Morgunblaðið - 04.04.1991, Side 51

Morgunblaðið - 04.04.1991, Side 51
KORFUKNATTLEIKUR R 4. APR'ÍL'l9!9Í 1. deiíd kvenna: Haukar erumed pálmann í höndunum HAUKAR standa nú með pál- mann í höndunum í 1. deild kvenna eftir sigur ÍR á ÍS í gærkvöldi. Haukar eiga eftir lokaleik sinn, gegn ÍBK og geta tryggt sér íslandsmeistaratitil- inn með sigri. Sigrún Hauksdóttir var hetja ÍR á lokamínútunni, hún nýtti bæði vítaskot sín og kom ÍR yfir 59:58. Stúdínur fengu upplagt tækifæri nokkrum Frosti sekúndum fyrir Eiðsson leikslok en heppnin skrifar var þe;m ekki hlið- holl og ÍR hrósaði sigri. bað var greinilegt að ÍR-stúlk- urnar ætluðu ekki að láta söguna endurtaka sig frá bikarúrslitaleikn- um sem ÍS vann með einu stigi. ÍR-stúlkurnar börðust vel þrátt fyr- ir að þær hefðu ekki að miklu að keppa og fimm mínútum fyrir leiks- lok höfðu þær náð sjö stiga for- ystu, 55:48. Þá fékk Linda Stefáns- dóttir besti ieikmaður ÍR sína fimmtu villu og ÍS sneri leiknum sér í hag. Stúdínur skoruðu fimm stig á hálfri mínútu og náðu síðan forystunni 57:58 en Sigrún átti lokaorðið eins og áður sagði. Erfidir mótherjar Hvað segir þú! Þetta eru ekki góðar fréttir," sagði Gunnar Jóhannsson, formaður borðtennis- sambands Islands, þegar Morgun- blaðið tilkynnti honum hvaða þjóðir léku í sama riðli og íslendingar í HM-keppninni, sem fer fram í Chiba í Japan. ísland leikur í H-riðli ásamt Dan- mörku, Pakistan, Skotlandi, Egyptalandi og Kúbu. „Þetta eru allt ei-fíðir mótherjar. Ég veit ekki um styrk Kúbumanna þar sem þeir taka þátt í heimsmeistarakeppninni í fyrsta skipti;“ sagði Gunnar, sem vonast til að Island, sem var raðað niður í næst veikasta styrkleika- flokk, keppi við átta aðrar þjóðir um 48.-56. sæti, en 73 þjóðir taka þátt í HM. Úrvalsdeild: Höfumséð það svartara - segirJón Kr. Gísla- son, þjálfari ÍBK Keflvíkingar taka á móti Njarðvíkingum í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitum í úrvalsdeild- inni. Njarðvíkingar sigruðu í fyrsta leiknum, 96:59 en Jón Kr. Gíslason, þjálfari ÍBK, segir að enn sé von fyrir Keflvíkinga: „Ég veit að þetta verður ofboðslega erfitt en við höf- um séð það svartara. Við erum bara búnir að tapa einum leik og ég hef trú á að við getum rifíð okkur upp eins og við gerðum á móti KR,“ sagði Jón. „Fyrsti leikurinn var hræðilegur og við erum ákveðnir í að leggja allt í leikinn. Það væri fáránlegt að gefast upp núna og ég held að það hvarfli ekki að neinurn," sagði Jón. Morgur»blaðið/Árni Sæberg María Leifsdóttir ÍR og Vigdís Þórisdóttir ÍS eigast við í ieik liðanna í gærkvöldi. ÍR-ÍS 59:58 íþróttahús Seljaskólans, 1. deild kvenna í körfuknattleik, 3. apríl 1J991. Gangur leiksins: 16:12, 22:25, 29:27, 37:31. 