Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 20
ífiflí Jlsm ,0€ HUOAÍI'Jt.aiIW aiGAJaii'iOHOM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1991
Verið að koma jeppanum upp 35° halla. Hvannadalshnjúkur í baksýn.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Á TOPPNUM
LANGÞRÁÐ takmark, að koma bifreið
upp á topp Hvannadalshnjúks, hæsta fjalls
Islands, náðist er leiðangur 29 manna á
vegum Bílabúðar Benna og bandarisku
spilaframleiðendanna Warn komst þang-
að sl. fimmtudag. Farið hafði verið á 12
jeppum frá Reykjavík á sunnudagsmorg-
un.
Gist var í skála Jöklarannsóknafélagsins í
Grímsvötnum og tafðist leiðangurinn þar í 2
daga vegna storms. Á hádegi á þriðjudag var
haldið á stað og keyrt eftir lóran-leiðsögutækj-
um yfir Vatnajökul og komið að Hvannadals-
hnjúki aðfaranótt miðvikudags. Komið var upp
búðum undir hnjúknum. Vaknað var snemma
morguninn eftir og lagt á brattann. Þennan
dag komst bifreiðin upp bröttustu brekkumar.
Notað var spil og eigið vélarafl bifreiðarinnar.
Daginn eftir komst bíllinn svo alla leið upp
við mikinn fögnuð leiðangursmanna. Blíðskap-
arveður var og farið var með bíl og allan útbún-
að samdægurs niður og tjaldbúðirnar teknar
upp. Átti að reyna að komast styttri leið niður
af jöklinum. Tveir bílar fóru á undan þá leið
en ekki var talið ráðlegt að senda fleiri bíla á
eftir þeim. Þá var ákveðið að hinir bílarnir
færu til Grímsvatna en eftir nokkum tíma
skall á stormur með snjókomu og skafrenn-
ingi. Var þá ákveðið að láta fyrirberast í bílun-
um. Stormurinn stóð f 3 sólarhringa og var
þá mjög gengið á eldsneytis- og matarbirgðir.
Ákveðið var að menn úr Reykjavík kæmu á
jeppum með eldsneyti og vistir og komust þeir
á sunnudagsmorgni til leiðangursmanna og var
þá hægt að halda niður af jöklinum. Leiðang-
ursmenn komu til Reykjavíkur aðfaranótt
mánudags.
Það verður aldrei of oft brýnt fyrir fólki er
hyggst fara á jökla að hafa góðan útbúnað,
nóg af vistum og eldsneyti. Það veit enginn
hvað hann gæti þurft að dvelja þar lengi í
vondu veðrr.-------------------------------
Benedikt vinnur við að gangsetja bifreið sína eftir hríðarbyl.
Unnið við að koma akkérisfestu í brékkuna fyrir spilvír. Dvalið var í jeppunum í 3 sólarhringa í storminum.