Morgunblaðið - 14.04.1991, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.04.1991, Qupperneq 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1991 Hreppsfélagið átti búið og var þetta leigujörð. Upp- haflega keypti hreppsfé- lagið jörðina til mjólkur- framleiðslu fyrir þorps- búa. Eftir þijú ár ákvað hreppsfélagið að reyna að græða sjálft á búinu og mun það hafa gengið frekar illa. Halldór dó ekki ráðalaus og keypti Fremri-Duf- ansdal og fer að búa þar með kýr og dálítið af sauðfé. Þar hittir hann konuna sína og þar voru þau í 12 ár. En hreppsfélagið gat illa rekið búið og bað Halidór um að taka við rekstrinum á ný. Það gerði hann og voru þau hjónin þar í 17 ár. Árið 1976 kaupa þau hús á Bíldudal, en þá var Halldór byijaður í póstferðun- um. Kúabúið á Hóli datt um sjálft sig þegar Mjólkursamlagið var stofnað og mjólkin kom frá Patreks- firði. SHMSTI SJOPOSniRINH „Flæktist í þetta“ Aðspurður segist Halldór hafa keypt bátinn í þeim tilgangi að nota hann í póstferðirnar. Fyrst hafði hann keypt lítinn bát sem kallaður var „pungrotta" á þeim tíma. Pung- rottur voru notaðir til að slefa síldar- nótunum áður en blökkin kom til sögunar. Hann var lekur og þurfti mikillar viðgerðar við og hentaði því illa í þetta starf. Árið 1972 hættir Halldór með kýmar á Hóli, en fer að fjölga sauðfé. Síðan um haustið byijar hann á póstferðunum. „Eigin- lega flæktist ég í þetta. Þá er Kaup- félagið oltið yfir og var búið að kúldra mér í formannssætið áður og það kom talsvert á mig að standa í þessu. Nú, það átti að fara slátra og böndin berast að mér að vera sláturhússtjóri þetta haust. Þá er Hannibal Valdimarsson samgöngu- ráðherra og er með búskap í Selár- dal. Hannibal spyr mig hvort ég viti hver taeki við póstinum. Þá var Þórð- ur Ólafsson heitinn að hætta. Þórður hafði verið í 20 ár, en póstferðir hans voru reyndar styttri en er í dag. Hann fór að Auðkúlu og í Mosdalinn, síðan var þessu breytt í eina póstferð. Hannibal kastar því fram við mig hvort ég vilji ekki taka þetta starf að mér. Nei, það kemur ekki til mála, segi ég. Til þess vérð- ur maður að eiga bát og ég sé ekk- ert að spekúlera í að kaupa neinn bát. Þá var á döfinni dálítið strögl. Árum saman hafði póstur ekki verið fluttur inn í Suðurfirðina. Það var sérstök póstleið inn í Trostansfjörð. En við höfðum hirt póstinn á póst- húsinu og ég í fávisku minni, og við, héldum að það væri búið að leggja þetta niður. Þá haga atvikin því þannig að allt í einu er farið að flytja póst inneftir. Svo við vöknuð- um upp við vondan draum og ákváð- um hér flestir, sem áttu hlut að máli, að athuga þetta betur. Þá kem- ur í ljós að póstleiðin inneftir hefur alltaf verið borguð, en við tekið póst- inn endurgjaldslaust. Við gerðum kröfu um að okkur verði greitt fyrir þetta og það varð úr þessu heilmik- ið mál, en málið var reyndar svæft. Það var réttað í málinu en allt kom fyrir en ekki. Nú, kannski vorum við ekki nógu harðir af okkur í að fylgja málinu eftir og fá okkur lög- fræðing. Nema þama líður nú og Þórður gamli er hættur og það vant- ar þóst.