Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991 Afmæliskveðja: Hálfdan Auðunsson, Ytra-Seljalandi Áttræður er í dag Hálfdan Auð- unsson bóndi að Ytra-Seljalandi und- ir Vestur-Eyjaijöllum. Hálfdan fædd- ist að Dalsseli í Eyjafjallasveit 30. apríl 1911. Voru foreldrar hans hin víðkunnu Dalsselshjón Guðlaug H. Hafliðadóttir og Auðunn Ingvarsson kaupmaður og bóndi þar. Hálfdan var 6. barn þeirra hjóna. Þann dag sem Hálfdan fæddist var Auðunn faðir hans á heimleið frá Þjórsártúni af deildarstjórafundi Sláturfélags Suðurlands. Þá voru um 6 ár síðan sýslumaður Rangæinga, Einar skáld Benediktsson, gaf út verslunarleyfi hans 1905. En tveimur árum síðar, 1907, tók Auðunn þá djörfu áhættu að gera kaup við Vest- manneyjakaupmann um húsagerðar- við til byggingar á tvílyftu húsi í Dalsseli og koma þeim efnivið í flot- búntum dregnum af vélbátum upp á sandströndina austan Markarfljóts, þar sem honum var á land skipað og búinn upp á reiðingshesta. Voru þeir svo reknir með dráttarklyfjum sínum yfir ála Markarfljóts heim að Dalsseli. Þar gengu brátt kunnáttu- menn rösklega til verks og reistu á skömmum tima eftir teikningu tvílyft timburhús er taldist upp komið veg- legast húsa þar um slóðir. Hús þetta rúmaði vel verslunarrekstur Auðuns, sem og íbúðarkost íjöiskyldunnar, svo að vel dugði út búskaparár Auð- uns í Dalsseli, að auki um skeið til farskólahalds. Á unglingsárum Auðuns lagði hann þegar drög að framgangi sínum til sjálfbjargar með því, 16 ára, að færa nákvæma dagbók, læra að binda inn bækur og smíða horn- spæni. Hálfdan óx upp á mesta athafna- skeiði föður síns, þegar meðal ann- ars fyrsta bíl hans var ekið eftir Fljótshlíðarvegi og yfir Þverárála heim í Dalsselshlað 1928. Þar með fengu hinir uppkomnu og uppvax- andi Dalsselsbræður fyrr tækifæri en aðrir þar eystra til inngöngu í bílaldarskeið sögunnar. Auðunn lét ekki staðar numið þar og eignaðist tvær bifreiðar til viðbótar áður en Markarfljót og Þverár voru brúaðar. Hálfdan naut vel uppvaxtarára sinna í atgervisþroska tengdum starfsreynslu í verkmenningu þess tima, undir styrkri stjóm föður síns og kærleiksríkri umhyggju móður sinnar í litríkri atburðarás daganna mitt á meðal samstæðra systkina. Eða eins og hin skáldmælta systir hans Guðrún eldri sagði í ljóði sínu „í föðurgarði fyrrum“: „Systkin tíu sáu um bú: / sauma flík og mjólka kú, / grafa skurð og byggja brú, / bera hey á jötu, / girða og laga götu . ..“ „Oft var kátt um aftanstund, / ungum fákum hleypt um grund, / taumar léku létt í mund, / leiftraði þá af steinum / undan hófahrein- um .. Hálfdan ólst upp við bifreiðaakst- ur, sem og þeir bræður allir, og naut þess í starfi og arði æ síðan. Hann kynntist aflabrögðum á vetrarvertíð, sem og aðrir Eyfellingar þess tíma í Keflavík og Vestmannaeyjum en þar ók hann einnig fiskafla af bryggj- um. Árið 1926 fékk Auðunn fyrsta útvarpstækið í sína sveit og var þess notið vegna einkaframtaks Ottós B. Arnars. Síðar á fjórða áratugnum sótt Hálfdan námskeið hjá Viðgerð- arstofu Ríkisútvarpsins undir hand- leiðslu