Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍI. 1991
47
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
tíUíteuuÆAJU
^E^AINl^URENI
Bæta þarf aðstöðu
krabbameinssjúklinga
Til Velvakanda.
Á næstunni er ráðgert að heíja
sérstakt átak gegn krabbameini þar
sem gert er ráð fyrir sérstökum
aðgerðum tii að bæta aðbúnað að-
standenda sjúklinga og auðvelda
þeim að takast á við þá erfiðleika
sem þeir standa frammi fyrir þegar
þeir vegalausir þurfa að verða sér
úti um húsnæði í höfuðborginni.
Framtakið er lofsvert svo langt
sem það nær. Ævinlega skulu þó
þarfir sjúklinganna sjálfra sitja í
fyrirrúmi og á meðan svo er ekki
er aðstandendunum vorkunnarlaust
að búa um sinn við sitt hlutskipti.
Eitt brýnasta verkefnið sem fyrir
liggur er að bæta aðstöðu sjúkling-
anna sjálfra á þeim stofnunum sem
þeir eru lagðir inn á, Allt fjármagn
sem stendur til að safna saman og
öll sú orka sem stendur til að leysa
úr læðingi til aðstoðar við aðstand-
endur er skrípaleikur einn þegar
höfð er í huga hin hraksmánarlega
aðstaða sjúklinganna sjálfra á þeim
stofnunum sem eiga að heita til þess
útbúnar að veita viðhlítandi aðbúnað
sem oft er jafnframt sá síðasti sem
sjúklingurinn fær.
Landspítalinn, nánar tiltekið deild
13, krabbameinsdeild, er sú deild
sem ljölmargir gista en í fæstum
tilfellum lengi. Urbóta er þar þörf
og víðar. þig ætla nú að nefna þau
atriði sem nærtækust eru:
1. Þær sjúkrastofur er vita í átt
að k-álmu eru allar þannig að ekk-
ert opnanlegt fag fyrirfinnst. Öll sú
hlið er snýr að þessari álmu er með
öðrum orðum gluggalaus. Hér er um
að ræða öryggisatriði ef til þess
kæmi að geislavirk efni bærust út í
andrúmsloftið frá k-álmu. Til að
gera sjúklingum veruna sem þægi-
legasta hefur verið komið fyrir vift-
um sem eiga að sinna eðlilegri loft-
ræstingu á þessum sjúkrastofum.
Þetta kerfi er hins vegar þannig að
það kæmi jafnvel alheilbrigðum
manni í gröfina á innan við þremur
vikum. Ég skora á alla er að þessum
málum vinna að sjá til þess að þess-
um sjúkrastofum verði lokað þegar
í stað. Ég legg til að aðstandendur
krabbameinssjúklinga setji tíma-
mörk fyrir yfirstjóm Landspítalans
til að framkvæma fyrmefnda að-
gerð, að öðrum kosti grípi þeir til
sinna ráða til þess að ósvinna þessi
verði stöðvuð.
2. I auglýsingu frá Krabbameins-
félagi Islands eru konur hvattar til
að koma inn til skoðunar og segir
þar að margir treysti á þær og þær
varaðar við að bregðast sínum nán-
ustu. Allt er það góðra gjalda vert
og ekki að efa frómheitin sem að
baki liggja. En hafið þið konur góð-
ar gætt að því að ef til vill er það
sú stofnun er síst skyldi sem bregst
ykkur. í auglýsingu þessari er gefið
eindregið til kynna að skoðun þessi
sé svo markviss og örugg áð hún
sé hafin yfir efa. Staðreyndin er allt
önnur. Að vísu er vitað að þessar
skuggamyndatökur skila árangri, en
oft er það svo að þær hleypa fram
hjá sér illkynja vefjum sem jafnvel
hafa verið að þróast í 5-10 ár. Ágæti
þeirra má því ráða af þeirri stað-
reynd. Hér eru það sem oft áður
peningarnir sem ráða hvaða aðferð
er valin við krabbameinsleit en ekki
skynsemin. Einhver áreiðanlegustu
tæki sem nú er völ á eru sónar og
hið nákvæma tæki sem Landspítal-
inn einn hefur yfir að ráða í þessu
skyni. Það ber að umbylta núverandi
kerfi og taka þessa tækni hvarvetna
inn í heilbrigðiskerfið til heilla fyrir
landslýð allan þannig að við getum
horft til ársins 2000 og sagt með
réttu, að eitthvað hafi verið gert og
eitthvað áunnist í stað þess sem nú
er að um „framfarir“ flestar á sviði
krabbameinslækninga má lesa af
bókum um og fyrir 1960.
