Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 3
MQRGUNBIjAЮ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1991-- 3 ingar með geðræn vandamál sem bókstaflega naga sundur á sér fing- urna. Einnig eru til sjúkdómar þar sem sjúklingar haida við langvar- andi sárum á handarbökunum. Höndin — frá sjónarhóli heilbrigðiskerfisins Augljóst er að handarslys geta valdið bæði líkamlegri og félags- legri örorku og þau eru þungur baggi fyrir efnahag bæði einstakl- ingsins og þjóðfélagsins. I Svíþjóð eiga sér stað 80.000 handarslys á ári og þar af eru 40.000 vinnuslys. Af þeim 120.000 vinnuslysum sem eiga sér stað árlega í Svíþjóð, er sem sagt þriðjungur, þ.e. 40.000, handarslys. Taugaáverkar í framhandlegg eða hönd ógna eða jafnvel eyði- leggja framþíð handarinnar sem skynfæris. Áverkar í sinaslíðrum beygisina handarinnar eru svo vandmeðfarnar að þetta svæði hef- ur lengi verið kallað „einskis manns land“, þ.e. svæði sem skurðlæknar ættu að halda sig frá. Niðurstöður rannsókna síðustu ára hafa skapað nýja möguleika til meðferðar á þessum áverkum með góðum árangri. Oft verður liðagigtarsjúklingum það ómögulegt að framkvæma ein- földustu verk með höndunum. Þar getur skurðlæknirinn oft linað þrautir og bætt líf og líðan þessara sjúklinga t.d. með því að bæta stöð- ugleika liða og nema á brott bólgur í liðum og sinaslíðrum. Á ári hveiju fæðast börn með vanskapaðar hendur eða án handa. Markviss meðferð sem hefst snemma getur gefið þessum börn- um gripgetu sem ræður úrslitum um hlutverk þeirra í lífinu. Sem dæmi um stórstíga þróun í handarskurðlækningum er þróun smásjáraðgerða þar sem oft er hægt að græða aftur á fingur og hendur eftir stúfhögg eða fiytja tá frá fæti til handar til að bæta upp missi þumals. Á sama hátt má flytja vefjaíiipa (húð, vöðva) og tengja bæði æðar og taugar á áfangastað, þar sem flipinn getur bætt úr missi bæði mjúkveíja og beins. Þróun sænskra handarskurð- lækninga mótaðist verulega af frumherjum eins og Erik Moberg og Nils Carstam, en fagið varð sér- grein 1969 og síðan hafa sænskar handarskurðlækningar haft áber- andi áhrif víða í heiminum. í dag eru handarskurðdeildir við öll há- skólasjúkrahús í Svíþjóð. „Hendur mannsins" Rauður þráður í þessum skrifum hefur verið mikilvægi skyns og snertingar í hlutverki handarinnar. Um þetta hefur Harry Martinsson fjallað af viðkvæmni og tilfmningu í ljóði sínu, „Mánniskans hánder“ frá 1971 sem út kom í ljóðabók hans „Dikter om ljus och mörker". (Ljóðið hefur mér vitanlega ekki verið þýtt á íslenska tungu og frek- ar en að reyna að þýða það sjálfur vel ég að birta það á sænsku. Innsk. þýð.) Hándemas erfarenhet ár beröring deras liv bland tingen ár mángfaldigt, fullt av tysta inneháll. De hör inte men ár med i vibrationer. De ser inte men vet hur det ár i mörka kállare. Nár sammeten skall várderas ár der dár, och slipstenen och lieeggen provar de tyst. De behöver inte láta eggen bita till. De kánner med látt beröring stálbettets skárpa. Hur har de hunnit samla alla sina fina erfar- enheter av ull och grus, av fjun och stál, av glatta ytor och av taggig tistelboll. av smidig talk och av alla sorters mjöl. Deras register ár oerhört frán glansigt silke till grova sáckar, frán stráva filar och rivjárn och de nyfóddas glatta naglar och beröringsglansen pá evighetsblommor. De lever i kánseins land dár beröringen ár allt och dár beröringens gáta slár sin bro mellan nerv och sjál. Men i fjárilsvingens stoft kánner de sin gráns. Heimild: Göran Lundborg. Handen — hjárn- ans förlángning mot yttervárlden. Lá- kartidningen 1990; 87, 42-44. ALITAKOS SÝNIR UM HELGINA NÝ PARHÚS Á EFTIRSÓTTUM STAÐ Opið 25. og 26. maí frá kl. 13:00—17:00 að FURUBYGGÐ 26 í Mosfellsbæ Húsin eru í Skógarneshverfi, þar sem Álftárós annast allar framkvæmdir. Þau eru seld á mismunandi byggingarstigum allt eftir óskum kaupenda. Teikningar og allar upplýsingar fást á sýningunni. SKÓGARNES er nýtt íbúöahverfi í grónu og fallegu landslagi í ná- grenni Reykjalundar, þarsem byggö hafa veriö einbýlishús, parhús og raðhús á sl. árum. Öllum fram- kvæmdum viö lóðir, götur og gang- stéttir verður lokið vorið 1992 og í hverfinu verða barnaleikvöllur og opin útivistarsvæði. MOSFELLSB/ER er vaxandi kaup- staður með á fimmta þúsund íbúa. Þar er fullkomin heilsugæslustöð, grunnskólar, íþróttamiðstöð, félags- heimili og fyrirtaks aðstaða til íþróttaiðkana og útivistar. Öflugur verslana- og þjónustu- kjarni er í byggingu og verður fullbúinn innan fárra ára. IALITAHOSI Smiðjuvegi 11 200 Kópavogur Simi 91-641340 — tll fyrirmyndar í framkvæmdum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.