Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 22
22 G jMORGUNeiiAðlÐ* MIWNINGARsUNÍWöAGUR26 . MAÍ1991 Minning: Helga Gunnarsdótt- ir tónlistarfræðingur Fædd 15. apríl 1943 Dáin 16. maí 1991 Það er gott að eiga góða og trygga vini, gott að hafa deilt með þeim gleði og sorg daga og ára. Nú þegar við kveðjum elskulega vinkonu okk- ar, Helgu Gunnarsdóttur, sem jarð- sett verður á morgun frá Dómkirkj- unni, þökkum við fyrir og minnumst með gleði þrjátíu ára vináttu sem hefur verið okkur svo mikils virði. En við hefðum bara viljað njóta hennar lengur, helst önnur þrjátíu ár. Hvernig sjáum við Helgu fyrir okkur? Syngjandi. Það var alltaf tónlist og söngur í kringum hana. Með markvissri og sérlega glaðlegri söngstjórn gat hún fengið alla til þess að syngja, meira að segja þá laglausustu, því það er enginn lag- laus, sagði Helga. Þessa dagana hljómar stöðugt í huga mér lag sem hún lét svo oft syngja „Snert hörpu mína, himinborna dís“ eftir Atla Heimi Sveinssön, við ljóð eftir Davíð Stefánsson. Þannig finnst mér Helga vera nálæg þrátt fyrir allt. Það er falleg minning. Það er glaður hópur ungra meyja sem sat í öftustu röð í C-bekknum í Menntaskólanum í Reykjavík við upphaf sjöunda áratugarins — Helga, Anna, Eygló, Snjólaug, Sig- rún og Gerður. Lífsgleðin var ríkjandi og við þóttumst eiga heim- inn. Á þessum árum bundumst við órjúfanlegum vináttuböndum. Með vináttunni við Helgu eignuð- umst við vináttu foreldra hennar þeirra Sigríðar Einarsdóttur, sem lést á síðasta ári og Gunnars Stein- dórssonar, sem lést árið 1966 og yngri systur hennar Birnu. Notalegt heimili þeirra að Laugateigi 14 stóð okkur alltaf opið. Þótt við vinkonurnar færum að sjálfsögðu hver sína leið í lífinu, höfum við haldið sambandi okkar í milli og hist reglulega í sauma- klúbbi, þessu skemmtilega og trausta fyrirbæri sem konur velja sér gjarnan til félagslegra sam- skipta. Elísabet og Solla bættust í hópinn. Klúbburinn hefur ekki rofn- að þótt sumar hafi tímabundið dval- ið í öðrum landshlutum eða með öðrum þjóðum, nánast í öllum heims- álfum. Við vildum fara út í heim. Sumar létu verða að því strax í menntaskóla, aðrar fóru síðar. Helga, Eygló og Anna eyddu ógleymanlegu sumri við verslunar- störf 'í Köln meðan Snjólaug gætti barna í London og Sigrún var skipti- nemi í Bandaríkjunum. Aðrar horfðu á eftir þeim með söknuði og fengu litrík bréf með póstinum. Við héldum samstiga út í lífið. Við hittum tilvonandi eiginmenn og Helga hitti sinn Sigurgeir. Þar var lagður grunnur að þeirra trausta og góða hjónabandi. Þau studdu hvort annað í einu og öllu og annað var vart nefnt án þess að nefna hitt. Við mörkuðum okkur starfsferil. Ásamt Önnu fórum við Helga í stúd- entadeild Kennaraskólans. Við vild- um verða kennarar. Og Eygló varð líka kennari. Helga og Anna kenndu saman í Austurbæjarskólanum sömu námshópum í nokkur ár og kenndu ekki síður hvor annarri en nemend- um sírtum. Þar hafði Helga forystu um að söngur og tónlist tengdust nánast hverri námsgrein. Samhliða- kennslunni stundaði Helga svo nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk þaðan tónmenntakennaraprófi árið 1975. Hún stefndi stöðugt að meiri þroska