Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991 Umræður um framtíðarvarnir Evrópu: EB-ríkin vöruð við að sniðganga Nato Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evrópubandalagsins (EB) ræddu meðal annars framtíðarhlutverk bandalagsins í öryggi og vörnum Evrópu á óformlegum fundi í Lúxemborg nú um helgina. Jacques Poos, ut- anríkisráðherra Lúxemborgar, sem var í forsæti á fundinum gerði ráðherrunum grein fyrir bréfi frá James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þar sem hann varar EB-ríkin við því að sniðganga Atlantshafsbandalagið (NATO) í umfjöllun þess um öryggi og varnir Evrópu í framtíðinni. I bréfi Bakers er vikið að hug- myndum sem fram hafa komið í þá veru að Vestur-Evrópusambandið (VES), varnarbandalag níu EB- ríkja, fái aukið vægi í vörnum Evr- ópu. Segir í bréfínu að gefa verði NATO-ríkjum utan Evrópubanda- lagsins kost á að gerast aðilar að Vestur-Evrópusambandinu verði því ætlað lykilhlutverk í framtíðarvörn- um Evrópu. Hér ræðir um þijú NATO-ríki, Noreg, ísland og Tyrkland. í óformlegum tillögum Lúxem- borgara er m.a. gert ráð fyrir að Vestur-Evrópusambandið verði inn- limað í Evrópubandalagið og á veg- um þess verði starfræktur sérstakur Evrópuher, sem beita megi jafnt utan Evrópu jafnt sem í hugsanleg- um átökum í Mið- og Austur-Evr- ópu. Skiptar skoðanir eru um ágæti hugmynda sem þessara innan Evr- ópubandalagsins. Bretar, Hollend- ingar og Portúgalir hafa á vettvangi Evrópubandalagsins lagt ríka áherslu á náið samráð við aðild- arríki NATO um endurskoðun ör- yggis- og vamarmála Evrópu og þá sérstaklega gott samband við bandarísk stjórnvöld um þau efni. Önnur EB-ríki hafa fullt eins verið tilbúin til að kyunna endanlega hug- myndir bandalagsins innan NATO þegar þær eru fullbúnar. Búist er við því að boðað verði til leiðtoga- fundar NATO í haust til að íjalla um nýtt og breytt hlutverk banda- lagsins innan nýrrar Evrópu. Jacqu- es Delors, forseti framkvæmda- stjórnar Evrópubandalagsins, sagði að loknum fundinum í Lúxemborg að umræðan innan EB hefði farið langt fram úr umræðunni innan NATO um nýja skipan öryggis- og vamarmála í Evrópu. Nauðsynlegt væri að herða umræðuna innan Atlantshafsbandalagsins til þess að styggja ekki Bandaríkjamenn. Reuter Milljarða tjón ífárviðri Fyrrum nágrannar í bænum Andover í Kansasríki hughreysta hvor annann í rústum húsa sinna. Fjórt- án manns biðu bana í bænum á sunnudag af völdum hvirfilbyls og þriðjungur íbúðarhúsa eyðilagðist en 5.000 manns bjuggu þar. Alls biðu 23 bana af völd- um óveðurs í ríkjunum Kansas og Óklahóma, en þar og í fimm ríkjum til viðbótar sem veðrið fór yfir, nam tjón af völdum þess jafnvirði milljarða ÍSK. Bandamenn ætla að stækka griðasvæði Kúrda í N-írak Evrópubandalagið vill, að Sameinuðu þjóðirnar taki við gæslunni HASKDLABIO SJÁ BÍÓSÍÐU Zakho, Mondorf, London. Reuter. HERMENN bandamanna í Norð- ur-írak hafa ákveðið að stækka griðasvæðin, sem ætluð eru kúr- dísku flóttafólki, og eru þegar byrjaðar framkvæmdir við nýjar búðir skammt frá borginni Zak- ho. Nokkuð er þó um, að kúrdí- skir skæruliðar hindri fólk í að fara til þessara svæða og þá und- ir því yfirskini, að því sé ekki í yfirlýsingu, sem gefin var út eftir fundinn, segja fulltrúar sjö- ríkjanna, Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands, Þýskalands, Frakklands, Ítalíu og Japans, að það sé sameig- inleg stefna þeirra að lækka vexti en