Morgunblaðið - 04.04.1991, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 04.04.1991, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991 KORFUKNATTLEIKUR / BANDARIKIN Háskólakeppnin: Duke meistarí mjög óvænt ÚRSLITAKEPPIMI háskólaliða lauk um síðustu helgi með sigri Duke háskóla. Að venju var mikið um óvænt úrslit í keppninni, en þó var sigur Duke í undanúrslitunum gegn Las Vegas óvænt- ust þeirra allra. ÆT Iundanúrslitum sigraði Kansas lið North Carolina óvænt 79:73 og sem fyrr segir sigraði Duke lið Las Vegas 79:77 í æsispennandi leik. Þau úrslit voru Gunnar mjög óvænt því lið Valgeirsson Las Vegas var talið skrifar nær öruggt um sig- ur í keppninni að hálfu nær allra „sérfræðinga.“ Úrslitaleikur Duke gegn Kansas var einnig spennandi, en Duke hafði samt forystu allan leikinn og sigr- aði 72:65. Þessi sigur var einkar kærkominn þjálfara Duke, Mike Krzyzewski, sem hefur komið liði sínu í fjögurra liða úrslit í fjögur af síðustu fimm árum án þess að hreppa þennan eftirsótta titil. Þau lið sem hafa slegið Duke út á þess- um tíma hafa í öll skipti hreppt titil- inn. Krzyzewski sagði ekki skipta máli hvað hefði gerst áður, taplið hans ættu einnig hluta af þessum sigri. NBA-deildin Liðin í NBA-deildinni eiga nú eftir 10-13 leiki fyrir úrslitakeppn- ina. Hörð keppni er um efstu sæti í vestur- og austurdeild, en nokkuð öruggt er hvaða 16 lið komast í úrslitakeppnina. Úr austurdeild koma lið Chicago, Boston, Detroit, Milwaukee, Philadelphia, Atlanta, Indiana og New York sem hefur tapað 8 leikjum færra en lið Was- hington. Úr vesturdeildinni koma lið Portland, L.A. Lakers, San An- tonio, Phoenix, Utah, Houston, Golden State, og Seattle sem hefur tapað sjö leikjum færra en L.A. Clippers. Tveir stórleikir voru um páska- helgina í deildinni. Boston sigraði Chicago á páskadag 135:132 í tvíframlengdum leik í Boston Gard- en. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 110:110 og eftir fyrri framlengingu var enn jafnt, 118:118. Það var síðan Larry Bird sem skoraði körfu, auk vítaskots, þegar 15 sekúndur voru tii leiksloka sem tryggði heimaliðinu sigurinn. Bird var stigahæstur Boston með 34 stig, en Michael Jordan skoraði 37 stig fyrir gestina. í The Forum í Los Angeles átt- ust við tvö efstu liðin í vesturdeild, L.A. Lakers og Portland, á föstu- daginn langa. Það voru gestirnir frá Portland sem höfðu betur í viður- eigninni, 109:105, í framlengdum leik. Heimaliðið náði 21 stigs for- ystu í byijun seinni hálfleiks, en Portland skoraði 28 af næstu 34 stigum og knúði síðan fram sigur í framlengingunni. Terry Porter skoraði 26 stig fyrir Portland og það sama gerði James Worthy fyrir Lakers. SKYLMINGAR IMickolay Mateev ásamt nokkrum félögum í Skylmingafélagi Reykjavíkur. Búlgarskur þjálf- ari til Reykjavíkur „ÞAÐ er hvalreki á fjörur okkar að fá Nickolay Mateev hingað,' sagði Erla Árnadóttir, formað- ur Skylmingafélags Reykjavík- ur, sem hefur fengið hingað til lands skylmingakappann Mateevfrá Búlgaríu. Hann er atvinnumaður í íþróttinni, en kemur hingað fyrst og fremst sem þjálfari og mun sjá um þjálfun á öllum stigum. Mateev er þegar byqaður að þjálfa skylmingamenn hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur. „Hann verður hér í Ijórar vikur til að byija með og mun þá eingöngu sjá um þjálfun þeirra sem eru lengra kornnir," sagði Erla. Mateev, sem hefur þrisvar tekið þátt í heims- meistarakeppninni, tekur þátt í HM í Búdapest í Ungveijalandi í júní, en eftir það kemur hann aftur hing- að til lands. „Við erum að sækja um árs dval- arleyfi fyrir hann hér á landi. Þegar hann kemur aftur mun hann hefja þjálfun hjá okkur á fullum krafti. Meteev mun þá þjálfa byijendur jafnt sem lengra komna,“ sagði Erla. Meteev, sem er 31 ára og lærður verkfræðingur, hefur æft skylming- ar frá því hann var tíu ára. G-LISTINN MEÐ FUND íKÓPA VOGI íKVÖLD: LÍFSKJARAJÖFNU FUNDURINN VERÐUR HALDINN í FÉLAGSHEIMILI KÓPAVOGS FIMMTUDAGINN 4. APRIL KL 20.30. HELSTU VERKEFNI: • Tekjujöfnun í gegnum skattkerfið með há- tekjuskatti á laun yfir 500-600 þúsund á mánuði hjá hjónum. • Hækkun skattleysismarka til að tryggja betur hag hinna lægst launuðu. • Húsnæðisbætur fyrir leigjendur. Stórauknar byggingar félagslegra íbúða. • Skattlagning fjármagnstekna. • Stytting vinnutíma - án tekjuskerðingar. FRUMMÆLENDUR: Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra Sigríður Jóhannesdóttir kennari í Keflavík Valþór Hlöðversson bæjarráðsmaður í Kópavogi ^ ~ r Ólafur Ragnar Grímsson Sigríður Jóhannesdóttir Valþór Hlöðversson FLOKKUR SEM GETUR - FOLK SEM ÞORIR! L nHBOBB

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.