Morgunblaðið - 05.05.1991, Page 30

Morgunblaðið - 05.05.1991, Page 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ AGUR 5, MAI 1991 ÆSKUMYNDIN... ERAF JAKOBISIGURÐSSYNIEFNAFRÆÐINGIOG HANDBOL TAKAPPA ÚR MYNDASAFNINU /ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Draumur að vera krakki í Eyjum „Hann var afskaplega ljúft og gott barn, en ofboðs- lega duglegur og kraftmikill krakki að sama skapi,“ segir Guðrún Jakobsdóttir um son sinn Jakob Sigurðsson fyrirliða Valsmanna, en þeir félagarnir hömpuðu Islandsmeistarabikarnum í handbolta nú fyrir skemmstu. Jakob er Vestmanneyingur í húð og hár, fæddur í Eyjum þann 28. mars 1964. Og það sem meira er, hann er einbirni, prinsinn í fjölskyldunni, eins og hann orðar það sjálfur, og hrútur í þokkabót. Foreldr- ar hans eru Sigurður Tómasson aðalgjaldkeri hjá Heklu hf. og Guðrún Jakobsson bókari hjá sama fyrir- tæki. Þegar tók að gjósa í Eyjum í janúar árið 1973 var Jakob rétt að verða níu ára og þurfti náttúrulega að flytjast í land rétt eins og allir aðrir íbúar Vest- mannaeyja. Jakob settist í Æfingaskólann og var þar reyndar veturinn á eftir einnig. Eftir hálft annað ár í Reykjavík, fluttist fjölskyldan að nýju út í ey, bjó þar í eitt ár, en tók sig svo alfarið þaðan upp og sneri að nýju til Reykjavíkur. „Þetta var vissulega töluvert umrót fyrir svo ungan krakka," segir móðir hans, „en hann virtist taka því mjög vel. Hann var mjög félags- lyndur og eignaðist fljótt góða kunningja og vini.“ Eftir gagnfræðaprófíð lá leiðin í MR, þaðan sem hann útskrifaðist árið 1980. Hann tók sér árshlé frá „í-námi og vann við sölumennsku hjá Teppalandi, fór svo í Háskóia íslands og nam þar efnafræði. Frá því að háskóianáminu lauk hefur hann starfað sem efnafræð- ingur hjá Slippfélaginu. „Eg held að ég hafi verið svona ósköp eðlilegur eyjapeyi í æsku. Maður var í rauninni úti allan liðlangann daginn og kom ekkert inn nema til að seðja sárasta hungrið. Við vorum í fótbolta, útileikjum, kofabyggingum og öllu þessu sem tilheyrir þessum æskuárum enda var athafnasvæði yngstu kynslóðarinnar nánast ótakmarkað. Þegar maður hugsar tii baka, þá held ég að það sé varla til betri staður til að ala upp börnin sín. Ég er að minnsta kosti sannfærður um að það sé draumur að •;vera krakki þar,“ segir Jakob. Hann var ekkert farinn að iðka handboltann að neinu marki í Eyjum, heldur var það fótboltinn og fimleikarnir sem áttu hug hans allan. Starfræktur var fimleikaflokkur í barnaskólanum undir stjórn Gísla Magnússonar leikfimikennara. Sá flokkur var mjög vinsæll og þótti eftirsótt að komast í hann enda var flokkurinn kallaður til við hin ýmsu tækifæri í bæjar- lífinu. Handboltinn kom ekki til fyrr en í Reykjavík og um fermingaraldur fór hann að mæta á æfingar hjá Val. Þess má geta að á síðustu fjórum árum hef- ur Valur hampað íslandsmeistarabikarnum þrisvar sinnum og bikarmeistarar hafa þeir orðið tvisvar á sama tímabili. Jakob segir góðan anda ríkja í hópi „Ég rassskellti hann einu sinni. Síðan hef ég notað aðra að- ferð,“ segir móðir Jakobs Sig- urðssonar, fyrirliða Vals í handbolta. Valsara enda