Morgunblaðið - 05.05.1991, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 05.05.1991, Qupperneq 29
morgunblaðjð VELVAKANPI SUNNUDAQUR 5. MAÍ 199,1 C 29 Óskar Magnússon með geirfuglinn sem hann gerði úr frauðefnum úr brúsa. Líkanið er ívið stærra en geir- fuglinn var. Hugsanlegur möguleiki er á að hægt verði að láta geirfuglinn fjölga sér með frumum úr álku, en álka er ná- skyld geir- fuglinum. manni Náttúrufræðistofnunar ís- lands. Hann hefur áhuga á að ná fuglinum til að gera rannsóknir á honum. Hugsanlegur möguleiki er á að hægt verði að láta geirfuglinn fjölga sér með frumum úr álku, en álka er náskyld geirfuglinum." Eitthvað á þessa leið átti sagan að vera, en því miður var ekkert úr þessu annars ágæta aprílgabbi, sem Óskar Magnússon átti hug- myndina að. Óskar hafði gaman af þessu öllu saman, þó svo að enginn yrði plataður með frétt- inni. Ef hún hefði verið birt, hefði fréttin verið útfærð betur og gerð sannfærandi fyrir lesendur. En þetta var góð tilraun sem vel mátti reyna. R. Schmidt Óskar tekur til fótanna eftir að geirfuglinum hafði verið komið fyrir í fjörunni. FANGELSISMÁL að er óhugnanleg staðreynd hve stór hluti þessarar fámennu þjóðar er að verða að margvíslegu vandræða- og afbrotafólki. Oft er um ungt fólk að ræða sem virðist eiga í erfiðleikum með að finna tilgang í líf sitt. Hér er um mörg hundruð manns að ræða á mismunandi vandræðastigum, margt er síbrotafólk sem hefur hlot- ið dóma sem í sumum tilvikum hef- ur ekki verið hægt að fullnægja vegna skorts á viðeigandi húsnæði. Þetta setur að sjálfsögðu alla lög- gæslu lögreglumanna í vanda, sér- staklega um helgar. Það er flestum kunnugt að húsakostur varðandi fangelsi er ekki fullnægjandi og í sumum tilfellum lélegur og varla mannsæmandi. Oft hefur verið á orði haft að byggja nýjar fangelsis- stofnanir en þess ætti ekki að vera nein þörf. Benda má á að mikið úrval húsnæðis, er nota má til þess- arar starfsemi, er þegar fyrir hendi, og þyrfti tiltölulega litlu að breyta til að það nýttist til þessara nota. T.d. má nefna sögualdarkastala rík- isins í Skálholti, Reykholti og jafn- vel Hólaskóla i Hjaltadal, — tæpast verður séð að nokkur þörf sé núorð- ið á rekstri tveggja bændaskóla í landinu svo sem nú er komið í ís- lenskum landbúnaði. Nefna mætti til viðbótar eitthvað af fyrrverandi héraðsskólum. Flestar þær stofnan- ir sem hér um ræðir hafa í rás tímans lokið ágætu hlutverki er þeim var ætlað, en nú er nánast ekki um annað að ræða en einhvers konar málamyndarekstur og í sum- um tilfellum aðeins „staðarstjóra“- ástand. Þetta eru í flestum tilfellum vandræðabyggingar sem bjóða upp á mannsæmandi vistun og úivals aðstöðu á allan hátt. Hef ég þá einn- ig í huga þær tilraunir til hugarfars- breytingar sem vissulega hljóta að vera eftirsóknarverðasti kosturinn í þessum efnum. Á þann þátt ætti að leggja mesta álierslu svo og ýtniss konar hagnýtt nám er kynni að koma að gagni að lokinni vistun. Jón Gunnarsson . ? 