Morgunblaðið - 26.05.1991, Page 18

Morgunblaðið - 26.05.1991, Page 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1991 gTHE INDEPENDENT^ Bresk blöð sameinast ÁKVEÐIÐ hefur verið að sam- eina breska dagblaðið The Inde- pendent og systurblað þess sem kemur út á sunnudögum til þess að draga úr útgáfukostnaði. Sameiningin mun hafa „nokkrar uppsagnir" í för með sér að sögn Andrews Whittam Smith, aðalrit- stjóra Independent, sem jafn- framt er aðalframkvæmdastjóri. Spáð hefur verið 40-50 uppsögn- um. Auk þess sem útgáfukostnaður hefur aukist hafa auglýsingar dregist saman og sýnt þykir að sá samdráttur muni halda áfram. Helgarblaðið Independent on Sunday hóf göngu sína fyrir ári og áskrifendum þess hefur fækkað jafnt og þétt á síðustu mánuðum. Independent selst daglega í 400.000 eintökum og skilar hagnaði. Whittam Smith sagði að ritstjóri Independent on Sunday, Stephen Glover, mundi gegna starfi sinu áfram meðan á breytingunum stæði og að honum yrði síðan boðin önnur mikilvæg staða á blaðinu. -------------- fréttablaða SALA svokallaðra æsifréttablaða í Bretlandi hefur dregist saman um 969.000 eintök á tveimur árum að sögn Sunday Times. Striðið við Persaflóa jók ekki söluna og sam- keppni frá sjónvarpi var kennt um. Samdráttarins gætir einkum meðal ungra lesenda og allt bend- ir til þess að hann muni halda áfram. Mest hefur dregið úr útbreiðslu The Sun og Daily Mirror. Fyr- ir þremur árum seldist The Sun í 4,2 milljónum eintaka á dag, en nú selst blaðið í 3,7 milljónum eintaka. Salan á Daily Mirror er komin niður fyrir 3 milljónir eintaka á dag. Alvarlegri æsifréttarblöðin hafa bætt stöðu sína á kostnað hinna sem þykja ómerkilegri. Þannig taka Daily Express og Daily Mail lesendur frá The Sun og Daily Mirror. Fyrmefndu blöðin birta fjölbreyttara efni en hin. Samkeppnin frá sjónvarpinu eykst. Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun telja 69% Breta sjónvarpið helstu fréttaheimild sína, en 18% blöðin. Um 53% telja sig fá fréttir um það sem er að gerast í næsta nágrenni úr blöðum, en 21% úr sjón- varpi. Minnkandi sala æsi- CNN sigraði heiminn í Persa- flóastríðinu. Evrópskir sljórn- málamenn og fjölmiðlafrömuð- ir vilja evrópskan valkost— evr- ópskt sjónarhorn á alþjóðaf- réttir. ■ Líklegteraðá næsta ári hefjist út- sendingar frétta- sj ónvarpsstöð var sem Evrópusamband sjónvarpsstöð va, EBU, stendur að HYENÆR HEFJAST EVRÓFRÉTTIR? EIGIR þú einhvern tíma aflögu fyrir sjónvarpsgláp og hafir þú ekki fengið nóg af fréttum þá eru hér á ferð mikil gleðitíðindi. A næsta ári hefjast, ef að líkum lætur, fréttasendingar gervitungl- astöðvar sem erlendis gengur undir nafninu Euronews, sem að skaðlausu má kalla Evrófréttir. Að baki þessum áformum stend- ur Evrópusamband sjónvarpsstöðva, European Broadcasting Uni- on (EBU), sem fæstir kannast við nema að þess sé getið að það annist árlega dægurlagasöngvakeppni. íslenska ríkisútvarpið mun ekki leggja neitt fé til uppbyggingar eða rekstrar þessarar stöðv- ar en mun bjóða henni eigið efni til afnota. Ríkisútvarpið telur það ekki vera í sínum verkahring að dreifa dagskrárefni þessar- ar fréttastöðvar. Það var framganga og vinsæld- ir CNN-sjónvarpsstöðvar- innar í Persaflóastríðinu sem ýtti verulega á menn með að koma í framkvæmd átján mánaða göml- um áformum EBU um evrópska fréttasjónvarps- ______________ verða á fimm tungumálum, — frönsku, ensku, þýsku, spænsku og ítölsku. Hver viðtakandi mun eiga kost á að velja á milli tveggja tungumála. Það er þegar ljóst að ekki munu allar aðildar- stöð sem sendi út í gegnum ger- vitungl fréttir og fréttatengt efni frá öllum að- ildarstöðvum sambandsins. Þegar evrópskir stjórnmálamenn sáu hvernig hin ameríska CNN réð lögum og lof- um í fréttaflutningi frá átaka- svæðunum, fóru að heyrast frá þeim kröfur ■ um evrópskan