Morgunblaðið - 14.04.1991, Side 3

Morgunblaðið - 14.04.1991, Side 3
t )^N^.UDAQWt 4.4nftQftÍjftöW91 DC S 3 að skipuleggja og gera áætlanir, reisa hótel, frammámönnum í ferðaþjónustu, einkum í Evrópu, var boðið í kynnisferðir hingað og svo fóru hópar að koma einn af öðrum. En svo kom innrásin í ágúst, og þá hrundi túrismi hér sem annars staðar. Hótel í Muskat fylltust um hríð af Kúveitum sem flýðu hernám Iraka og þó þeir hafi nú verið flutt- ir í aðrar vistarverur og sjáist ekki lengur á hótelunum eru fæstir farn- ir heim. Reynsla af langvarandi veru þeirra hér er ámóta og annars staðar, „þeir falla við kynni“. Þeir eru merkikerti og vilja ekki vinna. Nú fást þeir ekki til að fara heim í elskað föðurland af því þá yrðu þeir annað hvort að lækka lífsstand- ardinn eða taka til hendinni og þeir hvorki kunna það né vilja,“ sagði ómanskur kunningi minn sem vegna starfs síns hafði töluverð afskipti af Kúveitunum meðan þeir bjuggu á hótelunum. Það verður hins vegar ekki um Ómani sagt að þeir dragi af sér við vinnu. Það er allt að gerast og þeir keppast við að gera landið sem fyr- ir tuttugu árum var einhvers staðar í forneskjunni statt, að 21. aldar ríki áður en öldin gengur í garð. Meðal annars hafa þeir sett sér það markmið að verða fyrstir araba til að uppræta ólæsi með öllu. Háskóli tók til starfa í Oman fyrir fimm árum og fyrstu nemend- ur eru að byrja að útskrifast. Þar kennir einn íslendingur, Þórður Theódórsson læknir, og lét vel af þegar ég talaði við hann í síma í gær. Ómanir ætla smám saman að taka öll störf í sínar hendur sem útlendingar vinna núna hvort sem það er púlvinna eða prófessorastöð- ur. Á síðustu árum hafa þeir líka eflt fiskveiðar stórlega. Þeir hafa undanfarna áratugi verið einkum í trillu- og smábátaúgerð og það vantar ekki lífíð og fjörið á mark- aðnum í Muttrah í Muskat þegar bátarnir koma að landi. En þeir vilja koma sér upp djúpsjávarflota og hafa fengið útlendinga til að kenna sér á tæki og veiðarfæri. Kári Johannesson skipstjóri hefur verið hér við það síðustu tæp tvö ár. I landbúnaði er sömu sögu að segja og þá er aðallega leitað til Austurlandaþjóða sem búa við svip- að loftslag og er hér í landi. Mer finnst stundum gæta minni- máttarkenndar hjá Ómönum af því að vera lítið þekktir j heiminum. „Það vita allir hvar írak er eða Saudi-Arabía. Svo eiga Saudar sér ekki langa þjóðarsögu. Við áttum frækna sæfara ekki síðri Portúgöl- um sem sigldu um heimsins höf og sá frægi Sindbad er sagður hafa lagt upp frá Sohar í ferðir sínar. Menning okkar er ekki ómerkari en Jemena. Samt virðast fáir vita hvar í heiminum við erum né heldur að við höfum töluverða sérstöðu innan arabaheimsins." Svona kenndir skilja náttúrlega íslendingar öðrum fremur. Enda gæti þetta farið að breytast. Óman er að koma hægt og sígandi en mjög afgerandi fram á sjónarsviðið. Tryggðu þér lægstu fargjöldin hjá Veröld og taktu forskot á sumarið Skilmálar Síðasta dagsetning á heimflugi er 31. maí. Barnafslátttur 2-12 ára 50%. Lágmarksdvöl er yfir sunnudag og hámark 1 mánuður. nm AM USlílÐIN wm> AUSTURSTRÆTI17 SÍMAR (91)622 011 & 62 22 00 SKEIFUNNI I I VERSLUN SIMI Ó79890 VERKSTÆÐI SIMI 679891 £ SPÍTALASTÍC 8 VIÐ ÓÐINSTORG SÍMI 14661 NU ERU VORHREINGERNINGARNAR AÐ HEFJAST OG TILTEKT í GEYMSLUM FYRSTA VERKIÐ. VIÐ HJÁLPUM TIL OG ÓSKUM EFTIR GÓÐUM OG VEL FÖRNUM REIÐHJOLUM í UMBOÐSSÖLU. Reióhjolaverslunin EINNIG MINNUM VIÐ A NYTT OG FULLKOMIÐ VERKSTÆÐI I SKEIFUNNI 1 1, KJALLARA, FYRIR ÞÁ SEM VIUA KOMA GAMLA HJÓLINU SÍNU í LAG FYRIR SUMARIÐ!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.