Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 12
12
MÖRGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 30. APRÍL 1991
Þing baltneskra og norrænna bókmenntagagnrýnenda í Tallinn, 19. og 20. apríl:
„Stuðningiir ykkar skipt-
ir máli - miklu máli. “
Fyrsta grein
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Dagana 19. og 20. apríl sl. hitt-
ust bókmenntagagnrýnendur frá
Norðurlöndum og Eystrasalts-
ríkjum í fyrsta sinn á sameigin-
legum fundi í höfuðborg Eist-
lands, Tallinn. Finnsku ritdóm-
arasamtökin áttu frumkvæðið að
þinghaldinu og undirbjuggu dag-
skrána í samráði við eistnesku
aðilana.
Tæplega 30 fulltrúar frá 7 lönd-
um mættu til leiks. Flestir voru frá
Finnlandi, alls 5. Undirritaður var
sá eini frá íslandi og mætti þarna
fyrir hönd Morgunblaðsins. Auk rit-
dómaranna tóku margir eistneskir
rithöfundar þátt í dagskránni. Eng-
inn fulltrúi kom frá Svíþjóð og mun
röð af óheppilegum tilviljunum hafa
valdið því.
urnir stutt erindi sem flest snerust
um bókmenntagagnrýni, tjáningar-
frelsi og fijálsa fjölmiðlun. Seinni
daginn var haldinn fréttamanna-
fundur og þátttakendur báru saman
bækur sínar óformlega.
Erindi baltnesku fulltrúanna
höfðu skiljanlega aðra áherslu en
erindi þeirra norrænu. Þeir töluðu
af reynslu um hluti sem voru aðeins
hugmyndir hjá okkur gestunum.
Engum þarf að koma á óvart hve
sterklega bókmenntaumræðan
dróst að stjórnmálum, sama hvar
drepið var niður fæti. Meira verður
greint frá þessum umræðum í
næstu greinum.
Undir lok fyrra dagsins var skip-
uð nefnd með einum fulltrúa frá
hveiju Norðurlandanna. Hún samdi
ályktun um stuðningsyfírlýsingu við
tjáningarfrelsi og fijálsa fjölmiðlun
í Eystrasaltsríkjunum: Alyktunin
var send fjölmiðlum og birtist í
sumum þeirra strax daginn eftir.
Vladimir Beekman
Sameiginlegar hugmyndir -
ólík reynsla
„Segðu Islendingum að...“
Það var samdóma álit norrænu
fulltrúanna að þetta hefði verið eitt
óvenjulegasta og forvitnilegasta
þing sem þeir höfðu sótt. í raun
má segja að norrænu gestirnir hafi
verið þiggjendur en þeir baltnesku
veitendur. Lokakvöldið sagði einn
Daninn dálítið þreyttur en ánægð-
ur: „Höfuð mitt er stútfullt af fróð-
leik, nýrri reynslu. Það tekur hálft
ár að vinna úr henni.“
Fyrri daginn fluttu þátttakend-
Einhverra hluta vegna hafði það
borist til eyrna baltnesku fulltrú-
anna að ekki hefði verið eins auð-
sótt fyrir íslenska þátttakandann
að fá vegabréfsáritun og aðra þing-
gesti. Raunar var það ekki fyrr en
útgáfustjóri Looming-bókaútgáf-
unnar hafði sent skeyti til sovéska
sendiráðsins í Reykjavík um persón-
ulegt boð mér til handa að vega-
bréfsáritun loks fékkst.
Sama var hvaða Eystrasaltsfull-
trúa maður tók tali — ekki skipti
máli hvort um Eistlending, Letta
eða Litháa var að ræða — fyrr eða
síðar skyldi hann koma að því sem
einn orðaði á þessa leið:
„Við viljum að þú skilir þakklæti
heim til landsmanna þinna fyrir
ómetanlegan og eindreginn pólitísk-
an og siðferðilegan stuðning við
frelsisbaráttu okkar. Segðu þeim
að stuðningurinn skipti máli — hann
er ómetanlegur.“
Bókmenntasaga Eistlendinga
Fyrri daginn hittust þingfulltrúar
í safni sem kennt er við einn helsta
rithöfund og ritdómara Eista á
þessari öld, Friedebert Tuglas.