55:48, 59:58. Stig 1R: Linda Stefánsdóttir 18, Hrönn Harðardóttir 12, Sigrún Hauksdóttir 8, Vala Úlfljótsdóttir 6, Hildigunnur Hilm- arsdóttir 5, María Leifsdóttir 4, Fríða Torfadóttir 4, María Leifsdóttir 4. Stig ÍS: Hafdís Helgadóttir 19, Vigdís Þórisdóttir 14, Vanda Sigurgeirsdóttir 11, Kristín Sigurðardóttir 6, Díanna Gunnardóttir 4, Kolbrún Leifsdóttir 4. Dómarar: Jón Otti ólafsson og Einar Einarsson. Áhorfendur: Aðgangur ókeypis. SKIÐALANDSMOTISLANDS A ISAFIRÐI Kristinn sigurstranglegur í alpagreinum KEPPNI á Skíðamóti íslands hefst á Seljalandsdal við ísa- fjörð í dag. Mótið var sett í Isafjarðarkapellu ígærkvöldi. Alls eru 75 keppendur sem taka þátt í mótinu f rá fimm héruðum. Nægur snjór og gott skíðafæri er á Seljalandsdal þar sem keppnin ferfram bæði í göngu og alpagreinum. Fyrir- hugað var að keppa í stökki og norrænni tvíkeppni, en frá því var horfið eins og fram kom í blaðinu í gær. Keppnin á Skíðamóti íslands hefst kl. 10 í dag og verður þá keppt í stórsvigi karla og kvenna. Keppni í göngu karla og pilta 17-19 ára hefst kl. 11. ValurB. Ekki verður keppt í Jónatansson göngu kvenna þar skrifarfrá gem aðeins einn Isafiroi , ,. , ,» keppandi var skráð- ur til leiks. Á morgun, föstudag, verður keppt í svigi karla og kvénna og boðgöngu karla. Á laugardag er samhliðasvig karla og kvenna á dagskrá. Mótinu lýkur á sunnudag með keppni í 30 km göngu karla og 15 km göngu pilta 17-19 ára. Að sögn Björns Helgasonar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa ísa- fjarðar, sem jafnframt er formaður landsmótsnefndar,_ hófst undirbún- ingur Skíðamóts íslands í janúar, en þá var kosin landsmótsnefnd. „Það hefur mikið starf verið unnið enda leggjum við mikla áherslu á að mótið fari vel fram. Alls verða um fimmtíu starfsmenn sem koma til með að vinna við mótið. Þar sem mótið fer fram að mestu á virkum dögum verða starfsmenn að sýna mikla fórnfýsi með því að taka sér frí frá vinnu á fimmtudag og föstu- dag til að vinna í sjálfboðavinnu á Dalnum og þykir það ekki tiltöku- mál,“ sagði Björn. Flestir keppendur koma frá Reykjavík, eða 22 talsins, 20 þátt- takendur eru skráðir frá Akureyri, 13 frá Ólafsfirði, 6 frá Dalvík og 14 frá Isafirði. 38 keppendur eru í alpagreinum karla, 21 í alpagrein- um kvenna og 16 í göngu. Augun beinast aö Kristni Ólafsfirðingurinn Kristinn Bjömsson, sem hefur stundað nám í skíðamenntaskóla í Geilo í Noregi í vétur, verður að teljast sigur- stranglegur í alpagreinum karla. Hann hefur staðið sig vel á mótum í Noregi og því fróðlegt að fylgjast með honum á móti hér heima. Strax eftir Landsmót fer hann til Noregs þar sem hann tekur þátt í heims- meistaramóti unglinga og verður þar eini íslenski keppandinn. í kvennaflokki er reiknað með að slagurinn standi milli Ástu Hall- dórsdóttur, Isafirði, og Akureyrar- stúlknanna Maríu Magnúsdóttur og Guðrúnar H. Kristjánsdóttur, en Guðrún hefur ekki mikið verið með í vetur vegna náms. Daníel í