ekki var sagt hvernig eða hven- ær það ætti að gerast. I Bandaríkjunum er samdráttur óhætt. Evrópubandalagið hefur samþykkt, að lögreglulið Samein- uðu þjóðanna taki við gæslu á flóttamannasvæðunum en vill, að flugherir vestrænna ríkja haldi áfram yfirráðum í lofti. Saddam Hussein íraksforseti hélt upp á 54 ára afmæli sitt á sunnudag og var þá sæmdur fjölda heiðurs- merkja fyrir „fórnfúst starf í í efnahagslífinu og stjórnvöld telja, að eina leiðin til að auka hagvöxt þar og í heiminum almennt sé að lækka vexti. Fulltrúar hinna ríkj- anna sex voru ekki jafn vissir í sinni sök og Þjóðveijap sögðu, að til að halda aftur af verðbólgunni yrðu vextir að vera háir enn um sinn. Kváðust Þjóðverjar og Japanir einn- þágu lands og þjóðar“. Bandarískir og hollenskir her- menn tóku í gær til við að reisa nýjar flóttamannabúðir fyrir 10.000 manns skammt frá borginni Zakho og hefur verið ákveðið að stækka griðasvæðin, sem Kúrdum er ætluð. Hefur hermönnum Saddams verið vísað burt úr borginni og eru þeir flestir farnir þaðan. Talsmenn Sam- ig ekkert hafa á móti ódýru lánsfé en það yrði best tryggt með lítilli verðbólgu. Þjóðveijar minna á, að 1978 hafi þeir látið undan Bandaríkjamönn- um og gripið til ýmissa aðgerða til að auka hagvöxt en með þeim af- leiðingum, að verðbólga jókst til muna um allan heim. Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, bendir líka á, að þýska stjórnin hafi létt þrýstingnum af vöxtunum með því að hækka skatta og eigi ekki við neinn fjárlagahalla að stríða. Það sé því ekki við Þjóðveija að sakast. einuðu þjóðanna sögðu í gær, að um 20.000 kúrdískir flóttamenn kæmu nú daglega til griðasvæðanna í Norður-írak en nokkuð er um, að kúrdískir skæruliðar meini þeim för. Bera þeir því við, að öryggi fólksins hafi ekki verið tryggt en stundum virðist tilgangurinn vera sá einn að ræna fólkið eða kúga af því fé. Utanríkisráðherrar EB sam- þykktu á fundi í bænum Mondorf í Luxemborg um helgina, að rétt væri að lögreglulið frá SÞ tæki við gæslu á flóttamannasvæðunum í Norður-írak. Það voru Bretar, sem lögðu þetta til, en þeir sögðu jafn- framt, að flugherir vestrænna ríkja yrðu að vera viðbúnir að skakka leikinn ef hermenn íraksstjómar gæfu tilefni til. Breska blaðið Observer sagði á sunnudag, að Saddam Hussein væri að endurbyggja herinn með kín- verskum og norður-kóreskum vopn- um, sem flutt væru til íraks á laun. Þessu neitaði íraksstjórn í gær og sagði, að viðskiptabannið væri svo strangt, að ekki væri einu sinni unnt að flytja matvæli til landsins. Saddam Hussein fagnaði 54 ára afmæli sínu á sunnudag og var þá mikið um dýrðir í Bagdad. Sýndi íraska sjónvarpið frá tveggja stunda móttöku einhvers staðar í borginni þar sem Saddam var að kyssa lítil börn og jafnframt var hann sæmdur æðsta heiðursmerki ríkisins fyrir „allar þær fórnir, sem hann hefur fært í þágu lands og lýðs“. Fundur iðnríkjanna í Washington: Þjóðverjar snerust gegn tiliögnm um vaxtalækkun Washington. Reuter. FUNDI sjö-ríkja-hópsins, sjö helstu iðnríkja heims, lauk í Washing- ton í fyrradag, og þykja niðurstöður hans nokkur ósigur fyrir Banda- ríkjastjórn. Lagði hún áherslu á, að vextir yrðu lækkaðir strax til að örva með því hagvöxt en á það var ekki fallist. Bandarískir embættismenn segjast þó enn vissir um, að vaxtalækkun sé skammt undan. Með aðeins hálfu koffeinmagni Ósvikið kaffibragð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.