Jóns Alexanderssonar raf- virkja. Eftir það annaðist Hálfdan uppsetningu á viðtækjum vítt um Rangárþing í söluumboði Viðtækja- verslunar ríkisins á prósentulaunum. Eftir að ár voru brúaðar á Suður- landi og uppbyggðavegir lagðir, þeg- ar heimsstyrjöld gekk yfir lönd og höf, færði framvinda örlaganna Hálf- dan nær hinum fögru Eyjafjöllum, sem eru í einkar heillandi sjónmáli frá æskuheimili hans. Það var þegar þau Sigríður heimasæta á Selja- landi, dóttir Kristjáns oddvita Ólafs- sonar, felldu hugi saman og gengu í hjónaband árið 1944. Hinar merku velkunnu ættir komu saman á víxl með þeim hætti að móðurætt Sigríðar var á föðurættar- grein Hálfdans frá séra Agli Eld- járnssyni á Útskálum og föðurætt Sigríðar á móðurættargrein Hálf- dans frá Karítas á Vatnsskarðshól- um, dóttur Þórunnar Scheving Hann- esdóttur sýslumanns Scheving, Lár- ussonar. Samtímis fékk Kristján Ólafsson dóttur og tengdasyni væna sneið (þriðjung) af stórjörð sinni, þar með ræktað tún, undir búsetu á nýbýla- grundvelli. Ekki þarf að orðlegnja það að Hálfdan gekk baráttuglaður rösklega til verks, svo eigi skyldi hans hlutur eftir liggja. Hlutur Hálfdans lá sannarlega ekki eftir þegar gengið var til átaka við hin fjölþættu verkefni er nýbýl- unga beið. Hann var vinsæll og átti greiða leið að þeim mönnum, er dugðu honum vel til þess er við þurfti hveiju sinni. Hann tók mjög tillit til viðhorfs og vilja lífsförunaut- ar síns og lífsbarátta þeirra varð samvirkari og farsælli fyrir vikið. Þau Sigríður og Hálfdan áttu það sameiginlegt að alast upp í þjóðbraut og heimili beggja urðu að lúta þungu gestaálagi, en nutu jafnframt góðra gesta og litríkari manngerða. Þau voru einnig alin upp við vinnusemi frá unga aldri og skyldurækni við foreldra og samferðarfólk. Byggingar nýbýlisins risu upp í áætlaðri röð: Snoturt íbúðarhús, fjár- hús, fjós og hlöður. Þau nutu þeirra forréttinda á búsetustað að geta nýtt sér fallkraft silfurbunu í berginu háa til raforkuframleiðslu. Með því varð heimili þeirra þegar búið þeim þægindum er víða skorti þá í sveit- um. Þess naut húsfreyjan unga og gerði heimilið aðlaðandi og enn frem- ur vegna kvennaskólanáms síns frá Blönduósi. Búgripum fjölgaði og ræktað land stækkaði. Mjólkurafurðir frá ört fjölgandi kúm í fjósi styrktu rekstrar- grunn heimilisins, en um leið var meiri þörf fyrir fleiri og dýrari vinnslutæki ásamt áburðardýrara stækkandi túnlendi. Börnin fæddust þétt fyrstu árin og áfram þar til þau voru 9 talsins, hraust, mannvænleg og vel gefin börn, en snemma var sýnt að þau mundu ganga svo langt sem auðið yrði á menntabraut. Hálfdani var fullljóst frá upphafi búskapar síns að afrakstur nytjagripa yrði of veik- burða stoð undir framfærslu ört vax- andi fjölskyldu, ekki síst með tilliti til skólagöngu bama sinna. Hann vissi jafnframt frá upphafi hvað duga mundi best en það var að aka sjálfur í eigin útgerð þeim vörubíl er eftir- sóknarverður teldist í harðri sam- keppni um vegagerðarakstur í þágu ríkisins. En það var ekki þrautalaust að verða sér úti um slíkt