sviðsljósinu í göngukeppninni verður fróðleg- ast að fylgjast með hinum unga og efnilega Daníel Jakobssyni frá ísafirði, sem hefur verið í skíða- menntaskóla í Svíþjóð í vetur. Dan- íel hefur staðið sig vel ytra og var m.a. fyrsti íslenski íþróttamaðurinn til að hijóta fjögurra ára styrk frá Ólympíusamhjálpinni. Skíðaaðstaðan á Seljalandsdal er orðin ein sú besta á landinu. Fjórar lýftur eru á svæðinu og tveir snjó- troðarar sem sjá um að skíðafærið sé alltaf upp á það allra besta bæði fyrir skíðagöngu og alpagreinar. ísfirðingum er það mikið kappsmál að Skíðamót íslands takist vel, enda er skammt stórra högga á milli hjá þeim í mótahaldi því í næstu viku sjá þeir um alþjóðlegt svigmót. Þá er bara að vona að veðurguð- irnir verði keppendum og mótshöld- urum hliðhollir keppnisdagana, en gott veður er forsenda þess að mótið heppnist vel. ÚRSUT Knattspyrna EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA 3. riðill: Limassol, Kýpur. Kýpur—Ungvetjaland.......0:2 — Jozsef Szalma 15., Jozsef Kiprich 40. Fj. ieikja U T Mörk Stig UNGVERJAL. 4 2 2 0 7: 3 6 ÍTALIA 3 1 2 0 5: 1 4 SOVÉTR. 2 1 1 0 2: 0 3 NOREGUR 3 1 1 1 3: 2 3 KÝPUR 4 0 0 4 2: 13 0 2. riðUl: Neuchatel, Sviss. .0:0 Fj. leikja u T Mörk Stig SKOTLAND 4 2 2 0 6: 4 6 SVISS 4 2 1 1 7: 2 5 RÚMENlA 6 2 1 2 10: 6 5 BÚLGARÍA 4 1 2 1 5: 4 4 SÁN MARÍNÓ 3 0 0 3 1: 13 0 ENGLAND .5:0 Kevin Campbell 37. og 84., Paul Davis 55., Alan Smith 59. og 61. Staða efstu liða: Arsenal 31 20 10 1 58:13 68 Liverpool 31 19 6 6 60:29 63 Ciyst. Palace...32 17 7 8 43:38 58 Leeds 30 15 7 8 48:31 52 FRAKKLAND 1. deild: Lille —Monaco.....................1:3 Montpellier — Niort...............0:1 Paris StGermain — Bourges....:....1:0 Cannes —Valenciennes..............3:0 Dijon —Marseille..................0:3 Beauvais —Brest...................0:3 Tours —Toulouse...................1:0 ÍTALÍA Undanúrslit bikarkeppninnar, síðari leikur: Sampdoria—Napólí..................2:0 Vialli 26., Invernizzi 87. (Samdoria sigraði samanlagt, 2:1.) SKOTLAND Undanúrslit bikarkeppninnar: Motherwell—Celtic.................0:0 Liðin mætast að nýju 9. apríl og sigurvegar- inn leikur við Dundee United eða St Jo- hnstone. Blak 1. deild karla: Þróttur R.-ÍS.....................3-1 Körfuknattleikur Staðan í 1. deild kvenna: Fj. leikja u T Stig Stig fs 15 11 4 812: 669 22 HAUKAR 14 11 3 781: 583 22 iBK 14 10 4 963: 635 20 IR 14 8 6 730: 699 16 KR . 