Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1991 Hagnaður ársins eftir Þorstein Haraldsson Höfundur Reykjavíkurbréfs gerir afkomu þeirra fyrirtækja sem skráð eru á hlutabréfamarkaðnum að um- talsefni í hugleiðingum sínum sunnudaginn 21. apríl. Bréfritari bendir réttilega á, að með þjóðarsátt- arsamningunum hafi tekist að ná niður verðbólgu og að treysta af- komu atvinnufyrirtækjanna. Með þjóðarsátt hafa launþegar fómað launabótum í baráttunni við verð- bóiguna, en lækkun hennar treystir rekstrargrundvöll atvinnuveganna og afkomu þeirra. Góð afkoma fyrir- tækjanna er forsenda þess að þau geti greitt starfsmönnum sínum hærri laun, án þess að velta launa- hækkununum út í verðlagið, með þeim afleiðingum bæði hvað varðar kaupmátt launa og verðbólguáhrif sem öllum eru löngu ljósar. Reynsla íslendinga af launahækkunum sann- ar svo ekki verður um villst að ekki er unnt að bæta kjörin í reynd nema með hagnaði af þeim rekstri sem launin greiðir. Ef vel á að fara verður að líta til fleiri átta en einnar þegar skoða á hvort afkoma leyfír Iaunahækkanir. HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýningar myndina „ Danielle frænka". Með aðalhlutverk fara Tsilla Chelton og Catherine Jacob. Leikstjóri myndarinnar er Etienne Chatilliez. Danielle frænka lifir góðu lífi í Búrgundi í stóru húsi ásamt ráðs- konu sinni, Odile, og hundinum Gættu þín. Danielle hefur verið ekkja í 50 ár síðan maður hennar lést í stríðinu. Danielle styttir sér stundir með því að setja út á allt og vera einstaklega kvikindisleg við alla, sérstaklega Odile, sem hún ráðskast með allan sólarhringinn. Danielle frænka á engan að, en tvö frændsystkini, sem búa í París, heimsækja hana reglulega. Þau halda að hún sé indæl en hin undir- gefna Odile veit betur: „Þú átt eft- ir að ganga af mér dauðri," segir hún og á daginn kemur að hún hafði rétt fyrir sér. í barnslegri Tilkall til hagnaðarins af rekstrinum kemur frá fleiri en ein.um. Til ríkis- ins, samneyslunnar, rennur u.þ.b. helmingur brúttóhagnaðar hvers fyrirtækis, þ.e.a.s. hagnaðar fyrir skatta. Eigendur fyrirtækjanna, hluthaf- arnir, verða að fá eðlilegan afrakstur fjármuna sinna, annars verður eng- inn fús til þess að leggja fram áhættufé til atvinnustarfsemi. Með þeim hætti einum verður unnt að skapa ný atvinnutækifæri í fram- tíðinni, endurnýja framleiðslutækin og stunda rannsóknir. Nauðsynlegt er að huga að hagsmunum allra aðila, launþega, hins opinbera og fyrirtækja. Sé það ekki gert er víst að illa fer. Ekki er unnt að auka kaupmátt, lækka vexti eða treysta gengi með orðskrúði og yfirboðum. Ef fyrirtæk- in hafa ekki nægan hagnað eykst ásókn þeirra í lánsfé. Vextir hækka og það dregur úr möguleikum fyrir- tækjanna á framtíðarhagnaði. Hári vextir draga úr kaupmætti flestra heimila þar sem vaxtagjöld eru oftar en ekki verulegur hluti útgjalda þeirra. Taprekstur fyrirtækis mun aldrei laða að því það áhættufé sem trygg- ir því lífsandann. Opinberir sjóðir Elnn af aðalleikurum myndar- innar, Tsilla Chelton. góðmennsku sinni bjóða frænd- systkinin Danielle frænku til París- ar til að búa hjá þeim. Það hefðu þau betur látið ógert. munu aldrei tryggja neina varanlega hagsæld í landinu þó þeir séu notað- ir til þess að leggja atvinnuvegunum til „áhættufé". Einungis hagnaður af atvinnustarfsemi í landinu tryggir hagsæld og treystir það velferðar- kerfi sem flestir kjósa. Höfundur Reykjavíkurbréfs telur að nú sé tímabært að hagnaði ársins hjá fyrirtækjum verði að einhveiju leyti skilað til launþega, og telur hann að það þurfí ekki að leiða til aukinnar verðbólgu. Orðrétt skrifar hann: „Nú er