“ Pungrottan keypt „Eftir það kemur löng saga, en Sigurður Guðmundsson símstöðvar- stjóri hringir í mig og segir að hér sé maður frá Pósti og síma, Vil- hjálmur Heiðdal hét hann að mig minnir. Þessi maður vill tala við mig og Matthías heitinn á Fossi. Þá héld- um við Matti að nú væri að koma skriður á málið sem við kærðum á sínum tíma. Nei, þá er hann á allt öðrum vegum. Hann er í vandræðum með póstferðirnar og spyr okkur hvort við getum tekið þetta að okk- ur. Matti segist getað tekið póstinn inneftir að Fossi, en það kom ekki til mála hjá Heiðdal. Því nú sé búið að sameina þessar póstferðir, land- leiðina og sjóleiðina, og að þetta sé orðin ein póstferð frá Bíldudal að Auðkúlu og Laugarbóli. Við segj- umst engan bát eiga _og ég væri ekkert að spá í þetta. Eg ætlaði að fara í sauðfjárbúskap á Hóli og stunda einhveija aukavinnu á Bíldudal. Síðan berst það í tal að til sölu sé bátur á Patreksfirði og Heiðdal kannar málið. Skömmu síðar erum við Matti búnir að kaupa bát- inn og þar með var þetta komið. Síðan kom í ljós seinna að bátur þessi var ófullnægjandi, þá sagði ég upp.“ Póstur og sími svíkur Halldór segir að Heiðdal hafi beð- ið sig um að halda áfram og að hann skuli aðskilja póstferðina inn að Fossi, sem er sjálfstæð póstferð í dag. „Nú, mér leist vel á það og hafði reyndar frétt af bát á Suður- eyri sem væri til sölu. Fjárráð voru ekki mikil til að kaupa bát og það verður úr að Póstur og sími býður mér fyrirframgreiðslu til að ég gæti keypt bátinn, sem var helmingur kaupverðsins. Hann kostaði 400 þúsund krónur. Það voru engin sæld- arkjör svo sem, nema ég fer til Suð- ureyrar til að skoða bátinn. En þeg- ar ég er kominn norður að ganga frá kaupunum við Snorra, þá hringi ég eftir 200 þúsundunum. Æ, þá gat það ekki orðið nema 100 þús- und,“ segir Halldór og skellihlær. „Og ég varð að slá víxil fyrir hinu, hitt hafði ég handbært. Síðan hefur maður druslast í þessu og er búinn að eiga bátinn í 16 ár í haust, keypti hann 1974.“ Selamannagat Nú erum við komnir að Langa- nesi og Halldór slær af. Framundan blasir Borgarfjörðurinn við og í íjarska er Auðkúla og Hrafnseyri. Halldór bendir á klett í nesinu og segir að stóra gatið sem er í gegnum klettabríkina sé kallað Selamanna- gat. „Veiðimenn skýldu sér hinu megin við gatið og skutu sel í gegn- um það. Selaskytterí var mikið stundað hér á árum áður og ku þetta hafa verið góður veiðistaður. En eitt- hvað hefur selurinn breytt göngu sinni, því nú orðið sé ég aldrei sel þarna.“ Dýralíf er mikið í Arnar- firði. Víða er auðugt fuglalíf, tófa og minkur á landi, selur og hnísur í sjónum. „Ég man eftir því að hér áður fyrr var mikið af hnísum hér, en nú er bara ekkert orðið af þeim, hvemig sem á því stendur. Það var löngu hætt að veiða þær þá. En það er mikið af sel, sérstaklega við Laug- arból. Líklega vegna þess að þar er æðarvarp og bannað að skjóta. Svo er Alla illa við að selur sé skotinn þarna í grenndinni.“ Við siglum áfram á hægri ferð fram hjá Langa- nesi. Skammt frá er stór klettadr- angur í flæðarmálinu. Hann er kall- aður Kerling og Kerlingasker nær út í sjó. Kerling þessi átti að hafa orðið að steini, eins og segir í þjóð- sögum. Mikið sjófuglavarp er í nes- inu og hefur það aukist með árun- um. „Nú, það má ekki gleyma ernin- um. Það kemur fyrir að ég sé örn, einn og einn fugl. Upp á síðkastið hefur það verið lítið og nokkuð langt síðan ég sá örn. Aðallega er það á vorin og sumrin sem maður sér hér örn.