val- kost, — evrópskt sjónarhorn. í fyrstu munu Evrófréttir senda út efni í 9 klukkustundir á sólar- hring en stefnt er að því fyrir árslok 1993 að senda út allan sólarhringinn. Sendingamar BAKSVIÐ eftir Ásgeir Fridgeirsson stöðvar EBU, 39 að tölu í 32 lönd- um, standa að uppbyggingu og rekstri þessarar stöðvar. Frakk- ar, Þjóðveijar, ítalir og Spánveij- ar eru helstu hvatamenn en smá- þjóðir á borð við Finna og Grikki hafa einnig sýnt þessu áhuga og gefið loforð um fjárframlag. Breska ríkissjónvarpið BBC mun t.d. ekki koma nærri þar eð það stendur að baki alþjóðafréttastof- unnar WTN og ljóst er að þar munu hagsmunir rekast á. Að sögn Markúsar Arnar Antonsson- ar, útvarpsstjóra, mun RÚV ekki skuldbinda sig til neinna fjárútl- áta vegna Evrófrétta. Hann taldi það ekki rétt að eitthvað af því litla fé sem stofnunin hefði á milli handanna til innlendrar dagskrár- gerðar rynni til verkefna af þessu tagi. Aætlaður rekstrarkostnaður stöðvarinnar í árslok 1993 er um 1,8 milljarðar íslenskra króna. Reiknað er með að helmingur upphæðarinnar komi frá þeim sjónvarpsstöðvum sem hafa skuldbundið sig til þess að standa að rekstrinum, fjórðungur á að renna úr sjóðum Evrópubanda- lagsins og einnig gera menn sér vonir um að kostnaðaraðilar og auglýsendur fjármagni rúmlega fimmtung. Að sögn Markúsar Arnar munu Evrófréttir hafa afnot af fréttum og fréttatengdu efni frá RÚV. Hann sagði að innan þess ramma gætu rúmast almennir þættir um landið, náttúruna og menninguna, þannig að á ferðinni gæti verið umtalsverð kynning á íslandi. Auk þess sagði hann að af 250 manna starfsliði Evrófrétta væri eðlilegt að einhveijir væru íslensk- ir og að líkindum hefði það ein- ungis gott eitt í för með sér. Þeir íslendingar sem hefðu áhuga á að horfa á þessa frétta- stöð þyrftu að eiga gervitungla- disk eða vera tengdir kapalkerfí. Eftir því sem næst verður komist liggur ekki fyrir í gegnum hvaða tungl stöðin mun senda og því er ekki hægt að fullyrða neitt um hversu vel sendingar munu nást hér á landi og þ.a.l. er ekkert heldur hægt að segja um hvers- konar móttökudiskar munu koma að gagni. Efni þessarar stöðvar verður ekki dreift í gegnum dreifikerfí RÚV svipað því sem efni CNN fer nú um sveitir landsins í gegnum dreifíkerfi Stöðvar 2. Markús Örn segir að til þess að svona stöð festi rætur þurfi fólk að geta haft að hepni aðgang hvenær sem er. Auk þess sagði hann að ef til lengri tima væri litið þá væri svo lítill dagskrártími aflögu þar sem dagskrá Sjónvarps lengdist jafnt og þétt og nefndi hann í þvi sam- bandi hugmyndir um skólasjón- varp í samvinnu við Háskóla ís- lands. Viðræður Fríverslunarbanda- lags Evrópu, EFTA, og Efnahags- bandalagsins hafa haft það að markmiði að i ársbyijun 1993 verði í Vestur-Evrópu sameigin- legur markaður fyrir vöru, þjón- ustu, vinnuafl og fjármagn. Hvernig svo sem þær viðræður þróast er það nokkuð ljóst að í lok þess árs verði þessar þjóðir komn- ar með sameiginlega sjónvarps- fréttastöð. Yfir til þín... Fölmiðlaumsagnir birt- ast reglulega, aðal- lega í blöðunum. Oft hefur verið spurt til hvers þetta sé. Hvers vegna menn eyði tíma sínum og kröftum í að semja fjölmiðlapistla, hvort það sé allt unnið fyrir gýg eða einhveijir fari eftir þessum ábendingum. Nú er trúlega rétt að áhrif pistlahöfunda á fjölmiðlana séu fremur lítil, jafnvel svo að megi efast stórlega um að þeir, sem þar er um fjallað, lesi nokkurntíma eða hlusti á þessa pistla. Allt um það get ég sagt af eigin reynslu að það er afar, afar fátítt að nokkrir þeir sem ég hef beint orðum að í pistlum mínum hér hafi látið frá sér heyra. Og þó. Einu sinni hringdi kunnur útvarpsmaður til að finna að — raunar til að hundskamma mig fyrir að skipta mér af því sem mér kæmi ekki við. Verst af öllu líkaði honum við þann dreifbýlishugsunarhátt minn, að ætlast