sé það forsendan fyrir góðum árangri. Sambýliskona Jakobs er Fjóla Sigurðardóttir og eiga þau _von á sínu fyrsta barni eftir viku eða svo. „Ég skal segja þér að þegar ég kom einu sinni á kennarafund í Æfingaskólann eftir að við höfðum flutt í bæinn, þá skildi kennarinn ekkert í því að hann var einkabarn. Hann sagði að einkabörn skæru sig yfirleitt úr með því að vera eigingjörn og dálítið frek. En hann var það ekki. Þannig var að við höfðum það sem má kalla þolanlegan aga á stráknum og við það hefur hann alist upp. Og það sem meira er, hann hefur alltaf virt það við okkur. Ég rassskellti hann einu sinni. Mér þraut þolinmæðin og hef alla tíð síðan séð eftir því. Ég hét því að ég skyldi aldrei aftur nota þá aðferð. Upp frá því höfum við rætt málin," segir Guðrún. „En ég skal segja þér að hann var svolítið sniðugur að koma sér undan hlutunum. Til dæmis lá blátt bann við boltaleik hjá mér innandyra. Þá tóku mínir menn bara upp á því að fara í sokkaskúffuna. Þeir voru ansi ráðagóðir þessir strákar.“ íþjónustu listagyðjunnar Listamenn hafa á öllum tímum verið eftirsóttar fyrirsætur blaðaljósmyndara enda eru þekkt andlit og listrænir viðburðir eitt af eftir- lætis umfjöllunarefn- um blaða og tíma- rita. Myndirnar úr myndasafninu að þessu sinni eiga það sameiginlegt að vera af þjóðþekktu lista- fólki, sem teknar eru við hin ýmsu tækifæri, en þær eiga það einnig sameiginlegt að vera teknar á sjötta áratugnum, um og eftir 1950. Á einni þeirra eru hjónin Anna Borg leikkona og danski leik- arinn Poul Reumert, og er myndin tekin í maí 1951 er þau voru í heim- sókn á íslandi, en Anna hafði þá reyndar leikið gestaleik við Þjóðleik- húsið um fjögurra mánaða skeið. Þá er mynd af hinum fjölhæfa lista- manni Árna Elfar þar sem hann sit- ur við flygilinn. Árni hefur lengi verið talinn í hópi frambærilegustu píanóleikara landsins, en hann hefur einnig leikið á básúnu með Sinfóníu- hljómsveitinni, auk þess sem hann er snjall myndlistarmaður. Þorvaldur Steingrímsson er einnig fjölhæfur tón- listarmaður og sést hér leika á klarinett, en hann er líklega þekktari fyrir fiðlu- leik sinn 'enda lék hann á það hljóðfæri með Sinfóníuhljóm- sveitinni um langt árabil. Hann var og skólastjóri Tón- listarskólans í Hafnarfirði á seinni árum. Þriðji tónlistarmaðurinn sem hér kemur við sögu er Jan Moravek sem setti mikinn svip á íslenskt tón- listarlíf fyrr á árum. Þótt Moravek hafi verið íjölhæfur tónlistarmaður er ólíklegt að hann hafi náð hljóði úr „hljóðfærinu” sem hann er að leika á á þessari mynd enda er hún tekin í revíunni „Bláa stjarnan" sem sýnd var við miklar vinsældir í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll á sjötta áratugnum. Fjöllistamaðurinn Árni Elfar við flygilinn. SUNNUDAGSSPORTID SUND Sund er að öilum líkindum mesta almenningsíþrótt sem til er, a.m.k. hér á landi, enda bæði ódýrt og þægilegt að stunda sund. Sundlaug- ar landsins eru á annað hundrað og þeir eru ófáir sem hefja daginn á að fá sér sundsprett, koma síðan við í heita pottinum þar sem heimsins mál eru rædd fram og aftur, og bregða sér að lokum í útisturtu. Auk