Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 5
■ Vilhjálmur Jónsson lætur bráðlega af forstjórastarfi Olíufélagsins hf., en þar hefur hann haldið um stjórnvölinn síðustu 32 árin. Félagið átti ekki fyrir skuldum þegar Vilhjálmur tók við rekstri þess. Á hinn bóginn má full- yrða að hann hafi verið farsæll ístarfi. smáum stíl. Það er auðvitað sjálf- sagt fyrir íslendinga að reyna eins og þeir geta, en í Moskvu er það ein stofnun, Sovétnaftaexport, sem hefur olíuútflutninginn alfarið á sinni hendi og sú stofnun stendur ekki í því að taka á móti saltsíld sem greiðslu fyrir olíu svo dæmi sé tekið. Ef slik vöruskipti ættu að vera framkvæmanleg, þyrftu þau að ganga í gegnum einhvern „centr- al“. Þannig myndum við greiða fyr- ir olíuna með peningum, sem færu inn í sovéska banka. Sovétmenn myndu síðan nota þá peninga til að kaupa vörur frá íslandi." Gleymum oft smæð okkar „Annars verðum við að gera okk- ur grein fyrir því að það er ekki lengur neitt sérstakt keppikefli Sov- étmanna að selja olíu til íslands. Á liðnum árum hafa vissulega verið pólitískar ástæður fyrir góðum samskiptum við ísland, sem statt er hér í Atlantshafinu mitt á milli stói’veldanna. Nú eru komin upp önnur sjónarmið og það er ekki lengur nein hótun við Rússa að segjar við þá að við kaupum ekki lengur af ykkur olíu nema þið kaup- ið af okkur síld og ullarvörur. Þeir eru að framleiða góða olíu, sem þeir geta selt hvar sem er og hve- nær sem er. Þetta eru bara smá- munir, sem við erum að kaupa af þeim miðað við alla þeirra olíufram- leiðslu. Við viljum því miður oft gleyma því hversu smáir og litlir við erum. Við megum heldur ekki gleyma því að saltsíldin telst til lúx- usvarnings í Sovétríkjunum. Þannig að í ljósi þeirra gjaldeyrisþrenginga, sem Sovétmenn eiga nú í, má ætla að kaup á lúxusvöru sé varla ofar- lega í hugum þeirra á sama tíma og þeir hafa varla ofan í þjóðina," segir Vilhjálmur. „Sovétríkin er enn stærsta olíu- framleiðsluland heims þó. því hafi verið spáð að í ár yrði 10 milljóna tonna minnkun á olíuframleiðslu þess og ljóst sé að sú minnkun verð- ur mun meiri. Ennfremur á olíuiðn- aðurinn í Sovétríkjunum við ýmsan vanda að etja. Hann vantar tækni, þekkingu og viðhald, en sú olía sem vitað er um í jörðinni er á mjög óaðgengilegum stöðum. „Sovét- menn hafa verið að reyna að fá vestræn olíufélög í samstarf við sig, en ein ástæða þess að þau eru hik- andi við að leggja í sameiginlegar framkvæmdir er sú óvissa sem rík- ir um framtíð og stjórnskipulag lýð- veldanna í Sovétríkjunum sem nú gera kröfur um yfirráð yfir náttúru- auðlegðunum." Samvinnubankinn átti góða lífsmöguleika — Þú hefur setið í stjórn Sam- vinnubankans frá upphafi. Bankinn hefur nú verið seldur og sameinað- ur Landsbanka íslands. Hvað fannst þér um þá ákvörðun stjórnar SÍS? Kom aldrei til greina að Olíufé- lagið keypti bankann úr því það stendur á svo traustum grunni? „Ég fer ekki dult með það að ég var á móti því að Samvinnubankinn yrði seldur og lagður niður eins og gert var. Ég taldi Samvinnubank- ann eiga góða lífsmöguleika. Ég trúði því að hægt hefði verið að koma þessum málum þannig fyrir að bankinn hefði lifað áfram. Sam- bandið taldi sig þurfa að selja bank- ann og þannig fór það. í landinu eru þó nokkur samvinnufyrirtæki og samvinnumenn og mér hefði ekki fundist það neitt of mikið að þeir héldu áfram að eiga og reka bankann. Að mínum dómi hefði verið hugsanlegt að stofna til sam- taka um kaup á hlut Sambandsins í Samvinnubankanum. Samvinnu- bankinn var góð stofnun og rekstur hans gekk vel. Ég hef þá trú að hægt sé í mörgum tilfellum að reka með góðum árangri fyrirtæki þó þau séu ekkert sérstaklega stór. Nú hefur komið á daginn að spari- sjóðirnir í landinu hafa notið góðs af sameiningu Landsbanka og Sam- vinnubanka. Á þessum tíma var jafnframt verið að sameina fjóra banka, yerslunarbanka, Iðnaðar- banka, Útvegsbanka og Alþýðu- banka, og það er ljóst að ekki voru allir viðskiptamenn þeirra á eitt sáttir um ágæti þess. Sparisjóðirnir hafa notið góðs af þeirri sameiningu einnig. Ef Samvinnubankinn hefði fengið að lifa, þá hefði hann notið þess góðæris að einhverju leyti,“ segir Vilhjálmur. — Er