Morgunblaðið - 14.04.1991, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 14.04.1991, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐÍÐ’ SUNNTJDAGURT4.' APRÍL' 1991 C T um 30.000 skæruliðum að skipa. Aðrir flokkar Kúrda eru miklu minni. Sá þriðji helzti, Sósíalista- flokkur Kúrdistans í írak (KSPI), er undir forystu Rasoul Manend og lög- fræðingsins Mahmoud Othman og fylgir harðari þjóðernisstefnu en PUK. Pjórði flokkurinn, Alþýðulýð- ræðisflokkur Kúrdistans (KPDP), er aðallega verkfæri þekkts þjóðernis- sinna, Sami Abdurrahman, sem reyndi að ná völdunum í KDP af Barzani-feðgum. í íran njóta Kúrdar réttinda í menningarmálum, en lítið ber á bar- áttu þeirra þar. íranski byltingar- vörðurinn hefur bælt niður tilraunir Kúrda í íran til að öðlast sjálfstjóm síðan í byltingunni 1979. Breytingar í Tyrklandi í Tyrklandi hafa Kúrdar lengi barizt fyrir sjálfstjórn í suðaustur- hlutanum. Tyrkneskir Kúrdar em fjórðungur landsmanna, en hafa sætt misrétti og jafnvel kúgun og eru ekki viðurkenndir opinberlega sem þjóð. í tæplega 70 ára sögu tyrkneska lýðveldisins háfa herlög verið í gildi í 46 ár. Samkvæmt sérstökum lögum frá 1983 má halda Kúrdum í einangr- un í 30 daga óg pyntingar em al- gengar. Refsivert er að tala eða skrifa á kúrdísku eða hlusta á kúr- díska tónlist. Á síðustu 10 árum hafa 670.000 Kúrdar verið hand- teknir í Tyrklandi. Turgut Ozal forseti hefur tekið upp ftjálslyndari stefnu á síðustu mánuðum. Lagt hefur verið fram frumvarp á þingi um að kúrdíska ' verði leyfð. Leiðtogi Kúrdíska verka- mannaflokksins (PKK), Abdullah Ocalan, virðist ekki lengur krefjast sjálfstæðis alls Kúrdistans, aðeins sjálfstjórnar. Ocalan óttast. einangr- un, enda er PKK fámennur flokkur. Hann aðhyllist marxisma og er eini flokkur Kúrda, sem hefur verið viðr- 'iðinn hryðjuverk. Ozal forseti virðist einnig hafa sætt sig við að Kúrdar í írak fái sjálf- stjórn. Hann reynir að tryggja Tyrkj- um aðild að Evrópubandalaginu og honum mun hafa verið ráðlagt. að styðja pólitískar umbætur og breyta stefnunni gagnvart Kúrdum. Hermt er að Ozal teljí skárra að Kúrdar í Irak fái sjálfstjórn en að áhrif írana og Sýrlendinga aukist og landið liðist í sundur. Hann mun því vilja að Bush forseti hjálpi Kúrd- um í Irak. Ozal er sagður hafa óttazt að Kúrdar geti fyllzt svo miklu von- leysi að hugmyndinni um sjálfstætt Kúrdistan aukist fylgi. reisn hófst með stuðningi írana, ísra- elsmanna og Bandaríkjamanna, sem vildu veikja Iraka vegna stuðnings þeirra við Sovétríkin. Uppreisnin var svo alvarleg að í marz 1975 komst Saddam að sam- komulagi við íranskeisara. íranar hættu að styðja Barzani og gengið var að kröfum þeirra um smábreyt- ingar á landamærunum við Shatt al-Arab. Henry Kissinger, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti þátt í því að þetta samkomulag var gert. Uppreisnin fór út um þúfur og Barzani eldri flúði til írans og síðan til Bandaríkjanna. Hann lézt 1979. Massoud Barzani tók upp merki föður síns eftir að styijöld Iraka og írana brauzt út 1980. Stjórn Sadd- ams greip til harkalegra ráða gegn Kúrdum í stríðinu. Efnavopnum var beitt gegn kúrdískum borgurum, þorp vorujöfnuð við jörðu ogþúsund- ir Kúrda voru neyddir til að flýja til nýrra heimkynna. Um miðjan ára- tuginn reyndi Saddam að komast að samkomulagi við flokk Talabani, PUK, en án árangurs. Árásin á Halabja í lok stríðsins myrtu írakar um 5.000 karla, konur og. börn í eitur- gasárás á bæinn Halabja til þess að refsa Kúrdum, sem höfðu tekið af- stöðu með írönum í