Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991
Ríkisendurskoðun:
Ilalli gæti numið 12,2
milljörðum í árslok
í GREINARGERÐ frá Ríkisendurskoðun, sem Davíð Oddsson formaður
Sjálfstæðisflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu-
flokksins óskuðu eftir, kemur fram að Rikisendurskoðun telur að
rekstrarhalli á A-hluta ríkissjóðs í árslok verði 12,2 milljarðar kr.
Rekstrarhalli A-hluta ríkissjóðs í marslok nam 6,6 milljörðum kr., eða
1 milljarði meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fjárþörf ríkissjóð nam
i lok marsmánaðar 11,8 milljörðum kr. sem var mætt með erlendum
lántökum að fjárhæð 3,3 milljörðum kr. og yfirdrætti hjá Seðlabanka
íslands að fjárhæð 8,5 milljörðum kr.
Fjárþörf ríkisins á árinu verður
að mati Ríkisendurskoðunar 22,3
milljarðar kr. en lántökuheimildir
nema alls 17,6 milljörðum kr. Óleyst
er því fjárþörf ríkisins að upphæð
4,7 milljarðar kr.
Gjöld ríkissjóðs urðu á fyrsta árs-
fjórðungi 1991 1,7 milljörðum kr.
hærri en gert var ráð fyrir og tekjur
0,7 milljörðum hærri. Greiðslujöfnuð-
ur var í lok mars neikvæður um 8,5
milljarða kr. í samanburði við 2,5
milljarða kr. á sama tíma í fyrra og
hefur því aukist um 6 milljarða kr.
á milli ára.
Útgjöld stofnana A-hluta fjárlaga
fyrstu þrjá mánuði þessa árs námu
27 milljörðum kr. og hafa þau farið
1,7 milljörðum fram úr greiðsluáætl-
un fyrir þetta tímabil. Greiðslur fóru
mest fram úr áætlunum hjá fjármála-
ráðuneyti, rúman 1,1 milljarð kr., eða
sem svarar 35%. Stærstan hluta þess,
eða 716 milljónir kr., má rekja til
kaupa ríkissjóðs á ýmsum fasteign-
um. Lækkun gjalda varð mest hjá
landbúnaðarráðuneyti á fyrsta árs-
fjórðungi miðað við greiðsluáætlun,
eða 24,7%.
í mati Ríkisendurskoðunar á af-
komuhorfum ríkissjóðs í árslok 1991
áætlar stofnunin að tekjur verði á
árinu 100.698 milljarðar kr. og gjöld
112.947 milljarðar kr. Rekstrarhall-
inn er því áætlaður rúmir 12,2 millj-
arðar kr.
8 milljarða halli að mati
fjármálaráðuneytis
FRIÐRIK Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að sam-
kvæmt greinargerð ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins stefni í um
8 milljarða króna halla ríkissjóðs á þessu ári. Greinargerðin var unnin
að beiðni Friðriks vegna stjórnarmyndunarviðræðna og segir Friðrik
að bréf þar að lútandi hafi verið sent Magnúsi Péturssyni ráðuneytis-
stjóra á sunnudag, enda hafi Davíð Oddssyni ekki verið veitt stjórnar-
myndunarumboð fyrr en seint á föstudag, eftir lokun stjórnarráðs.
Friðrik sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að gert sé ráð fyrir því
í greinargerð fjármálaráðuneytisins,
sem dagsett sé 27. apríl, að hallinn
á ríkissjóði verði um átta milljarðar
á þessu ári, eða um helmingi meira
en fjárlöggeri ráð fyrir. „Ráðuneytis-
stjórinn telur, að vegna ákvarðana
fráfarandi ríkisstjórnar sé um 1.800
milljóna króna minni tekjur á þessu
ári og á sama hátt um það bil 1.800
milljónum króna meiri útgjöld. Þetta
samanlagt ásamt öðru gerir það að
verkum að hallinn fer að þeirra áliti
á árinu upp í átta milljarða. Þá er
ekki tekið tillit til fyrirsjáanlegra
útgjalda ríkissjóðs af ýmsum ástæð-
um, sem þó er hægt að segja að liggi
fyrir og Ríkisendurskoðun bendir á
að muni líklega falla á ríkissjóð.
