Morgunblaðið - 05.05.1991, Page 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1991
Lucy Ewing var „skvettan á
Southfork". Hún er orðin töluvert
þroskaðri en hún var í upphafi
þáttanna bæði hvað varðar útlit
og persónu.
Bobby Ewing eins og hann leit út
í fyrstu þáttunum. Sumum finnst
hann myndarlegur og geðþekkur
maður, aðrir þola liann ekki og
finnst hann væminn og
leiðinlegur.
Langloka aldarinnar
í andarslitrnnnm
eftir Brynju Tomer
ÞÓTT FÁIR viðurkenni að þeim
þyki gaman að horfa á Dallas-
þættina eru þetta með allra vin-
sælustu og langlífustu framhalds-
þáttum sem gerðir hafa verið fyr-
ir sjónvarp. Prúðuleikararnir —
blessuð sé minning þeirra — eru
meðal örfárra sem geta státað af
svipuðum vinsældum. Sjónvarpið
hóf sýningar á Dallas fyrir tíu
árum, en nýlega bárust fréttir frá
Bandaríkjunum þess efnis að
framleiðslu þáttanna væri hætt.
Kannski síðustu forvöð því sumar
persónurnar hafa dáið, gengið
aftur, týnst eða legið fyrir dauðan-
um svo vikum skiptir. Söguþráð-
urinn er farinn að ganga í hring
samkvæmt því sem tryggir áhorf-
cndur Dallas segja. Frægt var
steypibaðið hans Bobby sem tók
nokkra mánuði meðan Patrick
Duffy sem leikur Bobby átti í laun-
astappi við framleiðendur þátt-
anna. Loks komust þeir að sam-
komulagi og þegar Bobby birtist
aftur á skjánum kom i ljós að alla
þættina í millitíðinni hafði Pam-
elu, hans ágætu konu, verið að
dreyma!
J.R., skúrkurinn í Dallas.
Eitthvað hefur hann breyst í útliti
á þeim 13 árum sem þættirnir hafa verið fram-
leiddir. Manngæska er hugtak sem hann þekkir
ekki og hann svífst einskis til að fá sínu framgengt.
FRAMLEIÐSLU HÆTT EFTIR 400 ÞÆTTI, EIM
SÝNIIMGUM Á ÍSLAIMDILÝKUR NÆSTA VETUR
Fáir voru á ferli úti á götu
miðvikudagskvöldið 6. maí
1981, þegar ríkissjónvarp-
ið sýndi fyrsta Dallas-þátt-
inn. Mikið hafði verið
skrifað um þessa stórkost-
legustu sápuóperu allra
tíma og töluverð spenna
hafði byggst upp í sambandi við sýn-
ingu þáttanna á Islandi. Það vildi
líka þannig til að ríkissjónvarpið
hafði sjaldan eða aldrei áður reynst
svo vel á verði gagnvart því sem var
vinsælt í útlöndum. Upphaflega áætl-
aði sjónvarpið að sýna 29 þætti, en
Dallas átti svo miklum vinsældum
að fagna meðal Frónbúa að sjónvarp-
ið gat ekki með góðu móti gert ann-
að en kaupa fleiri þætti. Alls sýndi
ríkissjónvarpið milli 110 og 120
þætti.
Þegar Stöð 2 hóf göngu sína,
haustið 1986 var ákveðið að verða
við óskum Dallas-aðdáenda og hefur
Stöð 2 sýnt þættina sleitulaust síðan,
ef undan er skilið sumarið 1989.
Sýningar á Dallas munu haida áfram
fram á næsta vetur og þá hefur Stöð
2 sýnt alls 227 þætti. Fyrsti þáttur-
inn í síðustu þáttaröðinni hefst 27.
maí næstkomandi og verður þá að
öilum líkindum unnið að því smám
saman að láta persónurnar „hverfa"
á sannfærandi hátt, svo þættirnir
geti gengið á vit feðra sinna án þess
á áhorfendur verði fyrir of miklu
sálarhnjaski.
