Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 23
undra þótt okkur þætti oft með ólík- indum hvernig Helga kom öllu þessu í verk, því að á árunum í Svíþjóð ij'ölgaði enn í fjölskyldunni og börn- in voru orðin fjögur. Þetta segir hins vegar allt um samheldni Helgu frænku minnar og Sigurgeirs sem einkenndi þau allt þar til yfir lauk. Helga Gunnarsdóttir var að sönnu afkastakona en átti enn eftir að koma mörgu í verk og skarð hennar verður vandfyllt. Hún stundaði síðustu árin jöfnum höndum rann- sóknir í fræðigrein sinni og kennslu við Kennaraháskólann og Leiklistar- skólann, sem hún hafði mikla unun af enda var það sérstakt áhugamál hennar að flétta saman listmenntir í eina samstæða heild. Það verk bíður nú annarra. Á sárri kveðjustund sem þessari verður fátt um orð. Við frændgarð- urinn af Rauðalæk 8 getum einung- • is þakkað vináttu og ræktarsemina á liðnum árum, og vottum Sigur- geiri, börnunum, Bibbu og fjölskyldu samúð okkar. Björn Vignir Signrpálsson Það var laust eftir 1970 sem við hjónin kynntumst Helgu Gunnars- dóttur. Við Sigurgeir, maður henn- ar, vorum þá samstarfsmenn á Stofnun Árna Magnússonar og með okkur tókst góður kunningsskapur sem varð til þess að allmikill sam- gangur varð með fjölskyldunum. Yngstu dætur beggja, jafnöldrurnar, léku bamleikum saman, gistu iðu- lega hvor hjá annarri og eru nú bekkjarsystur í skóia. Kunnings- skapurinn þróaðist í vináttu og margar, ljúfar samverustundir koma fram í hugann meðan ég sit og skrifa þessar línur. Oft höfum við setið yfir ijúkandi tebollum vestur á Brekkustíg, skraf- að og skeggrætt, og glaðst með Helgu og Sigurgeiri yfir nýjustu endurbótum á húsi þeirra sem þau gerðu upp af myndarbrag og smekkvísi og tókst að gera nútíma- legt og þægilegt en halda þó hinu notalega andrúmslofti gamla húss- ins. Fyrir rúmu ári veiktist Helga. Baráttan varð hörð og ströng en af óbilandi bjartsýni og dugnaði tókst hún á við þennan illvíga óvin. Meira að segja eftir að Ijóst varð að ósigur blasti við var hún glaðvær og hress í bragði og gaf ættingjum og vinum líkast til enn meira en hún þáði af þeim. Ég ætla ekki að tíunda mann- kosti Helgu Gunnarsdóttur. Þeir voru öllum ljósir sem hana þekktu. Ætlun mín er einungis að kveðja með nokkrum orðum kæra vinkonu sem við söknum sárt. Elsku Brekkufjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni og margar, ljúfar minningar verða ykkur til huggunar. Guðni Kolbeinsson og fjölskylda „Sine musica nulla vita“ ritaði Helga í bók sem hún einhvem tíma færði mér. Músíkin var henni mikil- væg en engin einstefnubraut. Hún og vinur minn Sigurgeir, gáfufólkið, ekki síður skynræn á aðra hluti, hófu vandaða endurnýjun á gamla húsinu í vesturbænum, þegar vemd- un bygginga var nánast viðburður. Hlýja og góður andi gamla hússins fylgdu henni, þannig að samveru- stundirnar vom fylltar yl og birtu, sem sameinaðist fæddum gáfum — og þannig minnist ég hennar úr fjar- lægð, skynjandi mikilvægi tengi- punkts góðra strauma í tilverunni. Gunnlaugur Stefán Baldursson Mig langar að minnast Helgu Gunnarsdóttur. Hún var sönn og góð. Hún var heil manneskja. Ég kynntist Helgu fyrir átta árum, þegar við hófum kennslu á sama tíma við Leiklistarskóla ís- lands, sem var þá til húsa við Tjörn- ina. Én það var ekki fyrr en seinna, eftir að skólinn fluttist í hús Lands- smiðjunnar við Sö|vhólsgötu, að við urðum vinkonur. í nýja húsnæðinu tóku allir höndum saman um að gera skólahúsnæðið vistlegt, Við Sölvhólsgötu rættist draumurinn um kennarastofu, þar sem ■ kennarar gætu sest niður í kaffitíma og spjall- að saman, Helga átti stóran þátt í að gera kennarastofuna vistlega, Hún kom með ýmislegt að heiman og setti í hillur og út í glugga. Hún kom með rósa-te. Hún kenndi okkur MORGUKBLAÐIÐ’ IWIIN NRtfODMtlflMtlMÉM MAÍ>lí9&j að drekka fallegt, rautt te, hollt og gott. Og á litlu kennarastofunni var það sem