Þess vegna fer Ríkisendurskoðun
yfir 12 milljarða," sagði Friðrik.
Hann sagði marklausa þá gagn-
rýni fjármálaráðherra að beiðni um
greinargerðina hefði ekki borist ráð-
uneytinu fyrr en í gærmorgun. Um-
boð Davíðs Oddssonar til myndunar
ríkisstjórnar hafi ekki komið fyrr en
eftir að Stjómarráðinu var lokað.
Þess vegna hafi bréfið verið sent um
helgina heim til Magnúsar Péturs-
sonar. „Ég_ get auðvitað ekki gert
að því að Ólafur Ragnar komi ekki
til vinnu sinnar fyrr en í morgun og
verði þess þá áskynja að þetta bréf
hafi borist," sagði Friðrik.
Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson
Fundargestir á aðalfundi Slátursamlags Skagfirðinga,
Slátursamlag Skagfirðinga:
Fimmtán ára baráttu lokið
Sauðárkróki.
AÐALFUNDUR Slátursamlags Skagfirðinga var haldinn miðviku-
daginn 24. apríl í kaffistofu félagsins kl. 21.00. Var fundurinn óvenju
fjölmennur. Stjórnarformaður, Agnar Gunnarsson, setti fund og
skipaði starfsmenn fundarins, en það er fundarstjóra sr. Gunnar
Gíslason og fundarritara Borgar Símonarson. I upphafi fundar
minntist Agnar fyrrverandi framkvæmdasijóra félagsins, Birgis
Bogasonar, sem lést á síðastliðnu ári, og vottuðu fundarmenn hinum
látna virðingu sína með því að rísa úr sætum.
í skýrslu stjómarformanns kom
fram að unnið hefur verið að veru-
legri hagræðingu í sláturhúsinu,
meðal annars með því að lengja
sláturtíðina og fækka starfsfólki.
Þá gerðist það að sláturhúsið fékk
á síðasta ári löggildingu, eftir
fimmtán ára þrotlausa baráttu, og
má í því tilviki sérstaklega minnast
baráttu Eyjólfs Konráðs Jónssonar
fyrrverandi þingmanns Norður-
landskjördæmis vestra, en hann
átti hvað drýgstan þátt í því að
koma sláturhúsi félagsins á lag-
girnar.
Á fundinum var meðal annars
lesið upp fyrir fundarmenn bréf það
sem Eyjólfur Konráð sendi þáver-
andi forsætisráðherra svo og ráð-
herrum landbúnaðar, dóms- og
kirkjumála, dagsett 6. október
1976 þar sem hann krefst starfs-
leyfis fyrir sláturhúsið, ellegar
muni hann sjálfur hefja slátrun og
fella fyrsta hrútinn að morgni
næsta dags.
Vakti hótun þingmannsins slíka
eftirtekt að alþjóð fylgdist með
framvindu mála, en leyfið fékkst,
þó til bráðabirgða væri, og hefur
verið endurnýjað frá ári til árs, þar
til nú að löggilding hefur loks feng-
ist eftir fimmtán ára streð.
Þakka Skagfirðingar engum
manni það frekar en Eyjólfi Konráð
Jónssyni að Slátursamlag Skag-
firðinga er nú vaxandi fyrirtæki
sem veitir góða og öfluga þjónustu.
Eyjólfur Konráð Jónsson, sem
var sérstakur gestur fundarins, tók
til máls og rifjaði upp ýmsa þætti
úr baráttunni frá þessum fyrstu
árum. Fram kom í máli Eyjólfs að
hann teldi að félagið hefði komið
mjög miklu til leiðar, sérstaklega
hvað varðar fijálsræði í sölumálum
á afurðum bænda.
Löggiltur endurskoðandi, Valdi-
mar ðlafsson, lagði fram og skýrði
reikninga félagsins, en þar kemur
fram að hagur félagsins er góður.
Rekstrartap á árinu varð kr. 449
þúsund, og munar þar mestu að
afskrifaðar hafa verið verulegar
skuldir vegna gjaldþrota viðskipta-
vina félagsins, en einnig þurfti að
leggja í allmiklar framkvæmdir við
húseignir félagsins vegna löggild-
ingarinnar.
Á síðastliðnu hausti var slátrað
hjá félaginu 14.536 dilkum og full-
orðnu fé, og tæplega eitt þúsund
stórgripum.
