Morgunblaðið - 04.04.1991, Page 52

Morgunblaðið - 04.04.1991, Page 52
Kaffipokar FIMMTUDAGUR 4. APRÍ1991 YERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Flugmannadeilan; Samkomulag um að fella málið nið- ur í Félagsdómi LOGMENN Vinnuveitendasambands íslands og Félags íslenskra atvinnuflugmanna komust að samkomulagi í gær um að fella nið- ur mál vinnuveitenda gegn FÍA með sátt í Félagsdómi í gær. Við- ræður samninganefnda í kjaradeilunni hófust kl. 14 hjá ríkissátta- semjara og stóðu fram á kvöld. Snúast þær ennþá eingöngu um vinnutímatilhögun á grundvelli tillagna Flugleiða og er talið að enn sé langt í að skrifað verði undir nýjan kjarasamning. Nýr fundur hefur verið boðaður eftir hádegi í dag. Hefur húsnæði ríkissáttasemj- ara verið lokað fréttamönnum á meðan viðræður standa yfir og viðsemjendur veijast allra frétta af gangi samningaviðræðnanna. I þinghaldi Félagsdóms í gær viðurkenndu flugmenn rétt VSI og Flugleiða hf. til að ákveða skip- an samninganefndar og hveijir komi fram fyrir hennar hönd í við- ræðum við FIA. Þá segir í sam- komulaginu, að í ljósi þess að boð- aðri vinnustöðvun var aflýst tveimur dögum áður en hún skyldi Svíar vilja kaupa sægráa kálfa FYRIRSPURN hefur borist frá Svíþjóð um að fá keypta liyrnda sægráa kálfa frá íslandi. Að sögn Ólafs Dýr- mundssonar, landbúnaðar- ráðunautar, hafa ekki áður verið fluttir út nautgripir á fæti. Ólafur sagði það staðreynd að íslenskt búfé væri með ákaflega Qölbreytilega liti, fjölbreytilegri en gerðist ann- ars staðar. „Við erum einskon- ar genabanki í Iitum og reynd- ar fleiri eiginleikum því við höfum haft þessi einangruðu kyn lengi. Þarna er greinilega verið að slægjast eftir ákveðn- um lit,“ sagði Ólafur. Hann sagði að í flestum löndum hefði verið unnið að því mörg undanfarin ár að losna við hornin af nautgripum, mönn- um hafi þótt þægilegi'a að umgangast 'kollótta nautgripi. Nú eigi sú þróun sér stað að menn kjósi fremur fjölbreytni og kunni að meta sérstæða eiginleika húsdýranna. Litla stúlk- *an er látin LITLA stúlkan sem varð fyrir bíl á Vesturlandsvégi við Klé- bergsskóla á Kjalarnesi síðdegis á þriðjudag lést af áverkum sín- um á Borgarspítalanum í gær. Hún var íjögurra ára gömul og búsett á Kjalarnesi. Ekki er unnt að greina frá nafni hennar að svo stöddu. koma til framkvæmda og þar sem samningaviðræður hafi hafist með eðlilegum hætti hafi orðið að sam- komulagi að ljúka málinu með sátt og beri hvor aðili sinn kostnað af málinu. Minni haf- ís en í meðalári I VETUR hefur verið minni haf- ís en í meðal ári hér við land, að sögn Þórs Jakobssonar veður- fræðings. Farið var í iskönnunar- flug í gær og reyndist ísinn þá vera við miðlínu milli Islands og Grænlands. Þór sagði, að vegna hlýinda í sjónum við landið í vetur og aust- lægra átta hafi ísinn verið óvenju langt undan landi. í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar sást, að sjór var farinn að fijósa á stóru svæði utan við 50 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Ekki er þó útiit fyrir að ísinn nálgist land næstu daga, þar sem veðurútlit er hagstætt en spáð er norðaustan kalda er hrekja mun ísinn frá landi. Morgunblaðið/RAX Ný álsteypuvél í álverinu Ný steypuvél sem steypir álið í klumpa sem nefndir eru barrar hefur verið tekin í notkun í álveri ÍSAL í Straumsvík. Áður var hluti fram- leiðslunnar steyptur í álhleifa en barrarnir eru verðmætari og eykur tilkoma nýju steypuvélarinnar framleiðsluverðmæti verksmiðjunnar og hagkvæmni. Til að koma nýju vélinni, sem sést hér á myndinni, fyrir, varð að stækka steypuskála ISAL um 1.800 fermetra. Kostnaður við verkefnið er um 700 milljónir kr. Skuldastaða Stöðvar 2; Munaði hundruð- um millj- óna króna - segirJóhann J. Olafsson JÓHANN J. Ólafsson, stjórnar- formaður í Fjölmiðlun sf., sem keypti mestan hluta hlutafjár í Islenska sjónvarpsfélaginu hf. af Eignarhaldsfélagi Verslunar- bankans, segir að skuldastaða sjónvarpsfélagsins hafi verið nokkur hundruð milljónum kr. verri en gefið hafi verið upp hjá lánasviði Verslunarbankans. Lögmaður Fjölmiðlunar