Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 37
MÖRGUKTBLAÍ)Íð' ‘l>RlfejUÍ)ACUR 30. APRÍL 19&I^ 37 Á flótta undan fortíðinni Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: Sofið hjá óvininum — „Sleeping With The Enemy Leikstjóri Joseph Ruben. Tón- list Jerry Goldsmith. Aðalleik- endur Julia Roberts, Patrick Bergin, Kevin Anderson. Bandarisk. 20th Century Fox 1991. I einni vinsælustu mynd sem frumsýnd hefur verið á árinu vest- an hafs.fer hin glæsilega og eftir- sótta Julia Roberts með hlutverk eiginkonu sem á yfirborðinu virð- ist hafa allt af öllu. Peninga, hús við ströndina á Cape Cod, fjall- myndarlegan eiginmann (Bergin), sem er farsæll verðbréfasali í Boston. En ekki er allt sem sýnist því Roberts býr í jarðnesku víti með eiginmanninum sem undir fáguðu ytra borði er hættulegur geðsjúklingur sem misþyrmir konu sinni og hegnir fyrir minnstu mistök. Tyftunin fýrir að raða ekki rétt upp handklæðunum er t.d. vel útilátið kjaftshögg plús kviðspark. Hann hefur gert sam- búð þeirra að ólýsanlegri martröð sem hún reynir að ljúka. Loks finnur Roberts útleið er hún svið- setur lát sitt og flýr síðan til smábæjar í miðríkjunum. Þar reynir hún að hefja nýtt líf .og gleyma fortíðinni en einn hlekkur tengir þau Bergin. Hann elskar Roberts á sinn sjúklega hátt og kemst á snoðir um að ekki sé allt með felldu með fráfall hennar og leggur uppí leitarferð. Myndin virkar Ijómandi vel sem afþreying þó svo að hún sé hóg- værari en maður reiknaði með. Það er ánægjulegt að sjá að Ru- ben, sem vakti geysieftirtekt með The Stepfather, athyglisverðri B-hrollvekju, er nú svo gott sem kominn í hóp leikstjóra í þunga- vigt. Hér er hann mun yfirveg- aðri og leggur meiri áherslu á stílinn og útlitið en ódýr brögð. Það þarf talsverða hæfileika til að gera ekki efnismeiri mynd jafn vinsæla og raun ber vitni, það tekst Ruben sem heldur ágætri siglingu lengst af — ef undan er skilið hálf-vemmilegt tónlistarat- riði um miðja mynd. En maður fer ánægður af sýningu sem er aðalsmerki afþreyingarinnar. Þá sannar Sofið hjá óvininum að Roberts er ekki aðeins óvenju glæsileg heldur prýdd þeim stjörnugæðum að geta haldið mynd gangandi. Til þess fær hún takmarkaða hjálp frá öðrum en Bergin, sem hlýtur að vera á hraðri uppleið eftir magnaða túlk- un á geðsjúklingnum. Og tónlistin hans Jeny Goldsmith er til mik- illa bóta, að venju. ■ ÁRLEG kaffisala Kristniboðs- félags kvenna í Reykjavík verður á morgun, 1. maí, milli kl. 14 og 18. Samband ísl. kristniboðsfélaga rekur kristniboðs- og hjálparstarf í Eþíópíu og Kenýu. Ein fjölskylda dvelur meðal frumstæðs þjóðflokká1*' í Voitodal suðvestur af Konsó og önnur hefur aðsetur í Cheparería í Kenýu, auk kennslukonu sem starf- ar við norska skólann í'Nairóbi. Nýir liðsmenn undurbúa sig og allur ágóði kaffisölunnar rennur til styrktar þessu starfi. SKIPAPLOTUR - INNRÉTTINGAR PLÖTUR í LESTAR I I l I SERVANT PLÖTUR ^öMrnrLU I 3 I ■ 1 ! I SALERNISHÓLF JlULÍÍJLi baðþiuur ELDHÚS-BORÐPLÖTUR LAGER-NORSK HÁGÆÐAVARA Þ.Þ0BGRÍMSS0N&C0 Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 mmmm YMISLEGT Orlofshús Tekið verður við umsóknum um dvöl í orlofs- húsum félagsins frá og með 2. maí gegn greiðslu dvalargjalds kr. 8.000. Sjómannafélag Reykjavíkur. SEBASTIAN Hárgreiðsla - módel Sebastian umboðið á íslandi leitar að stúlk- um á aldrinum 14-25 ára, sem eru tilbúnar að láta klippa sig og lita með Cellophanes plus náttúrulitunum. Stúlkurnar munu koma fram á hárgreiðslu- sýningu, sem haldin verður 7. maí nk. Nýju sumalínurnar verða kynntar af Terru Weeks meðlim í „The Sebastian artistic team“. Áhugasamar stúlkur eru beðnar að hafa sam- band við Kristu í Kringlunni sem fyrst. FUNDIR — MANNFAGNAÐUR Flensborgarar fæddir 1944 Hittumst í félagsheimili Hauka, Flatahrauni, föstudaginn 10. maí kl. 20.00. Léttur kvöld- verður. Verð kr. 2000. Látið vita fyrir 7. maí nk. til undirritaðra: Lilja Guðjóns. S. 52509, Sigrún Ársæls. S. 52204, Gylfi Ingvars. S. 651452, Þórður Sig. S. 29117 og Guðbjörg Sig. S. 52511. Aðalfundur Aðalfundur Einars Guðfinnssonar hf. verður haldinn í Félagsheimilinu, Bolungarvík fimmtudaginn 2. maí nk. og hefst kl. 11.00 f.