Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1991 t Systir mín, SIGURBJÖRG JÓNASDÓTTIR, andaðist í Héraðshælinu Blönduósi þann 26. apríl. Fyrir hönd vandamanna. Ásta Jónasdóttir. t Eiginmaður minn, ÞÓRÓLFUR JÓN EGILSSON rafvirkjameistari, Hlíf II, ísafirði, andaðist á heimili sinu 26. apríl. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Guðrún Gísladóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI GUÐMUNDSSON frá Teigi, Grindavik, andaðist á Hrafnistu Hafnarfirði aðfaranótt 29. apríl. Fyrir hönd aðstandenda. Börn og tengdabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR frá Hrafnkelsstöðum, lést í Sjúkrahúsi Akraness, aðfaranótt 29. apríl. Sjöfn Halldórsdóttir, Magnús Halldórsson, Svanhildur Guðbrandsdóttir, María Ingólfsdóttir, Halldór Valdimarsson, Guðbrandur Ó. Ingólfsson, Kristfn Ingólfsdóttir, Hörður Ivarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Konan mín og móðir okkar, MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR, Reykjahlíð 12, lést i Landakotsspítala sunnudaginn 28. apríl. Guðjón Sigurðsson, Auður Guðjónsdóttir, Unnur Guðjónsdóttir, Bergljót Guðjónsdóttir, Bragi Guðjónsson og aðrir aðstandendur. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ANTON INGIBERGSSON járnsmiður, Kleppsvegi 120, Reykjavík, lést föstudaginn 26. apríl í Landspítalanum. Þórunn Þorvarðardóttir, Unnar Jónsson, Auðbjörg Jónsdóttir, Kristín Jónsd. Schmidhauser, Ulrich Schmidhauser, Áslaug Jónsdóttir, Óskar Ingímarsson, Ómar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi. FRIÐRIK H. GUÐJÓNSSON f.v. útgerðarmaður, Isafirði, lést í Landspitalanum 28. apríl. Ástriður Guðmundsdóttir, Bragi Friðriksson, Katrín Eyjólfsdóttir, Kristín Ásta Friðriksdóttir, Hafsteinn Sigurðsson, Gréta Friðriksdóttir, Sigmar Ólason, Steinunn Friðriksdóttir, Jón Árnason, Gunnur Friðriksdóttir, Fjóla Friðriksdóttir, Haraldur Jóhannsson og barnabörn. Auður Hallgrims dóttir - Minning Fædd 5. nóvember 1926 Dáin 22. apríl 1991 Hún var fædd á Akureyri, dóttir hjónanna Hallgríms Kristjánssonar, málarameistara, og Þórunnar Lúð- víksdóttur. Hallgrímur var úr Svarfaðardal en Þórunn úr Þingeyj- arsýslu, af Skútustaðaætt. Hall- grímur varð tæplega 74 ára gam- all en Þórunn lést aðeins 33 ára gömul frá fjórum börnum, á aldrin- um 2ja til 10 ára. Það gefur auga- leið hversu erfiður móðurmissir er svo ungum börnum, en þau ólust upp í skjóli föður síns á Akureyri. Börnin voru auk Auðar Kristján lyfsali, Ásta og Þóra. Það er einmitt frá Akureyri sem mínar fyrstu minningar um Auði eru. Ég man þær systur frá þessum árum um 1950, Auði og Ástu. Þær vöktu athygli, dökkar yfirlitum, sundkonur góðar og samrýndar mjög. Nokkuð löngu síðar urðu svo kynni okkar og fjölskyldna okkar. Árið 1950 gengu þau í hjónaband Auður og Viktor Aðalsteinsson, fyrrum flugstjóri, fæddur 5. apríl 1922. Þau bjuggu fyrstu árin á Akureyri eða til 1954 er þau flutt- ust til Reykjavíkur, síðan í Garðabæ að Lindarflöt 36 frá 1964 til 1981, er þau fluttust til Hafnarfjarðar og áttu þar heimili síðan. Þau Auður og Viktor áttu ein- stöku