Morgunblaðið - 14.04.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.04.1991, Qupperneq 1
Soldáninn stendur sterkari 2 eítir I0I6WM0B SUNNUDAGUR SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1991 ■ Halidór Jónsson sjðpðstur á Bíidudal liefur siglt á trillu með póst ug vörur um Arnartjörð í 18 ár ug er sá eirfl öér á landi sem pannig ferðast um með pðst sinn. BLAÐ eftir Róbert Schmidt Það er laugardagsmorgunn í febrúar, sól og heiðskírt. Klukkan er að ganga ellefu og fáir á ferli, aðeins einn hundur sem ráfar uin skammt frá félagsheimilinu. Ætlunin er að fara í póstferð með Halldóri Jónssyni, eða Halldóri á Hóli, eins og hann er gjarnan kallaður. Halldór mun vera eini sjópósturinn hér á landi, en hann hefur siglt með póst og daglegar nauðsynjavörur til bænda og búaliðs í Arnarfirði í 18 ár samfleytt, og er enn að þó hann sé orðinn sjötugur að aldri. Eftir fáeinar mínútur kemur bíll og stöðvast við smábátabryggjuna. Hann er mættur á slaginu hálf eins og um var talað daginn áð- ur. Eg hjálpa honum með póstinn og innkaupapokana niður í bát og skömmu síðar er haldið af stað út Arnar- fjörðinn. Æðarfuglinn hefur sig á loft með hröðum vængjaslætti í allar áttir þegar Hrafn BA ristir öld- urnar á leið inn að Langa- nesi. að er hálfgerður ævintýrablær yfir þessu. Ég horfi á kauptúnið, Bíldudal í fjarska, þar sem það stendur undir hrikalegú fjalli. Bárurnar endurkasta sólargeislunum í allar áttir. Nóg er af svartfuglinum, lundar og langvíur sjást í dreifðum hópum. Halldór er inni í stýrishúsi og þar rúmast aðeins einn maður. í stýrishúsinu er allt í röð og reglu. Lítill ílangur spegill er fastur á milli tveggja glugga, þokulúður er skorðaður niður með mjólkur- fernu og neftóbaksdós er við kompásinn. Halldór snýt- ir sér oft á leiðinni og sparar vasaklútinn og notar þess í stað klósettpappír, sem síðan fer út fyrir borðstokk- inn í metratali rétt fyrir ofan mig þar sem ég sit aftast í bátnum á oiíubrúsa. Hann lítur við til að athuga hvort allt sé í lagi hjá mér. Frammí iúkar er svo póst- urinn og allir innkaupapokarnir, 11 talsins. Á dekkinu er lítil eins manns skekta, sem erjæst með keðju og lás, því púkarnir höfðu eitt sinn stolið skektunni. Hrafn BA . Halldór keypti Hrafn BA árið 1974 frá Súganda- firði af Snorra Sturlusyni, sem er núverandi sveit- arstjóri á Suðureyri. Þá hét báturinn Bergleifur, en Halldór gaf honum nafnið_ Hrafn eftir Hrafni Svein- bjarnarsyni á Hrafnseyri. í Sturlungu segir að Hrafn Sveinbjarnarson hafi haldið úti ferju yfir fjörðinn seint á 12. öld, og því vildi Ilalldór nefna bátinn eftir hon- um. Hrafn er mældur 2,044 tonn, en var borðhækkað- ur þegar hann var keyptur til Súgandafjarðar á sínum tíma, þannig að hann er líklega um þijú tonn í dag. Báturinn siglir áfram og aðeins fáeinar mínútur í Langanesið. Halldór segir að Hrafn gangi sex og hálfa mílu, og að hann sé góður sjóbátur. Bóndií 30 ár Halldór er fæddur á Litlueyri 13. september 1930. Þegar hann var átta ára fluttist hann til Bíldudals og vann verkamannavinnu sem unglingur. Rúmlega tví- tugur hóf hann kúabúskap fram á Hóli, skammt frá Bíldudal. SJÁSÍÐU 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.