Morgunblaðið - 05.05.1991, Page 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1991
í tilefni af Alheimsátaki til hjálpar stríðshrjáðum gengst Rauði kross Islands
fyrir fjölskyldusamkomu í miðborg Reykjavíkur næstkomandi
miðvikudagskvöld 8. maí.
Þar fer fram almennings SKOKK / HLAUP / GANGA,
STYRKTARHLJÓMLEIKAR með öllum helstu hljómsveitum íslenskum
ásamt Hemma Gunn og Dengsa og loks mynda viðstaddir LJÓSAKEÐJU
með logandi kertum.
SOL UR
SORTA
Alheimsátak
til hjálpar stríðshrjáðum
STUÐNINGS-
HIJÓMLEIKAR
í Lækjargötu frá kl. 20:00 til
23:00.
Stjórnin
Sykurmolarnir
Bubbi
Ný dönsk
Biái hatturinn
Rokklingarnir
Síðan skein sól
Hemmi Gunn og Dengsi
og fieiri.
• •••••••••
SKOKK
HIAUP
GANGA
Lagt verður af stað frá
íslandsbanka, Lækjargötu 12.
Þátttakendur geta valið um
lítinn eða stóran hring, allir geta
verið með, þátttaka er
aðalatriðið.
Mæting er kl. 18:45 og ræst
verður kl. 19:00.
Þátttökunúmer kosta 200 kr.
innifalið er happdrættisnúmer
og ljós í ljóskeðjuna.
Númerín eru til sölu á
eftirtöldum stöðum:
REYKJAVÍK:
Sportmarkaðurinn, Hólagarði
Ástund-sportvörudeild, Austurveri
Útiiíf, Glæsibæ
Bikarinn, Skólavörðustíg 14
Sportval, Kringlunni 8-12
Vesturbæjarapótek, Melhaga 20-22
HAFNARFJÖRÐUR:
Músik og sport, Reykjavíkurvegi 60
GARÐABÆR:
Sælgætis- og Vfdeohöllin,
Garðatorgi 1
KÓPAVOGUR:
Sportbúð Kópavogs, Hamraborg 22
MOSFELLSBÆR:
G.S. Söluturn og Vídeoleiga,
Háholti 14
SELTJARNARNES:
Sportlíf, Eiðistorgi
Og frá kl. 18:00 miðvikudaginn
við íslandsbankahúsið.
Dregið verður í happdrættinu
eftir skokkið.
LJÓSAKEDJA
Um kvöldið myndar fólk ljósakeðju
með logandi kertum. Slík ljósakeðja
verður mynduð víða um heim til að
tákna samstöðu um alheimsátakið.
Kertin verða seld í miðborginni frá kl.
18:00 á miðvikudag. Einnig fylgja þau
skráningarnúmerum í skokkið.
FJÖIMiNNUM í MIÐBORGINA Á
MIÐVIKUDAGSKVÖID
Heimilistæki - PHILIPS styrkir hlaupið og Ijósakeðjuna
Dr. Gunnar Ólafsson
Doktor í
steingerv-
ingafræði
NÝLEGA varði Gunnar Ólafsson
jarðfræðingur doktorsritgerð
sína við Stokkhólmsháskóla í
Svíþjóð. Ritgerðin fjallar um 10
til 35 milljóna ára gamla stein-
gerða kalksvifþörunga úr djúp-
sjávarseti frá Atlantshafi, Kyrra-
hafi og Indlandshafi. Aðaland-
mælandi við doktorsvörnina var
dr. Hans R. Thierstein, prófessor
í jarðvísindum í Ziirich í Sviss.
Gunnar Ólafsson nam jarðfræði
við Háskóla íslands og lauk B.Sc-
prófi þaðan haustið 1984 og fjórða
árs prófi ári seinna. Hann fór sfðan
til framhaldsnáms í steingervinga-
fræði hjá dr. Jan Backman við jarð-
fræðistofnun Stokkhólmsháskóla.
í tengslum við doktorsverkefnið
dvaldi Gunnar haustið 1988 í Parma
á Ítalíu við rannsóknarstörf í sam-
vinnu við prófessor Domenicco Rio
og starfshóp hans.
Vorið 1990 dvaldi Gunnar 2 mán-
uði á rannsóknarskipinu JOIDES
Resolution suðaustan við Japan þar
sem könnuð var jarðsaga og jarð-
fræðileg þróun Nankaitrogsina. Þessi
leiðangur var hluti af alþjóðaverkefni
ODP, Oeean Drilling Program þar
sem saman koma vísindamenn frá
fjölda landa og vinna saman að
ákveðnum rannsóknarverkefnum.
Gunnar hefur flutt fyrirlestra víða
í Svíþjóð og á alþjóðaráðstefnum og
er núna að vinna að rannsóknum á
djúpsjávarseti frá Vöringsháslét-
tunni í Norður-Atlantshafi og sjávar-
seti frá Nicaragua.
Gunnar fæddist í Reykjavík 1958,
sonur Fanneyjar D. Arthúrsdóttur
og Ólafs H. Grímssonar geðlæknis á
Landspítalanum. Sambýliskona
Gunnars er Guðrún Á. Jónsdóttir
plöntu vi stfræði ngu r.
■ Á PÚLSINUM sunnudaginn 5.
maí verða að sinni síðustu tónleikar
djass- og blúshljómsveitarinnar Sál-
arháska í tónleikaröð sem bundin
hefur verið við þriðjudagskvöld
hverrar viku sl. 2 mánuði. Sérstak-
ur gestur kvöldsins verður saxófón-
leikarinn Rúnar Georgsson. Sálar-
háska skipa: Eyþór Gunnarsson,
Sigurður Flosason, Tómas R.
Einarsson, Atli Örvarsson og
Pétur Grétarsson.