barnaláni að fagna. Elst er Helen f. 24. mars 1951, gift Ian Stuart, stjórnmálafræðingi. Þau eru búsett í London og eiga einn son, Thomas Alexander. Helen er fjár- málastjóri hjá ráðgjafarfyrirtæki í London. Næstur er Hallgrímur fæddur 13. ágúst 1953, flugmaður hjá Flugleiðum hf., kvæntur Ragn- heiði Rögnvaldsdóttur, hjúkrunar- fræðingi. Þau eru búsett í Bessa- staðahreppi. Börn þeirra eru Krist- ján Hjöi’var, Hrannar Þór og Auð- ur. Yngstur er Viktor fæddur 20. júlí 1962, flugmaður hjá Flugtaki hf. Sambýliskona hans er Asrún Vilbergsdóttir og eiga þau soninn Viktor Ara. Ég kynntist Viktori fyrst skömmu eftir að ég fluttist til Akur- eyrar árið 1948. Hann var þá bif- reiðastjóri á BSA, en flugmaður og flugstjóri hjá Flugfélagi Islands hf. og síðar Flugleiðum hf. var hann frá 1950 til 1985. Feður okkar Viktors, þeir Einar Kristjánsson, þá í Sana á Akureyri, og Áðalsteinn Magnússon, lengi starfsmaður ÁTVR á Akureyri, voru góðir kunningjar. Þessi kunn- ingsskapur þeirra yfirfærðist á okk- ur syni þeirra og varð að náinni vináttu sem haldist hefur æ síðan. Mikill samgangur varð milli heimila okkar eftir að Auður og Viktor fluttust á Flatirnar í Garðabæ, þá Garðahreppi, árið 1964. Þá fyrst kynntumst við Auði og elskulegum börnum þeirra. Ég minnist ótaimargra samveru- stunda á heimili þerra á Lindarflöt- inni. Þar var oft gestkvæmt og þar ríkti glaðværð og gáski. Söngur var í hávegum hafður og enda að von- um. Auður hafði einkar fagra og tæra söngrödd. Hún var líka mjög t Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÚN GISSURARDÓTTIR, Álfaskeiði 40, Hafnarfirði, lést á Sólvangi 28. apríl. Kristján Steingrímsson, Steingrímur Kristjánsson, Margrét Ág. Kristjánsdóttir, Júlíus Hinriksson, Gissur V. Kristjánsson, Dóra L. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR STEFANÍA SIGURÐARDÓTTIR fyrrv. stöðvarstjóri Póst og síma Grundarfirði, Dalbraut 20, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum föstudaginn 26. apríl sl. Jarðsett verður frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 4. maí. Sigurður Hallgrímsson, Erla Eiriksdóttir, Selma Hallgrimsdóttir Ruga, Erastus Ruga, Sveinn Hallgrímsson, Gerður K. Guðnadóttir, Ingibjörg Hallgrímsdóttir, Kristinn Ólafsson, Halldóra Hallgrímsdóttir Laszlo, Peter Laszlo, Guðni E. Hallgrímsson, Bryndís Theodórsdóttir, Hallgrímur Hallgrímsson, Guðríður J. Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. verður jarðsettur frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 30. april kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á líknarfélög. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS H. JÓNSSON frá Bolungavik, Hrafnistu, áður Þykkvabæ 13, Reykjavik, Hulda Magnúsdóttir, Jón Friðgeir Magnússon, Elías Magnusson, Kristbjörg Magnúsdóttir, Laufey Magnúsdóttir, Jónina Magnúsdóttir, Símon Magnússon, Hafdís Magnúsdóttir, Sævar Magnússon, Sigurgeir Finnbogason, Elísabet Lárusdóttir, Rannveig Káradóttir, Sigurjón Magnússon, Kristján Óskarsson, John Ostergaar, Ingibjörg Gísladóttir, Erlingur Guðjónsson, Anna Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm TWiiffiiií ni'iin 11 i iwi w ■ m———híii wwhiim ww h—mi i Tinrn'ii nMiinipmimif nti lagviss og lék vel á píanó. Og hús- bóndinn, Viktor, hafði og hefur enn einhveija ljúfustu tenórrödd sem heyrist. Dúettar þeirra hjóna voru frábærir. Og svo sungum við öll saman heilu kvöldin, húsráðendur og gestir. Það voru oft meiriháttar hljómleikar. Við stofnuðum kvart- ett, Viktor og Árni Jónsson, söngv- ari, Brynjólfur Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri, og undirritaður, og kölluðum „Stjórakvartettinn", því í honum voru flugstjóri, verslunar- stjóri, ráðuneytisstjóri og sveitar- stjóri. Oft tókum við lagið á Lindar- flötinni við undirleik Auðar. Þetta voru ógleymanlegar stundir. Ég minnist líka ferðalaganna mörgu með þeim hjónum, veiðiferð- anna í Sandá í Þistilfirði, allt frá árinu 1969, tjaldferða í Þjórsárdal, Landmannalaugar og víðar, göngu- ferða, skíða- og skautaferða á árum áður. Og þá var líka sungið. Eitt sinn fórum við í langferð saman. Fyrst til Kaupmannahafnar, svo til Rómar, til Napólí, Pompei og Capri og Sorrento, þar sem við dvöldumst í 10 daga. Og loks til London og heim. Viðburðarík og skemmtileg ferð sem við munum vel þótt 23 ár séu liðin. Við leigðum okkur hestvagn og kúsk eina kvöld- stund í Róm, skoðuðum borgina í 30 stiga hita og sungum svo vegfar- endur sperrtu eyrun. Þetta voru dýrðardagar sem við þökkum nú á skilnaðarstund. Þegar ég nú rifja upp kynni okk- ar hjóna við Auði og Viktor er þar allt bjart yfir. En lífið er ekki allt dans á rósum svo sem ætla mætti af því sem ég hef hér rakið. Þannig hefur Auður eflaust átt sínar erfiðu stundir og þau hjón bæði. Eitt er víst, að síðustu árin urðu þeim erfið. í bytjun júlí árið 1984 gekkst Viktor undir skurðaðgerð. Auður heimsótti hann á spítalann ásamt Helen, dóttur þeirra. Á leið heim fékk hún væga heilablæðingu sem olii nokkurri lömun. Tveimur árum síðar fékk hún annað áfall og til muna alvarlegra. Hún gat þó dvalið heima við góða umönnun Viktors, en þar kom að hún varð að fá þá aðstöðu, sem aðeins fæst á stofnun- um sem til þess eru byggðar. Allra seinustu árin dvaldist hún á Hrafn- istu í Hafnarfirði og sætti sig sæmi- lega við hlutskipti sitt. Um helgar og á hátíðum var hún þó heima í Háahvammi 5 hjá Viktori, sem lagði sig fram um að gera henni lífið létt- ara. Nú er lífi hennar lokið. Þar skipt- ust á skin og skúrir, en mestan hluta ævinnar lifði hún hamingju- sömu lífi. Hún átti góðan maka og gjörvileg börn. Það syngur enginn vondur maður, segir máltækið. Það sannaðist á Auði og Viktori. En síðustu árin mátti Auður þola mót- læti erfiðra veikinda. Þau veikindi snertu Viktor mjög, þótt hann léti ekki á því bera. Ándlát hennar langt um aldur fram við hið þriðja áfallið hefur leyst hana undan vanlíðan þungbærra veikinda. Megi það vera huggun Viktori, börnum, barna- börnum og öðrum eftirlifandi ætt- ingjum og vinum. Við hjónin þökkum samfylgdina og allar ánægjustundirnar og biðj- um Viktori og fjölskyldunni allri Guðs biessunar. Ólafur G. Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.