Morgunblaðið - 14.04.1991, Page 18

Morgunblaðið - 14.04.1991, Page 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNN;UÐAGUR 14. APRÍL 1991 Blöð á Fjóni eiga í harðnandi stríði Blaðastríð geisar á Fjóni, en flest bendir til þess að því muni ijúka með sigri tveggja gamalla og viröulegra dagblaða, Fyens Stifttidende í Oðinsvéum og Fyns Amts Avis í Svendborg. Ritstjóri blaðsins í Óðinsvéum er Bent A. Koch, sem er Islendingum að góðu kunnur. Hann var áður yfir- maður Ritzau-fréttastofunnar og ritsljóri Kristeligt Dagblad. Keppinautur gömlu blaðanna á Fjóni er helgarblaðið Weekend Fyn, sem var stofnað í fyrra. Nýlega hóf það útgáfu á auglýsingablaðinu Onsdag Fyn, sem er dreift ókeypis í miðri viku. Weekend Fyn er rekið fyrir þýzkt fé og flest bendir til þess að það eigi við erfiðleika að stríða. Fyens Stifts Tidende og Fyens Amts Avis gefa einnig út miðviku- dagsblöð, sem er dreift ókeypis, og nú á að efla þau. Auk þess hafa gömlu blöðin hafið útgáfu á nýju sameiginlegu blaði, Fyns Posten, sem kemur út á laugardögum. Aug- lýsíngar í því bíaði verða seldar við lágu verði. Nýlega keypti Fyns Amts Avis dreifingarfyrirtæki, sem Weekend Fyn hefur skipt við. Weékend Fyn varð að fá leikmenn úr B 1909 til að dreifa miðvikudagsútgáfunni, en þó fengu fáir fyrsta tölublað Ons- dags Fyn í hendur. Án sæmilegs dreifingarkerfís getur Weekend Fyn ekki sigrað í blaðastríðinu. Koch hikaði ekki við að notá orð- ið „stríð“ í viðtali nýlega, en átti einnig við slæma stöðu blaða al- mennt. Hann sagði að á markaðnum á Fjóni væri ekki rúm fyrir bæði Weekend Fyn og fjónsku dagblöðin ’ tvö. Hann fagnaði því að samband fjónsku dagblaðanna hefði batnað vegna blaðastríðsins. Að mati Kochs hefur blaðastríðið kostað Stiftstidende eina milljón danskra króna til þessa. Blaðið hafi Bent A. Koch: harðnandi keppni um lesendur og auglýsingar. lagt út í miklar fjárfestingar, en eignir þess megi meta á um 140 milljónir danskra króna. Ekki er vitað um herkostnað Fy- ens Amts Avis, sem styður Venstre. Staða blaðsins mun ekki góð, þótt það sé rekið með dálitlum hagnaði. Eigið fé þess nemur 13,5 milljónum danskra króna. Flest er á huldu um fjármál Week- end Fyns. Þýzkt fyrirtæki undir stjórn danska kaupsýslumannsins Kurt Behrens í Köln hefur lagt 15 milijónir d.kr. í fyrirtækið. Koch tel- ur að Weekend Fyn hafi verið rekið með a.m.k. 10 milljóna króna halla og að þar við bætist einnar milljónar skuld við prentsmiðju. Framkvæmdastjóri Weekend Fyn, Sven Birkegaard, er fyrrverandi auglýsingastjóri Stiftstidende. Aðal- ristjórinn, Erik Amgaard, var lengi aðalritstjóri Amtsavisen Blaðastríðið á Fjóni snýst því ekki aðeins um viðskipti. Með sölu á Rás 2 væri hið opinbera að vísa frá sér skyldum gagnvart íslenskri dægur- menningu og þar með skyldum gagnvart íslenskri tungu og þjóð- menningu. Það eina sem réttlætir opinber afskipti af Rás 2 er að útvarpsstöðin sinni fyrst og fremst íslenskri dægurmenningu. Einkavæðing Rásar 2 er sala á hlustendum EFTIR AÐ sjálfstæðismenn gerðu lýðum það Ijóst að þeir hygðust selja Rás 