'BL Wð'Sil tir :y If MFtÍ'Í | 1 Eyðilegg- ing í Þjóð - leikhúsinu * Eg sendi þér þessar línur til þess að láta í ljós hryggð mína og megna óánægju með þá eyðilegg- ingu sem átt hefur sér stað í Þjóð- leikhúsinu. Ég var bara lítil telpa þegar ég fór að fara í Ieikhús með foreldrum mínum. Ég man eftir Nýársnóttinni, get kallað huldukon- urnar ljóslifandi , fram í hugskoti mínu enn þann dag í dag. Þá var lagður grunnurinn að leikhúsupp- eldi mínu. Þá uppgötvaði ég þann galdur sejn felst í leikhúsi. Og leik- húsin á íslandi hafa blómstrað — stundum finnst mér það einkum hafa verið á háaloftum, kjollurum, bakhúsum og skemmum en engu að síður hefur Þjóðleikhúsið mitt verið góður staður og oft með gott leikhús. Ég fylgdist með húsinu grotna niður og fann mikið fyrir því — var því mjög ánægð þegar ég frétti að nú ætti að fara að laga það. En ég fylltist örvæntingu þegar ég heyrði hugmyndirnar um að umsnúa því — en hélt að þær — að mér fannst — styrku raddir sem mótmæltu há- stöfum myndu hafa betur gegn nið- urrifsöflunum. Svo varð ekki. Á föstudagskvöldið var mér, eins og mörgum öðrum, gefinn miði á leiksýningu í Þjóðleikhúsinu. Þótt ég hefði ekki hugsað mér að fara að sjá þetta leikverk fór ég með vinnufélögum mínum og vinum. Ég ætla ekki að fjölyrða um leiksýning- una, aðeins að reyna að lýsa tilfinn- ingum mínum að sjá húsið — þetta fjörutíu ára gamla hús sem byggt var af svo mikilli natni vera búið að missa reisn sína. Það var í einu orði sagt hræðileg reynsla. Árang- urinn er miklu verri en ég bjóst við — kannski vegna þess að ég hef ekki treyst mér til að skoða myndir í dagblöðum og fylgjast með frétt- um í sjónvarpi sem hafa lýst at- ganginum. Mér er spurn. Af hveiju þurfum við íslendingar að eyðileggja allt? Af hveiju má ekkert eldast hér með reisn? Ég er alls ekki að halda því fram að það hafi ekki sést eða heyrst verr úr einhveijum sætum en öðrum í Þjóðleikhúsinu, eins og það var, en það var bara allt í lagi. Hlutir mega vera í friði þótt það sé eitthvað örlítið að þeim — að einhverra dómi. Þjóðleikhúsið átti að fá að vera í friði. Eldast með reisn — vera ætíð vel við haldið en í þeim anda og stíl sem það hefur búið við frá upphafk Ég lýsi megnri fyrirlitningu á þeim sem þarna eiga hlut að máli. Hafi þeir ævinlega skömm fyrir. Jórunn Sörensen Framsókn- ar hugarfar A ITímanum er með stóru letri um daginn: íhaldið kaupir Alþýðu- flokkinn fyrir 5 stóla. En hvað þetta lýsir vel hugsjóna- mennsku og hugarfari þeirra fram- sóknarmanna. Árni Helgason Innilegar þakkir fyrir auðsýhdan hlýhug og gjafir á 70 ára afmœli mínu, 29. apríl sl. Guö hlessi ykkur öll. GuÖný Kjartansdóttir. Felag harmoniku- heldur síðasta skemmtifund vetrarins í dag kl. 15.00 ÍTemplarahöllinni. Harmonikufélag Rang- æinga, Félag harmonikuunnenda á Suðurnesjum, Jón Sigurðsson og margirfleiri koma í heimsókn auk hljómsveita félagsins. SKIPARADIO HF. FURUNO KENNSLA/SÝNING Dagana 6., 7. og 8. maí milli kl. 14.00 og 17.00 verður kennsla/sýning á Furuno staðsetningar-, siglingar- og fiskleitar- tækjum. Komið og lærið á þessi tæki og kynnið ykkur hvaða Furuno-tæki við höfum upp á að bjóða í bátinn, skipið eða togarann. Allir velkomnir. Skiparadíó hf., Fiskislóð 94, Reykjavík, sími 20230, Fax 620230. VÖKVASTÝRÐIR VINNUPALLAR Vinnuhæð 12 * 15* * 17 metrar Snúningur 360° - vinnufjarlægð frá miðju 7 m Burðargeta 180 kg = 2 menn MARKAÐSÞJÓNUSTAN Sími 26984 - Fax 26904

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.