Fulltrúar Norðurlandaþjóðanna
fluttu fyrst stutt erindi um stöðu
bókmennta og bókaútgáfu sinna
T I L B 0 B A R S I N S
VEGNA HAGSTÆÐRAINNKAUPA
GETUM VIÐ BOÐIÐ
UM 47.000,- KR. VERÐLÆKKUN
Rubin ljós eik, 160 x 200 cm, með náttborðum og dýnum
(spring- eða latexdýnur).
Verð kr. 102.457,- stgr. og lánaverð kr. 109.457,-
Áður kr. 146.355,- stgr. og lánaverð kr. 156.529,-
Dæmi um greiðslumáta:
l)Visa/Euro raðgreiðslur í
11 mánuði, ca. 10.888,-
hvern mánuð.
_ 2) Munaián í 30 mánuði.
Útborgun 27.364,-, afborgun
á mánuði ca. 3.500,-
Grensásvegi 3 • stmi 681144
Umboðsmenn: Austurland: Hólmar hf., Reyðarfirði.
Norðurland: Vörubær, Akureyri. Vestfirðir: Húsgagnaloftið, ísafirði.
/
Síberíu, aðallega 1947-1950, öðrum
tókst að flýja til útlanda. Afleiðing-
in var m.a. sú að kringum 1950
komu út fleiri eistneskar bækur í
útlöndum en í Eistlandi.
Raddblærinn hjá Beekman varð
allur þyngri þegar hann sagði:
„Það var því stór stund þegar
tókst að efna til þings þar sem eistn-
eskir höfundar hvaðanæva úr heim-
mum hittust. Þetta var í maí 1989.
í þijá daga sátum við og töluðum
saman. Við erum lítil þjóð. Þarna
uppgötvuðum við að við erum
hvorki svo ríkir né margir að við
höfum efni á því að halda uppi
tvenns konar menningu."
Beekman sagði að þarna hefði
verið samþykkt ályktun sem fól í
sér hvatningu til að sætta andstæð-
ur í eistneskum bókmenntum.
heimalanda. Ekki spunnust miklar
umræður um erindi þeirra því ein-
hvern veginn lá í loftinu að meiri
' áhugi væri á því sem fulltrúar
Eystrasaltsþjóðanna hefðu að
segja.
Formaður gagnrýnendadeildar
eistnesku rithöfundasamtakanna,
Andres Langemets, opnaði dag-
skrána og stýrði þinginu báða dag-
ana. Dagskráin var eins og vænta
mátti ekki skipulögð út í æsar held-
ur réðu fulltrúar nokkuð ferðinni.
Vladimir Beekman er skáld og
sagnahöfundur. Hann hefur ferðast
víða og ritað bækur um fjarlæg
lönd, m.a. heitir ein ísland 1958.
Beekman gaf gott yfirlit um allra
helstu þætti í sögu eistneskrar rit-
listar. Saga Eistlendinga er 5.000
ára gömul en ritlistin kom í kjölfar
kristninnar sem var þröngvað upp
á þá á 13. öld. Fagurbókmenntir
tóku ekki að þróast í Eistlandi fyrr
en á 18. og 19. öld og var efnið
aðallega unnið úr þjóðsögum og
þjóðlegum kvæðum.
Á lýðveldistímanum, 1918 til
1940, fylgdu eistneskar bókmenntir
svipaðri þróun og í öðrum evrópsk-
um löndum. Eftir hernám Rússa
1940 klofnuðu rithöfundar í fylk-
ingar, og mynduðu fasistar og
kommúnistar sterkustu andstæð-
umar. Sumir höfundanna fóru í
herinn, sumir í þann rússneska,
aðrir í þann þýska. Þriðja hópinn
skipuðu þeir sem flýðu land, fóru
til lýðræðisríkja Evrópu — mikill
fjöldi til Svíþjóðar — til Bandaríkj-
anna, Kanada og Ástralíu og héldu
áfram að skrifa þar. Allmargir fóru
til Finnlands og börðust við hlið
Finna í Vetrarstríðinu 1939-40.
Eftir stríðið var erfitt að sætta
andstæð öfl í þjóðfélaginu, þar með
talið rithöfunda sem höfðu borist á
banaspjót í eiginlegri og óeiginlegri
merkingu.