Úr stjórn og varastjórn áttu að
ganga Borgar Símonarson og Birg-
ir Haraldsson, en þeir voru báðir
endurkosnir. Þá var endurskoðandi
félagsins, Valdimar Ólafsson, einn-
ig endurkjörinn.
Stjóm og varastjórn Sláturfélags
Skagfirðinga skipa: Agnar Gunn-
arsson, Miklabæ, Stefán Hrólfsson,
Keldulandi, og Borgar Símonarson,
Goðdölum, í varaastjórn Birgir Har-
aldsson, Bakka, og Guðsteinn Guð-
jónsson, Tunguhálsi.
- BB.
Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra:
Halli ríkissjóðs stefnir í 6,4
milljarða króna að óbreyttu
VERÐI ekki gripið til sérstakra aðgerða stefnir halli ríkissjóðs í 6,4
milljarða króna á þessu ári, sem er hækkun um 2,4 milljarða frá fjár-
lögum. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Órafur Ragnar Gríms-
son fjármálaráðherra boðaði til í gær um stöðu ríkissjóðs eftir fyrsta
ársfjórðung 1991 og verkefnin framundan. „Mér finnst rétt að gera
hér skýra grein fyrir þessari stöðu, sérstaklega vegna þess að ég hef
tekið eftir því að síðustu daga hafa ýmsar tölur verið í gangi sem
greinilega eru nú ekki byggðar á mjög áreiðanlegum upplýsingum,“
sagði Ólafur. Hann kvaðst telja að aðrar niðurstöðutölur, byggðust á
að aðrar forsendur væru lagðar til grundvallar hjá aðilum stjórn-
armyndunar þegar þeir báðu um upplýsingar um stöðu ríkissjóðs.
Greinargerð frá ráðuneytissljóra fjármálaráðuneytis til Friðriks Sop-
hussonar sagði halla ríkissjóðs stefna í um 8 milljarða og í skýrslu
Ríkisendurskoðunar er hallinn sagður verða allt að 12,2 milljarðar.
Fjármálaráðherra kynnti greinar-
gerð um stöðu ríkissjóðs eftir fyrsta
ársfjórðung 1991. I henni segir að
þróun tekna og gjalda fyrstu þrjá
mánuði ársins hafí samrýmst áform-
um fjárlaga. Meiri halli en í fyrra
skýrist af sérstökum þáttum, þar á
meðal fyrirframgreiðslu framlags til
Lánasjóðs námsmanna, allt framlag-
ið hafí komið til greiðslu í febrúar-
mánuði, en greiðsluþörf minnki að
sama skapi síðar á árinu.
Meiri lánsfjárþörf fyrstu þijá mán-
uði ársins er sögð skýrast fyrst og
fremst af greiðslu ríkissjóðs á víxli
sem féll á Húsnæðisstofnun þar sem
fjáröflun hennar hjá lífeyrissjóðunum
hafi ekki nægt fyrir greiðsluskuld-
bindingum. Sala spariskírteina er
sögð hafa verið meiri en í fyrra,
en innlausn einnig meiri. Innlend
lánsfjármögnun í heild er sögð hafa
verið tregari en í fyrra og sé það
fyrst og fremst vegna minni sölu
ríkisvíxla, sem stafí af lélegri
lausafjárstöðu bankanna en í fyrra
og hlutfallslega lágum vöxtum á
ríkisvíxlunum.
í greinargerðinni segir að þrátt
fyrir að yfirdráttur ríkissjóðs hjá
Seðlabankanum hafí verið meiri en
í fyrra hafí meðalskuld á viðskipta-
reikningum ríkissjóðs verið lægri
fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama
tíma 1989 og 1988.
Ríkissjóður er sagður hafa veitt
lán eða ábyrgðir fyrir samtals 1,8
milljarð króna vegna greiðsluerfið-
leika Húsnæðisstofnunar á þessu
ári.
Niðurstaða greinargerðarinnar er
sú, að verði ekki gripið til sérstakra
aðgerða stefni halli ríkissjóðs í 6,4
milljarða króna á þessu ári. Til að
ná markmiðum fjárlaga þurfí að
leggja fram fjáraukalög fyrir vorþing
í maí. Þau fjáraukalög þurfi að fela
í sér tillögur um að takmarka ríkisút-
gjöld og auka tekjur og þurfí tekju-
öflun og niðurskurður að nema sam-
tals 2,4 milljörðum króna.
Fyrst í dag óskað upplýsinga
Ólafur Ragnar Grímsson gagn-
rýndi þá aðila sem staðið hafa í
stjómarmyndunarviðræðum fyrir að
hafa fyrst á sunnudag haft samband
við fjármálaráðuneytið. „Þó ekki þeir
sjálfir beint heldur ein eða tvær sím-
hringingar frá Ríkisendurskoðun á
þeirra vegum. Það var fyrst í dag
sem barst ósk frá Friðriki Sophus-
syni fyrir hönd þeirra sem eru að
mynda ríkisstjórn um að fá einhverj-
ar upplýsingar. Ég veit ekki til þess
að það hafí nokkru sinni fyrr gerst
í sögunni að aðilar sem eru að mynda
ríkisstjórn og þykjast vera að vinna
að því verki í alvöru óska ekki eftir
upplýsingum um ríkisfjármálin fyrr
en nánast daginn áður en ríkisráðs-
fundurinn er haldinn," sagði Ólafur.
„Ef litið er yfir stöðuna í heild,
þá kemur í ljós að verði ekki gripið
til sérstakra aðgerða stefnir halli rík-
issjóðs í 6,4 milljarða króna. Hins
vegar er það þannig, að nú eru
aðeins búnir um fjórir mánuðir af
árinu, þannig að ef vilji er fyrir
hendi hjá stjórnvöldum, þá er hægt
að grípa inn í tæka tíð.“
Tvær skýrslur úr
fjármálaráðuneytinu
Ólafur var spurður hvort samræmi
væri milli upplýsinga frá embættis-
mönnum ráðuneytisins til Friðriks
Sophussonar og þeirra sem hann var
að kynna.
„Nú hef ég í sjálfu sér ekki séð
það sem þeir fengu frá fjármálaráðu-
neytinu í morgun,“ sagði Ólafur. „Ég
ræddi við embættismenn ráðuneytis-
ins áður en ég kom á þennan fund
og þeir sögðu mér að það hefði ekki
farið neitt skriflega enn frá ráðu-
neytinu til þeirra.“
Ólafur kvaðst hafa sagt embættis-
mönnum ráðuneytisins fyrir viku síð-
an að þeir ættu að vera tilbúnir til
þess að veita sérhverjum aðila sem
fengi stjórnarmyndunarumboð, eða
hvaða stjórnmálaflokki sem væri,
allar þær upplýsingar sem óskað
væri eftir.
Hann var spurður hvort það
væru upplýsingar embættismann-
anna sem hann var að kynna. „Ég
ætla ekkert að svara því í sjálfu
sér, vegna þess að ég hef ekki séð
þetta bréf,“ sagði Olafur. „Þessi
skýrsla er hins vegar byggð á upp-
lýsingum sem unnar hafa verið af
embættismönnum ráðuneytisins af
þeim gögnum sem fyrir liggja, af
mati okkar á því hvernig staðan
er og hvað á að gera.
Ég heyrði í útvarpinu einhveija
12 milljarða tölu frá Ríkisendurskoð-
un. Ég hef ekki hugmynd um hvern-
ig sú tala er fengin. Ég hugsa að
hún komi öllum embættismönnum
fjármálaráðuneytisins gjörsamlega á
óvart. Ég hef ekki séð þá skýrslu
eða hvernig hún er reiknuð. Mér var
sagt áður en ég kom hingað að hún
væri meðal annars fundin þannig að
gjáldfæra allar greiðslur vegna bú-
vörusamningsins þó að þær komi
ekki til greiðslu fyrr en á næstu
árum. Það er auðvitað bara bók-
færsluatriði að fara að skoða það sem
halla á ríkissjóði þegar ekki fer
kannski króna úr ríkissjóði í ár vegna
þeirra skuldbindinga. Það er sam-
kvæmt þeirri bókhaldsaðferð sem
þeir vilja greinilega viðhafa sumir
hjá Ríkisendurskoðun að ef það er
tekið þriggja milljarða lán þá sé það
bókfært allt á árinu sem það er tek-
ið þótt ekki sé borgað af því fyrr en
á næstu árum.“