“ Fór í sjóinn við Hrafnseyri Fyrsti áfangastaðurinn er Laug- arból. Þar býr Aðalsteinn Guð- mundsson bóndi. Þangað er 20 mín- útna sigling og ég spyr Halldór út í byijunarörðugleika í starfinu. „Þetta er náttúrulega ekki farið nema í góðu veðri og þetta eiga að vera tvær ferðir í viku. Yfirieitt tekst það nú, en það fer allt eftir veðri. Stundum fær maður á sig gusur á leiðínni, hvessir og svoleiðis nokkuð. Ég man eftir einu atviki þegar ég fór í sjóinn við Hrafnseyri. Ég varð að fá mér lítinn bát til að komast í land með póstinn, því engar bryggj- ur eru á viðkomustöðunum, nema á Mjólká. Til að byija með voru þetta litlir gúmmíbátar en þeir entust illa, svo ég smíðaði mér þennan litla,“ segir Halldór og bendir á lítinn gul- an eins manns bát á dekkinu. Hann er kallaður Hrafnsunginn af félögum Halldórs. „Ég er búinn að eiga hann í sex ár og hann hefur dugað ágæt- lega.“ - Og þú fórst í sjóinn? „Já, það var nú fyrir bölvaðan klauf- askap. Þetta gerðist við Hrafnseyri. Það var dálítil bára og báturinn valt þegar ég var kominn í hann. Ég hafði þá ýtt mér frá honum heldur harkaiega, nema hann veltur á síð- una og hvolfir mér úr sér. Það var póstur um borð, en hann rak á land en ég varð að synda. Þetta voru um 20 metrar að ég held. Ég fór heim að Hrafnseyri og fór í bað og skipti um föt. Síðan fór ég niður eftir og kláraði pósthringinn, fór að Auðkúlu og svo rakleiðis heim. Þegar líður á kvöldið fer ég að kasta upp, nú, það er hlaupið í hjúkrunarkonu, hún kemur og símar vestur og í fram- haldi af því er ég fluttur á sjúkrahú- sið á Patreksfirði. Þar var ég í tvo daga og ekki nokkur skapaður hlut- ur að mér.“ Flutningnrinn óx Til að byija með var aðeins lítils háttar póstur til bænda, en síðan segir Halldór að flutningurinn hafi vaxið skyndilega. „Jú, það óx nokk- uð skyndilega. Þá voru engar vörur Það vat dálítil báia op bátuiinn valt liegai ég vai kominn i hann. Eg hafði bá ýtt méi fiá Jionum held- w harkalega. nema hann veltm á siðuna og hvolfii méi ói séi. Það vai póstui um horð, en hann lak á land en ég varð að synda. og engar samgöngur frá Bíldudal inn að Mjólká. Síðan gerist það að RA- RIK selur Orkubúinu Mjólkárvirkj- un. Inn á Mjólká hafði áður verið rekið kúabú á vegum RARIK, fyrir fjölskyldurnar sem voru þar. En Orkubúið kemur auga á það, sagt var að þetta hafi verið dýrasta kúa- bú á landinu. Þarna voru þijár kýr og maður á fullum launum allt árið. Orkubúið losar sig við þetta og bend- ir á að mjólkin geti komið framveg- is með póstbátnum, og þar með féll skriðan. Núna fer ég með allar nauð- synjavörur til fólksins og svo póstinn líka, sem getur stundum verið mik- ill. Þetta er orðið mín aðalatvinna í dag. Og ég er nú svo mikili víðáttu- maður að þetta á vel við mig. Ég hef mjög gaman af þessu.“ Núna hægir Halldór á vélinni. Laugarból er framundan. Akkerinu er slakað niður skammt frá landi. Engin merki sjást um mannaferðir í og við bæ- inn. Halldór setur Hrafnsungann á flot og rær af stað með póstinn til Alla. Skektan er dregin upp í sandinn og síðan gengur hann að gömlu bátshræi ofar við fjörubakkann og fer að sýsla við það. Eftir fáeinar mínútur er Hrafnsungjnn kominn á fullt skrið frá landi. Ég spyr hvort karlinn komi aldrei niður eftir að sækja póstinn. „Nei, ekki núorðið. Hann er eitthvað argur út í mig, karlinn," segir Halldór og dregur upp akkerið. Eitthvað var nú bogið við þetta. Síðar sagði Halldór að lendingin væri svo slæm á þessum stað að hann hefði lítinn tíma til að stoppa og setti alltaf