helgiathöfn að drekka te með Helgu. Við Sölvhólsgötuna voru líka fleiri kennslustofur en við Tjörnina. Þar var til dæmis tónlistarstofa. Sú stofa bar af öðrum. Þar var píanó, þar voru skemmtilegar hillur og alls kyns hljóðfæri sem Helga safnaði að sér. í gluggum voru blóm ög á veggjum fallegar myndir, m.a. lista- verk eftir Emblu, yngstu dóttur hennar. Þarna voru nótur, nótur í bunkum. Ef einhvern vantaði nótur gat Helga alltaf fundið þær einhvers staðar. Helga var tónlistarmanneskja af Guðs náð. Þegar hún talaði um tón- list ljómaði hún. Þegar hún rakti sögu tónlistar langaði alla að læra meira. Þegar hún söng snart söngur- inn streng í hjartanu. Það var yndis- legt að heyra hana syngja, með sinni hreinu, björtu rödd. Og það var gott að syngja með henni. I hugann koma æfingar fyrir jól— þegar við komum saman nokkur úr starfsliði skólans og æfðum sögn fyrir jólagleðina. Ég man að við sungum falleg jóla- sálma eins og „Það aldin út er sprungið". En sérstök er minningin um fallegt lag með texta eftir Evert Taube. Þegar við sungum það vorum við og tónlistin eitt. Sof þú rótt, svefninn geymi sætijóða kinn við sinn líknandi barm. Senn kemur nótt, sætt þig dreymi sólfógur lönd laus við söknuð og harm. Lokast þin brá, létt þú sefur, lauma ég kossi á vanga þinn hljótt. Sit ég þér hjá, svefninn hefur sigrað þig vinur, og brátt kemur nótt. pýðing: Guðmundur Óskar Óskarsson) Á kennarafundum var Helga allt- af málefnaleg. Af henni mátti læra margt. Hún var alltaf vel undirbúin og rökstuddi mál sitt vel. Hún var ótrúlega vel að sér um listir og menningu og hafði mjög ákveðnar skoðanir á því hvað væri menning og hvað íslendingar þyrftu að rækta í menningu sinni. Helga var læri- meistari og það var þroskandi að fá tækifæri til að starfa með henni og fræðast af henni. Helga stundaði leikfimi í Kram- húsinu. Þar vorum við saman tvisvar í viku ásamt hópi góðra manna og kvenna og hreyfðum okkur í takt við tónlist undir styrkri stjórn Haf- dísar, sem einnig kenndi okkur í Leiklistarskólanum. Þetta voru ógleymanlegir tímar. Helga var alls ófeimin við að taka frumkvæði. Þeg- ar röddin var notuð með líkamstján- ingunni brást það ekki að Helga leiddi okkur hin með öruggum og fallegum tónum sínum. Og um tíma var sagt að „liggjandi leikfimikór- inn“ væri með þeim betri í borg- inni. Um sannleiksgildi þess skal ekkert sagt hér. En víst er að þess- ar stundir gleymast ekki. Helgu er og verður alltaf minnst þegar tónar flæða um Kramhúsið í „fimm fimmt- án“ tímunum. Það er svo margt sem kemur í hugann þegar litið er til baka. Það var alltaf svo gott að heimsækja Helgu og fjölskyldu á Brekkustíginn. Þangað var hægt að koma hvenær sem var. Ég er þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem ég hef átt þar. Þriggja ára teið, heimabökuðu bollurnar — hið hlýja andrúmsloft. Allt þetta þakka ég. Helga er farin þá leið sem við förum öll einhvern tíma. Eftir standa ástvinir með söknuð í hjarta. Og minningar. Minningar um Helgu Gunnarsdóttur. Minningar sem eng- inn getur tekið frá okkur. Fyrir þær skulum við þakka. Margrét Pálsdóttir Helga Gunnarsdóttir tónlistar- fræðingur er látin eftir rúmlega eins árs hetjulega baráttu við skæðan sjúkdóm. Helga var kennari í tón- mennt og tónlistarsögu við Leiklist- arskóla Islands og siðan einnig söng- kennari. Helga hafði afar sérstæðan per- sónuleika, svo hláturmild að unun var að hafa hana í áhorfendahöpi, atorkusöm og logaði af áhuga á öllu sem hún tók sér fyrir hendur, Hún var lágleg kona, björt yfirlitum, skarpgreind og mjög fylgin sér og hafði mikinn metnað fyrir sína hönd og nemenda sinna og þær stofnanir sem hún starfaði við. Ándlát hennar er mikið áfall fyrir okkur í Leiklistar- skólanum; hann verður aldrei alveg sá sami án Helgu Gunnarsdóttur. Það er ekki alltaf auðvelt að laga ungt fólk, sem hefur verið matað nær eingöngu á popptónlist, að