í námi og starfi. Saman bjuggum við okkur undir búskap og heimilishald. Við vildum setja persónulegan svip á heimilin okkar og fórum saman á handlista- námskeið til þess að sauma út vegg- myndir og púða eftir okkar eigin munstrum, hnýta gólfmottur og gera batík. Við vildum líka sauma föt og fórum á sníðamámskeið og bjuggum okkur undir að halda gestum okkar dýrðlegar veislur. Við vorum af þeirri kynslóð íslenskra kvenna sem ætlaði sér að gera hvort tveggja í senn, fara út á vinnumarkaðinn og verða þar ekki eftirbátar karlanna og sinna jafnframt heimili og fjöl- skyldu með sama hætti og mæður okkar höfðu gert sem ekki unnu utan heimilis. Við Helga giftum okkur sama árið og mennirnir okkar stunduðu saman nám í íslensku við Háskóla íslands og voru samstarfsmenn um árabil. Við skemmtum okkur með félögum í Mími og starfsmönnum Handritastofnunar og Helga leiddi sönginn. Þá kom að húsbyggingun- um. Á þessum árum var Árbærinn, Breiðholtið og Fossvogurinn að byggjast upp og Kópavogurinn að stækka. Við vinkonurnar námum lönd í þessum nýju byggðum. Helga t Konan mín og móðir okkar, HELGA GUNNARSDÓTTIR tónlistarf ræðingur, Brekku, Brekkustíg 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 27. maí kl. 15.00. Okkur þætti vænt um ef þeir, sem vildu minnast hennar, létu Krabbameinsfélagið og Minningargjafasjóð Landspítala íslands njóta þess. Sigurgeir Steingrímsson, Embla Sigurgeirsdóttir, Solveig Ýr Sigurgeirsdóttir, Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, Steingrímur Sigurgeirsson. t Hjartkær móðir mín og amma, RAGNHEIÐUR JÓNASDÓTTIR, áðurtil heimilisá Hrannargötu 1, ísafirði, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 22. maí. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 28. maí kl. 10.30. Jónasína Þ. Guðnadóttir og synir. LEGSTEINAR MOSfllK H.F. Hamarshöfda 4 — simi 681960 og Sigurgeir eignuðust íbúð í Ár- bænum sem þau innréttuðu sjálf af vindvirkni, listfengi og frumleika. Svo fæddust fyrstu börnin okkar sömu árin. Helga og Sigurgeir eign- uðust fjögur börn. Þau eru Steingrímur f. 1966, blaðamaður á Morgunblaðinu, Gunnur Sif f. 1968, stundar nám við Myndlista- og hand- íðaskólann, heitbundin Jóni Sen læknanema, Solveigf. 1973, stundar nám við Menntaskólann við Hamrahlíð, og Embla f. 1978, nem- andi í Vesturbæjarskóla. Helga var einstök móðir og var vakin og sofín yfir velferð barna sinna. Það var í kjölfar „1968 umróts- ins“ að síminn hringdi hjá mér einn daginn. Það var Helga Gunnars. „Við Vilborg Dagbjartsdóttir vorum að tala saman. Ættum við ekki að stofna kvennahreyfingu eins og þær í Danmörku?" Hjólin voru farin að snúast og þessá vordaga var lagður grunnur að Rauðsokkuhreyfingunni. Saumaklúbburinn okkar lét ekki sitt eftir liggja. Sumarið 1970 sátum við ásamt fleirum og sömdum stefnu- skrá fyrir verðandi samtök sem stofnuð voru formlega um haustið og hristu all rækilega upp í samfé- laginu. Við störfuðum í alls kyns starfshópum sem urðu okkur dýr- mætur skóli. En það var líka slegið á léttari strengi og Helga sagði „nú syngjum við“. Við vildum jafnan rétt á við karla gagnvart lögum; við vildum að konur ættu kost á að menntast til starfa og ættu aðgang