Þjóðin — bæði menningarlega og
pólitískt — var klofin milli illsættan-
legra andstæðna. Og hún var líka
fátækari af fólki. Menntamenn
höfðu verið fluttir í fangabúðir í
í framhaldi af þessu benti Beek-
man á að Eistlendingum færi fækk-
andi. Fyrir seinna stríð voru Eist-
lendingar 1,2 milljónir talsins en
eru nú kringum 800.000. Árið 1939
hófust _ skipulegir brottflutningar
fólks. Árið 1941 voru yfir 10.000
menn numdir brott á einu bretti.
Þúsundir Eistlendinga féllu í styij-
öldinni. Mikið mannfall varð í Tall-
inn í loftárásum Rússa í stríðinu.
Árið 1949 var ein alvarlegasta til-
raun gerð til að bijóta niður mót-
stöðuafl þjóðarinnar þegar 20.000
manns voru flutt burtu á tveim
dögum. Með þessu hugðust stjórn-
völd kæfa andóf smábænda gegn
áætlun kommúnista um akuryrkju-
búskap.
Beekman rakti hvernig sú skylda
var lögð á herðar eistneskra rithöf-
unda að lofa og prísa sósíalíska
kerfið. Stór hluti höfundanna kaus
frekar að þegja en gefa út bækur
undir þessum kringumstæðum.
Jafnvel ýmsir höfundar, sem skrif-
uðu verk sem varla gátu reynst
kommúnískum yfirvöldum hættu-
leg, féllu í ónáð. Nefna má viður-
kennda höfunda eins og Friedebert
Tuglas og Johannes Semper. Ekki
dugði það þeim síðarnefnda þótt
hann hefði verið mikill andfasisti.
Verk hans voru engu að síður bönn-
uð.
Þetta sögulega yfirlit um eistn-
eska bókmenntasköpun leiddi Beek-
man síðan til að draga ályktanir:
„Eistnesk menning hefur alltaf
verið opin fyrir erlendum áhrifum:
bæði rússneskar, þýskar og skand-
inavískar bókmenntir hafa átt
greiðan aðgang að okkur — að ís-
lenskum bókmenntum meðtöldum.
Við kysum þess vegna að norrænu
þjóðirnar vissu dálítið meira um
okkur.
Við verðum að leita að nýjum
möguleikum til að koma á sam-
skiptum við Evrópu. Við getum
ekki lifað af í einangrun.
Við viljum skilyrðislaust efla okk-
ar eigin menningu. Það er forsenda
fyrir sjálfsvirðingu hverrar þjóðar
að varðveita tungu sína, bókmennt-
ir og listir. Við megnum ekki að
gera mikið fyrir efnahag Evrópu-
þjóða — til þess erum við of smá —
en hugsanlega getum við gefið þeim
eitthvað af menningararfi okkar,
eitthvað sem þær ekki eiga.
Hugsanlega."
(Næst: Um menningarlegt
ástand í Lettlandi.)
Leiðrétting' á greininni „Dólga-
frjálshyggjan og vísindin“
í athugasemdum mínum við bókarýni Guðmundar Heiðars Frimanns-
sonar (Mbl. 18.4.91) hefur fallið niður heil lína - og tvö orð að auki
ögn brenglast. Verður viðkomandi málsgrein þar með óskiljanleg.
Rétt hljóðar hún svo:
Annars virðist hann hafa leitað
með logandi Ijósi um alla bókina,
u.þ.b. 550 blaðsíður, að einhveiju
gagnrýnisverðu, en ekkert fundið
sem hægt væri að fetta fingur út í.
Á bls. 187 rakst hann reyndar á
fullyrðingu í viðtalsbút, sem ég birti
í bókinni, um „umferðaróhöpp" í
herþorpinu. Er eins og GHF vilji
helst fara að rífast um túlkun þessa
hlægilega smáatriðis, en sér þó sjálf-
ur eftir langt mál í þrem liðum að
„þetta er ekki mjög mikilvægt til-
„Sjálfsvirðing þjóðar: tunga,
bókmenntir og listir“
felli", hættir umijöllun sinni og skilur
lesandann eftir án frekari skýringa.
Er þetta eina tilraun GHP til efnis-
legrar gagnrýni - og endar hún
óneitanlega ögn bamalega. Strangt
tekið er það mikið lof og stórt á alla
efnismeðferð í bókinni „Herstöðin,
félagslegt umhverfi og íslenskt þjóð-
líf“ að ekkert gagmýnisverðara
finnst í henni - annað en hugsanleg
önnur túlkun á „umferðaróhöppum"
þrátt fyrir langa og stranga leit!
Friðrik H. Hallsson