póstinn hans Alla í póstkassa sem stóð við báts- hræið við ijörukambinn. Tók póstkassann í mótmælaskyni Nú var svo komið að Alli gamli hafði tekið póstkassann í mótmæla- skyni, því hann vill fá póstinn heim á hlað. Það tekur Halldór ekki í mál, því báturinn getur slitnað frá og þá er illt í efni. Þeir félagar hafa ekki talast við í margar vikur og Aili sækir póstinn niður í ijöru. Hall- dór bindur plastpoka með póstinum í við rekkverkið á bátshræinu, en núna hafði miðvikudagspósturinn ekki verið sóttur og það þótti heldur óvenjulegt. Aðalsteinn hefur búið á Laugarbóli einn síðan 1963, en þá dó móðir hans. Hann hafði lofað henni að búa á Laugarbóli til dauða- dags. Alli er 84 ára gamall og er með tvær kýr. Alit hans sauðfé var skorið niður vegna riðuveiki fyrir nokkrum árum. Sagt er að einveran hafi gert Alla undarlegan í mannleg- um samskiptum. Honum leiðist og vantar nauðsynlega .einhvern til að talk við og líka til að aðstoða sig við ýmislegt á bænum. Á sumrin er hann með mikið æðarvarp og dundar sér í því dag og nótt. Skammt frá er bærinn Os og á milli þessara bæja ríkir ekki mikil vinátta og sam- skipti manna á milli í algeru lág- marki, svo ekki sé meira sagt. Nú liggur leiðin út að Ósi og þar búa þeir feðgar, Pétur Sigurðsson, bóndi, og sonur hans, Þorbjörn. Háskafarir og brælur Á meðan við siglum að Ósi berst talið að brælum og óveðrum. Ég spyr hvort hann hafi aldrei lent í sjávarháska eða strandað bátnum á þessum 18 árum. „Ég hef aldrei strandað bátnum í þessu, en einu sinni, fyrir nokkrum árum, hélt ég að nú væri ég búinn að tapa bátn- um. Þetta gerðist þannig að ég kem inn að Mjólká, þá er hann að hvessa illa að austan og ég ákvað að verða kyrr og fara ekkert lengra. Þá var bryggjan ekki komin, svo að ég lendi beint niður af stöðinni og það er byijað að falla út. Þar var slæmt um að festa. Nú, það kemur maður niður eftir eins og venjulega og við förum með krípinn upp í ijöruna, nokkuð langt og þar setjum við hann í sandinn og berum á hann gijót. Eftir það förum við heim, en veðrið versnar og það fellur út og báturinn leggst á leirinn. Þegar fellur að er komið óþverraveður, tæplega stætt. Það fellur fljótt að þarna því landið er svo flatt. Báturinn reisir sig og fiýtur og við sjáum að veðrið fer að tæta hann til og frá. Og við kom- umst niður eftir til þess að sjá á eftir honum út i sortann. Þá hafði hann rifið krípinn undan gijótinu og við það hvarf báturinn. Eg taldi að nú væri hann búinn að vera, ég þóttist þekkja sjólagið inn á Breiðar- firðinum. Við fórum heim og símuð- um til Bíldudals. Ég vissi að rækju- bátarnir voru að koma að og einn þeirra fer að stað inneftir, en varð frá að hverfa vegna bilunar. Þá er annar bátur sendur af stað og finn- ur hann bátinn í radarnum nokkuð nálægt landi, en þarna er frekar aðdjúpt. Og þeir náðu honum og drógu hann til Bíldudals. Veðurskil- yrði eru misjöfn í Arnarfirðinum, Það eru skörp skil við Langanesið og finnst mér að veðurspáin mætti ná að Langanesi. Innfjarðarbáran er kröpp og leiðinleg og það skiptir fljótt um veður á firðinum. Það sem bjargaði bátnum, held ég, var að hann var með krípinn hangandi á eftir sér í löngum enda og hann hefur eitthvað haldið honum upp í. Þegar þeir komu með hann til Bíldu- dals var þá ekki meiri sjór í honum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.