Morgunblaðið - 05.05.1991, Síða 7

Morgunblaðið - 05.05.1991, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1991 C 1 Karl Oskarsson kvikmynúagerðarmaður: Öffgakenndar sögur sem ffara ihring _________________ „ÉG HEF á tilfinningunni að Dallas-þættirnir séu unnir mjög hratt og að minnsta kosti tvö tökulið og tæknilið vinni að hverjum þætti. Leikurinn er misjafn og það fer líklega eftir því hver leikstýrir hverju sinni hvernig til tekst,“ segir Karl Óskarsson kvikmynda- gerðarmaður. Rarl segist ekki hafa horft á marga Dallas-þætti og segir að framhaldsþættir sem séu í of mörgum hlutum höfði ekki til hans. „Bestu framhaldsþættir sem ég hef séð í sjónvarpi voru Smilie’s People sem sýndir voru í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Einnig þóttu mér Hús- bændur og hjú ágætir. Þar var fjöldi þáttanna takmarkaður og þess vegna var hægt að hafa stígandi í þeim. í Dallas er hins vegar farið í hringi til að halda áhorfendum við skjáinn. Þetta eru öfgakenndar sögur sem fara í H hring.“ Ekki þykir Karli mikið til tæknilegrar og mynd- rænnarhlið- ar Dallas *, koma. JH „Mynd- vinnsla Karl Óskarsson: „Það skiptir mig í sjálfu sér engu máli þó einhverjum þyki gaman að horfa á Dallas.“ Dufl og daður, svik og prettir eru áber- andi í Dallas. leyti á hin svokölluðu stofudrama sem byggjast fyrst og fremst á samtölum persónanna. Sá hluti þáttanna er líka áhugaverðastur að mínu mati, því leikmyndirnar eru til dæmis mjög fábrotnar og þær sömu notaðar aftur og aft- ur, samanber myndina af bú- garðinum, skrifstofu J.R., heimili Sue Ellen og þannig mætti lengi telja.“ — Fara þættirnir í taugarnar á þér? „Nei, ég get ekki sagt það, því ég get einfaldlega sleppt því að horfa á þá og það skiptir mig í sjálfu sér engu máli þó einhveij- um þyki gaman að horfa á Dall- as. Það hefur farið í taugarnar á mér hvernig þættirnir hafa verið markaðssettir. Markaðs- setningin hefur að miklu leyti gengið út á frásagnir af leikurum í slúðurdálkum dajfblaðanna víða um heim og það finnst mér léleg- asta gerð af auglýsingu." — Hvað finnst þér um ís- lenska sjónvarpsdagskrá al- mennt? „Hún er viðunandi að mörgu leyti, en höfðar einhverra hluta vegna sífellt minna til mín. Ég sækist meira eftir vandaðra sjón- varpsefni eftir því sem árin líða og ég verð að segja að mér þætti skemmtilegra að sjá meira af metnaðarfullri innlendri þátta- gerð.“ Sue Ellen átti í hinu mesta basli í einkalífinu og lagðist í drykkju. „Hún var alltaf á böm- mer,“ eins og ungur Dallas- áhorfandi sagði. Síðan hóf hún nýtt líf. Jock Ewing, Pamela Ewing var dóttir versta óvinar tengdaföður síns. Ástæðan? Einhverjir olíudropar í Texas. — Pa- mela hvarf af sjónarsvið- inu þegar leikkonan Vic- toria Principal fékk nóg af Dallas. Neðri myndin er af Pamelu eins og hún Ieit út skömmu áður cn \hún hljópst á brott frá N. Bobby. t mynd- i ‘ bygg- :,' | ing er 4-J.afar f TJ ein- foid,“ segir f hann. „Og leikur- inn ber merki þess að ekki séu leyfðar fleiri en ejn taka á hveiju atriði, alla vega í mörgum til- fellum. Ann- ars minnir Dallas mig að mörgu Cliff Barnes, Miss Ellie og nýi maðurinn, Clay- ton Farlow, sem •eitt sinn var ást- maður Sue Ellen. Reyndar hafði sonur hans áður krumpað rekkju- voðir frúarinnar, það er að segja Sue Ellenar. Morgunblaðið/Júlíus Kristján G. Arngríinsson: „J.R. finnst mér skemmtilegur karakt- er en ég þoli ekki Bobby.