Fyrsti þátturinn hét „Dóttir gull-
grafarans" og var þar fyrst og fremst
verið að kynna Ewing-fjölskylduna
og umhverfi hennar. Um leið var
byggður grunnur að — að því er virt-
ist — óendanlegri hringavitleysu um
þessa efnuðu fjölskyldu á Southfork.
Dóttir gullgrafarans reyndist vera
Pamela. Faðir Pamelu var svarinn
óvinur Ewings gamla eftir deilur við
hann um olíulindir. Pamela heillaði
hins vegar sjónvarpsáhorfendur upp-
úr skónum, alla vega til að byija
með. Hún var ekki bara með eindæm-
um hugguleg kona heldur var hún
ásamt Bobby manni sínum spegil-
mynd heiðarleikans.
J.R er líklega vinsælasta persóna
þáttanna og ýmist dýrkaður eða hat-
aður af áhorfendum. Hann er hinn
mesti refur og þess vegna auðvelt
fyrir höfunda þáttanna að finna upp
á nýjum klækjum og brögðum fyrir
hlutverkið. Hann er skúrkur í við-
skiptalífinu og eins og rófulaus rakki
í einkalífinu. Larry Hagman hefur
tekist vel upp í hlutverki J.R. og
fyrstu árin mátti hann gjalda þess.
Um tíma þurfti hann að hafa hóp
lífvarða í kringum sig, því áhorfend-
ur úti í henni Ameríku áttu sumir
erfitt með að greina á milli leikarans
Larry Hagmans og hins óbilgjarna
J.R. „Stundum húðskammaði fólk
mig úti á götu fyrir hversu illa ég
færi með Sue Ellen og margir vilja
lúskra á svona skúrki eins og J.R.,“
sagði Larry Hagman einu sinni í við-
tali.
Fólk skiptist í grófum dráttum í
þrjá hópa í afstöðunni til Dallas; þá
sem horfa á hvern einasta þátt og
viðurkenna það (eða ekk'i), þá sem
horfa á einn og einn þátt og hafa
gaman af því. Síðan eru þeir sem
hafa algjöran ímigust á Dallas og
slökkva á sjónvarpinu frekar en að
horfa á „þessa bölvuðu vitleysu".
Hvað svo sem fólki kann að þykja
um Dallas, hafa verið gerðir 400
fimmtíu mínútna þættir um fjölskyld-
una á Southfork og það verður áreið-
anlega eitthvert lesendabréf í dag-
blöðunum næsta vetur þar sem beðið
verður um fleiri Dallas-þætti eða í
versta falli endursýningu á þáttunum
frá upphafi ... en eins og Daninn
sagði: Den tid den sorg.
Guðríður Guðjónsdðttir tieíur horft á alla Þættina:
SKEMMTILEG
AFÞREYING
GUÐRÍÐUR Guðjónsdóttir er þekktari undir nafninu Gurrý.
Hún er íþróttakennari við Fjölbrautaskólann í Ármúla og ein
af fremstu handboltakonum Iandsins. „Ég held ég hafi misst
. 15 eða 20 mínútur af fyrsta þættinum,“ segir hún, en síðan
hefur hún horft á hvern einasta Dallas-þátt sem sýndur hefur
verið á Islandi og gerir alltaf ráðstafanir til að missa ekki af
þætti.
Eg vissi ekkert um Dallas þegar
þættirnir byijuðu í sjónvarp-
inu,“ segir Gurrý og segist ekki
hafa verið neitt sérlega spennt
miðvikudagskvöldið 6. maí 1981.
„Nú finnst mér hins vegar eins
og Ewing-fjölskyldan tilheyri
mér, eða ég henni, þó ég geri
mér grein fyrir hversu fáránlega
það kann að hljóma.“ Gurrý er
yfirleitt á handboltaæfingum
þegar þættirnir eru sendir út.