til þess að útvarp tæki einhverntíma mið af ein- hveiju öðru en Reykjavík. Tveir eða þrír hafa haft sam- band við mig og þakkað fyrir ábendingar. Hins vegar er afar algengt að fólk, sem á engan hátt er tengt fjölmiðl- um annan en að vera neytend- ur, hringi eða stöðvi mig á götu og taki undir sitthvað sem ég hef bent á í pistlum. Einstöku sinnum má merkja einhveija smábreyt- ingu á einhveiju sem ég hef bent á og fundið að. Þá líður um bijóstið kennd kennarans sem verður þess var að nem- endur meðtaka boðskap hans. Læra. Ég held hins vegar að fjölmiðlamenn ættu að hafa þá meginreglu að lesa allt sem skrifað er um fjölmiðla og hlýða á allt sem um þá er sagt. Enda þótt fjölmiðlaum- sagnir séu ekki neinn Stóri- dómur má oftast taka á þeim nokkurt mark. Hér er vænt- anlega undantekningarlaust Verið að benda á gott og mið- ur gott af fullum velvilja og góðum hug. Enginn vill hafa vonda íjölmiðla eða vanhæfa starfsmenn þeirra. Öllum get- ur orðið á og þá er rétt að benda á það. I pistlunum kem- ur margt fram sem er fyllilega vert eftirbreytni. Hitt er svo rétt að þeir sem skrifa eða flytja þessa pistla gera það af mismikilli þekkingu, hafa til dæmis mismikla reynslu af starfi við fjölmiðla. Þeir eru ekki endilega ómarktækir fyr- ir það. Einhver besta fjölmiðla- gagnrýni á Islandi á undan- förnum árum hefur komið fram í sjálfu Sjónvarpi ríkis- ins. Satt að segja hef ég oft undrast að hún skuli ekki hafa haft meiri áhrif á ís- lenska sjónvarpsmenn en raun ber vitni — þetta eru þó ábendingar innanhúss, svo að segja, en ekki eitthvert eílífð- arnöldur utan úr bæ. Vitanlega á ég hér við viku- lega þætti Spaugstofunnar hf. í vetrardagskrá. Pétur Teits- son og hans vösku menn hafa þar reglulega brugðið á skjá spaugilegum atriðum, oftast eftirlíkingum af frétta- og dagskrárefni líðandi stundar. Því sprenghlægilegri eru þessi atriði sem Stöðvarmönnum tekst að líkja nákvæmar eftir mönnum og atvikum. Trúlega eru þeír margir sem taka þessa þætti sem hreinræktað fíflarí, en öllu gamni fylgir nokkur alvara, segir hið forn- kveðna, og þessu gamni mik- il. Þeir eru ekki að tilefnis- Iausu, svo eitthvað sé nefnt, þættir eins og Litakassinn, matreiðsluþátturinn og þáttur þeirrar rauðhærðu um neyt- endamál að ógleymdum Nýj- ustu græjum. Ónei. Sama rót liggur að baki því þegar líkt er eftir illa gerðum og hallær- islegum auglýsingum. Og Kristján Ólafsson er örugg- lega til. Þáttur fréttamanna Stöðv- arinnar í spauginu er sýnu alvarlegastur og á honum ætti að taka fullt mark. 111- skiljanleg línurit og enn síður skiljanlegar talnarunur og langlokuútskýríngar eru nær daglegt brauð í sjónvörpun- um, klúðursleg framsetning efnis er of algeng, fréttamenn iðulega fákunnandi um efni 'sem þeir eru að spyija um og viðmælendur illa undirbúnir. Það var ekkert ólíkt veruleik- anum fyrr í vikunni þegar Stöðin sýndi hljóðnemaskóg á ferð og flugi, jafnvel frekju- lega rekinn upp í andlitið á þeim sem talaði, hvort sem það var fréttamaður eða ráð- herra. Það er heldur ekki að tilefnislausu sem dregnir eru fram kækir fréttamanna: höf- uðhnykkir Péturs Teitssonar, atferlisbreytingin sem varð á Gunnlaugi Skarann þegar hann komst til Lundúna eða þegar Erlendur bregður upp fréttamannsandlitinu og lag- færir endaiaust blaðabunkann á borðinu hjá sér. Þeir Pétur, Erlendur, Gunnlaugur, Ófeig- ur og Sigurður, að ógleymd- um Friðriki Eyjólfssyni, sem því miður hefur ekki sést lengi, eru svona mikið grín af því að þeir eru alvara. Stöð- in er fyrst og fremst skemmti- leg fyrir að sýna okkur alvöru undir því falska flaggi að þetta sé bara spaug. Nú kann einhver að segja að. ef ekki væru gerð mistök í fjölmiðlum væru engir þætt- ir á borð við Stöðina 91. Það er svo önnur saga og óskyld. Sverrir Páll

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.