Morgunblaðið - 14.04.1991, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.04.1991, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMIMYi^M^Ír 14.' APRÍL' 1991 O 27 Haukur með eina af sextíu lýsis- kolum sem hann hefur smíðað úr kopar eftir fornu lagi. Kolurn- ar hafa verlð sendar sem tæki- færisgjafir víða um lönd. Ég veit ekki til þess að mjöður hafi verið drukkinn úr þessum hornum mínum, þó að það væri vel hægt ef viljinn væri fyrir hendi, því þetta er nokkurs konar drykkjarhorn. Haukur Jakobsson heldur á full- gerðu koparslegnu horni á tré- fæti. A veggnum hanga tvær myndir sem hann hefur saumað búið að drepa allt of mikið af ijúpu nú í seinni tíð. Hér áður fyrr voru aðeins nokkrir menn í þessum rjúpnaveiðum og aðallega frá svo- kölluðum fjallbæjum, aðrir voru lít- Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson 3© BARÁTTUMÁL ALÞÝÐU- BANDALAGSINS 1991 Hækkun skattleysismarka Óbreytt heildarskattbyrði Hækkun barnabóta Húsaleigubætur Hátekjuskattur Skattlagning fjármagnstekna Hallalaus ríkisbúskapur Aukinn hagvöxtur Kaupmáttaraukning hjá launafólki Samfelldur skóladagur Lenging skólatíma Skólamáltíðir Umboðsmaður barna ið sem ekkert í íjúpnaveiði. í dag stunda mjög margir ijúpnaveiðar og það stendur ekkert fyrir þeim, þeir komast um allt og því hefur ijúpan hvergi griðland lengur." Þá var rætt um gæsaveiðar. „Ég fór töluvert á gæsaveiðar á sínum tíma, veiddi þá aðallega grágæs og bles- gæs. Mest hef ég fengið þijár gæs- ir i einu skoti og hefur það komið tvisvar sinnum fyrir hjá mér.“ TKÞ Koparslegin nautshorn og lýsis- kolur sem Haukur hefur smiðað. Hamingja í hnotskura Allir leita hamingjunnar, hver upp á sína vísu. Hamingjan er þó hverful og mörgum reynist erfitt að hand- sama hana. Eltir þú hamingjuna, þá flýr hún þig, en látirðu hana afskipta- lausa, þá snýr hún við, og fer að elta þig. Hamingjan er hið eftirsóknarverða í lífinu, en jafnframt eitt af fáu sem ekki fæst fyrir peninga. Hamingjan er ókeypis. Ast verður aðeins endur- goldin með ást. Vinátta verður aðeins endurgoldin með vináttu. í Hávamál- um segir að menn skuli rækta vinátt- una: „Hví hrisi vex ok háugrasi vegr er vætki treðr.“ Margir hafa reynt að „fleka“ hamingjuna, og vilja bera fé á hana. Þar sem hamingjan þó ekki er föl fyrir fé, hefur hún hrygg- brotið margan vonbiðilinn. Gleðin er dyravörður hamingjunn- ar. Við fyllumst gleði þegar við höf- um meðbyr. Gleðin verður þó ekki negld niður, frekar en vindurinn og veðrið. Sönn hamingja er varanleg ham- ingja, segir Epicur. Hann segir þó jafnframt að holdleg hamingja sé ekki varanleg hamingja. Mönnum beri að göfga anda sinn, leitast við að auka þekkingu sína og andlegt t heilbrigði. Það eitt skapi varanleg hamingju. Ekki ber mönnum heldur að leitast við að uppfylla allar óskir sínar, heldur stilla óskunum í hóf, í samræmi við getu og möguleika. Seneca (f. 65 e.Kr.) segir þetta þannig: „Ef þér virðist sem það sé ófullnægjandi sem þér hefur hlotn- ast, þá munt þú áfram verða óham- ingjusamur þótt þú öðlist allan heim- inn.“ Schopenhauer var einn af þess- um svartsýnismönnum. Hann segir: „Það er vonlaust verk fyrir einstakl- inginn að beijast gegn óumflýjanleg- um örlögum og alheims vilja.“ Svo mörg eru þau orð. Austurlenzk lífsspeki byggir eins og menn vita að miklu leyti á lotn- ingu fyrir lífinu og umhverfinu. Lao Tse segir okkur að undirgefni, hæ- verska og lítillæti, sé leiðin til ham- ingju. Ofugt sé dramb, hroki og sjálfselska vísasta leiðin til óham- ingju. Sjálf höfum við oft heyrt um hinn „gullna meðalveg“, meðalhófíð, veg- inn sem við eindregið mælum með að aðrir þræði, en sem okkur sjálfum gengur svo illa að rata. í upphafi máls var okkur ráðlagt að eltast ekki við hamingjuna. Sönn hamingja getur þó ekki falist í al- gjöru hlutleysi og afskiptaleysi. Væri svo þá gætum við tekið húsdýrin okkur til fyrirmyndar, í leit að ham- ingju. Hamingjan nýtur sín einmitt best í virku, jákvæðu og óeigingjörnu starfi. Hamingju ber að rækta eins og matjurtagarð, vökva og hlúa að eftir föngum, þá aðeins ber hún full- an ávöxt. Víst er um það að margir fá ofbirtu í augun af gullinu. Ekki er þó allt gull sem glóir. Okkur er því hollt að minnast þess að hamingj- an, hið verðmætasta í lífínu, er aldeil- is ókeypis. Richardt Ryel List sem lifir Kæri Velvakandi Ég var svo hamingjusamur að sjá sýningu Sigríðar Kjaran í Þjóð- minjasafninu. Otrúlegt hversu hún kemur gömlu atvinnuvegunum vel til skila. Þessir munir mega ekki fyrir nokkurn mun tvístrast. Þurfa að koma þar sem almenningi gefst kostur á að líta á þá. Þetta fímm ára starf frú Sigríðar er eftirtektar- vert og það hefði margur með minna verk fengið sérstök verðlaun fyrir. Þetta er list sem lifir. Árni Helgason, Stykkishólmi Réttaröryggi barna Úrbætur fyrir fötluð börn Dagvistun fyrir öll börn Stöðvun gróður- og jarðvegseyðingar Umhverfismat við allar framkvæmdir Alþjóðlegur umhverfissáttmáli Atvinna handa fötluðum Endurþjálfun í atvinnulífinu Fjárútvegun til félagsþjónustu 1000 félagslegar íbúðir á ári Menningarsjóður til stórverkefna Tvöföldun framlaga til vísinda Samgöngubylting í þágu byggðanna Állur fiskur á innlendan markað Alþjóðlegur fjarskiptamarkaður fyrir fisk ísland í Evrópu, utan EB Ný öryggis- og friðarstefna Kjósum áfram árangur ALÞYÐUBANDALAGIÐ Flokkur sem getur - fólk sem þorir I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.