Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 10
10 r c
MORGUNBLAÐIÐ
MAIMNLÍFSSTRAUMAR
SUNNUDAGUR 14. APRIL 1991
S\lÓ\*ATfíÁ\*/Ernóglýdrœdi ogvalddreifinginnan skólanna?
VALDDREIFING
Aárum áður voru skólastjórar
hart nær einráðir um stjórn
skóla sinna innan ramma laga og
fjárhagsáætlana. Þeir sátu því líka
uppi með ærinn starfa í dreifðum
málum sem nú
eru komin meir á
annarra hendur
innan skólans. Því
ætti að gefast
meiri tími til skip-
ulags- og mótun-
armála
eftir Gylfa Á síðari árum
Pólsson hafa æ fleiri kom-
ið til hinna ýmsu starfa í skólun-
um. Þegar skóli hefur náð ákveð-
inni stærð er heimilt að ráða að
honum yfirkennara sem er eins
konar verkstjóri kennarahópsins
en jafnframt samverkamaður skól-
astjóra í stjórnunarstörf-um og
staðgengill.
Kennarafundir hafa löngum tíðk-
ast og skylt að halda kennarafund
a.m.k. einu sinni í mánuði. í mörg-
um skólum er kennarafundur á
stundarskrá einu sinni í viku og
stendur þá aðeins jafnlengd einnar
kennslustundar. Það hefur reynst
mjög vel. Þá geta skólastjórnendur
kynnt kennurum það sem er á
döfinni hveiju sinni, mál safnast
ekki upp og hægara að greiða úr
ágreiningi ef einhver er. Kennarar
geta og komið sínum málum á
framfæri jafnóðum. Reglulegir
kennarafundir auka ótvírætt lýð-
ræði á vinnustað.
Fulltrúar úr foreldraráði eiga
rétt á setu á kennarafundum og
hafa þar málfrelsi. Það eykur
skilning foreldra á skólastarfinu
og þeim vandamálum sem oft er
við áð glíma.
Ánægðari kennari, betri kennsla, aukinn námsárangur.
I
Kosningafundur
í Vestmannaeyjum
Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins,
efnir til almenns stjórnmálafundar f
Samkomuhúsinu mánudaginn 15. apríl.
Fundurinn hefst kl. 20:30.
Fundarstjóri og ávarp: Arni Johnsen.
Allir velkomnir.
Davlð Þorsteinn
Davfð Oddsson og Þorsteinn Pálsson
flytja ræður.
FRELSI OG
MANNÚÐ
Árið 1976 var gefin út reglu-
gerð um kennararáð. í skólum sem
eiga rétt á átta fastráðnum kenn-
urum skal starfa þriggja manna
kennararáð. Því er ætlað að vera
skólastjórninni eins konar ráðgef-
andi aðili en er jafnframt fram-
varðarsveit kennaraliðsins. Það er
mjög hagstætt fyrir skólastjórnina
að reifa meiri háttar mál fyrst við
kennararáðið og þreifa með því
fyrir sér um vilja kennara áður
en þau eru lögð fyrir almennan
kennarafund. Málið fær þá tvær
aðskildar umræður hjá réttum
aðilum. Fulltrúar úr nemendaráði
hafa rétt til setu á kennararáðs-
fundum.
Fyrir tveimur árum voru stofn-
uð embætti árgangastjóra og svo-
nefndra fagstjóra í hveijum
grunnskóla. Heimilt er að nota
sem nemur tveimur stundum á
hvern nemanda til þessara starfa.
Það ræðst venjulega af stærð skóla
hvort tímunum er varið til árgang-
astjórnar eða umsjónar með ein-
stökum námsgreinum. í stærri
skólum þar sem margir kenna
sömu námsgrein er mikill kostur
að geta falið einum kennara að
hafa umsjón með greininni, sam-
ræma kennsluna, kynna nýjungar
og bæta kennsluhætti.
í minni skólum þar sem e.t.v.
2-3 kennarar kenna sömu náms-
grein er ekki eins mikil þörf á
formlegu samstarfi. Þar er því
árgangastjóraformið valið og gæti
hlutverk árgangastjóra verið sem
hér segir:
a) Að samhæfa störf umsjónar-
kennara.
b) Að fylgjast með skólasókn nem-
enda og færslu bekkjaskráa.
c) Að gera ráðstafanir vegna sér-
þarfa nemenda í samráði við um-
sjónarmann stuðningskennslu og
sálfræðing skólans.
d) Að undirbúa foreldrafundi og
efla foreldratengsl.
e) Að hafa umsjón með félagslífi
nemenda.
Árgangastjórar hittast tvisvar í
mánuði og skipuleggja verkefni
sem fyrir liggja.
Árgangastjórar halda fund með
umsjónarkennurum einu sinni í
mánuði og fund með öllum náms-
greinakennurum í hveijum ár-
gangi a.m.k. tvisvar á önn.
Þá hefur hver grunnskóli fengið
til ráðstöfunar tíma til handa leið-
sögukennara sem hefur það hlut-
verk að leiðbeina nýliðum í kenn-
arahópnum. Þessi leiðsögn féll
yfirleitt í hlut skólastjórnenda eða
kennara í greininni og var hrein
viðbót þótt hver hefði nóg með sitt.
Þá ber þess að geta að heimilt
er að ætla ákveðnum kennara tíma
til að skipuleggja og hafa umsjón
með sérkennslu í hveijum skóla
og gerir það kennsluna mun skil-
virkari.
Af framangreindu má ráða að
ýmislegt hefur stefnt upp á við í
skólunum undanfarin ár þrátt fyr-
ir landlægan bölmóð og ber að
fagna hveiju því sem bætir kenn-
arastarfið og eykur þar með sjálf-
stæði og frumkvæði kennara og
eflir sjálfsvirðiiiguKþeirra. go bnu