auð- vitað alveg ljóst, að þjóðarsáttar- samningarnir hafa skilað árangri fyrir atvinnulífið. Hvert fyrirtækið á fætur öðm, sem skráð er á almenn- um hlutabréfamarkaði og birtir af þeim sökum reikninga sína opinber- lega, skilaði veralegum hagnaði á síðasta ári. Það gildir einu, hvort um er að ræða stórfyrirtæki í sam- göngum á borð við Eimskipafélagið og Flugleiðir, innflutnings- og dreif- ingarfyrirtæki á borð við olíufélögin eða stóra sjávarútvegsfyrirtækin sem reka bæði útgerð og fisk- vinnslu, að ekki sé talað um trygg- ingafélög og banka.“ Síðar í bréfínu stendur: „Þessi góða afkoma er auð- vitað forsenda þess, að fyrirtækin geti greitt starfsmönnum sínum hærri laun, án þess að velta kostn- aði af þeim launahækkunum út í verðlagið. Ef t.d. talsmenn Vinnu- veitendasambandsins tækju upp á því að halda því fram, að svo væri ekki, mundu launþegar einfaldlega ekki leggja trúnað á orð þeirra vegna þess, að staðreyndirnar blasa við.“ Á undanförnum misserum hefur orðið veruleg hækkun á markaðs- verði skráðra hlutabréfa umfram almennar verðlagsbreytingar. Fjöl- eftirJón Hilmar Alfreðsson Innan tíðar mun glasafrjóvgnn- armeðferð hefjast hér á landi. Um er að ræða læknisaðgerð vegna óftjósemi, aðgerð sem er allkostn- aðarsöm, því láta mun nærri að hver tilraun kosti um 200 þúsund krónur. Starfsemi þessi mun verða stað- sett á Landspítalanum, sem er ákjósanlegt frá faglegu sjónar- miði. Eignarhald þessarar starf- seiningar er ótvírætt ríkisins, en það sem hér verður gert að um- ræðuefni er fjármögnun rekstrar- ins eða greiðslufyrirkomulag. Við nánari skoðun er þó ýmis- legt sem mælir gegn þessu. Lands- pítalinn hefur um árabil búið við fjárskort, sem hefur haft margv- ísleg áhrif, en berlegast komið fram í lokunum sjúkrarúma. Á meðan þetta ástand varir er hætt við að glasafrjóvgun verði afskipt og rekstur ótryggur. Fyrir fáeinum vikum virtist enn ein krisa vofa yfir Landspítala- rekstri. Nefnd var sett á laggir til Þorsteinn Haraldsson „Upphaf þessa máls var Reykjavíkurbréf hinn 21. apríl sl. Ég neita því ekki að sá grunur lædd- ist að mér við lestur þess, að bréfritari hefði ruglað saman hagnaði fyrirtækja og hækkun markaðsverðs hluta- bréfa í þeim.“ miðlar hafa töiuvert fjallað um þró- unina á hlutabréfamarkaði og m.a. birt upplýsingar um hagnað nafn- greindra einstaklinga af hlutabréfa- eign þeirra. Rétt þykir að minnast á þetta hér, vegna þess að þessi ábati á ekki rætur í hagnaði atvinnu- fyrirtækjanna sjálfra á árinu 1990 og verður ekki nýttur til þess að greiða hærri laun til þeirra sem hjá þeim starfa. Hækkun á markaðs- að gera tillögur um niðurskurð og lokanir. Sem vænta mátti varð glasafijóvgun ofarlega á blaði. Nýlega fjallaði landlæknir um forgangsröðun í heilbrigðisþjón- ustu. Hann skiptir þjónustunni í 4 flokka og enn hafnaði glasafijóvg- un í neðstu flokkunum. Þetta er ekki tíundað hér til vefangs eða gagnrýni, heldur til þess að benda á að glasafijóvgun og önnur skyld meðferð er þess eðlis, að hún getur ekki haft for- gang á borð við lækningu sjúkra og því er það skynsamlegt og eðli- legt að fjármagna hana með öðrum hætti. Einkum er það æskilegt fyrir meðferðarþegana sjálfa, að þessa starfsemi megi reka ótrufl- að, með þeim afköstum sem eftir- spurn krefur og með þeim gæða- staðli sem bestur er. Við undirbúning þess að taka upp glasafijóvgun hér á landi hafa orðið verulegar og endurteknar tafir. Það er nánast orðinn siður að kenna fjárskorti um í slíkum tilvikum. Það er ekki rétt, það vantar ekki fé, hinsvegar er fjár- mögnunarkerfi heilbrigðismála stirðnað og farið að virka sem verði hlutabréfa