Morgunblaðið - 14.04.1991, Page 8

Morgunblaðið - 14.04.1991, Page 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1991 ■ SIDFRÆÐIÆr heilladrjúgt hugarfar í Hávamálum? AUirern rílur, hvefátækir sem þeireru yiNUR skal maður vinur vera. Vits er þörf þeim er víða ratar. Ósnotur hyggur sér alla vera viðhlæjendur vini. Maður er manns gaman. Ár skal rísa. Hálfur er auður und hvötum. Þjóð veit er þrír eru. Orðstír deyr aldregi þeim er góðan getur. Oft er gott það er gamlir kveða. Betra er óbeðið en sé ofblótið ... Yiskubrunnur Hávamála er djúpur. Löngum hafa menn sótt sér spekiyrðingar ofan í hann, til að fegra mál sitt eða styðja. Maðurinn er nefnilega siðferðileg vera frá náttú- runnar hendi og Hávamál eru sið- fræði. Lestur þeirravekur okkur til umhugsunar um eigið siðferði og lífsviðhorf. En viðhorf sérhvers manns til lífsins, sjálfs sín og annarra ræður eigin- lega andlegri líðan manna. Ég ætla að staldra við tvö erindi Hávamála, en þau snúast um dyggðir og skynsamlegt viðhorf til lífsins: 1. Bú er betra þótt lítið sé, halur er heima hver. Þótt tvær geitur eigi og taugreftan sal það er þó betra en bæn. 2. Bú er betra þótt lítið sé, halur er heima hver. Blóðugt er hjarta þeim er biðja skal sér í mál hvert matar. Hvaða lærdóm má draga af þess- um tveimur erindum? Lítið er betra en ekkert, „bú e’r betra þótt lítið sé“. Lítið land er betra en ekkert. Það er betra að stjórna landinu sjálf en að vera undir járnhæl erlendra konunga sett. Lifandi atvinnuvegir eru betri en atvinnuleysi fjöldans. Hlý hús eru betri en köld. Þak yfir höfuðið er betra en svefnstaður undir berum himni. Allt er betra en að fara bónbjargarleið, eða að þurfa að leita hjálpar annarra þjóða. Við eigum að njóta þess sem við eigum og hlúa að því, efla og styðja. Það er nefnilega blóðugt að þurfa að betla mat og þiggja matarsend- ingar frá öðrum þjóðum. Heilladijúgt hugarfar Höfundur Hávamála þráir að kenna þjóð sinni að njóta. Það er mikið böl að kunna ekki að njóta þess sem maður á og leyfa vanþakklætinu að vaxa í hjartanu. Erindin minna fólk á eigið ríkidæmi. Allir eru ríkir hversu lítið sem þeir eiga. Heilladijúgt hugarfar felst í því að meta hið litla mikils. Sá sem hættir að vera ánægður með sjálfan sig, þegar hann sér að grasið í garði nágrannans er grænna, er með röng gleraugu á nefinu. Hann sér heiminn í röngu ljósi. Heilladijúgt hugarfar felur eftirfarandi í sér: Ég er ríkur. Ég er þakklátur fyrir það sem ég á og ég ætla að njóta þess á meðan ég get. Ég á sjálfan mig og það sem ég hef öðlast í lífinu er sem lán. Ég er þakklátur á meðan ég hef það, en ég mun ekki brotna þó ég missi það. Ekkert getur eyðilagt ánægju mína og þó nágranni minn eigi meira en ég þá skiptir það mig engu máli. Það er ekki einu sinni víst að hann sé ánægður sjálfur. Ef til vill miðar hann sig við einhvern annan, sem á meira en hann og svo koll af kolli. Andstætt viðhorf er ekki heillavænlegt, því það leiðir til óánægju. Óheilla viðhorf felur í sér að viðkomandi kunni ekki að njóta þess sem hann hefur. Hann er ekki þakklátur fyrir starf sitt né að geta fætt sig og klætt. Hann hugsar: Ég er fátækur. Ég á minna en margir aðrir, t.a.m. ódýrari bíl. Nágranni minn býr betur. Hann hefur hærri laun og getur leyft sér eftir Gunnar Hersvein 15.APRÍL opnar ný Landsbankaafgreiðsla á Selfossi í framlialdi af kaupum Landsbankans á Samvinnu- bankanum hefur útíbúi Samvinnubankans við Tryggvatorg verið breytt í Landsbankaafgreiðslu sem mun opna formlega þann 15- apríl. Landsbankinn býður viðskiptavini velkomna og óskar starfsfólki velfamaðar undir nýju merki. Afgreiðslutími afgreiðslunnar við Tryggvatorg er alla virka daga ífá kl. 9:15 -16:00. Síminn er 98-22177. Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna L l r»»w,r.a w *_5T5Æmj.aii-a. UIVIHVERFISMÁL //; ■«<) komfyrir Aralvatn? Mannleg mistök ARALVATN var einu sinni 4. stærsta stöðuvatn á jörðinni — mældist 41 þúsund ferkílómetri að stærð árið 1960 eða um það bil 'h af allri stærð íslands. Nú er það aðeins 17 þúsund ferkílómetrar og lífríki þess úr sögunni. Vatnið gæti horfið fyrir fullt og allt innan 30 ára ef ekki verður að gert. Svo afdrifaríkar breytingar á náttúrulegum stað- háttum af mannavöldum hafa aldrei orðið áður og margir líkja þessu umhverfisslysi við slysið mikla sem varð í kjarnorkuverinu í Cherno- byl um árið. Upphaf þessa má rekja til stjórnartilskipana frá Moskvu árið 1918 þegar ráðamenn vildu bæta þjóðarhag með stórfelldum fram- kvæmdum án þess að hugsa fyrir afleiðingunum í ríki náttúrunnar og hvaða áhrif þær kynnu að hafa á mannlíf í kring þegar til lengri tíma væri litið. Umhverfisvernd hefur lítið verið til umræðu í Sovétríkjunum fram til þess en breytingar hafa orðið nú á síðustu tímum „glasnost". Nú má tala og þá koma staðreyndir í ljós. aðalatvinnuvegur í þéttbýlinu við ströndina. Nú er ördeyða i vatninu og útgerð úr sögunni. Vegna þess hve vatnið hefur skroppið saman liggja fiskiskip langt uppi á þurru landi á saltri sandsléttunni þar sem þau fá að grotna og ryðga. Ibúarnir í borginní Muynak sem var ein aðal hafnarborgin á bökkum Aralvat-ns fyrir 25 árum byggðu afkomuna á útgerð. Nú er Muynak 30 km frá vatninu á skrælþurru landi. í borg- inni er að vísu enn unnið í fiskverkun- arstöðvunum sem þar voru fyrir en fiskurinn er fluttur þangað frystur með jámþrautum frá Murmansk við Barentshaf 2.800 km leið! Fiskvinnsl- an er rekin sem arðlaus atvinnubóta- vinna og alls óvíst um framhaldið. Jarðvegur á svæðinu öllu er afar saltheldinn og erfiður til ræktunar. Á síðustu árum hefur veðrátta breyst þama til muna. Áður skiptust á kyrr- ur og vindar. Nú blása þama hvass- ir vindar allan ársins hring, þyrla upp saltrykinu í vit manna svo veld- ur sjúkdómum í hálsi, augum og öndunarfærum. Þarna er mestur barnadauði í Sovétríkjunum. Og ekki er ástandið á bómullarekr- unum par gott heldur. Skordýraeitri hefur verið dreift á akrana ótæpilega og ekki hugað að afleiðingunum. Akurlendin eru því óhæf til kom- ræktar eða annarrar matvælafram- leiðslu. Og drykkjarvantið er svo mengað að eiturefna er farið að gæta í bijóstamjólk kvenna. Málið er umfangsmikið og ekki hægt að gera því skil í stuttum pistli. Því skal látið staðar numið. Rétt er Aralvatn er í Mið-Asíuhluta Sov- étríkjanna á svæðinu í kring um 45. breiddargráðu (á svipaðri breiddargráðu og löndin við norðan- vert Miðjarðarhaf). Vitað er að á áranum 1926-1960 runnu 55 kúbikk- ílómetrar af vatni úr ánum Syr og Amur í vatnið ár- lega en þær ár eiga upptök í fjöllunum í suðri, Pamir og Tian Shan. Frá- rennsli úr vatninu hefur aldrei verið neitt en hins vegar ríkti gott jafnvægi milli aðrennslis og uppgufunar. Nú flytja þessar ár ekki dropa í vatnið og afleiðingarnar eru eftir því. Ákvörðun stjómvalda árið 1918 var í því fólgin að veita vatninu úr þess- um tveim stórfljótum í gríðarmikla áveituskurði því breyta átti þurri eyðimörkinni á svæðinu í bómullar- akra. Rússar vildu vera sjálfum sér nógir um bómull og bómull átti líka að verða útflutningsvara. Stærsti áveituskurðurinn er sá sem kenndur er við Kara Kum og er 1.360 km að lengd en út frá stóra skurðunum era minni áveituskurðir eins og þétt- riðið net. Þar með voru örlög Aralvatns ráð- in. Nú er talið að þessar ráðstafanír hafi áhrif á afkomu 35 milljóna manna á einn eða annan hátt. Þeir sem bjuggu í næsta nágrenni vatns- ins urðu auðvitað verst úti. í vatninu voru fengsæl fiskimið. Þar voru 24 nýtanlegar físktegundir. Útgerð var eftir Huldu Valtýsdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.