Morgunblaðið - 14.04.1991, Page 30
£8CHC_
^mb ]M91
ÆSKUMYNDIN...
ER AF SVERRISTORMSKER TÓNLISTARMANNI
Blótaði og
hrækti í bundnu
máli
„HANN VAR mjög afbrigðilegt barn og ef sálfræð-
ingum hefði verið sleppt á hann nógu snemma
hefði þeim áreiðanlega tekist að gera úr honum
glæpamannn á international basis.“ Þannig talar
Hilmar Sigurbjörnsson verktaki um æskufélaga
sinn. Þeir Sverrir eru jafnaldrar og voru bekkjar-
bræður í Mela- og Hagaskóla. „Ég er einn af fáum
sem hafa tekið tvö barnaskólapróf, eitt fyrir mig
og annað fyrir Sverri," segir Hilmar og bætir við:
„Hann lagði þó alltaf á sig að mæta í prófin og
Sverrir Stormsker. fæddist í
Reykjavík 6. september 1963.
Hann er yngstur fjögurra systkina
og sonur Olafs Stefánssonar og Vil-
helmínu Baldvinsdóttur. Hilmar segir
að Sverrir hafi sjálfur kallað sig
Láka Ólafsson jarðálf. „Fáir vissu
að hann héti Sverrir og mæður í
Vesturbænum stóðu í stanslausu fyr-
irlestrahaldi um gildi þess að vera
ekki með honum þessum Þorláki
þarna. Bókin um Láka jarðálf var
leiðarvísir hans í lífinu, hún kom al-
veg í staðinn fyrir Biblíusögurnar.
Faglegur metnaður hans var að gera
öðrum lífíð leitt," segir Hilmar.
Sverrir hafði ljósa lokka og ásýnd- .
in blekkti menn illilega. Níu ára gam-
-all var hann valinn í hlutverk engils
á jólaskemmtun í Melaskólanum. A
fyrstu æfingunni gekk hann ber-
serksgang um sviðið og reyndi að
kyrkja aðalleikarann. Leikstjórinn,
Magnús heitinn Pétursson, bað
Sverri kurteislega um að reyna að
túlka hlutverkið af meiri næmleika.
Síðar á æfingunni ætlaði Sverrir að
sveifla sér yfir sviðið, hangandi í leik-
tjaldinu, og brotlenti á sviðsmynd-
inni. Þá var Sverri, sér til mikillar
ánægju, hent út á götu og sagt að
koma aldrei, aldrei aftur.“
Hilmar segir að hið Ijóta orðbragð
Sverris, sem hann er þekktur fyrir,
sé ekki sýndarmennska. Talsmátinn
hafi alla tíð verið svona. „Hrekkirnir
voru bara eðlislæg og ósjálfráð við-
brögð hjá honum. Hann hlífði engum,
ÚR MYNDASAFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Avallt viðbúin!
Lafði
Baden-
Powell
við varð-
eldinn í
Hagavík.
„Sverrir hafði Ijósa lokka og ásýndin
blekkti menn illilega," segir Hilmar Sigur-
bjömsson um Sverri Stormsker.
og allra síst eldri konum,“ segir
Hilmar og rifjar upp 10 ára afmælis-
boð hjá Sverri. „Þá bauð hann ömmu
sinni upp á súkkulaðiköku úr svampi
og setti plastflugu í kaffibollann
hennar. Sú gamla var hálfnuð með
svampinn þegar tókst að bremsa
hana af. En flugan fannst aldrei aft-
ur.“
Eins og margir krakkar átti Sverr-
ir einnig gæludýr. Um þá hlið Sverr-
is segir Hilmar: „Hann hafði sérstaka
ánægju af því að loka dýr í búrum.
Mest hafði hann gaman af fiskum
sem átu hver annan og skjaldbökum
sem sendar voru í kapphlaup yfir
Hofsvallagötuna. Á páfagaukabúr-
inu hans stóð „Fangelsi". Það var
alltaf yfirfullt og aðbúnaður fanga
ákaflega slæmur. Þegar hann var
ekki að sinna þessum áhugamálum
sínum sat hann inni í stofu og samdi
hugljúfar ballöður."
„Sverrir fór sínar eigin krókaleiðir
og líkaði illa að vinna með öðrum.
Knattspyrna var einstaklingsíþrótt í
hans huga. Hann taldi bara mörkin
sem hann skoraði sjálfur. Ég minnist
þess að hann hafí aðeins einu sinni
sent boltann til samherja og það var
alveg óviljandi. Við vorum til skiptis
góðir vinir og eiðsvamir óvinir.
Sverrir var lítið fyrir trygglyndi og
tilfinningasemi. Hann sendi mér einu
sinni fallegt jólakort og skrifaði:
„Bestu jóla- og nýársóskir um að
maturinn bragðist vel og þú fáir
ekki skitu.“ Þetta var það fallegasta
sem hann gat sagt.
Það var einstök óheppni að hann
skyldi aldrei komast á sakaskrá.
Sverrir gat alls ekki skilið fólk sem
borgaði fyrir sig í verslunum. „Það
eru bara hugleysingjar og skíthausar
sem borga,“ sagði hann. En Sverrir
hefur skipt um skoðun hvað þetta
varðar."
