Morgunblaðið - 14.04.1991, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
AFMÆLI
SUNNUDAGÚR 14. APRÍL 1991
C 11
Afmæliskveðja:
Jóhannes Jóhanns-
son frá Goddastöðum
Jóhannes Jóhannsson stórfrændi
minn frá Goddastöðum í Laxárdal
á afmæli í dag og telur nú 90 ár
að líta baka til. Ekki kann ég skil
á hversu mörg hjartaslög eru í 90
árum, en sannarlega siær hjarta
Jóhannesar örugglega, sem betur
fer, því söknuður mikill verður að
slíkum höfðingja. Merkileg samt er
Umhverfísráðuneytið:
Ónýt
mannvirki
fjarlægð
eða rifin
SKIPUÐ hefur verið nefnd til
að kanna mannvirki, sem æskj-
legt væri að fjarlægja og er
nefndinni jafnframt ætlað að
gera framkvæmdaáætlun fyrir
slíka hreinsun.
Gert er ráð fyrir að kannaðar
verði ónýtar byggingar á jörðum
svo sem íbúðarhús, útihús, gamlar
fjárborgir og mannvirki frá
stríðsárunum. Gamlar bryggjur,
braggar, skúrar og trönur, sem
enginn hefur lengur hag af og eng-
inn ber ábyrgð á. Bátsflök og ann-
að drasl í fjörum, girðingar og
margs konar dót, sem skilið hefur
verið eftir á eyðijörðum.
Nefndinni er ætlað að leita upp-
lýsinga um ofangreind atriði og
meta umfang og kostnað við að
framkvæma landhreinsunina og er
henni því nauðsynlegt að eiga gott
samstarf við sveitarfélögin í
landinu, segir í frétt frá ráðuneyt-
inu.
Nefndina skipa Hrafn Hailgríms-
son arkitekt, umhverfísráðuneyti,
formaður, Gunnar M. Jónasson
Stofnlánadeild landbúnaðarins,
Magnús Sigsteinsson ráðunautur
Búnaðarfélagi íslands, Níels Árni
Lund deildarstjóri landbúnaðar-
ráðuneytinu, Gísli Einarsson odd-
viti, Samband ísl. sveitarfélaga og
Sigtryggur Stefánsson tæknifræð-
ingur, Akureyri.
Bók um af-
brot og refs-
ingar á 19. öld
ÚT er komið ritið „Því dæmist
rétt vera. Afbrot refsingar og
íslenskt samfélag á síðari hluta
19. aldar," eftir dr. Gísla Ágúst
Gunnlaugsson lektor í sagnfræði
við Haskóla Islands. Ritið er hið
28. í ritröðinni Ritsafn Sagn-
fræðistofnunar, en ritstjóri henn-
ar er Jón Guðnason prófessor.
í ritinu er fjallað um félagssögu-
legar rannsóknir á afbrotum og
refsingum erlendis og hérlendis.
Meginviðfangsefni höfundar er að
leita svara við spurningunni: hvað
segja afbrot og refsingar okkur um
•íslenska samfélagsgerð fyrr á
tímum? í ritinu er gerð úttekt á því
hvers konar mál komu fyrir rétt í
þremur sýslum á síðari hluta 19.
aldar. Valdir málaflokkar eru at-
hugaðir sérstaklega. Þeir eru: Hór-
dómur og legorð, dulsmál, brot á
atvinnuuréttindalöggjöfinni, þjófn-
aðir og skuldamál.
í ritinu, sem er 100 blaðsíður og
dreift af Sögufélaginu, Garðastræti
13b, er sérstakur kafli um réttarvit-
und og refsiviðhorf.
þessi „maskína" sem stjórnar gang-
verki okkar og veit ég enga vél
endingarbetri. Ég er nú ugglaust
að gera frænda mínum grikk með
þessari tímamóta tilkynningu, en
það er nú allt í besta lagi. Jóhannes
er fæddur á Goddastöðum i Laxár-
dal, einn margra systkina, fólk var
fijósamara í þá daga. Hann hleypti
heimdraganum á ungum aldri til
Holaskóla, þar sem hann útskrifað-
ist, var með bestu nemendum a.m.k.
í reikningi, lærði prósentureikning-
inn og gerðist síðan kaupmaður í
höfuðborginni.
