Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991 Gengið á Hengil. 1. maí-ganga á Hengil eftir Sigurð Kristinsson Séð frá veginum á Mosfellsheiði, Þingvöllum, þjóðgarðinum og frá Grafningsafrétti virðast fjöll til suð- lægra átta vera rislág í samanburði við Hengil. Ná þó nokkur þeirra 500 m og vel það en hann er 300 m hærri. Skipta má Hengli í þijá hluta: Húsmúla, Vestur-Hengil og Há-Hengil. Tvö síðari nöfnin tíðk- ast ekki í daglegu tali. Lýsing hefst vestan frá. Húsmúli er vestastur og á kortum minnir hann á skel á hvolfi. Hæstur er hann upp við klettinn Sleggju, rúmlega 400 m. Alls staðar er auðvelt að ganga á Húsmúla en taka mun nærri 3 tíma að ganga hring utan um hann. Vestur-Hengill hefst á klettmúl- anum Sleggju, hækkar heldur til norðausturs milli Engidals og Innstadals og nær 600 m hæð. Mikil hamraflug eru að norðvestan- verðu upp af Engidal og má vera að hann dragi nafn af þeim. Hall- andi hlíðar snúa að Innstadal en frá honum er mjög auðvelt að ganga upp til að njóta útsýnis til norðvesturs af Vestur-Hengli. Vestan við Há-Hengil er grunnt skarð, því slakki gengur þar upp frá Innstadal en gljúfur á móti frá innstu drögum Engidals. Á einum stað í skarðinu er volgur blettur í móbergsklöpp. Há-Hengill er aust- an skarðsins. Hann er miklu um- fangsmeiri en Vestur-Hengill, 200 m hærri og snýr frá norðri til suð- urs, má teljast til stapafjalla og er grágrýtisþekja á kolli. Að sunnan- verðu er hann lægstur um 600 m en smáhækkar til norðurs. Hæsta bungan er 805 m skammt sunnan við Skeggja, sem gnæfir á norður- brún eins og voldug nautskrúna gegn kuldaáttinni. Mesta breidd Há-Hengils frá austri til vesturs er nærri 2 km en mesta lengd frá norðri til suðurs um 4 km. Klettar eru þarna víða í brúnum. Æskilegt ) Á slódum Ferðafélags íslands væri að telja upp örnefni á svæðum kringum Hengil en hér er ekki pláss til að telja upp allan þann aragrúa. En í björtu veðri er mikil útsýn af Há-Hengli. í suðvestri sjást Bláfjöll, Vífils- fell og Langahlíð. Keilir sést ystur og hálsarnir milli hans og Kleifar- vatns. í vestri sést þéttbýlið við Faxaflóa, Esja og íjöll tengd henni í norðvestri, Botnssúlur og Ok í norðri en Skjaldbreið og Þórisjökull litlu austar, Laugardalsfjöll í norð- austri en Hlöðufell og Langjökull að baki þeirra. Svo eru Bláfell og Kerlingarfjöll aðeins austar. í austri eru Hekla og Vatnafjöll en Tind- fjöll, Mýrdalsjökull og Eyjafjalla- jökull sunnar. Vestmannaeyjar móka á hafinu í suðaustri en opið haf fyrir öllu suðrinu. Ótrúlegur fjöldi örnefna er innan þessa hrings og er hér tveimur spuringum beint til lesandans. Hvar eru Búrfellin sex sem sjást af Hengli? Hversu margar og hvar eru eldborgirnar, sem af honum sjást? Mikill jarðhiti er við Hengil og má segja að hann sitji á suðupotti. Mest er háhitasvæðið við Nesjavelli en fjöldi hvera er þaðan á línu til Hveragerðis. Hvæsandi gufuhver er í Hveragiii syðst í fjallinu, skammt frá er lítill en snotur skáli og baðstaður í gilinu. Volgrur eru víða en þó hvergi norðvestan við fjallið. Hverir hafa oft breyst í jarð- skjálftum. Góð leið er að fara eftir Lamba- hrygg í Sleggubeinsdölum í Sleggjubeinsskarð, þaðan upp á Vestur-Hengil og eftir honum aust- ur á Há-Hengil. Önnur leið er að fara Veg milli hrauns og hlíða inn í Innstadal, sveigja inn í Innstadal og fara upp brekkuna vestan við Hveragil. Þaðan af brún er æðispöl- ur norður á Skeggja og hækkun á miðju ijallinu. Leið er að ganga á Hengil austan