Morgunblaðið - 05.05.1991, Síða 21

Morgunblaðið - 05.05.1991, Síða 21
W i/.H C. ínJOA< MORGUNBLAÐIÐ K» SUNNUDAGUR 5. MAl 1991 C 21 ■ Framhaldsmynd fáséðrar og fáheyrðrar myndar, Arás mannætutómalanna („The Attack of the Killer Tom- atoes“) eftir John De- Béllow, sér brátt dagsins ljós. Nú leggja tómatarnir land undir fót og halda til Parísar því myndin heitir því ágæta nafni Mannætutóm- atarnir halda til Frakk- lands. DeBellow er leikstjóri sem fyrr en með aðalhlut- verkin fara John Astin, Steve Lundquist og Angela Visser. MÞá er hrollvekjuleikstjór- irtn John Carpenier kominn af stað með nýja mynd en hún verður kannski ekki al- veg eins og hryllingsunnend- ur búast við. Með aðalhlut- verkið fer nefnilega grínar- inn Chevy Chase og hann er einnig annar af framleið- endunum. Myndin heitir Minningar ósýnilegs manns ( The Memoirs of An Invisible Man“). Mót- leikarar Chase eru Daryl Hannah og Sam Neill. MNæsta mynd breska leik- stjórans Tony Scotts („Top Gun“) heitir Síðasti skátinn („The Last Boy Scout“) og er með Bruce Willis í aðal- hlutverkinu. Framleiðendur eru David Geffen og hasar- maðurinn Joel Silver. ■ Arú eru fímmtíu ár liðin síðan mynd Orson Welles, „Citizen Kane“ var frum- sýnd í Bandaríkjunum en hún er oft og iðulega sögð ein besta mynd sem gerð hefur verið ef ekki sú besta. í til- efni afmælisins hefur myndin verið sett í almenna bíódreif- ingu vestra. ÚR ÍSLENSKUM VERULEIKA Hákon Már Oddsson kvik- myndagerðarmaður er starfar sem dagskrárgerða- maður hjá Sjónvarpinu og Siguijón B. Sigurðsson, bet- ur þekktur sem Sjón, vinna að kvikmyndahandriti þessa dagana sem ber heitið B.I.N.G.Ó! Það er „unglinga- spennumynd" að sögn Há- kons, sem gerist á Stór- Reykjavíkursvæðinu í sam- tímanum. Þeir fengu einnar milljón króna undirbúningsstyrk hjá Kvikmyndasjóði við síðustu úthlutun til að skrifa handri- tið. „Það sem vakir fyrir okk- ur sérstaklega er að bjóða ungu fólki uppá íslenskan raunveruleika til mótvægis við offramboðið á erlendu efni sem það hefur alist upp við“ sagði Hákon í stuttu spjalli. „Okkar raunveruleiki og okkar tungumál á miklu frekar erindi í kvikmynd heldur en hin sífellda út- lenska". Hákon sagði að þeir báðir hefðu unnið talsvert með efni fyrir unglinga, hann sem dagskrárgerðarmaður en Sjón sem skáld og rithöfund- ur en samstarf þeirra varð til kvöldstund eina þegar „Jón Langi menningarfröm- uður Frakka var hér í heim- MacDowell og Willis í „Hudson Hawk“. HAUKUR WILLIS Nýjasta mynd stór- stjömunnar Bruce Willis heitir „Hudson Hawk“. Það er 50 milljón dollara gamanæfintýra- mynd en með önnur hlut- verk fara Andie MacDow- ell, Richard E. Grant, Danny Aiello og Sandra Bernhard. Myndin segir frá Hauk þessum sem Willis leikur en hann hjálpar bófum nokkrum nauðugur viljug- ur að smíða vél, byggða á löngu týndri uppfinningu Leonardo da Vincis, sem malar guil úr blýi. Willis ' á sjálfur hug- myndina að sögunni, fékk hana fyrir tíu árum, og er skrifaður sem framleið- andi myndarinnar ásamt Joel Silver. sókn ásamt forsetanum Mitt- erand. Við vinnum þetta þannig að við hittumst og ræðum einstök atriði og upp- byggingu sögunnai1 og Sjón vinnur úr því,“ sagði Hákon. Að sögn hans stendur til að upptökur á myndinni hefj- ist sumarið 1992 en samhliða henni er meiningin að gera sex sjónvarpsþætti úr efninu. Leikararnir verða flestir unglingar og ákveðið þema verður í hveijum þætti en aðalþemað tengist baráttu unglinganna við að koma í veg fyrir umhverfisspjöll. Frost Film sér um framleiðsl- ustjórn myndarinnar en Há- Sjón og HákOn; spennumynd um unglinga. kon verður leikstjóri. „Myndin er um þetta ald- ursskeið þegar unglingar telja sig vera fullorðna en eru það ekki alveg vegna aldurs og aðstæðna. Við segjum söguna út frá þcssum for- sendum og þeim vandamál- um sem skapast. Myndin er ætluð táningum á öllum aldri," sagði Hákon að lok- 22 ÞUS. A PARA- DÍSARBÍÓIÐ Alls hafa um 22.000 manns nú séð ítölsku óskarsverðlaunamyndina Paradísarbíóið í Háskóla- bíói að sögn Friðberts Páls- sonar bíóstjóra en myndin hefur verið sýnd í alls 13 mánuði. Sagði hann að- sóknina hafa verið jafna allan tímann. Þá kom fram hjá Frið- bert að víetnam-mynd John Miliusar, Flugsveitin, hefði fengið 4.500 manns í að- sókn eftir tæpar tvær vik- ur. Ástralski grínarinn Paul Hogan gekk vel því gamanmynd hans, Næst- um því engill, er komin upp í 9.000 manns í aðsókn eftir mánuð eða svo. Friðbert sagði að hin svart/kómíska spænska mynd Petro