sígildri tónlist, ekki hvað síst vegna þeirra fordóma, sem svo víða bólar á. Hún var þeim eiginleikum gædd að hún braut alla múra niður með rökfestu sinni. Og nemendum sínum bauð hún jafnvel heim, bakaði ofan í þá brauð og eldaði súpu og nærði sál þeirra á tónlist. Samkennurum sínum bauð hún líka í slíkar veislur. Ást hennar á tónlist hreif alla með, meira að segja á spítalanum dreif hún starfsfólk með sér á tónleika. Stundum verður mikill munur á orðum og athöfnum hjá fólki; það segist leggja ákveðin verðmæti til grundvallar í lífi sínu, en þegar bet- ur er að gáð vitnar lífsmynstur þess um allt aðra lífssýn. Hjá Helgu birt- ist lífsskoðun hennar í öllum hennar athöfnum, hún mat meira andleg verðmæti en veraldlég og mat ár- angur og ánægju í starfi meira en annað endurgjald. Helga Gunnarsdóttir var mikill og einlægur fylgismaður þess að list- menntun í landinu færðist á háskóla- stig og hún lagði mikla vinnu í það að kynna sér það mál og miðla af þekkingu sinni. Sem kennari hafði hún tengsl við tvo listaskóla, Leik- listarskólann og Tónlistarskólann í Reykjavík og auk þess er dóttir hennar við nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Henni var mikið kappsmál að sem flest börn og unglingar nytu þess í grunnskóla að komast í beina snertingu við list- ir, og starfaði um skeið við Kennara- háskóla íslands, þar sem hún tók dijúgan þátt í mótun kennaranáms- ins. Það hlaut að snerta hvern mann að fylgjast með því hve samheldin fjölskyldan var og Sigurgeir og börn- in Helgu mikil stoð í veikindum hennar. Ég votta þeim og öðrum aðstandendum innilega samúð okk- ar. Helga Hjörvar Nágranni okkar og vinur, Helga Gunnarsdóttir í Brekku er dáin eftir harða baráttu fyrir lífi sínu. Samúð okkar er einlæg með manni hennar og ijórum börnum — eftirlifendum hennar í Brekku. Það er einlæg ósk okkar og von að þeim veitist einhver huggun. Sagt er að tíminn lækni sár. En sár skilja eftir sig ör. Helga, Sigurgeir og börnin þeirra fjögur, Steingrímur, Gunnur, Sol- veig og Embla, fluttu heim frá Upp- sölum að Brekku við Brekkustíg, vestast í Vesturbænum sumarið 1982. Þá vorum við nýlega flutt inn í Framnes, hinum-megin við Brekk- ustíginn. Við minnumst sólbjarts sumar- dags. Stór gámur fyrir framan Brekku, og ljóshærð hjón og ljós- hærð börn að bera búslóð úr gámn- um inn í húsið. Hjá okkur var kær- kominn gestur frá Uppsölum í heim- sókn: „Þetta eru lektorshjónin," seg- ir gestur okkar Framnesbúa í því hann lítur út um eldhúsgluggann, og heldur áfram: „Komiði út, ég ætla að kynna ykkur fyrir Helgu og Sigurgeiri. Eins gott að þið kynnist almennilegu fólki og þar að auki nágrönnum ykkar,“ hélt Reynir Böð- varsson áfram og skálmaði út og við á eftir. Þannig var upphafið að vináttu sem við metum mikils — upphaf góðs og lærdómsríks félags- skapar við velviljað og gott fólk. Upp í hugann koma fleiri myndir og myndbrot: Vinkonurnar Embla og Sigurlaug að heimsækja hvor aðra — hlaupa eða hjóla á þríhjólum á fullri ferð yfir Brekkustíginn og foreldrarnir beggja vegna götunnar kvaldir af ótta við að þær verði fyr- ir bíl einhvers vanvitans sem ekur á svimandi hraða inn þröngan Brekk- ustíginn þar sem bílum er lagt beggja vegna götunnar og engin leið að sjá lítið barn sem uggir ekki að sér og stekkur í veg fyrir hann. Og eitt sinn munar litlu: Sigurlaugu liggur. á- til Emblu vinkonu sinnar og hjólar á fullri ferð út á Brekku- stíg og þar kemur bíll — sem betur fer er honum ekið rólega — óvenju rólega — og ökumaðurinn nær að stöðva í tæka tíð — rétt snertir bar- nið, en engin meiðsli. Sif hleypur út úr Framnesi að huga að dóttur sinni, Helga kemur út úr Brekku og þær anda báðar léttar fyrst ekkert kom fyrir barnið. Við minnumst áranna sex sem við vorum nágrannar og samfélagsins við Brekkufjölskylduna og aðra ná- granna og vini; Maríu við hliðina á okkur, Gerði skáhallt á móti