frá. Er þá farið upp með Ölfus- vatnsá og Þverá en síðan haldið á brattann norðan Kýrgils og alla leið upp með því. Um 300 m hækk- un er upp með gilinu og er þar erfiðasti hluti leiðar. Ur Innstadal má víða fara upp á Vestur-Hengil til að fá góða útsýn. Ökuleiðir hafa færst nær Hengli með nýjum vegi vegna Nesjavalia- virkjunar. Því má finna margar nýjar gönguleiðir um norðurhluta Hengilsvæðisins. í gönguferðum þar sést margt af því, sem ferða- menn dást að og undrast í íslenskri náttúru og gerir landið eftirsóknar- vert í augum reyndra ferðamanna: Andstæður gróðurs og nakinna tinda, ólgandi hverir í vetrarríki, sumarslóðir og skíðagönguleiðir til lengri eða styttri ferða eftir atvik- um. Fram á næsta árþúsund mun Hengilssvæðið búa yfir töfrum ósnortinnar og ómengaðrar náttúru sem kallar til gönguferða og úti- veru. Ferðafélagið efnir árlega til göngu á Hengil 1. maí. Brottför er frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin, kl. 10.30. VERUM varkAr Óvirkur dempari getur aukið stöðvunarvega- lengd um 2,6 m. VELDU ^MONROEW Orgeltónleikar __________Tónlist______________ Jón Ásgeirsson Marteinn Hunger Friðriksson dómorganisti hélt tónleika á nýja orgelið í Bústaðakirkju sl. sunnu- dag. Á efnisskránni voru verk eftir Buxtehude, Reger, Brahms, J.S. Bach, Jón Nordal og Jón Þórarins- son. Saga orgeltónmenntar í Þýska- landi er merkileg, bæði er varðar smíði hljóðfæra og gerð orgeltón- listar. Tónleikarnir hófust á prelúd- íu og fúgu í D-dúr eftir Buxtehude, sem mun hafa lagt J.S. Bach dijúgt til, bæð[ er varðar orgelleik og tón- smíði. Ymis sérkenni, eins og að slíta sundur fúguna með eins konar fantasíum og koma síðan með ný fúgustef, ýtfærð í stuttum fúgum, telja fræðimenn að rekja megi tií tilbrigða verka eftir Frescobaldi og Froberger. Ekki er mikið um að J.S. Bach hafi farið að dæmi Buxte- hude og slitið fúgur sínar í sundur með því að skjóta inn fantasíum. Síðasta verkið á tónleikunum, Prelúdía og fúga í e-moll (BWV 548) eftir J.S. Bach, var samt slíkr- ar gerðar og mun vera eina verk hans, sem kalla mætti að væri með „da capo“-fúgu en skilin á milli prelúdíu og fúgu voru annars ávallt mjög skýr hjá J.S. Bach. Marteinn lék bæði verkin mjög vel en sérstaklega þó verk Bachs, sem er mikið glæsiverk. Annað verkið á tónleikunum var Inngang- ur og passacaglia eftir Reger, ris- mikið verk, sem Marteinn lék vel. Svona til að kanna raddskipan nýja orgelsins flutti Marteinn stutt en fallegt orgelforspil eftir Brahms. Islensku verkin voru þijú og elst þeirra var Prelúdía, sálmur og fúga um gamalt stef, eftir Jón Þórarins- son, sem Marteinn flutti mjög yfir- vegað og með skýrri raddskipan. Toccata eftir Jón Nordal, samin 1985 í minningu Páls ísólfssonar, var og mjög vei flutt og naut sín vel í fallega hljómandi röddum orgels- ins. Nýjasta verkið og frumflutt á Marteinn Hunger Friðriksson tónleikunum, var kóralforspil eftir Jón Þórarinsson, yfir íslenska sálmalagið Jesús mín morgun- stjarna. Þetta sérkennilega sálma- lag er til í mjög fallegri kórradd- setningu eftir Jón og hér leggur hann til með laginu sérlega fínlega ofinn tónvefnað en gætir þess þó að tónhendingar sálmalagsins nái að skila bæn sinni tii áheyrenda. Þetta fínlega verk, sem ekki er fjarri að ætla að íslenskir orgelleikarar eigi eftir að leika við ýmis tæki- færi, var mjög fallega útfært af Marteini Hunger Friðrikssyni. VINKLAR Á TRÉ ÁRMÚLA29, SÍMI 38640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.