að öllum skólum og við kröfðumst fleiri barnaheimila. Og Helga og Sigurgeir tóku fljótlega þátt í rekstri eins fyrsta foreldrarekna barna- heimilisins í borginni, Óss. Þar voru líka Snjólaug og Sigrún og fjölskyld- ur þeirra. Haustið 1976 varð Sigurgeir lekt- or í íslensku við Uppsalaháskóla. Þau fluttu börn og bú til Svíþjóðar og Helga hóf nám í tónlistarfræðum og þjóðfræðum við háskólann í Uppsöl- um og iauk þaðan fil.kand. prófi árið 1982. Það eykur víðsýni og skilning að dvelja um tíma á er- lendri grund og Helga og Sigurgeir komu heim með ferskan andblæ eft- ir sex ára dvöl með Svíum og Helga hafði enn bætt við sig á sínu sér- sviði, tónlistarsviðinu. Ég og bömin mín eigum yndisleg- ar minningar frá sumardvöl sem við áttum hjá þeim á þessum tíma nokkru eftir að ég var orðin ein með börnin mín og við flutt austur á land. Þau tóku okkur opnum örmum og fóru með okkur í þessi líka dýrðlegu ferðalög og það var sungið í bílnum. Þetta allt var mikil upplifun ungum bömum sem voru að fara í fyrsta sinni til útlanda. Helga söng árum saman í Pólý- fónkórnum frá stofnun hans. Hún var einnig einn af stofnendum söng- hópsins Hljómeykis og söng með honum til dauðadags. Helga sinnti fræðimennsku á sviði tónlistar og skrifaði um íslenska langspilið, íslensku fiðluna og íslenska þjóð- lagatónlist. Við þau störf naut hún þess að hafa reynslu af listsköpun sjálf. Hún tók saman efni í söngbók barnanna „Fljúga hvítu fíðrildin", sem kom út hjá Máli og menningu árið 1986 og var endurprentuð nú í ár. Helga hafði um skeið unnið að undirbúningi norræns rannsóknar- verkefnis um konur og tónlist. Þegar við áttum 25 ára stúdents- afmæli kom boð frá Kvenstúdentafé- laginu um að nú væri komið að okk- ur að skemmta á árshátíð félagsins. Samin var lítil revía um líf okkar í MR og færð upp af mikilli lífsgleði og íjöri. Auðvitað var leitað til Helgu um að stjórna söngnum og tókst henni ótrúlega vel á skömmum tíma að að skapa kór úr mistónvissum röddum. Stór hópur skólasystra á góðar minningar um Helgu frá þess- um tíma. Helga var stundakennari við Kennaraháskóla Islands á árunum 1982-88, en starfaði sem lektor við skólann 1983-84. Hún var kennari í tónmennt, tónlistarsögu og söng pg var kórstjóri við Leiklistarskóla íslands frá 1983 til dauðadags. Helga var félagi í Delta Kappa Gamma sem eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum. Þar ómaði söngurinn sem annars staðar undir hennar stjórn. Hún var formaður í deildjnni okkar í tvö ár og beitti sér fyrir því að við fjölluðum ítarlega um listir í skólum. Sú umfjöllun kom síðan að góðum notum við vinnu okkar í starfshópi á sl. vetri þar sem mótaðir voru kaflar um aukna áherslu á listir í grunn- og fram- haldsskólum á framkvæmdaáætlun menntamálaráðuneytisins í skóla- málum til ársins 2000 — Til nýrrar aldar — sem kom út nú í vor. Helga lagði áherslu á að tengja listgrein- arnar saman og tengja þær mann- lífinu öllu. Hún vildi að listiðkun væri hluti af námi allra nemenda en ekki aðeins þeirra sem ætla að leggja listina fyrir sig. Hún lifði sjálf samkvæmt þessari kenningu og það má sjá hjá börnum hennar og á heimilinu þar sem verk heimilis- manna eru til