2, fengju þeir til þess umboð, hreyfðu ýmsir andmælum og kom það tæpast á óvart. í skrifum þeirra sem lýstu sig and- snúna einkavæðingunni mátti greina m.a. þau sjónarmið að varla væri unnt að selja Rás 2 vegna þess að starfsfólk útvarpsstöðvarinn- ar væri ekki falt og að hún væri að sinna Iögbundnu hlutverki ríkisútvarps og það hlutverk væri ekki heldur til sölu. Vel má vera að þessi sjónarmið eigi við rök að styðjast en vörn af þessu tagi á ekki heima í þessari umræðu. Sikileyjarvörn gagnar ekki I knattspyrnu. Að sjálfsögðu er hægt að selja Rás 2. Þetta er bara spurning um vilja, — pólitískan vilja. Þegar sjálfstæðismenn segjast vilja selja Rás 2 er eðlilegast að skilja það þannig að þeir telji það ekki í verkahring hins opinbera að sinna rekstri dæg- ur- og skemmti- stöðvar þrátt fyrir að því beri skylda til að standa fyrir menningar- og fræðslustöð. Líkt og þó ríkið reki þjóðleikhús og sinfóníu- hljómsveit þá kemur það hvergi BAKSVIÐ eftirÁsgeir Fridgeirsson nærri rekstri kvikmyndahúsa, næt- urklúbba með lifandi tónlist eða kabaretthalla. Óhætt er að fullyrða að sjálf- stæðismenn hafa ekki í hyggju að einkareka Stefán Jón Hafstein, enda er hvorki hann eða Þorgeir Ástvaldsson né aðrar raddir Rásar 2 það sem til stendur að selja. Tilvonandi' kaupendur, nái hug- myndir sjálfstæðismanna fram að ganga, verða heldur ekkert endilega á höttunum eftir dagskrárstefnu stöðvarinnar. Salan gæti þá allt eins þýtt að Rás 2 legðist niður eins og hún hljómar nú í eyrum þeirra sem við hana vinna. í markaðssamfélagi samtímans snýst salan um möguleg- an aðgang einkaaðila að eyrum þeirra sem geta hlustað á Rás 2. í raun og veru er fátt athugavert við það í sjálfu sér að einkaaðilar fái tækifæri til þess að spreyta sig á rekstri slíkrar skemmtistöðvar. Það er hins vegar annað mál að leggja niður Rás 2 eins og við þekkj- um hana í dag. Ef andstæðingar einkavæðingarinnar ætla að verjast þá dugar ekki að segja að það sé bara ekki hægt að selja. Það dugar ekki heldur að vísa til vinsælda og segja að fólkið vilji þetta því það er ekkert sem segir okkur að einka- stöð geti ekki orðið vinsælli og verði hún það þá á enn eftir að svara < Karla- og kerlingadekur Bréf að utan Ástríðufullur, íslensk- ur blaðalesandi sem fer erlendis, nýtur þess í ríkum mæli að kasta sér fyrir erlend blöð og svolgra þau í sig. Það er djúp nautn að eiga kost á því að lesa þau blöð sem gerast best, lesa greinar og fréttaskýringar eftir snarhenta blaðamenn, sem skrifa af djúp- stæðri þekkingu og kunnáttu, íhygli og umhugsun. Og það hlýtur að vekja upp hugleiðingar um blöðin heima. Sigrún Davíðsdóttir Það er heillandi að læra nýtt tungumál eða rifja upp kynni við hitt kynið við erlent mál og lesa biöð á því og kynnst nýju landi á<þann hátt.