samkeppni við önnur olíu- félög hér vinsamleg? „Hún er náttúrulega eins og hver önnur samkeppni. Menn eru jú allir að reyna að vinna fyrir sín fyrir- tæki og reyna að ná sem lengst með þau. Að því leytinu hljóta hags- munirnir alltaf að rekast á. En við höfum reynt að hafa samkeppnina lausa við illindi. Á hinn bóginn hafa olíufélögin þurft að hafa með sér ákveðið samstarf, sér í lagi á meðan mestöll olíuviðskipti voru við Sov- étríkin. Félögin eru öll að versla með vöru, sem háð er leyfisveiting- um og verðlagsákvæðum og það hefur að vissu leyti ýtt félögunum saman. Jafnframt hafa olíufélögin þurft að flytja inn olíufarma sam- eiginlega auk þess sem þau hafa þurft að gera sameiginlegar áætl- anir um þarfir landsmanna. En eins og gengur er auðvitað slegist um hvern kúnna.“ — Hafðir þú hönd í bagga. með ráðningu eftirmanns þíns? „Það var stjórn Olíufélagsins sem ákvað eftirmann minn, en auðvitað er það ekkert leyndarmál að ég var mjög sáttur við að Geir Magnússon yrði ráðinn sem eftirmaður minn. Ég hef þekkt hann lengi og hann hefur komið mér svo fyrir sjónir að hann hafi staðið sig vel í því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Hann rak Samvinnubankann vel og mér fínnst hann hafa alla burði til þess að geta stjórnað Olíufélaginu farsællega.“ — En hvað verður svo um þig, Vilhjálmur. Varla geturðu hugsað þér að setjast í helgan stein. Verð- urðu kannski eitthvað á vappi hér á göngunum? „Ég geri ekki ráð fyrir því. Þeg- ’ ar maður ákveður að hætta, þá verður maður að hætta. Hinsvegar ef heilsan er í góðu lagi og þróttur- inn á sínum stað, er nauðsynlegt að dútla við eitthvað og vafalaust finn ég mér einhveija afþreyingu. Ég er lögmaður frá gamalli tíð með hæstaréttarlögmannsréttindi og hver veit nema það gefí einhverja möguleika." — Þú ert sem sagt ekki að hætta að vinna? „Nei ... sko ... ég held að menn megi það ekki ef þeir ætla sér á annað borð að lifa sæmilega heil- brigðu og andlegu lífi.“ — Ein spurning að lokum. Þú ert kominn á áttræðisaldur. Hvern- ig ferðu að því að halda þér svona unglegum? „Ég hef alltaf verið töluvert gef- inn fyrir göngutúra, en frá því í haust get ég varla sagt að ég hafi stundað þá af kappi. Ég ákvað í haust að fara í líkamsrækt í þar til gerðri líkamsræktarstöð hér í borg og þar er ég þrisvar í viku. Það gerir mér mjög gott. Maður byijar í upphitun á þrekhjóli í einar fimmt- án mínútur og síðan tekur hvert tækið við af öðru. Menn eru aldrei of gamlir til að fara í líkamsrækt," segir Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíufélagsins um leið og hann lýsir því fyrir mér hvernig æfingarnar ganga fyrir sig. FRAMBOÐSLISTI FRJÁLSLYNDRA, F-LISTINN, í REYKJAVÍK 1. Guðrún Jónsdóttir, arkitekt 19. 2. Guðmundur Ágústsson, alþingismaður 20. 3. Sigurður Rúnar Magnússon, hafnarverkam. 21. 4. Hafsteinn Helgason, verkfræðingur 22. 5. Eiísabet Kristjánsdóttir, forstöðukona 23. 6. Ragnheiður G. Haraldsdóttir, fóstra 24. 7. Björn Einarsson, fulltrúi 25. 8. Friðrik Ragnarsson, hafnarverkamaður 26. 9. Jón Kjartansson frá Pálmholti, rithöfundur 27. 10. Hrefna Kr. Sigurðardóttir, skrifstofumaður 28. 11. Kristmundur Sörlason, iðnrekandi 29. 12. Lárus Már Björnsson, þjóðfélagsfræðingur 30. 13. Jón K. Guðbergsson, fulltrúi 31. 14. Emilía Ágústsdóttir, fulltrúi 32. 15. Halldóra Baldursdóttir, húsmóðir 33. 16. Aðalsteinn Bernhardsson, lögreglumaður 34. 17. Júlíanna Viggósdóttir, húsmóðir . 35. 18. Hlynur Guðmundsson, tækniskólanemi 36. Harpa Karlsdóttir, bankaritari Þorgrímur Sigurðsson, vagnstjóri Guðbjörg Maríasdóttir, skrifstofumaður Frímann Ægir Frímannsson, prentari Ingibjörg Björnsdóttir, gæslukona Ævar Agnarsson, sjómaður Eva Aðalheiður Hovland, flokkstjóri Gylfi Þór Sigurðsson, leigubifreiðarstjóri Anna Benediktsdóttir, húsmóðir Berglind Garðarsdóttir, fóstrunemi Margrét Ásgeirsdóttir, skrifstofumaður Guðrún Flosadóttir, húsmóðir Svanfríður A. Lárusdóttir, skrifstofumaður Ólafur Guðmundsson, verkamaður Sigríður J. Sigurðardóttir, húsmóðir Sigfús Björnsson, prófessor Guðmundur Finnbogason, verkstjóri Hulda Jensdóttir, Ijósmóðir fyrir fólk FRJALSLYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.