stríðinu. Fjöl- mennt lierlið var sent gegn vígjum kúrdískra uppreisnarmanna þegar samið hafði verið um vopnahlé við írana í ágúst 1988. Rúmlega 3.000 þorp í fjöllunum voni jöfnuð við jörðu og að minnsta kosti 300.000 íbúar þeirra flæmdir burtu. Minnst 60.000 íraskir Kúrdar leituðu hælis í Suðaustur-Tyrklandi. Nokkrir sneru aftur til íraks þegar heitið var náðun, aðrir fóru til írans og um 27.000 dveljast enn í flótta- mannabúðum í Tyrklandi. Ári áður en stríðinu lauk ákváðu kúrdísk stjórnmálasamtök í írak að hætta innbyrðis átökum og mynda heildarsamtökin „íraska Kúrdistan- fýlkingin". Massoud Barzani og Jalal Talabani eru forsetar hreyfingarinn- ar. Massoud fer lítið frá aðalstöðvum sínum í tjöllunum og hefur fleiri og betri hermenn en Talabani. Talabani er fyrrverandi lögfræðingur, tæplega sextugur að aldri og hefur dvalizt til skiptis í Damaskus og London. Ættflokkar ráða enn miklu í flokki Massouds, KDP, sem er enn öflug- asti flokkur Kúrda. Flokkur Talaban- is, PUK, vár upphaflega hópur vinstrisinnaðra borgarbúa, en mun- urinn á honum og KDP er minni en áður. Flokkarnir hafa til samans á flótta og stjórnar- herinn veitti þeim eftir- för eftir fall Sulaimani- ya, eins síð- asta vígis þeirra - þar sem uppreisnin hófst. Skæruliðar segjast enn veita viðnám og vona að barátta þeirra verði ekki til einskis. Andstæðingar Saddams hafa heitið Kúrdum sjálfstjórn og ef lýðræðis- sinnar komast tii valda í Bagdad verður kannski talið óhjákvæmilegt að veita Kúrdum einhverja sjálf- stjórn. Sundruð þjóð Tugþúsundir kúrdískra skæruliða - peshmergas - hafa barizt í fjöllun- um árum og áratugum saman með dyggum stuðningi flestra íbúa Kúrdahéraðanna. Þúsundir þorpa hafa verið jöfnuð við jörðu án þess að stjórnin í Bagdad hafi megnað að bijóta mótspyrnuna algerlega á bak aftur. Heimkynni Kúrda á svæðinu milli landamæra Sovétríkjanna og olíu- ríkjanna við Persaflóa hafa mikla hernaðarþýðingu. Þar hafa þeir búið frá því áður en Evrópa byggðist og tunga þeirra er indó-evrópsk, en flestir þeirra eru súnnízkir múha- meðstrúannenn. Þótt þeir séu 20-25 milljónir hafa þeir aldrei fengið full- veldi eða sjálfstjóm eins og miklu fámennari þjóðir. Áður en þjóðríki komu til sögunn- ar réðu Kúrdar málum sínum að miklu leyti sjálfir. Voldugir nágrannj ar, Tyrkir og Persar, þrengdu að þeim og skiptu Kúrdistan á milli sín, Nú eru Kúrdar sundrað og kúgað v þjóðarbrot í nokkrum löndum - aðal-' lega í írak (4-5 milljónir eða 20-25% íbúanna), íran (5 milljónir) og Tyrk- landi (10-12 milljónir), en einnig.í Sýrlandi (600.000) og Sovétríkjunum (300.000). Þjóðimar, sem undiroka Kúrda, ■ hafa engar breytingar viljað á rikj- andi skipulagi og Kúrdar hafa verið fangár þess. Þótt þeir búi í ánauð í ýmsum löndum hafa þeir varðveitt menningartengsl sín og aldrei gefið upp vonina um að sameinast. Yfir- leitt hafa þeir þó háð þjóðernisbar- áttu sína innan ramma þess stjórn- skipulags sem þeir búa við. Nú orðið er takmark þeirra sjálfstjórn fremur en algert sjálfstæði. Þannig virðast margir Kúrdar hafa neyðzt til að viðurkenna að kröfur þeirra um sjálfsákvörðunarrétt séu draumórar. „Pólitísk markmið verða að byggjast á raunsæi," sagði einn helzti leiðtogi þeirra, Jalal Talabani, í vetur. „Við viljum ekki verða eins og Palestínu- menn og fara fram á það sem er ekki framkvæmanlegt. Ef lýðræðis- leg stjórn væri við völd í Irak mund- um við sætta okkur við að vera írak- ar.