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Tilllaga um samruna Baldurs hf. og Völu- steins hf. við Einar Guðfinnsson hf. Tillögur til breytinga á samþykktum fé- lagsins: - Tillaga um heimild til stjórnar um hækkun hlutafjár. - Tillaga um afnám takmarkana á með- ferð hluta. - Tillaga varðandi kjör stjórnar og endur- skoðanda. Önnur mál. 1. 2. 4. Stjórnin. KENNARA- HÁSKÓLI ÍSLANDS Gestafyrirlestur Erik Wallin prófessor við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, heldur gestafyrirlestur í boði Kenn- araháskóla íslands fimmtudaginn 2. maí kl. 16.00. Heiti fyrirlestrarins er: Kennslufræði - Hvorki fugl né fiskur? Þáttur kennslu- fræða í kennaramenntun og skólastarfi. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu B251 og er öllum opinn. Rektor. Aðalfundarboð Aðalfundur Steinullarverksmiðjunnar hf. verður haldinn þriðjudaginn 7. maí 1991 kl. 16.00 í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, en skv. 16. gr. samþykkta félagsins, skal taka fyrir eftirtalin mál: 1. Skýrslu stjórnar félagsins um starfsemi þess sl. starfsár. 2. Efnahags- og rekstrarreikningur fyrir liðið reikningsár ásamt skýrslu endurskoð- enda verður lagðurfram til staðfestingar. 3. Tekin skal ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikn- ingsárinu. 4. Tekin skal ákvörðun um þóknun til stjórn- armanna og endurskoðenda. 5. Kjósa skal stjórn og varastjórn og tilnefna fulltrúa ríkisins. 6. Kjósa skal endurskoðenda. 7. Önnur mái, sem löglega eru uppborin. Dagskrá fundarins, ársreikningur og skýrsla endurskoðenda liggur frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund samkv. 14. gr. samþykktar þess. Steinullarverksmiðjan hf. NA UÐUNGARUPPBOÐ Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum eign- um fer fram á skrifstofu embættis- ins, Suðurgötu 1, Sauðárkróki fimmtudaginn 2. maf 1991 kl. 10.00. Árhóli, Hofsósi, þingl. eigandi Lúðvík Bjamason. Uppboðsbeiðandi er Eggert B. Ólafsson, hdl. Borgarmýri 5 og Borgarmýri 5a, Sauðárkróki, þingl. eigandi Loðskinn hf. Uppboðsbeiðendur eru Iðnþróunarsjóður, Reynir Karlsson, hdl. og Steingrimur Eiríksson, hdl. Suðurgötu 22, Sauðárkróki, þingl. eigandi Sigurður Kárason. Upp- boðsbeiðandi er Björn Ólafur Hallgrimsson, hdl. Sýslumaðurinn i Skagafjarðarsýslu. Bæjarfógetinn á Sauðárkróki. TILBOÐ - UTBOÐ Innkaupastofnun ríkisins fyrir hönd Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytis, óskar hér með eftir tilboðum í smíði tengigangs milli eldhúsbyggingar og aðalbyggingar Landspítalans í Reykjavík. Helstu kennitölur: - Heildargólfflötur 2770 m2 - Heildarrúmmál húsa 11000m3 - Uppgröftur 7300 m3 - Steypa 1600 m3 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Inn- kaupastofnunar ríkisins eftir næstkomandi þriðjudag gegn 20.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð skulu hafa borist Innkaupastofnun ríkis- ins, Borgartúni 7, eigi síðar en miðvikudaginn 22. maí 1991 kl. 11.00 f.h. og verða þau þá opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INIMKAUPASTOFNUIM RIKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK A TVINNUHUSNÆÐI OSIA-OG SMJÖRSALANSE Geymsluhúsnæði óskast Óskum að taka á leigu sem fyrst þurrt og gott lagerhúsnæði. Æskileg stærð 250-300 fm með 3-4 metra lofthæð og góðri að- keyrslu. Leigutími u.þ.b. 8 mánuðir. Æskileg staðsetning er Árbæjarhverfi eða nágrenni. sími 691600. SJÁLPSTIEOISFLOKKURINN F É 1. A G S S T A R F ísafjörður Aðalfundur Sjálfstæðisfélags ísafjarðar verður haldinn þriðjudaginn 30. april kl. 20.30 í Sjálfstæðishusinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Akranes Sjálfstæðismenn á Akranesi ætla að koma saman þriðjudaginn 30. apríl kl. 21.00 og fagna úrslitum alþingiskosninganna. Tilkynnið þátt- töku til Óla Grétars. SjálfstæÖisfélögin á Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.