skrauts innan um verk ýmissa þekktari listamanna. Sam- tengdur listaháskóli var henni að skapi og hún fylgdist að miklum áhuga með fyrstu skrefunum sem stigin voru nú í vor þegar SS-húsið svonefnda var keypt undir slíkan skóla. Helga sat í stjórnum Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík og Tón- menntakennarafélags íslands. Hún átti um árabil sæti í stjórn NMPU, norrænna samtaka tónmennta- og tónlistarkennara, og var kjörin for- seti þeirra á þingi samtakanna í Södertálje sumarið 1989. Vann Helga að því að undirbúa norræna ráðstefnu þessara samtaka sem haldin verður hér á landi í sumar. Að tillögu Helgu er þema ráðstefn- unnar tónlist og náttúra. Þannig vann hún að framgangi tónlistarinn- ar allt fram til síðasta dags. Þegar við snérum heim, þau frá Svíþjóð og ég að austan, fórum við að gera upp gömul hús í Vesturbæn- um. Þau settust að á ættaróðali Helgu, Brekku við Brekkustíg sem langafi Helgu, Hermann Einarsson, reisti aldamótaárið og þar sem afi og amma Helgu, Einar og Helga í Brekku, áttu heimili sitt alla sína búskapartíð. Foreldrar Helgu bjuggu þar einnig um hríð og því eru Helga og Sigurgeir fjórða kynslóðin í hús- inu og aftur var komin Helga í Brekku. Það atvikaðist svo að ég keypti hús á móti þeim. Það var mikils virði fyrir mig og börnin mín þegar við vorum að setja okkur nið- ur á nýjum stað að mæta allir þeirri hlýju og vináttu sem Helga og Sigur- geir sýndu okkur og svo tengdu þau okkur sínum góðu vinum í nágranna- húsunum þeim Sif og Stefáni og Maríu og þeirra ijölskyldum. í átta ár höfun við átt yndislegt nábýli á Brekkustíg. Við skeggræddum breytingarnar á húsunum okkar, glöddumst saman yfir hvetju skrefi sem stigið var, nýjum gluggum, stiga eða góifi. Saman fögnuðum við nýjum árum og kvöddum þau gömlu í Brekku og ömmurnar Sigríð- ur og Emilía jafnan á staðnum. Þeg- ar börnin okkar útskrifuðust úr menntaskóla undirbjuggum við sam- an veislurnar sem haldnar voru sitt hvoru megin við götuna. Við fórum saman í gönguferðir eða skruppum á málverkasýningar. Þegar voraði voru afklippur af tijám úr mínum garði notaðar í græðlinga í þeirra stóra garði. Þar voru nágrannagarð- veislurnar haldnar og Helga sagði „Nú syngjum við.“ Minnisstæðastar held ég þó að verði mér kvöldstund- irnar sem við áttum saman yfir te- bolla í fallega eldhúsinu þeirra, hundurinn Vígi í makindum undir borðinu og kötturinn Brandur í glugganum og við að ræða gleði okkar og sorgir í bland við málefni dagsins. Síðastliðið vor brá skugga yfir alla þessa tilveru þegar ljóst varð að Helga var komin með krabba- mein. Auk veikinda hennar þurfti ljölskyldan í desember sl. að sjá á bak elskulegri móður, tengdamóður og ömmu, Sigríði móður Helgu, sem lést eftir þunga en stutta sjúkdóms- legu og Helga hafði alla tíð verið svo nátengd og annast svo vel. Helga barðist hetjulegri baráttu við sjúk- dóminn með sinni léttu lund og lét aldrei bugast. Það var dýrmæt reynsla að verða vitni að þeim styrk. Sigurgeir annaðist Helgu sína af fádæma umhyggjusemi og natni og vakti yfir henni dag og nótt síðustu vikurnar. Sömuleiðis önnuðust börn- in ijögur móður sína eins og best er hægt að hugsa sér. Þetta eru