13 2 11 563: 695 4 GRINDAVIK 14 O 14 437: 005 0 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmótið: Vertíðin byrjar KNATTSPYRNUVERTÍÐIN hefst í kvöld. Þá leika Víkingur og Leiknir í Reykjavíkurmótinu, sem ferfram á gervígrasvellin- um í Laugardal. Leikið er í tveimur riðlum, en mótinu lýkur með úrslitaleik þriðjudaginn 14. maí. Sú nýbreytni verður viðhöfð að leikir á virkum dög- um hefjast klukkan 20 en ekki 20.30 eins og verið hefur, en viðureignir um helgar byrja klukkan 17. Reykjavíkurmeistarar KR, Víkingur, Þróttur, Ármann og Leiknir eru í A-riðli, en Fram, Val- ur, Fylkir og ÍR í B-riðli. Efsta liðið í A-riðli mætir liðinu, sem hafnar í öðru sæti í B-riðli, í undanúrslit- um, en efsta lið B-riðils og lið núm- er tvö í A-riðli leika hinn undanúr- slitaleikinn. Sigurvegararnir leika síðan til úrslita. Leikur Víkings og Leiknis hefst klukkan 20 í kvöld, en næstu ieikir verða um helgina..KR og Ármann mætast klukkan 17 á laugardag og ÍR og Fram á sama tíma á sunnu- dag. BORÐTENNIS / HM KNATTSPYRNA / ENGLAND Arsenal eykur viðforskotið ARSEN AL gefur hvergi eftir í baráttunni um enska meistara- titilinn í knattspyrnu. Liðið fékk Aston Villa í heimsókn í gær- kvöldi, vann 5:0 og er með fimm stiga forystu á Liverpool, en bæði eiga sjö leiki eftir. iðherjinn ungi, Kevin Camp- bell, gaf tóninn skömmu fyr- ir hlé og eftirleikurinn var auðveld- ur í seinni hálfleik. Paul Davis sýndi snilldartakta á 55. mínútu og bætti öðru marki við og tvö mörk frá Alan Smith á næstu sex mínútum fylgdu í kjölfarið. Nigei Spink, markvörður Villa, lenti í samstuði við Gampbell eftir 77 mínútur og var borínn af velli en David Platt fór í markið. Hann náði ekki að halda hreinu — Campbell átti síðasta orðið sex mínútum fyrir leikslok. Staða Arsenal er óneitanlega góð og annar meistaratitillinn á þremur árum er í augsýn. Liverpool, sem á titil að veija, tapaði síðustu tveimur leikjum og virðist vera að missa af lestinni, en liðin eiga eftirtalda leiki eftir — í réttri röð: ■ARSENAL: Sheffield Utd. (Ú), Sout- hampton (Ú), Man. City (H), QPR (H), Sunderi. (U), Man. Utd. (H), Coventiy (H). ■ LIVERPOOL: Coventry (H), Leeds (Ú), Norwich (H), Crystal Palace (H), Chelsea (Ú), Nott. Forest (Ú). Tottenham (H). IÞROTTIR / ALÞINGI Nýtt frumvarp um afreksmannasjóð: Spor í rétta átt - segir Ingi Björn, sem hefurtvisvar lagt fram frumvarp á Alþingi um eflingu sjóðsins Eg hef náð ákveðnum áfanga með þessu,“ sagði Ingi Björn Albertsson, alþingismaður og þjálfari Valsliðsins í knattspyrnu, en menntamálaráðlierra hefur skipað hann, Reyni Karlsson, íþróttafulltrúa ríksins; og Svein Björnsson, forseta Iþróttasam- bands íslands, í nefnd sem á að undirbúa leggja fram tillögur fyr- ir næsta þing að nýju frumvarpi um afreksmannasjóð í íþróttum. Ingi Björn hefur undanfarin ár baríst fyrir því að ríkið legði meira fjármagn í afreksmannasjóð, en sjóðurinn hefur ekki haft yfir að ráða miklu fjármagni fram til þessa. Ingi Björn hefur undanfar- in tvö ár lagt fram frumvarp um eflingu afreksmannasjóðs, en frumvörpin hafa ekki náð fram að ganga. „Það er spor í rétta átt að nú sé búið að skipa nefnd til að undirbúa nýtt frumvarp," sagði Ingi Bjöm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.