“ verið góð leið til að höfða til fólks. Það er ekki í verkahring fræðinga að ákveða hvað er gott eða vont, það eru neytendur sem ákveða það. Fræðingar gætu hins vegar notað tækifærið og farið að velta fyrir sér hvað býr að baki vinsæld- um ákveðins efnis. Þeir gætu varp- að fram spurningu á borð við: Hvað fær svona margt fólk til að horfa á Dallas, hlusta á popptónlist og lesa myndasögur? Nú fyrst eru menn farnir að fjalla um teikni- myndasögur á bókmenntalegum grundvelli, en þær eru stórmerki- legt bókmenntalegt fyrirbæri, sem fólk hefur einfaldlega vanmetið hingað til.“ — Eru einhver skilaboð í Dallas sem við höfum ekki gert okkur grein fyrir? „Það veit ég ekki. Þegar bækur eru skrifaðar eða myndir gerðar er það í verkahring neytandans að vinna úr skilaboðunum ef einhver eru. Ef einhver skilaboð eru í Dall- as verða þau einfaldlega til í huga þess sem horfir á þáttinn. í Dallas er klassísk uppbygging. í hveijum þætti er upphaf, stígandi, hápunkt- ur og endir, og þar sem þetta eru framhaldsþættir er pínulítil spenna skilin eftir í lokin, svo fólk hafi lágmarks áhuga á að sjá næsta þátt. Annað sem er stórkostlegt við Dallas er að það skiptir ekki máli þó þú missir úr 150 þætti. Þú get- ur samt horft á þátt og komist inní söguna á örskammri stundu. Þegar ég horfi á Dallas, þó ég geri það ekki oft núorðið, finnst mér eins og ég sé að fara í heim- sókn til gamalla kunningja og kanna hvernig lífsins mál ganga hjá þeim.“ Kristmann Eiðsson býðandi: Hafói lúmskt gaman aff þessu KRISTMANN Eiðsson þýddi Dallas-þættina fyrir ríkissjónvarpið, en hann hefur annast þýðingar fyrir stofnunina frá 1969 og þýtt nærri 70 framhaldsmyndaflokka á þessum tima. „Ég þýddi líka á sínum tíma framhaldsmyndaflokkinn Húsbændur oghjú o g satt að segja þóttu mér þeir betri, bæði hvað varðar leik og efni,“ segir Kristmann. rátt fyrir að mér þætti Dallas helst til ómerkilegt sjónvarps- efni hafði ég lúmskt gaman af þáttunum," segir Kristmann og segist hafa orðið var við mikil við- brögð hjá fólki. „Allir virtust horfa á þættina þó fáir vildu viðurkenna það og ég var oft spurður hvað mundi gerast í næsta þætti.“ Kristmann segist muna ágæt- lega eftir fyrsta þættinum sem var sendur út fyrir tíu árum „og mér leist ekkert sérlega vel á þetta,“ segir hann. „Þættirnir skilja ekkert eftir sig en eiga þó fullkomlega rétt á sér að mínu mati meðan fólk vill horfa á þá og engum er ofboðið með ofbeldi eða hryllingi." — Þú segist hafa orðið var við að fólk horfði mikið á þættina. Var einhver ákveðinn aldurshópur sem virtist hafa meiri áhuga en annar á Dallas? „Nei, ég gat ekki merkt það, hins vegar virtist kvenþjóðin hafa meiri áhuga á Dallas en karlarnir." — Hver heldurðu að sé ástæðan fyrir þessum miklu vinsældum Dallas? „Ég get ekki gert mér grein fyr- ir því með góðu móti. Þetta er lík- lega góð afþreying. I þáttununi kemur fram mikill glæsileiki og miklir peningar. Ég ímynda mér að margir meðaljónar sem rétt ná að lifa af mánaðarlaununum sjái dagdrauma sína endurspeglast í þessum þáttum. Svo er atburðarás- in í þáttunum hröð, og það er mikil- vægt í afþreyingarefni af þessu Kristmann Eiðsson: „Ég var oft spurður hvað inundi gerast í næsta þætti.“ tagi. Ást og afbrýði sem er klass- ískt fyrirbæri er fremur ríkjandi í Dallas og það á sennilega líka sinn þátt í vinsældunum." — Segðu mér eitt, Kristmann. Ef þér væri tilkynnt á morgun að ríkissjónarpið hefði keypt 100 nýja Dallas-þætti og þú ættir að þýða þá, hvað myndir þú segja? „Tja. Nú veit ég ekki. Ég yrði sjálfsagt ekkert ákaflega spenntur, en myndi þó að öllum líkindum taka að mér þýðingarnar og rifja upp talsmátann hjá þeim persónum sem ég kannast við úr þáttunum.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.