fjárfesting- artæki er aðeins varð sótt í þær greipar er fast héldu um gjaldeyris- forða þjóðarinnar og nefnt var „Fjár- hagsráð". Minnisstætt er mér, líklega 1955, þegar mágur minn Hálfdan bóndi er kominn til Reykjavíkur og eftir langvinna bar- áttu tókst með naumindum að draga veglegt atvinnutæki sitt úr hálfluktri greip ríkisvaldsins. Ekki var alltaf ánægjulegt hlutskipti bóndans í há- heyönn, að vera í bíl sínum Ijötraður við veg og malargryfju á tvísýnum þurrkdegi með ugg í bijósti um hvort konunni heima tækist að nota þerri- útlit dagsins. En þegar hann kom heim var ljóst að konan, stjórnandinn í fjarveru bónda, hafði með styrkri stoð barna þeirra nýtt möguleika dagsins svo sem verða mátti. Hin velvinnandi börn þeirra báru uppi vaxandi búskap, er náði því marki um skeið, að verða 23 mjólk- andi kýr og 230 fjár, enda efidi þetta mjög skólagöngu hinna námfúsu barna. Börn Sigríðar og Hálfdans eru eftirtalin: Kristján, f. 9. júní 1945, verslunarstjóri, maki Sigurveig Jóna Þorbergsdóttir, búa á Hvolsvelli. Auðunn Hlynur, f. 17. ágúst 1946, umdæmistæknifræðingur, maki Berta Sveinbjarnardóttir, búa í Borg- amesi. Guðlaug Helga, f. 20. maí 1948, bókari, maki Ásbjörn Þorvarð- arson byggingafulltrúi, búa í Mos- fellsbæ. Hálfdan Ómar, f. 3. desem- ber 1949, menntaskólakennari/með- ritstjóri, maki Þuríður Þorbjarnar- dóttir, búa á Seltjarnarnesi. Markús Hrafnkell, f. 4. febrúar 1951, versl- unarstjóri, maki Inga Lára Péturs- dóttir, búa í Reykjavík. Arnlaug Björg, f. 15. október 1952, fulltrúi, býr í Reykjavík. Heimir Freyr, f. 21. febrúar 1958, kennari að Skógum, A-Eyjafjöllum. Guðrún Ingibjörg, f. 19. júlí 1960, kennari í Svíþjóð. Sigríður Hrund, f. 21. nóvember 1963, þroskaþjálfi í Reykjavík. Áður en Hálfdan kvæntist átti hann Sig- urð S. Hálfdanarson brunavörð í Reykjavík, maki Theodóra Sveins- dóttir. Hálfdan Auðunsson er mikill höfð- ingi heim að sækja og drengskapar- maður og hin skarpgreinda mann- kostakona hans er húsmæðra best heim að sækja. Eg óska þér kæri mágur til ham- ingju á merkum afmælisdegi þínum með þökk fyrir áratuga samfylgd og vináttu, ásamt liðnum ljúfum stund- um með konu minni á fyrirmyndar- heimilinu að Ytra-Seljalandi. Konráð Bjarnason Islandsmótið í tvímenningi: Matthías Þorvaldsson o g Sverrir Armannsson öruggir sigurvegarar Sverrir og Matthías eru báðir fæddir inn í bridsheiminn, ef svo má að orði komast. Sverrir er son- ur Ármanns J. Lárussonar sem er margreyndur keppnisspilari og hef- ir lengst af spilað hjá Bridsfélagi Kópavogs. Matthías er sonur Þor- valds Matthíassonar sem verið hef- ir í fremstu röð spilara hjá Bridsfé- lagi Breiðfirðinga í áratugi. ____________Brids________________ ArnórRagnarsson SVERRIR Ármannsson og Matt- hías Þorvaldsson sigruðu í úr- slitakeppni íslandsmótsins í tvímenningi sem fram fór um helgina. Þeir tóku forystuna í upphafi móts og héldu henni til loka, hlutu 263 stig yfir meðal- skor sem er að meðaltali um 8,5 stig úr hverri umferð. Mótið hófst á laugardagsmorgun og að loknum 10 umferðum höfðu sigurvegaramir