl-
inga, sem héldi lífi núna en hefði
látist ef dánartíðnin hefði verið sú
sama og fyrir 10 árum.
„Með þessu er ég ekki að segja
að áhættuþættirnir séu lítilvægir,
alls ekki, en það er erfitt' að segja
hvort vegur meira. Eins hafa
áhættuþættir eins og blóðfíta lækkað
hratt á undanförnum áram og það
getur verið að við séum ekki enn
farin að njóta ávaxtanna af því til
fulls.“
Golfvöllurinn í Hveragerði verður hinn glæsilegasti.
Útivistarsvæði við Hveragerði:
Golfvöllur í bígerð
BÚIÐ er að teikna golfvöll fyrir Golfklúbb Hveragerðis sem fyrirhug-
að er að byggja á næstu árum. Golfvöllurinn verður hluti af miklu
útivistarsvæði sem Hvergerðingar hyggjast gera í nágrenni bæjarins.
Samstaða um það
sem mestu varðar
Hannes Þorsteinsson teiknaði völl-
inn fyrir þremur árum að beiðni
Golfklúbbs Hveragerðis og er hann
níu holur, par 35. Hann er ekki nema
2.560 metra langur en „bætir það
upp með kröfu um nákvæmni í högg-
um,“ eins og Hannes segir*í greinar-
gerð með vellinum. Vellinum er ætl-
að að rísa á jörðinni Gufudal fyrir
ofan Hveragerði og verður trúlega
einn fárra valla í heiminum með
kraumandi hveri og íjúkandi heitar
tjarnir.
Þetta kemur fram í blaði sjálf-
stæðismanna, Béess, í Hveragerði.
Starfshópur menntamálaráðuneytisins:
Stuðningur við íþrótta-
menn endurskoðaður
Menntamálaráðherra hefur skipað starfshóp til þess að semja drög
að frumvarpi til laga um stuðning ríkisins við afreksmenn í íþróttum.
Starfshópinn skipa: Reynir G.
Karlsson íþróttafulltrúi ríkisins,
Sveinn Björnsson forseti íþróttasam-
bands íslands og Ingi Björn Alberts-
son alþingismaður.
Stefnt er að því að frumvarp um
þetta efni verði lagt fyrir næsta þing,
segir í fréttatilkynningu frá mennta-
málaráðuneytinu.
eftir Eyjólf Konráð
Jónsson
Alþingi samþykkti vorið 1988
þingsályktun frá Kjartani Jóhanns-
syni, nú sendiherra, um kosningu
níu þingmanna í nefnd „til þess að
taka til sérstakrar athugunar þá
þróun sem fyrir dyram stendur í
Evrópu, einkanlega með tilliti til
ákvörðunar Evrópubandalagsins
um sameiginlegan innri markað".
Nefndin hóf þegar störf. Hafa þau
verið mikil og formlegir fundir með
fjölda manna orðnir á annað hundr-
að. Um gæði þeirra er ég ekki dóm-
bærastur en leyfi mér þó að fullyrða
að það hafi verið gott verk þegar
nefndarmenn sameinuðust um
skýrslu til Alþingis við þinglausnir
í fyrravor, en þar er samstaða um
nokkra þá þætti sem mikilvægastir
eru.
Heildarskýrslu gaf nefndin svo
út skömmu fyrir jól og er í henni
mikill fróðleikur á nær 300 blaðsíð-
um. Varla geta menn með auðveld-
ari hætti en lestri hennar öðlast
þekkingu á málefninu. Bókin heitir
„ísland og Evrópa". Hún fæst i
bókabúðum.
Hér er auðvitað enginn kostur á
að rekja efni bókarinnar enda ekki
tilgangur þessarar greinar heldur
aðeins að geta um þrennt sem
nefndarmenn Evrópustefnunefndar
voru sammála um í skýrslu sinni
til Alþingis. Verður nú birt úr
skýrslunni:
„1. Aðild að Evrópubandalaginu
er ekki á dagskrá
Enginn íslensku stjórnmálaflokk-
anna hefur á stefnuskrá sinni aðild
að Evrópubandalaginu. Sumir
flokkanna orða það svo í stefnuyfir-
lýsingum sínum og samþykktum að
umsókn um aðild sé ekki á dag-
skrá. Aðrir kveða svo að orði að
aðild komi ekki til greina.
Eyjólfur Konráð Jónsson
2. Tryggja þarf betri
markaðskjör fyrir íslenskar
afurðir
Nefndin er sammála um að sem
fyrst þurfti að ná hagstæðari við-
skiptasamningum við EB en nú
gilda. Evrópubandalagið boðar
gagnkvæmni í viðskiptum og var
það sjónarmið viðurkennt með bók-
un 6 á sínum tíma. Þá felldu íslend-
ingar niður tolla á meginhluta út-
flutnings EB til íslands gegn því
að við fengjum svo að segja toll-
fijálsan innflutning til bandalagsins
á aðalútflutningsvöru okkar, fiski
og fiskafurðum. íslenskar fiskaf-
urðir eru í þessu samhengi hliðstæð-
ar iðnvarningi. I samningunum
1972 vaf sú gagnkvæmni viður-
kennd sem við höfum síðar haldið
okkur að og ætlumst til af Evrópu-
bandalaginu. Það er því fullkomið
réttlætismál að óska þess af EB að
það virði gjörbreyttar aðstæður,
sem sköpuðust við fjölgun banda-
lag^ríkj^, þav sein þungbæiir tollar,
„Þegar Evrópunefndin
ákvað fyrir réttu ári að
freista þess að ná sem
víðtækustu samkomu-
lagi allra stjórnmála-
flokkanna var ljóst að
verkið yrði erfitt. Svo
reyndist líka og menn
birtu sérálit sín og skýr-
ingar. Mér var það gleði-
efni, og ég held nefndar-
mönnum öllum, að fullt
samkomulag náðist um
það sem mestu varðar í
bráð og lengd. Sú stefna
stendur.“
sem áður vora ekki fyrir hendi,
leggjast nú á íslenskar afurðir.
3. Ekki aðgang að fiskimiðum *
í stað aðgangs að markaði
Allir íslensku stjórnmálaflokk-
arnir hafa lýst því að ekki komi til
greina að veita Evrópubandalags-
ríkjum veiðiheimildir í fiskveiðilög-
sögu Islendinga í skiptum fyrir toll-
alækkanir. Um þetta er full sam-
staða í nefndinni.“
Þegar Evrópunefndin ákvað fyrir
réttu ári að freista þess að ná sem
víðtækustu samkomulagi allra
stjórnmálaflokkanna var ljóst að
verkið yrði erfitt. Svo reyndist líka
og menn birtu sérálit sín og skýring- '
ar.
Mér var það gleðiefni, og ég held
nefndarmönnum öllum, að fullt
samkomulag náðist um það sem
mestu varðar í bráð og lengd. Sú
stefna stendur.
Höfundur cr þingmaöur
Sjilfstæðisflokksins og formaður
Evrópustefnunefndar Alþingis.