Best mun Jóhannes kaupmaður
þekktur — af eldri kynslóðinni að
sjálfsögðu — þar sem hann rak sína
verzlun og höndlaði lengst af á
Grundarstíg 2. Það sem alla tíð
hefur einkennt Jóhannes er hjálp-
semi hans, bæði við viðskiptavini
sína, sem mjög oft voru greiða
þurfi, þar með taldir m.a. Verslun-
arskólanemar, sem margir hafa
orðið þekktir í þjóðlífi voru. Og aldr-
ei stóð á að styðja við sína nán-
ustu, enda venjulega til hans leitað.
Jóhannes var einn af stofnendum
samtaka íjögurra kaupmanna, gert
til að ná niður vöruverði, sem þeir
kölluðu „Litla bandalagið“, e.t.v
vísir að stórmarkaðsverðlagningu.
Ég á Jóhannesi margt og mikið
að þakka, sem ég hirði ekki að rekja
hér, en eitt er víst, að lifi ég hann
— því enginn veit sína ævina — þá
mun ég lengi sakna þessa góða
heiðarlega og ætíð hressa manns.
Handtak hans er nú, sem ávallt
fyrr, jafn þétt og fast, sem sýnir
hvað bak við býr.
Ég vil óska Jóhannesi til ham-
ingju með þennan áfanga um leið
og ég vil þakka honum fýrir allt
og allt bæði fyrir mig og alla aðra
lífs og liðna.
Það verður heitt á könnunni á
Víðimei 64 hjá dótturinni Guðrúnu
og Skúla manni hennar, þar sem
Jóhannes dvelur nú.
Ég óska þér frændi til hamingju
með áunninn sigur.
Lif heill til fordæmis.
Haraldur Lýðsson
m
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Tilkynning f rá
slysadeild FSA
Þann 16. apríl nk. kl. 8.00 (f.h.) flyt-
ur slysadeild FSA starfsemi sína í
nýtt húsnæði. Slysadeildin verður
framvegis staðsett í suð-vestur
horni nýbyggingar sjúkrahússins
(áður inngangur göngudeildar).
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
Elsku börnin mín, tengdabörn , bárnabörn og
barnabarnabörn, Soroptimistasystur, œttingjar
og vinir, innilegar hjartans þakkir til ykkar
allra fyrir gjafir skeyti og annan heiður sem
þið sýnduð mér þ.m.t. skemmtiatriði í tilefni
85 ára afmœlis míns þann 6. apríl.
Guð blessi ykkur öll. Kœr kveðja.
Málfríður Stefánsdóttir,
Hrafnistu, Hafnarfirði.
TILBOÐ ÓSKAST
í Dodge Ram 50 P/U 4x4, árgerð ’87, Chevrolet
P/U Silverado, árgerð '87, og aðrar bifreiðar, er
verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn
16. apríl kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
Sala varnarliðseigna
GLÆSILEGIR KVENSKÓR
TEG: 9173
TEG: 9171
TEG: 9201
TEG:9220
LITIR: SVART
LEÐURSÓLIOG GULLLITUÐ TÁ
VERÐ: 7.290 kr.
LITIR: SVART LEÐUR
LEÐURSÓLI
VERÐ: 6.990 kr.
LITIR: SVART
LEÐURSÓLI
VERÐ: 6.990 kr.
LITIR: SVART RUSKINN
MEO GULLLITUÐUM HÆL
VERÐ: 7.290 kr.
TEG: 814
TEG: 8169
TEG: 9211
TEG: 9233
LITIR: SVART RUSKINN
LEÐURSÓLI
VERÐ: 7.290 kr.
LITIR: RAUTT 0G SVART RUSKINN
LEÐURSÓLI
VERÐ: 6.990 kr.
LITIR: RAUTT,SVART 0G FJOLUBLATT
. LEÐURSÓLI
VERÐ: 6.990 kr.
LITIR: FJOLUBLÁTT OGSVART
VERÐ: 6.990 kr.
TEG: 8001
TEG: 8178
TEG: 9177
TEG: 9183
LITUR: SVART/BRUNT. SVART/SVART
SVART/GRÆNT
VERÐ: 6.690 kr.
LITUR: BRUNT OG SVART
VERÐ: 6.890 kr.
LITIR: DÖKKBLÁTT,BRÚNT 0G SVART
VERÐ: 6.490 kr.
LITIR: SVART0G BRUNT
VERÐ: 6.690 kr.
NY SENDING AF GLÆSILEGUM KVENSKOM FRA SPANI. STÆRÐIR 3 - 8 í HÁLFUM OG HEILUM NÚMERUM.
14
^PÓSTSENDUM
Skór á allo íjölskylduna..
AUAll
LAUGAVEGI 95
aSa 62 45 90