Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 20
ífiflí Jlsm ,0€ HUOAÍI'Jt.aiIW aiGAJaii'iOHOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1991 Verið að koma jeppanum upp 35° halla. Hvannadalshnjúkur í baksýn. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Á TOPPNUM LANGÞRÁÐ takmark, að koma bifreið upp á topp Hvannadalshnjúks, hæsta fjalls Islands, náðist er leiðangur 29 manna á vegum Bílabúðar Benna og bandarisku spilaframleiðendanna Warn komst þang- að sl. fimmtudag. Farið hafði verið á 12 jeppum frá Reykjavík á sunnudagsmorg- un. Gist var í skála Jöklarannsóknafélagsins í Grímsvötnum og tafðist leiðangurinn þar í 2 daga vegna storms. Á hádegi á þriðjudag var haldið á stað og keyrt eftir lóran-leiðsögutækj- um yfir Vatnajökul og komið að Hvannadals- hnjúki aðfaranótt miðvikudags. Komið var upp búðum undir hnjúknum. Vaknað var snemma morguninn eftir og lagt á brattann. Þennan dag komst bifreiðin upp bröttustu brekkumar. Notað var spil og eigið vélarafl bifreiðarinnar. Daginn eftir komst bíllinn svo alla leið upp við mikinn fögnuð leiðangursmanna. Blíðskap- arveður var og farið var með bíl og allan útbún- að samdægurs niður og tjaldbúðirnar teknar upp. Átti að reyna að komast styttri leið niður af jöklinum. Tveir bílar fóru á undan þá leið en ekki var talið ráðlegt að senda fleiri bíla á eftir þeim. Þá var ákveðið að hinir bílarnir færu til Grímsvatna en eftir nokkum tíma skall á stormur með snjókomu og skafrenn- ingi. Var þá ákveðið að láta fyrirberast í bílun- um. Stormurinn stóð f 3 sólarhringa og var þá mjög gengið á eldsneytis- og matarbirgðir. Ákveðið var að menn úr Reykjavík kæmu á jeppum með eldsneyti og vistir og komust þeir á sunnudagsmorgni til leiðangursmanna og var þá hægt að halda niður af jöklinum. Leiðang- ursmenn komu til Reykjavíkur aðfaranótt mánudags. Það verður aldrei of oft brýnt fyrir fólki er hyggst fara á jökla að hafa góðan útbúnað, nóg af vistum og eldsneyti. Það veit enginn hvað hann gæti þurft að dvelja þar lengi í vondu veðrr.------------------------------- Benedikt vinnur við að gangsetja bifreið sína eftir hríðarbyl. Unnið við að koma akkérisfestu í brékkuna fyrir spilvír. Dvalið var í jeppunum í 3 sólarhringa í storminum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.