Morgunblaðið - 05.05.1991, Síða 14
14 c .............. MÖRGUNBLÁÐIÐ
Q/i'í’II
SUNNUÐAGUR 5. MAM991
SAGNFRÆÐI
Horfellir
Meinsemdir og
mannf jöldi á Islandi
eftir Pól Lúðvík Einarsson
HVERS VEGNA eru íslendingar
ekki fleiri en raun ber vitni? A
miðötdum var e.t.v. einn Islend-
ingur á móti þrem eða fjórum
Norðmönnum. Miðað við það
hluttfatl ættu landsmenn að vera
ein til ein og hálf milljón — en í
dag stendur íslendingurinn einn
á móti tuttugu Norðmönnum.
Samanburður við önnur ná-
grannalönd gefur ekki hagstæð-
ari niðurstöður, Heimildir og
áætlanir fræðimanna benda til
þess að á meðan öðrum þjóðum
fjölgaði hafi mannfjöldinn á ís-
landi sveiflast til og frá á bilinu
35-50 þúsundir. Ogþað ekki
breyst fyrr en Iíða tók á 19. öld-
ina. A síðari tímum hefur kenn-
ingunni um „náttúrulega fólks-
fjöldatakmörkun" mjög verið
haldið á lofti. Þegar ákveðnu
hámarki hafi verið náð, u.þ.b. 50
þúsund, hafi harðæri og sjúk-
dómar séð fyrir fækkun íslend-
inga. Landið og einhæfir at-
vinnuhættir hafi einfaldlega ekki
staðið undir meiri mannfjölda.
Það hafi ekki verið fyrr en ís-
lendingar tileinkuðu sér tækni-
framfarir að þeim fór að fjölga.
— Árni Daniel Júlíusson sagn-
fræðingur hefur sett fram efa-
semdir um þessar kennisetning-
ar, hann telur að sérstæð sóttar-
farssaga landsins hafði ráðið
miklu.
Inýjasta hefti Söga, málgagni
Sögufélagsins, er að finna
grein eftir Áma Daníel Jú-
líusson, „Áhrif fólksfjölda-
þróunar á atvinnuhætti
gamla samfélagsins". í grein-
inni vitnar Ámi Daníel til
cand.mag.-ritgerðar Guð-
mundar Hálfdánarsonar um fólks-
fjöldaþróun á íslandi á 18. öld þar
sem kenningar danska mannfjölda-
fræðingsins Estherar Boserup eru
lagðar til grundvallar. Boserup telur
að fólksfjölgun sé vaki framfara í
landbúnaði. Vaxandi fólksfjöldi leiði
til þess að nýta verði betur hverja
flatareiningu lands. Þetta gengur
þvert á það viðhorf að tæknifram-
farir séu forsendur fólksfjölgunar.
Þegar íslandssagan er skoðuð i ljósi
kenningar Boserups blasir önnur
mynd við heldur en við eigum að
venjast.
Árni Daníel segir að á undanförn-
um ámm hafi nokkrir fræðimenn
bent á að sóttarfarssaga íslands sé
vegna einangrunar og dreifbýlis
nokkuð sérstæð. „Það virðist nú
engum vafa undirorpið að hin af-
brigðilega fólksfjöldaþróun á ís-
landi er að mikiu leyti afleiðing af
legu landsins, sem kom í veg fyrir
að sóttir yrðu landlægar." Árni
Daníel greinir frá því að þetta hafí
verið næsta tvíeggjuð blessun. í
þéttbýlli samfélögum hafi farsóttir
orðið að faröldrum við og við, en
alltaf í yngri og yngri aldurshópum
vegna þess að eldri kynslóðir hafi
öðlast ónæmi fyrir fyrri faröldrum.
Álitamál
Nú er ekki víst að allir séu fylli-
lega sammála mati Árna Daníels
og telji hann e.t.v. gera heldur lítið
úr áhrifum harðinda. Jón Steffen-
sen prófessor t.d. telur vera náið
samband milli hungurfellis og
mannfjölda. — Og þess má geta að
Hannes biskup Finnsson í Skálholti
(f. 1739, d. 1796) upplifði hallæri
á sinni ævi, m.a. Móðuharðindin.
Hann skrifaði bókina Mannfækkun
af hallærum sem má að vissu leyti
Morgunblaðið/Sverrir
Árni Daníel Júlíusson
íslenskur Söguatlas/Heimild: Atlas of World Population
Að lokum urðu farsóttirnar að land-
lægum barnasjúkdómum. í fámenn-
ari og einangraðri samfélögum hins
vegar hafí farsóttir komið eins og
þruma úr heiðskíru lofti og borist
hratt út með miklu mannfalli. En
síðan déyr farsóttin út og að nokkr-
um áratugum liðnum er vaxin ný
kynslóð úr grasi sem ekki hefur
haft kynni af sóttinni og er því
varnarlaus þegar þessi vágestur
vitjar á ný.
