Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991
fclk í
fréttum
H AFNARFJ ÖRÐUR:
Franskir dagar í
Fjörukránni
Hard Rock ostborgari
aó hætti hússins
Velkomin á Hard Rock Cafe,
sími 689888
SUÐUREYRI
Pitsur og franskar í þorra-
trogum unglinganna
Súgfirskir krakkar á aldrinum
10-15 ára héldu sitt eigið
þorrablót á Suðureyri föstudaginn
15. mars. Þar voru brúkaðar allar
sömu venjur og á blótum fullorð-
inna.
Blótið hófst með borðhaldi þar
sem matur var snæddur úr trogum
að gömlum sið, hætt er þó að
mörgum fomkappanum hafí þótt
lítið til koma um innihald troganna
þar sem sjá mátti í pitsur, fran-
skar og annan nútímavarning.
Að borðhaldi loknu upphófst
klukkutíma leikdagskrá sem var
leikstýrt af Guðnýju Erlu Guðna-
dóttir, 15 ára. Góður rómur var
gerður að sýningunni en til hennar
var boðið öllum þeim sem ekki
tóku þátt í blótinu. Að sýningunni
lokinni var diskótek þar sem dans
var stiginn fram eftir kvöldi. Til
stóð að bjóða krökkum þátttöku
frá nærliggjandi byggðarlögum en
þar sem allar heiðar voru tepptar
vegna snjóa varð ekkert úr því.
Að sögn krakkanna eru þeir stað-
ráðnir í því að gera þetta að árviss-
um atburði.
- Sturla Pálíí
Björgunarhundar þjálfaðir
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Sólveig Smith, formaður björgunarhundasveilar Hjálparsveita skáta, ásamt nokkrum þátttakendum og
hundinum Garpi við snjóbíl Hjálparveitar skáta á ísafirði.
isaSorður!
Björgunarhundasveit Hjálpar-
sveitar skáta var með árlegar
þjálfunar- og úttektaræfingar á
Breiðdalsheiði dagana 15.-22.
mars. Þetta er 9. árið sem sveitin
heldur slíka samæfingu en þátttak-
endur eru víða af landinu. 14 hund-
ar voru í þjálfun, en í lok námskeiðs-
ins eru þeir flokkaðir eftir hæfileik-
um til leitar, og þeir sem ná ákveðn-
um árangri eru teknir í sveitina sem
útkallshundar til leitar að fólki.
Sólveig Smith, formaður deildar-
innar, var ánægð með árangurinn
þegar fréttaritari hitti hana ásamt
öðrum aðstandendum námskeiðsins
í fannferginu á Breiðdalsheiði, en
að hennar sögn er það 1-2 tíma
vinna á dag alla daga ársins að
halda hundi í þjálfun. Hún sagði
að tegund skipti ekki máli og stað-
reyndin væri að blendingar væru
oft betri en hreinræktaðir hundar.
Starfsævi leitarhunda er mjög stutt,
og varla lengri en 4-5 ár.
Vaxandi áhugi hefur verið hér
vestra á að þjálfa hunda til leitar,
en á námskeiðinu eru 5 hundar frá
ísafírði og Bolungarvík. Kristján
B. Guðmundsson á Isafirði sem á
hund á námskeiðinu sagði að mikil
framför hefði orðið hjá hundunum
tísku generála á tímum Napoleons
Bonaparte og tónlistarmennirnir
ganga á milli borða og spila Undir
himnum Parísarborgar.
Veislan hefst á pönnuköku sem
fyllt er rækjum og grænmeti og í
kjölfarið fylgir gufusoðin smálúðu-
rúlla fyllt með sveppum, blaðlauk
og kræklingasósu. Með þessu er
veitt Riesling Hugel hvítvín.
Til að skola niður sjávarrétta-
bragðinu er borið fram sítrónukrap
með múskati.
Loks er borin fram léttsteikt villi-
gæsabringa með rifsbeijasósu.
Veislunni lýkur með ávaxtasalati í
ensku kremi.
Öll herlegheitin kosta 2.700 kr.
sem varla getur talist mikið fyrir
fimmrétta máltíð og notalega stund
í frönsku andrúmslofti.
Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson
Þessi myndarlegi hópur sá um skemmtidagskrá á þorrablóti súgfirskra krakka.
Franskir dagar standa yfir á
Fjörukránni í Hafnarfirði út
marsmánuð. Boðið er upp á fimm-
rétta matseðil samkvæmt franska
eldhúsinu en yfirkokkur á Fjöruk-
ránni er Ásbjörn Pálsson sem hefur
sótt menntun sína og starfað í
Frakklandi.
Til að skapa franska stemningu
hefur Jóhannes Viðar Bjarnason
eigandi Fjörukráarinnar boðið til sín
frönskum og íslenskum tónlistar-
mönnum sem leika franska tónlist,
eins og t.a.m. lög Edith Piaff. Tón-
listarmennirnir eru Jón Moller
píanó, Guðni Þ. Guðmundsson
harmonikkuleikari, Martiel Nadeau
flautuleikari, Hrönn Geirlaugsdóttir
fíðluleikari og söngkonurnar Sól-
veig Birgisdóttir og Jóhanna Linnet.
íjónarnir eru klæddir samkvæmt
og menn væntu þess að þarna feng-
just nægjanlega góðir hundar til
leitar, því þegar á slíkri hjálp þyrfti
að halda væri veður vanalega þann-
ig að ekki væri hægt að fá hjálp
að fyrr en að löngum tíma liðnum,
en tíminn er oft sá þáttur sem set-
ur hundunum helstu mörkin.
Auk Sólveigar voru Ásgeir Sverr-
isson og Norðmaðurinn Teije Jo-
hansen leiðbeinendur.
- Úlfar.
Morgunblaðið/Sverrír
Starfsfólk og eigandi Fjörukráarinnar. F.v.: Brynja Þórhallsdóttir
þjónn, Ásbjörn Pálsson yfirkokkur, Hrafn Pálsson þjónn, Jóhannes
Viðar Bjarnason eigandi og Guðrún Hafliðadóttir.