Almodovars, Bittu mig, elskaðu mig, væri komin í 6.500 manns en Sýknaður!!! með óskars- verðlaunaleikaranum Jer- emy Irons hefur tekið inn aðeins minna eða um 6.000 manns. Tvær stærstu myndir Háskólabíós í sumar verða að sögn Friðberts þrillerinn „The Silence of the Lambs“ sem áætlað er að sýna í júlí nk. og gamanmyndin Beint á ská 2*/2: Lyktin af hræðslu, sem kemur strax á eftir. Fram að þeim tíma verða meðal annars sýndar myndirnar „Mermaids“ með Cher, „The Two Ja- kes“ eftir og með Jack Nicholson og gangster- myndin „State of Grace“ með Sean Penn. /Hver er sagan á bak vid Eymd? Rithöfiindaraunir ÞÆR ERU orðnar ófáar bíómyndirnar eftir sögum Stephen Kings enda afkaslar maðurinn ótrúlega miklu. Nýjasta myndin er eftir sögunni Eymd („Misery"), sem komið hefur út á islensku, en hún var frumsýnd nýlega i Bíóborginni. Eymd er hrollvekja um rithöfundinn Paul Sheldon sem lendir í bílslysi utan alfaravegar en bjarg- vættur hans er geðbiluð miðaldra kona, Annie Wilkes, sem líka reynist ákafasti aðdáandi eftir Arnald hans. Það Indriioson ej.u sjoppubókmenntir Sheldons um stúlkuna Eymd sem hún er svo hrifin af en þegar Annie komst að því að hann ætlar að hætta að skrifa um Eymd, láta hana deyja og taka til við alvarlegri bók- menntir, tapar hún því litla viti sem eftir er og neyðir hann sárþjáðan til að skrifa eina Eymdarsöguna enn. Andstaða hans kostar hann ótrúlegar kvalir. Leikstjórinn Rob Reiner (Þegar Harry hitti Sally og „Stand By Me“), hefur ekki geit hryllingsmynd áður og hann fann í sögunni dulítið meira en háspennu/lífs- hættu. Hann vildi breyta nokkuð Paul Sheldon um leið og hann færði hann á filmu. „Bókin,“ sagði hann í erlendu blaðaviðtali, „er um mann sem situr fastur í eigin velgengni og er ófær um að gera neitt annað en það sem velgengni hans byggist á. Ég vildi gera mynd um listamann sem er fangi eigin velgengni en hann finnur leið út, þroskast og breytist.“ Rainer keypti réttinn til að kvikmynda söguna af Stephen King og King, sem mjög hreyfst af „Stand By Me“, sem Rainer gerði eftir einni af smásögum hans, féllst á að selja honum rétt- inn ef hann annað hvort leikstýrði myndinni sjálfur eða framleiddi hana. Will- iam Goldman, tvímælalaust einn færasti liandritshöf- undur í Hollywood, skrifaði handritið eftir sögunni og þegar Rainer sá það fannst honum hann verða að leik- stýra myndinni sjálfur. Hann vildi í byijun stór nöfn í tvö aðalhlutverkin og lengi vel var Warren Beatty nefndur í hlutverk rithöf- undarins og m.a. Jessia Lange og Bette Midler í hlutverk geðsjúka aðdáan- dans. En Warren var bund- inn við Dick Tracy þegar tökur áttu að hefjast og James Caan, sem lítið hefur borið á í heilan áratug, greip hlutverkið fegins hendi. Sviðsleikkonan Kathy Bates hreppti kvenhlutverkið og svo fór að hún hlaut Óskar- inn fyrir túlkunina á Annie Wilkes. Starfsaðferðir þeirra eru mjög ólíkar. Caan les tvisv- ar yfir handritið og vill svo ekki sjá það meira. Ef hann getur ekki munað setning- arnar, segir hann, er það af því þær eru ekki nógu góðar. Bates vill æfa og æfa og æfa þar til atriðið er komið á hreint. Hún vill enga lausa enda þegar vél- arnar fara að suða. Þetta kostaði talsverðan ríg þeirr; á milli en Rainer fann eins konar málamiðlun. æfðum miklu minna en K; hy vildi og miklu meira: Jimmy vildi.“ Anthony Hopkins í hlut- verki Hannibal Lecters í „The Silence of the Lambs“; sýnd í júlí. KVIKMYNDIR""" I BIO Þetta er gríðarlega mikil og falleg mynd og ein af stærstu myndunum sem hérna hafa verið sýndar. Við endursýndum hana fyrir um átta árum og höf- um sannarlega hug á að gera það aftur nú þegar búið er að bæta í hana at- riðum sem ekki máttu vera í hgnni á sínum tíma.“ Þetta sagði Grétar Hjartai'son bíóstjóri í Laug- arásbíói aðspurður hvort hann ætlaði að taka til sýn- inga Stanley Kubrick- myndina Spartacus frá 1960 með Kirk Douglas, Laurence Olivier og fleiri stórstjörnum. Myndin hef- ur verið sett í dreifingu í Bandaríkjunum og víðar eftir að unnar hafa verið á henni endurbætur og m.a. sett í hana atriði sem áður voru klippt burt velsæmis- insvegna. . Eitt þeirra er með Olivier og Tony Curtis í rómversku baði en af því hljóðið vant- aði og Olivier var látinn var breski leikarinn Anthony Hopkins fenginn til að tala fyrir hann. Svipað vargert við David Lean-myndina Arab- íu-Lárens og var hún sett í dreifíngu um allan heim en kom aldrei hingað í bíó- in. Því miður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.