hefur far- ið fram á að dómkvaddir verði mats- menn til að meta hvort lánasvið bankans hafi veitt réttar upplýsingar þegar 250 milljóna kr. hlutafjárkaup aðilanna voru gerð. Að sögn Jóhanns gaf lánasvið Verslunarbankans upp á sínum tíma að það vantaði 500 milljónir kr. til þess að láta íslenska sjónvarpsfélagið standa á núlli, en í ljós hefði komið að nokkur hundruð milljónir kr. hefði vantað upp á. Málið verður tekið fyrir í bæjarþingi Reykjavíkur í dag. Að sögn Einars Sveinssonar, varaformanns stjórnar Eignarhalds- félagsins, var málið rætt á stjórnar- fundi félagsins í gær. „Við ræddum þetta og fengum álit Iögmanns fé- lagsins. Hann mun mæta hjá borgar- fógeta í dag og gera grein fyrir sjón- armiðum Eignarhaldsfélagsins," sagði Einar. Allt stefnir í að kjósa verði milli manna í nýja stjórn Eignarhaldsfé- lags Verslunarbankans á aðalfundi félagsins í dag. Ekki liggur fyrir hvort Haraldur Haraldsson, formað- ur fráfarandi stjórnar, hættir við að gefa kosta á sér til endurkjörs. Sjá nánar Viðskiptablað Bl. Samkomulag í fiskverðsdeilunni í Eyjafirði í burðarliðnum: ÚA býðst til að markaðs- tengja 15% afla togaranna Þetta er upphafið að endalokum verðlagsráðsverðsins, segir varaformaður Sjómannafélags Eyjaíjarðar ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa lagði á fundi í gær fram tilboð til sjómanna á ísfisktogurum félagsins sem felur í sér að verð 15% afl- ans verði tengt markaðsverði hverju sinni, en fyrir 85% aflans býður ÚA að greiða 58 krónur fyrir kílóið af þorski. Þetta verð muni gilda frá deginum í dag, til 1. september næstkomandi. Einnig kemur fram að nefnd sjómanna og forráðamanna ÚA niuni gera könnun á sem flestum þáttum fiskverðsmála þannig að í ljós komi hver staða ÚA er í þeim efnum. Bjartsýni var ríkjandi um að samkomulag næðist um þessar tillögur. „Það er stór áfangi að ná inark- aðstengingunni inn, þetta er upp- hafið að endalokum verðlagsráðs- verðsins. Ég fagna því mjög að við erum komnir inn á þessa braut, við höfum lengi stefnt að þessu,“ sagði Sveinn Kristinsson varaformaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, en í gærkvöld fór kjaranefnd sjómanna yfir tilboðið og er reiknað með að í dag verði ákveðin almennur fundur hjá félags- mönnum þar. sem tilboðið verður lagt fyrir. ■Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri ÚA, sagði eftir fundinn með sjómönnum í gær að menn hefðu reynt að koma málinu í þann farveg sem báðir aðilar gætu sætt sig við. Með tillöguni fyrirtækisins væri reynt að höggva á hnútinn í fisk- verðsdeilunni. í tilboði ÚA felst að fyrir 85% aflans greiði félagið 58 krónur fyrir kílóið af þorski, 35 krónur fyrir kíló- ið af ufsa, 37 krónur fyrir karfa 800 grömm og þar yfir og 25 krónur fyrir minni karfa, þá greiði félagið 53 krónur fyrir kílóið af grálúðu og 75 krónur fyrir ýsu. Verð 15% afl- ans verði tengt markaðsverði hverju sinni og verður þá væntanlega haft til hliðsjónar verð þriggja markaða, á Suðurnesjum, í Hafnarfirði og á Faxamarkaði, en Sveinn lagði á það áherslu að einnig yrði tekið inn í þetta dæmi verð á fiskmarkaðinum á Dalvík. Þetta tilboð gildir frá 4. apríl til 1. september og þá er einnig gert ráð fyrir að sjómenn hjá ÚA og for- ráðamenn fyrirtækisins geri könnun á sem flestum þáttum fiskverðs- mála, svo sem þróun á innlendum og erlendum mörkuðum og því verði sem í gildi er á ýmsum stöðum á landinu með það fyrir augum að fá fram skýrari mynd af stöðu ÚA í þeim málum. Þessari könnun á að vera lokið fyrir 1. júní næstkom- andi. Þá væntir stjórn ÚA þess að þeir sjómenn sem sagt hafa upp störfum ráði sig til starfa hjá félag- inu að nýju. Áhöfnin á Björgvin, togara Út- gerðarfélags Dalvíkinga, tók ekki þátt í aðgerðum sjómanna. Sjómenn- irnir á Björgúlfi, hinum togara fyrir- tækisins, samþykktu í gærkvöldi til- boð útgerðanna og heldur skipið til veiða kl. 10 í dag. Almennur fundur félagsmanna í Sjómannafélagi Eyjafjarðar um mál- ið verður ákveðinn í dag. Sjá einnig fréttir á Ákureyrar- síðu, bls. 30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.