Árni Daníel afneitar þó ekki að
önnur óáran hafi haldið fólksfjöld-
anum niðri og nefnir Skaftárelda
og Móðuharðindin (1783-85) í því
sambandi en: „Afleiðingar Skaftár-
elda voru yfirvöldum um megn,
enda voru þeir einhverjar mögnuð-
uðstu náttúruhamfarir sem yfír
landið höfðu gengið og því ekki
dæmigerðar."
Áhrifaríkar pestir
Árni Daníel gengur svo langt að
telja það sennilegt að almennt hafi
loftslag, veðurfar og gróðurfar eng-
in þau áhrif haft á fólksfjöldasögn
landsins að hún yrði frábrugðin
fólksfjöldasögu annarra landa.
Hann segir: „Flest bendir til þess
að sóttir hafi haft mun djúpstæðari
áhrif á fólksfjöldasögu landsins
heldur en harðindi, og þar með
haft meira að segja um uppbygg-
ingu atvinnulífsins." Hann bendir á
að samkvæmt kenningunni um
„náttúrulega takmörkun“ hefði átt
að vera þokkalega rúmt um lands-
menn eftir að farsótt hefði farið
yfir og þeir því betur en ella búnir
til að standast harðæri, en:
„Skömmu eftir eina mannskæðustu
plágu sem geisað hefur hér á landi,
pláguna síðari 1494, féll fjöldi fá-
tæklinga í harðindum. Þetta gerðist
árið 1500 og virðist undarlegt i ljósi
þeirrar hefðbundnu skoðunar að
mannfellir af harðindum verði helst
þegar of margt fólk sé í landinu."
Árni Daníel telur að tengslin milli
framleiðslu, harðinda og hungur-
dauða hafi verið fremur háð því
hversu vel hverju búi tókst að kom-
ast af. Ekki hafði verið bein tenging
milli mannfjölda og horfellis; ef
mörg slæm ár komu í röð varð
mannfall, hvort sem íbúar voru 35
þús. eða 55 þús. Reynslan var sú
að 5-9 þúsundir hafi yfirleitt fallið
í harðindaköflum sem gengu á 17.
og 18. öld. Engin dæmi séu þekkt
fyrir því að harðindi hafi fækkað
fólki um meira en 20% og það var
í Móðuharðindunum en Stórabóla
1707-9 hafi fækkað landsmönnum
um 30-35%
En það er ekki öll sagan þar með
sögð hvað varðar áhrif á hagkerfið.
„Slæmar farsóttir felldu því mun
fleiri en verstu harðindi. Ekki nóg
með það, heldur var eðli farsótta
annað. í harðindum féllu yfirleitt
börn, gamalmenni og fátæklingar,
fólk sem ekkþ tók mikinn þátt í
atvinnulífinu. í farsóttum eins og
Stórubólu var annað uppi á teningn-
um ... Fjöldi bænda á besta aldri
og stór hluti kvenna á barneignar-
aldri féll frá. Við það hlaut sam-
hengið í atvinnulífinu að raskast.“
Árni Daníel heldur því fram að
landbúnaðarþjóðfélög bregðist við
mannfjölgun með því að nýta betur
gæði lands og sjávar. Þegar fólks-
fjöldi jókst, fjölgaði hjálegum og
nýbýlum en einnig voru fískveiðar
auknar og bryddaði á myndun sjáv-
arþorpa með fastri búsetu. Þetta
mynstur komi þrisvar fram í ís-
landssögunni, 1200-1400, á 17. öld-
inni og loks 1830-1900. Það sé at-
hyglivert í þessu sambandi að Svarti
dauði gengur 1402-4 og Stórabóla
1707- 9. I kjölfar þeirra minkaði
nýting sjávarfangs því gæði lands-
ins hættuminni í nýtingu dugðu
betur þeim sem eftir lifðu.
nefna fyrsta vísindalega sagnfræði-
rit á íslensku. Þetta rit Hannesar
er hið fróðlegasta, sannkölluð náma
upplýsinga um það hallærisástand
sem íslendingar máttu öðru hvoru
þola í aldanna rás. í því riti kveður
hann fast að orði: „Þessa verst
meina eg þó sé hallæris-húngrið,
hið harðasta sverð. Það vægir
hvorki úngum né gömlum, það
deyðir eptir langa pínu, það færir
með sér heilan her af sjúkdómum,
það rífur burt kvikfénað og bú-
stofn, er lengi á í að nást aptur.“
Blaðamaður Morgunblaðsins bar
þessi orð biskupsins undir Árna
Daníel. Hann viðurkenndi að rétt
væri eftir Hannesi haft en túlkun