endurspeglar fyrst og fremst verðleiðréttingu, sem hef- ur átt sér stað á hlutabréfunum sjálf- um, jafnhliða því sem fárra ára gam- all markaður með bréfin hefur styrkst og eftirspurn eftir þeim auk- ist. Þegar jafnvægi hefur náðst milli framboðs og eftirspurnar eftir hluta- bréfum verður ekkert til þess að ávaxta þá fjármuni sem í þeim eru bundnir nema hagnaður eftir skatta hjá fyrirtækjunum sjálfum. Hver er hagnaður ársins hjá fyrir- tækjunum, sem bréfritari gerir að umtalsefni og hvaða fjármagn er bundið í rekstri þeirra? Hagnað fyrirtækjanna verður að skoða í samhengi við það fjármagn sem í þeim er bundið. Raunávöxtun eigin fjár er skv. töflunni hæst hjá Granda hf. 18,7%. Ávöxtun eigin fjár Granda hf. var neikvæð um 1,0% 1989 og neikvæð um 20% 1988. Eigendur þeirra fyrirtækja sem talin eru í töflunni eru 22.100 tals- ins. Vegna eignarhlutdeildar t.d. lífeyrissjóða og hlutabréfasjóða eru óbeinir eigendur fyrirtækjanna þús- undir til viðbótar. í upphafi árs 1990 buðust Ijár- magnseigendum m.a. eftirtaldir kostir í skuldabréfakaupum með til- greindri raunávöxtun: Spariskírteini ríkissjóðs 6,0% Skuldabréf banka 7,5% Skuldabréf atvinnutrygginga- sjóðs m/ríkisábyrgð 8,25% Álmenn veðskuldabréf 11-14% Ástæða þess að ég tek saman upplýsingar um það hvaða kostir buðust íjármagnseigendum á skuldabréfamarkaði er sú, að nauð- synlegt er að hafa samanburð á milli þeirra kosta sem í boði era hveiju sinni. Ég læt lesendum blaðsins eftir að meta hversu hóflegur eða óhóflegur hagnaður fyrirtækjanna er. Upphaf þessa máls var Reykjavík- urbréf hinn 21. apríl sl. Eg neita því ekki að sá grunur læddist að mér við lestur þess, að bréfritari hefði ruglað saman hagnaði fyrir- tækja og hækkun markaðsverðs hlutabréfa í þeim. Það var einkum tvennt sem studdi þann grun minn. I fyrsta lagi era verulegar líkur á því að enginn hagnaður hafi orðið á tryggingastarfsemi í landinu á árinu 1990, og í öðru lagi höfðu stóru sjáv- arútvegsfyrirtækin sem til var vitnað ekki birt ársreikninga sína þegar Reykjavíkurbréfið var ritað. Höfundur er endurskoðandi og framkvæmdastjóri Hlutabréfasjóðsins hf. „Hér hefur verið gerð grein fyrir tillögu til fjár- mögnunar við rekstur glasafrjóvgunar. Inntak þeirrar tillögu er að starf- semin keppi ekki við hefð- bundna sjúkraþjónustu um naumt skammtaða fjármuni. Tilgangurinn er að tryggja hnökra- lausan rekstur og fram- þróun á sviði ófrjósemis- lækninga.“ hemill á þjónustu og framfarir. Glasafijóvgun hefur verið keypt erlendis um 3-4 ára skeið og greidd að fullu af Tryggingastofnun ríkis- ins (TR) við verði sem er hærra en áætlaður kostnaður hér heima. Þar við bætist að meðferðarþegar sjálfir hafa þurft að greiða ýmsan ferðakostnað beinan og óbeinan. Reynslan er samt sú að tiltölulega fáir hafa, kostnaðarins vegna, ko- Háskólabíó sýnir mynd- ina „Danielle frænka“ Félag: Eigið fé 1/1 1990 á árs- lokaverðlagi ímkr. Hagnaður 1990 á árs- lokaverðlagi í mkr. Raunvexir af eigin fé Eimskip 3.137 353 11,3% Flugleiðir 3.134 417 13,3% Skeljungur 1.758 75 4,3% Olíufélagið 3.045 215 7,1% Sjóvá-Almennar 446 27 6,1% Hampiðjan 483 40 8,3% Tollvörugeymslan 169 3 1,8% íslandsbanki 3.482 460 13,2% Grandi 1.052 197 18,7% Samtals 16.706 1.787 10,7% Vinningstölur laugardaginn 27. apríl 1991 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 2.694.968 £. 4af5^® 3 155.838 3. 4af5 129 6.251 4. 3af 5 4.690 401 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.849.561 kr. Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út á Lottó sölustöðum. Greiðsluform í rekstri glasafrjóvgunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.