tekið afgerandi forystu, en staðan var þá þessi: Sverrir Ármannsson - Matthías Þorvaldsson 134 JónBaldursson-AðalsteinnJörgensen 70 HermannLárusson-ÓlafurLárusson 64 Júlíus Snorrason - Sigurður Sigurjónsson 63 BjamiJónsson-SveinnÞorvaldsson 58 GuðmundurP.Amarson-ÞorlákurJónsson 54 Tíu umferðum síðar voru Sverrir og Matthías með liðlega 90 stiga forystu. Þeir félagar spiluðu jafn vel allt mótið og fátt eitt benti til þess að þeirgæfu eftir fyrsta sætið. Keppnin í mótinu var því um annað sætið. Þar bar mest á Guð- mundi Páli og Þorláki, Jóni B. og Aðalsteini og Val og Guðmundi Sveinssyni og ef litið er á stöðuna eftir 26 umferðir má sjá að hart er barist. SverrirÁrmannsson - Matthías Þorvaldsson 274 Guðmundur P. Amarson - Þorlákur Jónsson 159 Valur Sigurðsson - Guðmundur Sveinsson 152 Jón Baldursson - Aðalsteinn Jörgensen 132 HermannLárusson-ÓlafurLárusson 116 Bragi Hauksson - Sig^ryggur Sigurðsson 108 Bjami Jónsson - Sveinn Þorvaldsson 84 Sigtryggur Sigurðsson er þekkt- ur tvímenningsrefur og hefir orðið íslandsmeistari í tvímenningi með Páli Valdimarssyni. Honum þótti sinn hlutur heldur rýr og setti í þessari stöðu í þriðja gír. Þeir félag- ar Sigtryggur og Bragi skoruðu 85 stig í síðustu fimm umferðunum og það gaf þeim annað sætið í mótinu, en lokastaðan varð þessi: Sverrir Ármannsson - Matthías Þorvaldsson 263 Bragi Hauksson - Sigtryggur Sigurðsson 193 Jón Baldursson - Aðalsteinn Jörgensen 14 4 Guðmundur P. Amarson - Þorlákur Jónsson 139 Valur Sigurðsson - Guðmundur Sveinsson 126 Jakob Kristinsson - Pétur Guðjónsson 125 BjamiJónsson-SveinnÞorvaldsson 121 Oddur Hjaltason - Eiríkur Hjaltason 116 HermannLárusson-ÓlafurLárusson 116 GuðlaugurR.Jóhannsson-ÖmAmþórsson 99 ÓmarJónsson-GuðniSigurbjamarson 77 Páll Þ. Bergsson - Jörundur Þórðarson 71 Steinar Jónsson - Ólafur Jónsson 56 Morgunblaðið/Amór Sigurvegararnir í íslandsmótinu í tvímenningi, Sverrir Ármanns- son og Matthías Þorvaldsson, hampa sigurverðlaununum. Sverrir og Matthías byijuðu að spila saman í fyrra og hafa náð mjög góðum árangri saman. Þeir hafa spilað í vetur í sveit Sam- vinnuferða/Landsýnar. Sverrir hef- ir spilað keppnisbrids í a.m.k. tvo áratugi. Hann hætti að spila í nokk- ur ár en byrjaði á ný fyrir u.þ.b. tveimur árum og er aldrei betri en nú. Matthías er yngri og ört vax- andi spilari og okkar framtíðar- maður í bridsinum. Mótið fór að þessu sinni fram í húsi Bridssambandsins og var það ágætt. Þríeykið sem stýrði mótinu gerði það af stökustu prýði að venju. Agnar Jörgensson stjómaði mótinu. Reiknimeistari var Kristján Hauksson og þeim til halds og trausts Elín Bjarnadóttir frkvstj. BSÍ. Sigtryggur Sigurðsson og Bragi Hauksson taka við silfurverðlaun- unum í mótinu. Það er forseti Bridssambandsins, Helgi Jóhanns- son, sem afhendir verðlaunin. Örn Arnþórsson varð að Iáta sér nægja 10. sætið í mótinu að þessu sinni. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni Svanborgu Dahl- man sem var honum til halds og trausts síðasta hluta mótsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.