Morgunblaðið - 04.04.1991, Qupperneq 31
MORGÚNBLÁÐIÐ 'FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991
Reykhólasveit:
Lá við stórslysi í Gilsfirði
Rnirl/tinlncirnil
Bíllinn sem lcilti útaf i Giisfirði. Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson
OLAFUR Erlingsson, Reykhólum,
var að hreina snjó af veginum í
Gilsfirði fyrir nokkru þegar tönn-
in á vörubíl hans rakst í þiðan
veginn og slitnaði af. Bíllinn fór
yfir tönnina, út af veginum og fór
niður háan vegkant, niður í dý
og stöðvaðist þar. Ef billinn hefði
lent öðruhvoru megin við dýið
hefði vart þurft að 'spyija að leiks-
lokum.
Brekkan sem bíllinn fór út af er
brött og þar fyrir neðan hamrar.
Bílstjóri slapp furðulítið meiddur en
bíllinn er mjög mikið skemmdur.
Samkvæmt upplýsingum frá Guð-
mundi Hjartarsyni verkstjóra, Reyk-
hólum, mun orsök slyssins hafa ver-
ið sú að undir snjónum var vegur
þíður og þá er hætt við að tönnin á
bílnum rekist ofan í veginn og
skemmdir verði á vinnutækjum.
Guðmundur sagði að tveir aðrir bílar
Vegagerðarinnar á Vestfjörðum
hefðu skemmst sama dag. Þeir bílar
voru frá Þingeyri og ísafirði. Þeir
voru að hreinsa snjó.
Bílarnir sem eru notaðir við
hreinsun vega, aka hratt, sennilega
með 50 til 60 km hraða og ef tönn-
in rekst í verður óhjákvæmilega
skaði. Hins vegar er afar lítil hætta
að nota þessa bíla með tönn framan
á sér á malbikuðum vegum og þegar
vegir eru frosnir undir snjónum.
- Sveinn
Borgarfj örður:
Skallagrímur sigraði í
spurningakeppni UMSB
Kleppjárnsreykjum.
UNGMENNASAMBAND Borgar-
fjarðar var stofnað 1912. Ung-
mennafélögin hafa frá stofnun
verið útvörður um allskonar
skemmtanir og menningarsam-
komur og svo er enn.
Nú í vetur stóð Ungmennasam-
band Borgarfjarðar fyrir spurninga-
keppni milli ungmennafélaganna
innan UMSB. í síðustu lotunni sem
fram fór í Logalandi voru fjögur lið
eftir og fyrst kepptu Ungmennafé-
lagið íslendingur og Ungmennafé-
lagið Brúin og fóru leikar 8-6.
í síðari lotu kepptu Ungmennafé-
lagið Skallagrímur og Ungmennafé-
lagið Dagrenning. Leikar fóru 13-11.
Ingimundur Ingimundarson
stjórnaði spurningakeppninni af mik-
illi röggsemi og í hléi spilaði Bjarni
Valtýr Guðjónsson undir hjá Þorkatli
Guðbrandssyni sem söng nokkrar
gamanvísur. Hófst nú úrslitalotan
og kepptu íslendingur og Skalla-
grimur og lokatölur urðu að lið Skal-
lagríms sigraði 12-9. Lið Skallagríms
skipuðu Guðjón Ingvi Stefánsson,
Jón Bjömsson og Gísli Ólafsson.
- Bernhard
»« ) ----
Getspakir
fá ferða-
verðlaun
NÝTT íslenskt sönglag verður
frumflutt á öllum útvarpsrásum
landsins í dag, þann 4.4., klukkan
4.44. Lagið er liður í ferðaget-
raun.
í fréttatilkynningu segir, að hlust-
endur geti spreytt sig á því næstu
daga að giska á hverjir séu höfund-
ar lagsins, sem er flutt af Berglindi
Björk Jónasdóttur. Þeir sem geta
rétt fá að launum ferð fyrir tvo til
Akureyrar, ásamt gistingu á hóteli
þar og boðsmiða á leiksýningu, auk
fleira.
Úr fréttatilkynningu.
Gunnarssalur:
Sýning Hjördísar og
Þórdísar framlengd
SAMSÝNING Hjördísar Bergsdóttur og Þórdísar Ámadóttur á
málverkum í Gunnarssal, Þernunesi 4, Arnarnesi, hefur verið
framlengd um einn dag. Sýningin var opnuð á pálmasunnudag,
og verður hún opin laugardaginn 6. apríl frá kl. 14-18.
Gunnarssalur var opnaður í júní Sýning þeirra Hjördísar og Þórdís-
á síðasta ári í minningu Gunnars ar er þriðja sýningin í salnum, og
Sigurðssonar, sem rak Listvinasal- jafnframt fyrsta samsýningin. Að-
inn við Freyjugötu til margra ára. gangur að sýningunni er ókeypis.
31
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Athygli vakin á
sýningu hestamanna
Stórsýning sunnlenskra hestamanna hefst í Reiðhöllinni S Víðidal á
föstudag og lýkur á sunnudagskvöld. Á sýningunni verður margt
atriða, til dæmis sýning gæðinga og kynbótahrossa, nautareið, hund-
urinn Santos sýnir listir sínar undir stjórn Unn Krogen og Halli og
Laddi skemmta. í gær vöktu sunnlensku hestamennirnir athygli
borgarbúa á væntanlegri sýningu með því að fara niður Laugaveginn
á hestvagni. Með í för var Þórhallur Sigurðsson, Laddi, í gervi Magn-
úsar bónda.
Pétur Bjarnason Iijá ístess.
Pétur Bjarnason hjá Saga Film.
MYNDABRENGL
Þau mistök urðu í blaðinu í gær að mynd af Pétri Bjarnasyni framkvæmda-
stjóra Saga Film birtist með grein eftir Pétur Bjamason markaðsstjóra hjá
Istess hf. á Akureyri. Blaðið biður þá nafna velvirðingar á þessum mistökum.
FRYSTIKISTUR
SPADUIVERÐIÐ
SPÁDU í VERÐIÐ
SPÁDU í VERDID
Öll verð miðast við staðgreiðsluverð
152 lítra kr. 31.950,-
191 lítra kr. 34.990,-
230 lítra kr. 38.730,-
295 lítra kr. 41.195,-
342 lítra kr. 43.360,-
HEIMILISKAUP HF
• HEIMILISTÆKJADEILD FÁLKANS •
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670.
# Innrabyrði úr
hömruðu áli
# Lok með ljósi,
læsingu, jafn-
vægisgormum
og plastklætt
# Djúpfrystihólf
# Viðvörunarljós
# Kælistilling
# Körfur
# Botninn er
auðvitað frysti-
flötur ásamt
veggjum