Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 26. MAI 1991 íslensk danstónlist í DANSÆÐINU sem geng- ið hefur yfir gervalla vest- urálfu, hafa Islendingar fengið sitt, þó lítið hafi borið á íslenskum sveitum. Pís of keik er meðal fárra danssveita hérlendra, en sveitin vakti töluverða at- hygli á síðasta ári fyrir frum- legt Lag eftir lag. Til að byija með var Pís of keik huldu- sveit, enda stóð ekki til að gera nema þetta eina lag. Þegar fram leið langaði sveit- armeðlimi að gera meira og á nýútkomnum Bandalögum 3 á Pís of keik lagið Mold- rok(k). Pís of keik skipa Máni Sva- varsson, Ingibjörg Stefáns- dóttir og Júlíus Kemp. Máni sér um lagasmíðar og hljóð- færaleik, Ingibjörg söng og Júlíus annað. Máni segir sveitina eiga mikið af lögum, en ekki hafa viljað suða í út- gefendum. Steinar átti því frumkvæðið að því að Mold- rok(k) kemur út, en allt stefnir í að sveitin sendi meira frá sér á árinu. Máni sagði að þegar hug- myndin að Lag eftir lag vakn- aði snemma á síðasta ári hafi þeir Júiíus ákveðið að fínna söngkonu. Ingibjörg var til í tuskið og Pís of keik varð til. Ekki hefur sveitin troðið upp opinberlega en það er í athug- un. „Við hyggjumst þó ekki hatda heila tónleika, enda á þessi tónlist ekki heima á tón- leikum. Við erum frekar að hugsa um setja saman stutta dagskrá og flytja í danshús- um, með dönsurum og til- heyrandi. íslensk danstónlist á erfitt uppdráttar og við vilj- um veg hennar sem mestan. Þó er ekki rétt að telja okkur bara danssveit, því við eigum í fórum okkar bæði dans og popp,“ segir Máni. „Og ball- öður,“ skýtur Ingibjörg inn í. Hvað framtíðina varðar hyggjast sveitarmeðlimir Ijósmynd/Björg Sveinsdóttir Ingibjörg og Máni Dans, popp... og bailöður. leggja gjörva hönd á margt í sumar og þar á meðal kvik- myndatónlist, auk þess sem Ingibjörg leikur í þeirri mynd. ■ DOORSÓ VINIR geta glaðst því mannorðsmorð- inginn Albert Goldman, sem þegar hefur „flett ofan af ‘ Elvis Presley og John Lennon, er nú að vinna að bók um Jim Morrison, þar sem eflaust verður margt ljótt dregið fram í dagsljós- ið, þó ekki sé gott að gera sér- gréin fyrir því hvað hægt er að segja sem ekki hefur þegar komið fram. Kannski var hann krati? Ljosmynd/Björg Sveinsdóttir Þursabragð Gunnar Smári, Björgvin og Egill SOLOSKIFA EGILL Ólafsson hefur verið í framlínu íslenskrar dægur- tónlistar í fjölmörg ár sem Spilverksmaður, Stuðmaður og Þursaflokksmaður. Það er þó ekki fyrr en á þessu ári að hann sendir frá sér sólóskífu. Egill er um þessar mund- ir að taka upp breið- skífu hvar hann á öll lög, en þar á meðal eru tvö sem ætluð voru á Þursaplötu. Egill sagði að eflaust ættu einhverjir eftir að finna Þursabragð, enda ekki nema von, þar sem hann samdi flest laga Þursanna. Hann sagði hinsvegar að tónlist Þursanna hefði verið unnin af sveitinni allri, en á vænt- anlegri plötu hefði liann síð- asta orðið og leyfði sér meira, færi „út um víðan völl“. „Ég þigg þó öll góð ráð að utan og Ásgeir Oskarsson hefur unnið mikið af plötunni með mér. þó þetta sé mín plata fyrst og fremst.“ Á plötunni vera 10 lög, „langir andskotar", enda er platan riálægt 50 mínútur. „Ég er alltaf að semja og það er ómögulegt að gera ekki eitthvað við lögin.“ Upptökumaður er Gunnar Smári, en Björgvin Halldórs- son er meðhjálpari í útsetn- ingum. Sálartónar Sálin hans Jóns míns er nú í hljóðveri að vinna að næstu breiðskífu sinni. Mannabreytingar hafa orðið nokkrar í sveitinni, en Sálin kemur í fyrsta sinn með nýjum mannskap í Lídó nk. fimmtudag. Að sögn sveit- armanna hyggjast þeir leika lög sem verður á Bandalög- um 4, sem út koma innan skamms og að auki lög sem verða á næstu breiðskífu sveitarinnar í bland við eldra efni. Morrison hafí verið skáld fangið í líkama rokk- stjömu eða viðurstyggi- legur demón. Doorsæði síðustu daga ei' sprottið af kvikmynd Olivers Stones um Doors (les: Jim Momson & Co.). I kjölfarið hafa plötur sveitarinnar tekið mikinn kipp og hef ég heimildir fyrir því að plata tneð tón- list úr myndinni, saftt nok- kurra laga sveitarinnar með skrauti, seljist tvö- til þrefalt á við næstu skíf- ur hérlendis um þessar mundir. Um tíma var téð kvikmyndaplata á banda- ríska breiðskífulistanum og samtímis tveggja diska safn, með bestu lögum sveitarinnar, sem hér er mælt með. Doors hafa haldið vin- sældum frá því Jim Morri- son fékk lyartaáfall í baði 1971 (já, hann er látinn) og skífíir sveitarinnar selst jafnt og þétt. Morri- son-mýþan heiliar „alvar- lega“ unglinga á gelgju- skeiðinu og textarnir eru hæfílega torræðir til að túlka megi þá á hvern þann hátt sem hugur stendur til; Morrison er hinn dæmigerði utan- garðsmaður sveipaður dulúð — James Dean tón- iistarinnar. Ekki er gott að segja hvernig hefði far- ið ef Morrison væri enn á iífí, en hann var löngu orðinn þreyttur á poppinu og reyndi fyrir sér í kvik- myndagerð og við ritstörf. Líklega væru Doors að taka saman aftur í dag eins og allir hinir, ný- komnir úr meðferð, ný- stignir úr gjaldþroti eða ámóta hrellingum. Dyravðrðurinn Goðsögnin skyggir ekki síst á Morrison sjáifan. DÆGURTÓNLIST Hvaó er á bak vió skrumib? Dyrjjárhirslunnar MEÐ fáar hljómsveitir hefur verið látið meira unclanfarnar vikur en hyómsveitina Doors, sem var upp á sitt besta í iok sjötta og upphafi siöimda áratugarins. Ástæðan er ekki sú að menn hafi skyndilega uppgötvað að sveitin sendi frá sér fyrirtaks poppperlur, heldur goð- sögnin um Jim Morri- son, söngvara sveitar- innar, sem skyggir ekki síst á Morrison sjálfan. T^oors var aldrei frum- J-Jleg eða byltingar- kennd hljómsveit og reyndar hafa sumir haldið því fram að eina frambær- ilega plata sveitarinnar -------------1 hafí verið fyrsta breið- skífa hennar. Þó það séu sömu fordóm- arnir og að telja öll hennar verk meistara- verk verður ekki fram hjá því litið að það sem menn gína helst yfir í dag eru íburðarmiklar umbúðir um innihaldsrýra texta, stundum iiálfgert vitund- arflæði. Rignir greinum og bókum þar sem því er ýmist haldið fram að Jim eftir Arria Motthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.