minningar okkar Önnu, Eyglóar, Snjólaugar og Sigrúnar um elskulega vinkonu okkar. í veikind- um hennar hefur vinátta okkar styrkst enn. Saman fylgdumst við með baráttu hennar. Saman lútum við höfði í djúpri sorg en um leið erum við þakklátar fyrir að hafa átt hana að vini. Elsku Sigurgeir, Embla, Solveig, Gunnur og Steingrimur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur og megi minningar um ynd- islega eiginkonu og móður gefa ykk- ur styrk. Gerður G. Óskarsdóttir Maðurinn með ljáinn ann sér engr- ar hvíldar. Ekki finnst okkur nema fáeinar vikur frá því að við fylgdum Sigríði Einarsdóttur síðasta spölinn þegar hann er enn kominn og hefur nú með sér Helgu dóttur hennar yfir móðuna miklu. Það er því skammt stórra högga á milli hjá íjöl- skyldum Helgu á Brekkustíg 3 og Birnu Eybjargar, einkasystur henn- ar, í Mosfellsbæ. Helga Gunnarsdóttir andaðist langt um aldur fram fimmtudaginn 16. maí sl. eftir löng og erfið veik- indi. Fráfall frænku og félaga úr æsku kemur róti á hugann og minn- ingarnar hrannast upp. Þetta eru glaðvær og ljúf minningabrot, einatt frá samkomum stórfjölskyldunnar úr Grafarholti, með múg og marg- menni, háværum klið og hlátrasköll- um. í miðjum barnahópnum er Helga frænka mín, björt yfirlitum, kvik og hress en einbeitt og ákveðin og fer sínu fram. Það er heldur engin spurning að á miðjum sjötta ára- tugnum voru bestu barnaafmælin í bænum haldin á bernskuheimili Helgu á Laugateignum. Hápunktur- inn var þegar Gunnar heitinn faðir hennar, hrókur alls fagnaðar á stundum sem þessum, dró fram kvikmyndasýningarvélina og bauð upp á bíó með sígildum hetjum á borð við Chaplin, Buster Keaton og Gög og Gökke. Þá. fengu sumir bíó- bakteríuna fyrir lífstíð. Það voru miklir kærleikar með systkinunum, móður minni og Gunn- ari, og samgangur mikill milli fjöl- skyldnanna enda bæjarleiðin stutt milli heimilanna í Laugarnesinu. Eftir að Gunnar féll frá á sama aldri og dóttir hans nú, aðeins 48 ára, héldu systurnar, Helga og Bibba, jafnan góðu sambandi við foreldra- hús mín. Varla hefur það spillt að Helga valdi sér sama áhugamál og starfsvettvang og móðir mín, tónlist- ina og tónlistarkennslu, svo að ekki skorti þær umræðuefnin. Helga var gæfukona. í Mennta- skólanum í Reykjavík kynntist hún eftirlifandi eiginmanni, Sigurgeiri Steingrímssyni, og eignuðust þau fjögur mannvænleg börn, Steingrím, Gunni, Solveigu Yr og Emblu. Að loknum menntaskóla lá leið Helgu í Kennaraháskólann og hún kenndi um árabil meðan Sigurgeir var að ijúka háskólanámi hér heima. Tón- listin var þó aldrei langt undan. Helga hafði fallega silfurtæra rödd og byijaði að syngja með barnakór- um strax í Laugarnesskóla en seinna varð hún ein af burðarásunum í Pólýfónkórnum. Einhvern veginn fann hún sér tíma til að fara í Tón- listarskólann í Reykjavík og ljúka tónmenntakennaradeildinni, þó að börnunum fjölgaði. En Helga lét ekki staðar numið. Sigurgeir hélt með fjölskylduna til Svíþjóðar til framhaldsnáms og þegar honum bauðst að þvi loknu lektorsstaða í Uppsölum greip Helga tækifærið og lauk sjálf framhaldsnámi í tónlistar- og þjóðfræðum. Það er því ekki að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.