Guðni Björgólfsson,
Húsi Krabbameinsfélagsins
i Skógarhlíð.
SNYRTIVÖRUKYNNINGAR
★ Clara, Austurstræti 3,
FIMMTUDAGINN 4. APRÍL KL. 12.00-18.00.
★ Clara, Laugavegi 15,
FÖSTUDAGINN 5. APRÍL KL. 12.00-18.00.
★ Clara, Kringlunni 8—12,
LAUGARDAGINN 6. APRÍL KL. 11.00-16.00.
Hann er týndur. Gestur var með
svarta ól og gyllta tunnu, en eig-
andi hans telur allt eins líklegt
að hann sé búinn að nudda búnað-
inn af sér.
Tapað gullarmband
Gullarmband tapaðist laugardag-
inn 23. mars annað hvort nærri
Skipasundi 75 eða Barónsstíg 78.
Finnandi hafi samband við Ingu
í síma 83099. Fundarlaunum hei-
tið.
Orkin góð
Anna Halldórsdóttir hafði sam-
band og sagði: Ég var á ferð ný-
lega með hópi fólks á Hótel Örk
í Hveragerði. Það er víst oftar sem
neikvætt heyrist frekar en já-
kvætt og vil ég breyta þessu og
fá að þakka kærlega fyrir mig
og mína. í einu orði sagt var að-
búnaðurinn og aðstaðan frábær á
hótelinu og þjónustan góð og
maturinn meiri háttar. Þetta kom
mér á óvart því ég vissi ekki
hveiju ég átti von á. Mér datt
bara ekki til hugar að til væri
hótel á landinu sem sinnti sínu
hlutverki með jafn miklum sóma
og Hótel Örk gerir. Hafið bestu
þakkir fyrir ánægjulega daga og
frábæra þjónustu. Ég kem örugg-
lega aftur.
A
„I góðsemi vegur
þar hver annan“
Örlagastundin upp er runnin -
oddvita flokksins Davíð vó,
en varaformanninn endurunninn
umhverfísvænan úr skápnum dró.
Menn risu á fætur með reisn í sinni
en reiðir í bland, sem líka er von,
því stórmennið reyndist með styttra minni
en Steingrímur okkar Hermannsson.
Þó prettaður úti Pálmi dúsi,
prúður hann minnist þess um sinn
að nefna ei snöru i hengds manns húsi
af hlífðarsemi við formanninn.
Bjarni Helgason
Þessir hrinfídu ...
Kisa týnd
Alsvartur fress, eins og hálfs árs
sást síðast heima við að Melgerði
31 í Reykjavík á þriðjudaginn fyr-
ir rúmri viku. Hann er bæði eyrna-
merktur og ber ól. Hann heitir
Fúsi. Hafi einhver rekist á Fúsa
þá er heimasími hans 32506.
Rangt númer
í Velvakanda á fimmtudaginn var
klausa um ungan Högna sem
hafði farið villur vega. Síminn sem
upp var gefinn var rangur og
hefur valdið ónæði hjá alls óhlut-
aðeigandi aðila. Rétt númer er
73461.
Gestur á vergangi
Gestur, 7 mánaða högni, svartur
á lit en hvítur undir og með svart-
an hökutopp ákvað að skoða heim-
inn ögn nánar á dögunum. Hann
á heima á Grettisgötu 18 og
síminn hjá honum er 17823. Ergó: