Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 32
l(íéí JÍ5Í'1A .06 ílUOAQULQlíM aKIAJSM'JOJÍOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGÚR 3Ö. ÁPRÍL 1991 Húsið er endurgert að utan, það er hluti af samstæðu lítilla húsa og er einfalt og látlaust og frágangur þess er góður, segir um hús Jó- hanns Sigurðssonar við Lækjargötu 2, sem hér Listamennirnir Guðmundur Ármann og Helgi Vilberg hlutu viðurkenningu fyrir Listaskálann efst í Grófargili. í umsögn segir, að um sé að ræða gjörbreytingu á nýtingu húss, útliti þess, yfirbragði og umhverfi. Menningarmálanefnd: Höepfnershús var og er enn eitt glæsilegasta hús bæjarins og fengur að því að þannig sé stað- ið að endurbótum á því að það sé áfram staðar- prýði, segir um þetta hús i eigu Kaupfélags Eyfirðinga. Morgunblaðið/Rúnar Þór Þau Stefanía Ármannsdóttir og Baldur Sigurðs- son hlutu viðurkenningu úr Húsfriðunarsjóði fyrir hús sitt Aðalstræti 62, en um það segir í umsögn að frágangi að utan sé að mestu lokið, heildaryfirbragð sé fallegt, húsið lítið og lát- laust og að það falli vei að umhverfi sínu og imynd Innbæjarins og Fjörunnar. Viðurkenning veitt fyrir varðveizlu fjögurra húsa JÓN Hlöðver Áskelsson hlaut starfslaun bæjarlistamanns Akur- eyrarbæjar, en tilkynnt var um það á samkoinu sem Menningar- málanefnd hélt á Hótel KEA á sumardaginn fyrsta. Einnig var tilkynnt um viðurkenningar úr Húsfriðunarsjóði Akureyrar og Menningarsjóði Akureyrar. Þremur var veitt viðurkenning úr Menningarsjóði, Áskeli Jóns- syni, tónskáldi, Braga Siguijóns- syni, skáldi og rithöfundi, og Jóni Gíslasyni, trésmíðameistara og eiganda Gamla Lundar við Eið- svöll. Úr Húsfriðunarsjóði hlutu við- urkenningar þau Stefanía Ár- mannsdóttir og Baldur Sigurðs- son fyrir hús sitt við Aðalstræti 62, Jóhann Sigurðsson fyrir húsið Lækjargötu 2, Guðmundur Ár- mann Siguijónsson og Helgi Vil- berg vegna Listaskálans í Kaup- vangsstræti 14 og Kaupfélag Eyfirðinga vegna hússins númer 20 við Hafnarstræti, Höepfner. Gúmmívinnslan: Góð afkoma á síðasta ári Stefnt að aukinni endurvinnslu GÚMMÍVINNSLAN hf. skilaði 6,5 milljóna króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári og velta fyrirtækisins var um 77 milljónir króna sem er um 30% aukning frá árinu 1989. Hluthafar fengu greiddan 15% arð. Þetta kom fram á aðalfundi skömmu. Ingi Björnsson formaður stjómar Gúmmívinnslunnar sagði að rekst- urinn hefði verið með svipuðu sniði og árinu á undan, en stefnt er að því að auka endurvinnslu innan fyr- irtækisins. Ingi sagði að breytingar á tolla- og innflutningslögum hefðu sett nokkurt strik í þróunarvinnuna, en sú vinna væri orðin löng, tíma- frek og dýr. „En við teljum að við séum komin með góða vöru og við- brögð hafa verið góð,“ sagði Ingi. Gúmmívinnslan framleiðir m.a. gúmmíhellur. Þar er um endur- vinnslu að ræða, en hellurnar eru unnar úr gömlum hjólbörðum. Þá framleiðir fyrirtækið einnig vörur félagsins sem haldinn var fyrir fyrir sjávarútveg úr endurunnu gúmmíi, en Ingi sagði sölu á slíkum vörum vera nokkuð sveiflukennda. Góða afkomu síðasta árs sagði Ingi að þakka mætti mun lægri fjár- magnskostnaði en var á árinu 1989 og minni verðbólgu. Hagnaður á síðasta ári, 6,5 milljónir króna, er um 8% af veltu fyrirtækisins, en veltan jókst um 30% á milli áranna 1989-90 og var um 77 milljónir króna. Greiddur var 15% arður til hluthafa fyrirtækisins, en stærstu hluthafarnir eru Þórarinn Kristjáns- son framkvæmdastjóri, Möl og Sandur hf., Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar og Dreki hf. Hörður Jörundsson sýnir í Gamla Lundi HÖRÐUR Jörundsson opnaði á laugardag sýningu á verkum sín- um í Gamla Lundi við Eiðsvöll á Akureyri. Sýningin stendur fram til sunnudagsins 4. maí næstkom- andi og er opin frá kl. 18-22 virka daga og um helgar frá kl. 14-22. Á sýningunni eru 19 olíumálverk, en fram til þessa hefur Hörður ein- göngu málað vatnslitamyndir. „Ég er í olíumálverkunum núna í bili, ég þurfti að breyta aðeins til, sjálfs mín vegna og annarra," sagði Hörð- ur. Efniviður málverkanna er að mestu sóttur í landslag og eru fimm verkanna frá Noregi, en þar dvaldi Hörður um skeið í upphafi árs. Gerði hann skissur ytra og fullklár- aði málverkin hér heima. Þetta er sjötta einkasýning Harð- ar, en hann hefur einnig tekið þátt í ijöMa samsýninga. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hörður Jörundsson opnaði sýn- ingu á verkum sýnuin í Gamla Lundi á laugardag. W terkur og Ll hagkvæmur auglýsingamióill! ■ VORTÓNLEIKAR forskóla- deildar Tónlistarskólans á Akur- eyri verða í Akureyrarkirkju á morgun, 1. maí, kl. 14. Um 60 börn á aldrinum 5-8 ára flytja fjöl- breytta efnisskrá og eru allir vel- komnir. Kennsla hefur farið fram í Tónlistarskólanum og í Glerár- skóla, en kennarar deildarinnar eru Lilja Hallgrímsdóttir og Jón Rafnsson. Dagvistardeild Akureyrarhæjar auglýsir eftir leikskólastjórum, fóstrum, þroskaþjólfum eða öðru uppeldismenntuðu fólki, sem tilbúið er til að flytja út ó landsbyggðina og reyna eitthvað nýtt. Á Akureyri bjóðum við upp á fjölbreytt uppeldisstarf, regluleg námskeið, öflugt félagslíf og síðast en ekki síst góða veðrið og skíðafærið. Fyrir utan leikskólastjóra og deildarfóstrur vantar okkur 2 stuðningsaðila, þroskaþjálfa eða fóstrur í 100% störf fyrir 2 fötluð börn. Boðið er upp á stuðningsnámskeið og handleiðslu. Aðstoðum vlð útvegun húsnæðis. Upplýsingar um störfin eru veittar á dagvistardeild í síma 96-24600, alla virka daga frá 10-12 og hjá starfs- mannastjóra í síma 96-21000. Umsóknarfestur er til 15. maí og umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum til starfs- mannastjóra Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 600 Akur- eyri. Neytendafélag Akureyrar og nágrennis: Hjólbarðar í umferð sem ekki staiidast gæða- og öryggiskröfur NEYTENDAFÉLAGI Akureyrar og nágrennis hefur borist aðvörun um að í bænum séu í umferð hjólbarðar sem ekki standast gildandi gæða- og öryggiskröfur og því sé óheimilt að setja þá undir fólksbíla. Á hjólbarðaverkstæðum könnuðust menn við að þessi dekk væru til og einum hafði verið boðin þau til kaups. Þetta kom upp í kjölfar verðkönnunar félagsins á sumarhjólbörðum sem gerð var í síðustu viku, en meginniðurstaða könnunarinnar var sú að mikil samkeppni sé ríkjandi á milli verkstæða. Vilhjálmur Ingi Árnason formað- ur Neytendafélags Akureyrar og nágrennis sagði að fram hefði kom- ið við gerð könnunarinnar að til sölu væru hjólbarðar sem ekki standist gildandi gæða- og örygg- iskröfur. Dæmi væru þess að verk- stæðum hefðu verið boðin þau til kaups, jafnvel heilir gámar, en verð þeirra er um helmingi lægra en þeirra hjólbarða sem hafa löglega gæðastimpla. Þorsteinn Friðriksson stöðvar- stjóri Bifreiðaskoðunar íslands á Akureyri sagði að í fyrrasumar hefðu nýjar reglur tekið gildi og þeir hjólbarðar sem standast þær kröfur sem gerðar eru séu merktir „DOT“, „ECE“ eða „JIS“ eftir því hvort um bandaríska, evrópska eða japanska hjólbarða er að ræða. Umræddar reglur tóku gildi 1. júlí í fyrra og er mönnum heimilt að slíta út þeim dekkjum sem þeir hafa átt áður en reglurnar tóku gildi. Þorsteinn kvaðst ekki hafa orðið þess var að menn kæmu með bifreið- ar til skoðunar á ólöglegum dekkj- um. Sveinn Bjarman verkstjóri hjá Höldi hf. sagðist hafa heyrt um þessi ólöglegu dekk í umferð og séð þau einnig. Þessir hjólbarðar væru til í nokkrum mæli í Bretlandi og væri lítill vandi að útvega þau kysu menn það. Verðið væri um helmingi lægra en á þeim hjólbörðum sem uppfylla gæða- og öryggiskröfurnar sem gerðar eru og margir því gin- keyptir fyrir þeim. „Við hefðum getað fengið svona dekk, en það er ekkert vit í því að vera með þau í sölu, þau eru ekki lögieg og menn fá þau bara í hausinn aftur,“ sagði Sveinn. Þórarinn Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar sagðist hafa heyrt af þessum dekkj- um, en honum hefði ekki verið boð- in þau til kaups. Hjá Hjólbarðaþjón- ustunni á Hvannavöllum höfðu menn ekki heyrt af þessum ólöglegu hjólbörðum í umferð. Hvað niðurstöður könnunarinnar varðar kom í ljós að verð er svipað á öllum stöðunum, en Vilhjálmur Ingi sagði að samkeppnin væri mik- il, verðið væri komið eins langt nið- ur og unnt væri. „Samkeppnin birt- ist einkum í því núna, að menn kepp- ast við að bjóða sem besta aðstöðu á meðan menn bíða,“ sagði hann. Frá því síðasta verðkönnun var gerð hefði eitt verkstæði á Dalvík hætt starfsemi, en Vilhjálmur Ingi sagði að þar hefði samkeppnin síðasta haust verið hvað hörðust. Könnunin náði til sjö verkstæða, fimm á Akur- eyri og tveggja á Dalvík, en forráða- maður Dekkjahallarinnar vildi ekki leyfa verðkönnun í fyrirtæki sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.