Morgunblaðið - 04.04.1991, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hrúturinn fær gott ráð hjá
vini sínum, en óvæntur at-
burður kann að valda honum
vonbrigðum í starfi. Honum
er ráðlegast að skoða allar
,tiliögur grandgæfilega.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það verður einhver ruglingur
í lífi nautsins í dag. Því finnst
sem einhver sem það treysti
á hafi brugðist. Það verður
að breyta áætlunum sínum
umtalsvert.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 5»
Tvíburinn ætti að gæta þess
vandlega að láta ekki misnota
sig undir yfirskini vináttu.
Þetta er heppilegur dagur fyr-
ir hann til að leita ráða.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbinn er óviss um stöðu
sína í ástarsambandi. Það
koma ekki allir til dyranna
eins ogþeireru klæddir. Hann
ætti að láta heilbrigða skyn-
semi fremur en óskhyggju
ráða ferðinni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið á erfitt með að einbeita
Jt sér í dag og eitthvað verður
þess valdandi að það neyðist
tii að breyta tímaáætlun sinni.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) á*
Eitthvað allsendis óvænt ger-
ist í félagslífinu hjá meyjunni
núna. Hún ætti ekki að taka
fjárhagslega áhættu, heldur
vera með báða fæturna á jörð-
inni.
V°g
(23. sept. - 22. október)
Óvæntir atburðir gerast í dag
innan Qölskyldu eða á heimili
vogarinnar. Dómgreind henn-
. ar er í sljóasta lagi.
Sþoródreki
(23. okt. -21. nóvember)
Sporðdrekinn á von á fréttum
bréfleiðis eða símleiðis í dag.
Það er ekki heppilegt fyrir
hann að byija á nýju verkefni
núna.
Bogmaóur
(22. nóv. — 21. desember)
Óvænt þróun á sér stað í fjár-
málum bogmannsins í dag.
Hann ætti að vera á varð-
bergi gagnvart viðskiptatil-
boðum sem ekkert stendur á
bak við.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) &
Steingeitin er í uppreisnar-
gjömu skapi í dag, vill vera
fijáls og áháð og er ófús að
sinna hversdagsstörfum.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Annaðhvort sér vatnsberinn
hlutina ekki í sínu rétta Ijósi
núna eða honum berast rang-
ar upplýsingar.
. Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Fiskurinn eignast nýja vini
núna eða hittir einhveija
manneskju sem hann hefur
ekki séð langalengi. Hann
ætti ekki að láta hafa sig að
ginningarfífli.
Stjörnuspána á aó lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staóreynda.
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
LJOSKA
þo HEFU/e S/e,e/F/tÞ
AL\/£<b F/e'ABÆ/er T/l BOD,
PHENGU/e /n/NN!Sn/lLP'
S*LO ! é<oSAGE>/ Þé/d~\.
ADþAPUeHI B/AISFIS )
v'/eo/TJ
9, /
FERDINAND
SMAFOLK
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Almennt er ekki skynsamlegt
að fara í slemmu þar sem ÁD
vantar í tromplitinn. En þegar
vitað er af 10-11 trompspilum á
milli handanna breytist viðhorf-
ið, enda töluverðar líkur á há-
spili stöku fyrir framan KG.
Þannig hugsuðu margir kepp-
endur á Islandsmótinu þegar
þeir ákváðu að keyra í 6 lauf
með spil norðurs eftir grandopn-
un félaga:
Norður gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ Á6
y D9
♦ D
♦ KG987642
Austur
♦ K1085
¥K4
♦ 1087654
♦ D
♦ DG92
♦ Á73
♦ ÁKG9
♦ 103
Siemman var sögð á fjórum
borðum af átta, en vannst aðeins
á einu. Á hinum borðunum fjór-
um reyndu menn 3 grönd, sem
fóru 1-3 niður. í leik VÍB og
Púlsins opnaði Púlsarinn Valur
Sigurðsson á grandi og Guð-
mundur Sveinsson yfirfærði í
lauf með 2 spöðum. Valur neit-
aði hákarli í litnum með 3 lauf-
um (annars segir hann 2 grönd),
en Guðmundur hélt sínu striki,
spurði um ása og fór í slemmu.
Karl Sigurhjartarson spilaði út
hjartagosa, drottning, kóngur
og ás. Valur varð nú að afgreiða
taparana í hálituriUm strax og
spilaði því þrisvar tígli. En vest-
ur gat trompað tígulgosann og
þvingað Val til að svína spaða
síðar í spilinu. Einn niður.
Á hinu borðinu varð Þorlákur
Jónsson sagnhafi í sama samn-
ingi í norður. Hann fékk út tígul,
sem hann drap á ás og spilaði
strax lauftíu. Júlíus Siguijóns-
son í vestur var eldsnöggur að
láta lítið lauf, en Þorlákur fékk
hugljómun og stakk upp kóng,
16 IMPa sveifla.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á stórmótinu í Linares á Spáni
um daginn kom þessi staða upp
í næstsíðustu umferð í viðureign
þeirra Mikhail Gurevich (2.650),
sem nú teflir fyrir Belgíu, og
Anatoly Karpov (2.725), fyrrum
heimsmeistara, sem hafði svart
og átti leik. Eftir afar illa teflda
skák þar sem Karpov stóð framan
af betur, átti hann nú í vök að
veijast í endatafli, með peði
minna, gegn tveimur samstæðum
frípeðum andstæðingsins. En
Karpov tryggði sér jafnteflið með
laglegum leik:
vitaskuld ekki vegna 46. - Hal
mát og 46. Hbl - Re3 er í góðu
lagi á svart, svo hvítur verður að
drepa riddarann) 46. Bxg4 -
Hal+, 47. Kh2 - c2 og samið
var um jafntefli, því hvítur verður
að láta hrókinn fyrir svarta frípeð-
ið og þá er komin upp dauð jafn-
teflisstaða.
Loftið var lævi blandið í þess-
ari skák, því fyrr á mótinu hafði
Karpov látið hafa eftir sér að
Gurevich hefði tapað viljandi fyrir
Kasparov heimsmeistara. Hvorug-
ur þessara ágætu skákmanna
virðist þrífast vel á illdeilum,
a.m.k. virtust þeir báðir tefla
þessa skák illa.
Vestur
♦ 743
♦ G108652
♦ 32
♦ Á5
Suður