-Jii hverju kynnist maður þá? Það fer eftir því hvaða- blöð mað- ur les. Það er kannski af- stætt hvað gott blað er, smekksatriði, en höldum okk- ur-við að það sé biað sem færir lesanda sínum bæði fréttir af því sem er að ger- ast og svo greinar þar sem þessar fréttir eru settar í eitt- hvert samhengi þannig að það sé reynt að skýra hvað sé á seyði og hvers vegna, áhrif atburða á aðra þætti o.s.frv. þannig að atburðirnir líti ekki út eins og tilviljana- kenndar og samhengislausar uppákomur. Þegar atburðir eins og Persaflóastríðið verða, gefa þeir góða vís- bendingu um hversu góð ein- stök blöð eru. Auk frétta þurfa blöðin svo að flytja greinar um vísindi og menn- ingarmál. Einnig það efni þarf að fullnægja löngun le- sandans til að fylgjast með á þeim sviðum. Þar með er nokkurn veg- inn upptalið hvernig gott blað getur litið út. En auðvitað er til fullt af blöðum sem leit- ast ekki við að leggja efnið fyrir á þennan hátt, heldur reyna fyrst og freinst að fræða lesendur sína á því hver sefur hjá hveijum, hver hefur unnið í happdrætti og flytur fréttir fyrir nábíta, þá sem svolgra í sig æsifréttir um nýlátið fólk og voveiflega dauðdaga, fyrir nú utan að svala hvötum þeirra sem vilja lesa í dagblöðunum um það undir beltisstað. Sem betur fer eru engin íslensk blöð sem lúta jafn Iágt og ýmis erlend blöð af þessu tagi (þó einhver geri kannski tilraun til þess í nafni beinskeyttrar blaða- mennsku). Mannfræðin á íslandi gerir það vísast að verkum að það þykir ekki við hæfi að ganga jafn nærri fólki, ekki hægt að traðka jafn fantalega á þeim einstaklingum sem lenda í höndum blaðamanna og þykir í lagi erlendis. I litlu þjóðfélagi þurfa blöðin ekki að fullnægja skráargataár- áttunni í garð náungans. Hið talaða orð, „slúðrið", flytur slíkar „fréttir". Þó slúðrið geti verið slæmt, kemst það seint í samjöfnuð við út- og upphugsaðar fréttir erlendra sorpbláða. I Danmörku eru það eink- um tvö blöð, sem sinna skrá- argataáráttunni, BT og Ekstrabladet. Á hveijum degi undir hádegi blasir síðasta útgáfa lágkúrunnar við á gangstéttum úti um alla Danmörku, því búðir, sem selja blöðin, eru ekkert að fela það. Danskur sálfræð- ingur var eitt sinn spurður að því hvort hann veldi úr þá sem hann tæki í meðferð, eða hvort hann tæki hvern sem væri. Hann sagðist tilbú- inn að taka hvern sem væri, gerði engan mannamun, en bætti svo við eftir smá um- hugsun að kannski myndi hann eiga erfítt með að taka vii^þlaðamanni-á? BT eáa. Ekstrabladet. Ég vona að ég fá seint svo þykkan skráp að ég geti vanist að sjá þennan óþverra út um allar trissur hér. Ef íslensk blöð eru borin saman við góð, erlend blöð er einn augljós munur á. Fréttir erlendra stórblaða byggja á eigin fréttariturum sem eru á staðnum, meðan íslensku blöðin og reyndar fjölmiðlamir almennt, verða að mestu að styðjast við fréttir frá stóru fréttastofun- um. Það segir sig sjálft að fréttir beint frá þeim sem sér og heyrir hlutina gerast og er auk þess að öllum líkindum landi lesandans, eru meira grípandi fyrir lesandann en fréttir sóðnar upp úr „óvið- komandi“ fréttaskeytum, þó góð séu. Og þegar um er að ræða atburði í fjarlægum og framandi heimshornum er til fárra að leita á íslandi, sem hafa þekkingu á aðstæðum og menningu á viðkomandi stað. Þá er ekki um annað að ræða fyrir íslensk blöð en útlendar greinar. Það getur verið