þess er sundið fjölmenn og vinsæl keppnisíþrótt um allan heim, en sundsprettur af og til gerir ölluin gott og engum mein. Eg fer í sund tvisvar til þrisvar í viku,“ segir Þorvaldur Ingi Jónsson, hressilegur maður sem er fastur viðskiptavinur Sundlaugar Seltjarnarness. Þoivaldur segist synda 500-1.000 metra í hvert -skipti og það sé hin mesta heilsu- bót fyrir „mann sem situr á rassin- um allan daginn“, eins og hann kemst sjálfur að orði. „Skrifstofu- menn eins og ég ættu á hættu að togna í hinum og þessum vöðvum og lenda í meiriháttar meiðslum ef þeir færu í fótbolta eða eitthvað þess háttar!" segir hann og bætir við: „Þetta er góð alhliða hreyfing og svo finnst mér líka afskaplega gott að hugsa með- an ég er að synda.“ Þorvaldur segist fyrst og fremst eynda bringusund: „Það er svo mikill hamagangur í mér þegar ég reyni að synda skriðsund að aðrir sundlaugar- gestir mundu halda að ég væri ,að drukkna. Til að 'fá frið til að synda, án þess að fólk færi að reyna að bjarga mér, ákvað ég að synda bara bringusund!" Að loknum sundsprettinum seg- ist Þorvaldur fara í heitu pottana og hann segist fylgja fastmótaðri venju í sundlaugarferðum sínum. „í pottinum ræðir maður málin við kunningjana og þegar við förum uppúr er skundað í næstu ísbúð. Síðan er haldið í heimsókn til vina minna í Vesturbænum sem hafa alltaf kaffi á könnunni og eitthvert góðgæti með. Þetta er orðinn svo fastur hluti af tilverunni að ég gæti ekki hugsað mér að hætta að fara í sund!“ ÞANNIG HUGSAR bifvélavirk- inn um bíl- inn sinn „Maður á að sjálfsögðu alltaf að fylgjast með vökva á bílnum sínum, bremsuvökva, olíu, vökva á rafgeyminum og á haustin er sérstaklega mikil- vægt að fylgjast með því að frostlögurinn sé á sínum stað, því hann verndar kælikerfið.“ Sá sem þetta mælir er Agnar Hannesson bifvélavirki. Agnar vinnur á Lögregluverkstæðinu í Reykjavík sem annast viðhald á lögreglubílum borgarinnar. Þegar daginn tekur að lengja og menn byija að huga að ferðalögum um Iandið fjölgar fólki á þvotta-og bónstöðvum til muna. Menn vilja hafa bílana sína hreina og fína, en Ágnar leggur áherslu á að fólk kanni vel ástand bílanna áður en lagt er af stað í ferðalög. Agnar bifvélavirki hugsar vel um bílinn sinn og „klæð- ir hann í sumarskóna“ á vorin. „Bíllinn þarf í fyrsta lagi að vera kominn í sumarskóna sína, það er að segja á sumardekkin og einnig ættu allir að kanna kerti, platínur og viftureimar áður en þeir leggja í’ann,“ segir Agnar og bætir því við að séu þessir hlutir ekki í lagi vanstillist bíllinn og eyði meira bensíni. Agnar segir að í mörgum tilfell- um geti fólk sjálft annast þessa umhirðu bílanna sinna, en oft sé betra að láta fagmenn gera það, til dæmis á bílum með beina inn- spýtingu. „Eitt af því, sem fólk getur gert sjálft en gleymir ótrú- lega oft, er að hugsa vel um rúðu- þurrkurnar. Á veturna þegar salt er á götum þarf að þurrka af þeim tvisvar til þrisvar í viku. Þetta er hlutur sem fólk ætti aldrei að gera sjaldnar en einu sinni í mánuði, til dæmis þegar það bónar bílinn sinn.“ 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.