„Ég tek þá bara uppá myndband
og horfi á þá þegar ég hef tíma,“
segir hún.
„Mér finnst ég slappa best af
fyrir framan sjónvarpið og ég lít
fyrst og fremst á Dallas sem
afþreyingu. Skemmtilega af-
þreyingu. Það er alltaf nóg að
gerast í þáttunum þó söguþráð-
urinn fari í endalausa hringi.
Mér finnst þættimir vel gerðir
og einhvern veginn hefur tekist
að flétta saman svikum, pening-
um, ást og afbrýðisemi á
skemmtilegan hátt.“
Gurrý segist ekki muna hvern-
ig fyrstu þættirnir voru. „En það
skiptir heldur engu máli. Þetta
er afþreying sem ég nýt á því
augnabliki sem ég horfi á þætt-
ina. Ég geri ekki aðrar kröfur
til þeirra en að þeir höfði til mín
Morgunblaðið/KGA
Guðríður Guðjónsdóttir: „Það
er alltaf nóg að gerast í þáttun-
um þó söguþráðurinn fari í
endalausa hringi.“
í jafnlangan tíma og þeir vara.“
Þegar hún er innt eftir því
hvort hún komi til með að sakna
þáttanna, segist Gurrý ekki gera
ráð fyrir því. „Ég væri alveg til
í að horfa á fleiri þætti, en þó
mér finnist gaman að Dallas er
ekki eins og sé verið að slíta úr
mér hjartað þó að hætt sé að
framleiða þættina.“
Kristján G. Arngrímsson:
Fáránleikinn er
yndislegur
„ÉG MAN óyóst eftir fyrsta þættinum og horfði síðan á Dallas öðru
hvoru í nokkur ár,“ segir Kristján G. Arngrímsson Ijósmyndari. „Ég
hef alltaf haft eitthvert undarlegt gaman af því að horfa á þessa
þætti,“ heldur hann áfram og segist sannfærður um ágæti Dallas
á þeim forsendum að þættirnir eru vinsælir“, eins og liann segir.
J.R. finnst mér skemmtilegur kar-
akter en ég þoli ekki Bobby. Ef
persónur í bók eða mynd höfða að
einhveiju leyti til mín er tilgangin-
um náð. í Dallas vottar fyrir per-
sónum af þessu tagi, sem er meira
en hægt er að segja um stóran
hluta íslenskra nútímabókmennta.
Þegar ég tala um að persónurnar
höfði til mín á ég við að ég fái ein-
hveija tilfinningu fyrir þeim, mér
líki annaðhvort vel eða illa við
þær. Ég finn til dæmis stundum
fyrir samúð með J.R. þegar honum
tekst ekki vel upp þrátt fyrir skepn-
uskapinn."
— Hvað segir þú um söguþráð-
inn?
„Hann er ósköp einfalt drama
sem gerir ekki meiri kröfur til mín
en þær að ég setjist fyrir framan
sjónvarpið og horfi í klukkutíma.
Þetta eru örlagasögur einstaklinga
og þær eru alltaf vinsælt söguefni.
Fáránleikinn í Dallas er yndislegur!
Efnið er svo guðdómlega vitfirrt!
Margir sjálfskipaðir gáfumenn
hafa margt og mikið á móti Dall-
as, en hvað hefur Dallas gert þeim?
Mér finnst Dallas athyglisvert á
þeirri forsendu að þættirnir eru
vinsælir þrátt fyrir einfaldleika og
fáránleika.“
— Þér finnst Dallas þá oft ekki
njóta sannmælis, eða hvað?
„Alls eki.i. Dallas og sápuóperur
af þessu tagi eiga fullkomlega rétt
á sér svo lengi sem fólk vill horfa
á þetta. Afþreyingarefni er merki-
legt fyrirbæri. Einfaldleikinn getur