gott, en þá gildir að velja vel og sem víðast að. Miðað við íslendinga eru Danir nokkuð stór þjóð, í eig- in augum eru þeir hálflitlir og smáþjóð á landakortinu. Dönsku blöðin bera þess merki. Það er ekkert danskt blað reglulega gott í saman- burði við þau blöð, sem bera af úti í hinum sfcóra heimi. Þar er þó ýmislegt gott innan kröfuhörðum lesanda þó varla sæmilega ánægðum. í fyrstu er altént hægt að gleðjast yfir að vera kominn ögn nærri stóru löndunum í Evrópu og fá reglulega grein- ar um bókaútgáfu hér og þar í hinum siðmenntaða heimi, um hvernig það er fyrir Dana, sem vinnur við Ráðhú- storgið, að sitja með fjöl- skyldu sinni í loftvarnarbyrgi í Tel-Aviv og margt og margt fleira. Fræðandi, upplyft- andi, innblásnar greinar um hvernig Danir hugsa og lifa, sjá og heyra. Og sumsé, þá fræðist mað- ur væntanlega um andlegt og veraldlegt líf Dana með því að lesa dönsku blöðin. Ónei, ónei... ekki Dana sem þjóðar, heldur þess fremur fámenna og einsleita hóps, sem skrifar í blöðin. Þokka- lega menntað og víðsýnt fólk með allt sitt á þurru. Meðan Morgunblaðið var fast með- læti með morgunverðinum, saknaði ég þess hve það eru fáir blaðamenn á Islandi, sem eru vel skrifandi og vel menntaðir og sjá víða of heiminn. Þá tautáði ég stund- um um það sem ég kallaði kerlinga- og karladekur blaðsins. Um þessa áráttu að vera að ræða við karla og kerlingar um langt líf þeirra úti um landsins breiðu byggð. Núna þegar ég hef dönsk blöð með morgunmatnum getur konlið yfir mig tryll- ingsleg löngun að sjá nú einu um„. en jnni, vedurþarið .andlit. yfir hálfa síðu og síðan eitthvert ófréttnæmt rabb sem gefur innsýn inn í líf sem er fjarska frábrugðið lífi okkar flestra. Hér er enginn Árni Johnsen og Guðrún Guðlaugsdóttir til að taka viðtöl við fólk og engin Agnes Bragadóttir til að skrifa persónulegar grein- ar um skúmaskot stjórnmála- manna og leita uppi hvað þar fer fram. Það kemur enginn danskur bóndi í danskt blað nema til að segja í fáum orðum álit sitt á landbúnaðarstefnu Evr- ópubandalagsins inni í grein vel upplýsts blaðamanns. Það birtast greinar upp og niður síður danskra blaða um at- vinnuleysið hér, en það heyr- ist samt sem áður varla nokk- urn tímann í sjálfum atvinnu- leysingjunum. Þeir eru not- aðir sem töludæmi í greinar um efnahagsmál. Ég sakna ekki viðtalaþruglsins í ís- lenskum blöðum um ekki neitt, of mikið af því í flestum íslenskum blöðum, heldur viðtala sem segja frá fjöl- breytileika lífsins. Allt góða efnið í góðu erlendu blöðun- um nærir hugann, en sálin er afakipt til lengdar. Þetta lifandi innslag í ís- lenskum blöðum kemur auð- vitað ekki í staðinn fyrir eitt né neitt af því sem einkennir góð blöð. Óg það er heldur ekki fyrirhafnarlaust að finna efni, tala við fólk sem hefur frá einhveiju að segja og koma því þannig til skila að tungutak þess haldist. En þetta er mikilvæg viðbót, sem á að rækta, ef íslensk blöð vilja halda í að birta efni sem segir eitthvað um lífið í landinu, en ekki bara viturleg skrif þröngs hóps.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.