Laugardagurinn 7. júlí 1956
mun sjálfsagt vera talinn einn
hinn merkasti í sögu íslensku skáta-
hreyfingarinnar. Hinn
mikli frömuður kven-
skáta, lafði Baden-
Powell, var þá gestur
íslenskra skáta á fjöl-
mennu skátamóti aust-
ur í Hagavík við Þing-
vallavatn. Hún hafði þá
verið leiðtogi alheims-
kvenskátahreyfingarinnar frá árinu
1930 og starf hennar meðal annars
fólgið í því að ferðast á milli landa
og heimsækja skátafélög vítt og
breitt um heiminn og hvetja félaga
til dáða. Hingað kom hún í boði
íslensku skátahreyfingarinnar og
var tekið á móti henni á flugvellin-
um með viðhöfn og heiðursverði að
skátasið. Síðan var haldið á skáta-
mótið á Hagavík. Á laugardags-
kvöldið hófst varðeldur í kvos einni
skammt frá vatninu. Fjöldi skáta
víðsvegar að af landinu var þangað
kominn. Eldurinn var kveiktur og
innan stundar bárust ómar skáta-
söngvanna út í kyrrð-
ina. Lafði Baden-Powell
ávarpaði skátana við
varðeldinn og flutti
þeim hlýjar kveðjur og
árnaðaróskir og bað að
starf þeirra mætti verða
þeim sjálfum, ættjörð-
inni og skátahreyfing-
unni til hags og blessunar. Varðeld-
urinn fór fram að hinum besta skát-
asið með tilheyrandi söng, leikjum
og stuttum leikþáttum. Að lokum
stigu fram tíu skátar með logandi
kyndla í höndum og fóru með skáta-
lögin og skátaheitið um „að gera
skyldu sína við guð og ættjörðina,
að hjálpa öðrum og að halda skát-
lögin“. Síðan risu allir á fætur, tók-
ust í hendur og lokasöngurinn
hljómaði meðan varðeldurinn kuln-
aði út.
SUNNUDAGSSPORTID . . .
GOLF
„ÉG SPILA ekki mikið núorðið, því
ég er á kafi í félagsstarfi í sambandi
við golfið. Ætli ég fari ekki 14-16
hringi á sumrin,“ segir Konráð Bjarn-
ason sem hefur verið formaður Golf-
sambands Islands siðastliðin 11 ár.
Konráð byrjaði að spila golf fyrir 25
árum á Grafarholtsvellinum. Hann
hefur margoft unnið til verðlauna og
segist aðallega spila golf erlendis.
„Uppáhaldsstaðurinn minn er í North-
berwick í Skotlandi," segir hann. Hann
fer þangað á hveiju ári og fer í 21. sinn
í maí næstkomandi.
Á íslandi eru 33 golfvellir, þar
fimm 18 holu vellir. „Margir útlend
ingar eiga erfitt með að trúa hversu
góð aðstaða er hér á landi fyrir
golf,“ segir Konráð. Hann segir
að fólk á öllum aldri geti með
góðu móti leikið golf. „Núorð-
ið er töluvert um ungt fólk
í þessari íþrótt, en golfíð
er ekki bundið við neinn
ákveðinn aldur. Ég get
nefnt föður minn sem
dæmi, hann er 75 ára
og byrjaði að spila golf
fyrir 23 árum. Á hveijum laugar-
dags- og sunnudagsmorgni mætir
hann útá völl klukkan átta til að
spila.“
- Hvað gerir þessa íþrótt svona
spennandi?
„Maður er alltaf að reyna sjálfan
sig. Ekki bara í hveijum hring sem
rnaður leikur, heldur hverri holu ...
reyndar í hveiju höggi ... Maður
þeytir ekki bara kylfunni í kúluna
hugsunarlaust, heldur veltir maður
því fyrir sér hvernig best sé að fara
að. Þar sem golf er útiíþrótt, er
maður mikið úti í náttúrunni og að
sjálfsögðu alltaf í góðum félags-
skap!“
ÞANNIG...
HFIÐAR
JÓNSSON
VELURSÉR
HÁLSTAU
„Ég er nú bara þannig frá náttúrunnar hendi,
að ég hef alltof langan búk og stutta fótleggi.
þess vegna kýs ég frekar að nota þverslaufur
en bindi.
Hinsvegar nota ég hálsbindi í þau skipti sem
■ég.vil vera óskaplega hefðbundinn," segir
Heiðar og bætir við: „en þá nota ég líka alltaf
vesti eða vestispeysu til að þessi vaxtargalli sé
ekki eins áberandi“.
Hvernig slaufur velurðu þér?
„í þeim litatónum sem passa við sumarlitakor-
tið, því þá get ég notað þær við allan þann fatnað
sem ég á. Svo vil ég helst silkislaufur, alls ekki
blöndur. Ef þær eru ekki úr silki, verða þær að
vera úr hreinni ull eða bómull.“
Hnýtirðu slaufurnar sjálfur?
„Yfirleitt ekki. Ég er ægilegur klaufi að hnýta
og það tekur of langan tíma. Ég þarf að eyða
miklum tíma í að laga á mér hárið á morgnanna
svo þad er ekki á það bætandi að hnýta líka slauf-
una.“
Hvernig eiga menn að velja sér hálstau?
„Það eru náttúrulega til lifandis ósköp af reglum
um það, sem menn eru ekki sammála um. En til
dæmis á hár og mjög grannur maður ekki að setja
á sig breitt bindi, og feitabollunni fer illa að nota
lakkrísbindi. Besta reglan er samt sú að menn
noti það hálstau sem þeir kunna best við.“