“ Ríkisstjórnir Miðausturlanda hafa átt erfitt með að samþykkja að Kúrd- ar fái að ráða málum sínum sjálfir. Þar til borgir fóru að stækka fyrir um tveimur áratugum voru þeir frumstæðir og á ættflokkastigi, en nú virðast sumir stuðningsmenn þeirra á Vesturlöndum telja að frels- isbaráttan hafi gert þá að frumheij- um lýðræðis í Miðausturlöndum. Málefni þeirra hafa alls staðar verið vanrækt og litið hefur verið á þá sem undirróðursafl. Þeir búa við slæm lífsskilyrði, en hafa þó notið góðs af eflingu olíuiðnaðar í Irak. Það hefur háð Kúrdum að þeir hafa enga trausta bandamenn átt í utanríkismálum. Þar sem Vestur- veldin hafa reynt að halda Sovétríkj- unum í skefjum í Miðausturlöndum síðan 1917 hafa þau myndað ýmis bandalög þar með þátttöku Tyrkja og stundum íraka og írana - þeirra þjóða sem reyna að halda Kúrdum ■ niðri. Vesturveldin hafa litið á vanda- mál Kúrda sem innanlandsmál við- ■ kómandi bandamanna. Bezta tækifærið fCúrdar hafa aldrei fengið jafngott •tækifæri til að lýsa yfir sjálfstæði óg éftir fyrri heimsstyijöldina, þegar Bretar og Frakkar skiptu Tyrkja- ;véldi. Eðlilegt var talið að Kúrdar fengju sjálfstæði eins og Irakar, Sýr- lendingar og fleiri þjóðir, en tækifær- ið rann þeim úr greipum. Kúrdistan hlaut sjálfstjórn sam- kvæmt samningnum í Sevres 1920. Réttur Kúrda til að stofna sjálfstætt ríki á svæði því sem nú er Austur- Tyrkland var viðurkenndur og olíu- auðug héruð byggð Kúrdum, Kirkuk og Mosul, áttu að verða hluti af nýju Kúrd- istan. En endurskipu- lagður her Tyrkja náði hér- uðum Kúrda á sitt vald 1922. Þjóð- ernissinnar komust til valda í Tyrkl- andi undir forystu Kemals Atatrks og Tyrkir höfnuðu Sevres-sáttmálan- um. Fyrirætlanir um sjálfstjóm eða sjálfstæði Kúrda urðu að engu og í Lausanne-samningnum 1923 _var ekki minnzt á réttindi þeirra. Árið 1925 innlimuðu Bretar Kirkuk og Mosul í nýtt ríki araba - írak. Kúrdar lögðu þó ekki árar í bát og nær stöðugar uppreisnir þeirra hófust. Þær hafa verið þrálátastar í Irak, þar sem brezki flugherinn tók þátt í að bæla þær niður í fyrstu. Engin uppreisn Kúrda hefur orðið ríkisstjórn að falli í írak, en mis- heppnaðar tilraunir til að sigra upp- reisnarmenn áttu þátt í falli nokk- urra ríkisstjórna áður en flokkur baathista komst til valda 1968. Aðeins einu sinni hafa Kúrdar unnið sigur í baráttu sinni, en sigur- inn var skammlífur. Einu ári eftir stðari heimsstyijöldina lýsti skæru- liðaforinginn Mustafa Barzani yflr stofnun Kúrdalýðveldis á svæðinu umhverfis borgina Mahabad í Norð- ur-íran með stuðningi sovézkra her- sveita, en það varð aðeins nokkurra vikna gamalt. Uppreisnunum var haldið áfram og Barzani lýsti aftur yfir sjálfstæði 1961. Innbyrðis átök Síðan hafa skipzt á bardagar og viðræður og við hafa bætzt innbyrð- is átök Kúrda. Aðallega hafa átzt við tvær höfuðfylkingar - Kúrdíski lýðræðisflokkurinn (KDP), sem Barzani stofnaði 1946 og sonur hans Massoud stjórnar nú, og Föðurlands- fylking Kúrdistans (PUK), sem klauf sig úr KDP löngu síðar og er undir forystu Jalals Talabani. Arið 1970 bauð stjórnin í Bagdad Kúrdurn samning um sjálfstjórn. Samkvæmt honum áttu þeir að fá þátttöku i ríkisstjórn, kúrdíska átti að verða opinbert tungumál ásamt arabísku og kúrdískir embættismenn áttu að fara með stjórnina á svæðum sem voru byggð Kúrdum. Fjórum árum síðar rann út frest- ur, sem var tilgreindur í samningn- um. Saddam Hussein, sem þá var varaforseti, lýsti yfir sjálfstjórn Kúrdahéraðanna og einn flokkur Kúrda, Kúrdíski byltingarflokkurinn, gekk að skilyrðum' hans. Barzani neitaði að ganga að þeim og ný upp-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.