og Sigríði Hönnu á Ránargötuhorninu. Og við minnumst ljúfra stunda; eftir- miðdaga með hvítvíni, ostum og gril- luðu lambi. Við minnumst einnig þegar vanmáttug sorg og ótti knúði dyra og við spurðum hvert annað — hvers vegna, til hvers? Það var gott að standa ekki einn uppi þá. Það er gott að standa ekki einn uppi með sorg. Það er líka gott að standa ekki einn uppi með gleði — geta deilt hvoru tveggja. Nú er aftur spurt hvers vegna? Og menn hafa alla tíð frá því að með þeim kviknaði meðvitund og sjálfsvitund spurt um tilgang lífs og dauða og harmkvælamaðurinn Job efaðist forðum um ráðslag Drottins gagnvart sér og sagði við hann að ef dagar manns eru ákvarðaðir og .. „tala mánaða hans tiltekin hjá þér, hafir þú ákveðið takmark hans, er hann fær eigi yfir komist, þá lít af honum, til þess að hann fái hvíld, svo að hann megi fagna yfir degi sínum, eins og daglaunamaður. Því að tréð hefur von; sé það höggvið, þá skýtur það nýjum frjóöngum og teinungurinn kemur áreiðanlega upp. Jafnvel þótt rót þess eldist í jörðinni og stofn þess deyi í mold- inni, þá brumar það við ilminn af vatninu, og á það koma greinar, eins og unga hríslu." En það má vera að skáldið Stefán frá Hvítadal hafi ratað á svarið, eða hluta þess þegar hann orti: Ó, guð, án þín er létt vor list. og lífið eftirsókn í vind. í trúnni á þig og kærleik Krists er kynslóðanna svalalind. Ó, lyftu oss yfir tap og tjón, því takmark vort er æðri sjón. SOLURSORTA Eftirtalin númer hlutu viðurkenningu í hlaupi sem fram fór í tengslum við tón- leika í Lækjargötu 12. maí sl.: 2812 2613 1002 2005 0015 2006 2004 1175 2822 2621 2818 2305 0185 1279 1211 Þær viðurkenningar, sem ekki hafa verið sótt- ar, eru á skrifstofu RKÍ á Rauðarárstíg 18. Ungmennahreyfing RKÍ. € 23 Þitt Ijós að handan ljóma slær. Ó, lyftu oss þínu hjarta nær! Sif Knudsen og Stefán Ásgrímsson Kveðja frá Félagi kvenna í fræðslustörfum, Gammadeild Nú er sjá má merki vors og gró- anda allt í kring um okkur er erfitt að sætta sig við að kona í blóma lífsins sé hrifin brott frá yndislegri Ijölskyldu, vinum og dýrmætu starfi. Yið höfðum vonað að Helga bæri sigur í þeirri miklu baráttu sem hún háði af einstakri viljafestu síðustu mánuði við erfiðan sjúkdóm. Ég undirrituð kynntist Helgu fyrst er við bjuggum á sama stigagangi í 8 ár á frumbýlisárum okkar. Með okk- ur, börnum og fullorðnum, tókst mikil og góð vinátta sem geymist sem íjársjóður í endurminningunum. Leiðir okkar skildu um stund en lágu aftur saman er við Helga geng- um báðar í félag kvenna urn fræðslu- störf, Gammadeild, í lok árs 1985. Helga var þá nýlega komin úr fram- haldsnámi í tónlistarfræðum. Hún starfaði af miklum krafti í félaginu okkar og var m.a. formaður 1988-90. Á þeim árum voru málefni íslenskunnar og listauppeldis í þjóð- félaginu sérstaklega tekin fyrir. Málin voru reifuð og skoðuð frá mörgum sjónarhornum eins og henni var lagið. Helga var meðvituð um að listsköpun er einn merkasti þátt- ur í menningu hverrar þjóðar og mikilvægi þess að börn og unglingar fái tækifæri til að njóta skapandi og túlkandi hæfileika. Hún var fy'öl- menntuð á sviði tónlistar og vann ötullega að þeim málum. Hún var sérstaklega góður félagi sem átti dýnnætar hugsjónir er hún vann að. Helga hafði auga fyrir hinu skoplega í tilverunni og var bjartsýn að eðlis- fari. Hún hafði sérstakt lag á að koma fólki í gott skap með söng og gleðskap. Heimili hennar bar vott um listrænt handbragð og hlýieika. Við í Gammadeild minnumst Helgu með djúpri virðingu og þökk og vottum Sigurgeiri og börnum okkar einlægustu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Stella Guðmundsdóttir Fleirí minningargteinar um Helgu Gunnarsdóttur bíða birtingar. BLÓM SEGJA AILT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tilkl. 22,-elnnigum helgar. Skreytingar við öll tllefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.